Góða nótt.

Það er komin nótt, eiginlega.  Ég finn að skammdegið er að soga mig niður í svarthol, þar sem orkan fer eitthvað annað.  Það er bara þannig.  Svo að ég verð hræðilega löt.  Ástandið í þjóðfélaginu er nú ekki til að bata um.  Þessi reiði sem maður burðast með.  Þess vegna er gott að finna að það sitja flestir í þessari sömu súpu, við þurfum einhvernveginn að virkja reiðina í jákvæðan farveg.  Senda hana í sameiginlegan orkusjóð, og snúa í andhverfu sína, það er kærleikann.  Kærleika til hvors annars, með ósk um að þetta fari allt vel hjá okkur, þó útlitið sé svart.  Að við fáum þá ósk okkar uppfyllta að upplifa nýtt Ísland, með nýjum gildum.  Já það væri gott mál. 

Við sjáum hvað setur.  Það eru líka ljósir punktar, hér er einn útgerðarmaðurinn farin að selja fisk til Kenía og Ástralíu, þar er mikil vinna og fiskurinn hans eftirsóttur vegna gæðanna.  Hann fer sjálfur í söluferðir til að kynna vöru sína, sem er fyrsta flokks í plús. 

IMG_3768

Sú stutta að búa sig undir leikskólann í morgun.

IMG_3769

Og Hanna Sól, fóstrurnar sögðu mér í dag að hún hefði verið að fá sér að drekka, kalt vatn, og sagði svo; ó þetta var svo kalt að mér kólnaði í hjartanu.  'Eg er samt góð!Heart

IMG_3770

Smá fjallamyndir og himnagallerí fyrir svefninn.

IMG_3771

Þessi listaverk kosta ekki neitt.  En eru þó glæsilegasta sem til er, gert af hendi meistara.

IMG_3772

Já sólin gerir tilraun til að komast yfir fjallið, en tekst það ekki því miður.

IMG_3773

En þvílíkt sjónarspil.

IMG_3774

Þetta eru svo tröllin í göngunum.  Þau bíða þeirra tími kemur. 

En ég segi góða nótt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Geggjaðar myndir Ásthildur mín. Landslagsmyndir og veðurmyndir að vestan klikka aldrei hjá þér skottið mitt. Og litlu dúllurnar eru yndislegar og frazarnir eru æði stundum sem velta uppúr þessum litlu krílum.

Ég er sammála því að það dregur slatta af manni á þessum kreppu- og myrkurstímum. Veturinn er mörgum erfiður í ofanálag við það sem nú gengur yfir okkur öll - svo það er satt að eins gott að við munum eftir knúsum og kærleika handa hvert öðru.

Sendi þér hér stórt og mikið knús inn í Vestfjarðaríkið þitt - megi það ylja þér vel og lengi mín kæra!

Tiger, 26.11.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: G Antonia

já gleymum ekki að gefa hvort öðru il með knúsi og kveðjum **

G Antonia, 26.11.2008 kl. 01:41

3 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Já,það er magnað himins afl sem birtist okkur alltaf yfir Engidalnum og Snæfjallaströndinni.

Frábært. Og það er rétt hjá þér með orkuna nú förum við að safna orku.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 02:15

4 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 26.11.2008 kl. 06:15

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Unaðsfagur. Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 07:50

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ónei.... vonandi kemur tími tröllanna ekki.......

Flottar myndir og Hanna Sól er draumur í dós

Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 08:32

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottar myndir og bergrisinn er æði

Ásdís Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 08:39

8 identicon

Yndislegar myndir. Sammála þér með orkuna, hún dalar svo oft á þessum árstíma og mér finnst sóun að beina henni í reiði sem tekur frá okkur enn meiri orku. Væri ekki betra að einbeita sér að því að senda smá ást og kærleika til fólks þegar við leggjumst til svefns og óska þess að  takist sem fyrst að finna leiðir til að bæta ástandið. Og að beina orkunni til að bæta og afla meiri orku. Við vitum að ekkert sprettur af engu svo við þurfum að geyma örlítið af orkunni okkar til að afla meiri og rækta okkur.  Seinna kemur tími til að ásaka. Gættu vel að englunum þínum svo allt verði sem venjulegast, börn eiga helst ekki að þurfa að vita af vandræðunum, þau fá bara áhyggjur og geta ekkert gert til að bæta.  Ástarkveðja.

Dísa (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 08:49

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt Dísa mín, við verðum að halda börnunum utan við þetta krepputal.  En það er bara hægt með þessi litlu, hin heyra þetta allstaðar utan að sér og hafa áhyggjur.  Þess vegna þarf að ræða við þau eins og hugsandi verur.  Þau þurfa að vita að þetta er bara tímabundið, og jafnvel ættum við að hlusta á hvað þau hafa að segja og leggja til málanna.   Þau hafa stundum lausnir sem hægt er að nota.

Já reiðina má örugglega virkja, og snúa upp í kærleika, allavega gagnvart hvort öðru, þó við undanskiljum kvalarana í bænum okkar, eða látum þá liggja milli hluta.  Þeir þurfa að fá sína refsingu.

'Asdís mín, já þeir eru nokkrir þarna svona flottir Bergrisarnir, og svo eru líka álfar og hrekkjusvín þarna.  Þeir hrekktu meðal annars Margréti Blöndal útvarpskonu, þegar hún ætlaði að taka viðtal við mig í göngunum.  Það fór ekkert á milli mála. 

Tröllin sofa Hrönn mín, þau sofa á fjallatoppunum, og einn daginn vakna þau upp og þá........ verður ekki mikið pláss fyrir okkur, en það er örugglega langt þangað til.

Knús Jenný mín.

Þú verður bara að fara að drífa þig vestur Búkolla mín.  Þú veist hvar ég bý.

Knús Helga mín.

Þói minn já fjöllin eru kyngimögnuð, og full af orku.

Já knús á þig G.Antonía mín.

Takk TíCí minn.  Já við þurfum svo sannarlega á hvort öðru að halda, og því jákvæða í lífinu.  Reiðin þarf auðvitað að brjótast út, og þar með þarf að breyta henni í jákvæðni fyrir lífinu.  Fyrir okkar eigin lífi, og þeirra sem eru okkar sálufélagar.  Það er svo gott að finna alla þessa samstöðu og samhug, meðal þjóðarinnar.  Eða má ekki segja það?  Þá get ég bara sagt meðal fólksins í landinu sem deilir okkar skoðunum, og þeir eru margir, og allstaðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2008 kl. 11:06

10 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Vegna þess að við erum öll í sömu súpunni, þá verður samstaðan meiri og einnig skilningur á líðan fólks sem lendir í miklum hremmingum vegna ástandsins. Fólk þarf ekki að læðast meðfram veggjum sem hefur misst allt sitt eins og var áður og enginn þarf að missa sína reisn. Ég held að þjóðin öll verði kærleiksríkari þegar við komumst út úr þessu. Nýtt Ísland - betra Ísland, það er framtíðin.

Skotturnar þínar eru alltaf jafn yndislegar. Gaman að hlusta á gullkornin og spádómana hjá börnunum

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.11.2008 kl. 11:58

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín.  Ég vona líka að það reynist rétt, að við verðum kærleiksríkari og umburðarlyndari

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2008 kl. 12:49

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þegar ég verð eitthvað anzalega úrillur, þá kíkji ég á síðuna þína.

Það bregst ekki að ég fer þaðan kátari & betri maður.

Takk fyrir það.

Steingrímur Helgason, 26.11.2008 kl. 19:47

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ennþá koma myndirnar þínar mér á óvart, þú ert snillingur.  Góða nótt.

Jóhann Elíasson, 26.11.2008 kl. 21:38

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ruslana mín, við erum eins og flugur í súpunni.

Takk Jóhann minn.

Gleður mig Steingrímur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2008 kl. 01:55

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 10:14

16 Smámynd: Laufey B Waage

Ég skil þig vel. Áhrif skammdegisins á mig voru ennþá meiri þegar ég bjó á Ísafirði, því þar er myrkrið ennþá meira. Og sumarnæturnar líka ennþá bjartari. Ótrúlegt hvað þetta munar miklu.

Laufey B Waage, 28.11.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband