Víða berast fréttirnar af okkur og vesældómnum, sem fylgir með. Áfram með baráttuna gott fólk.

Það kemur sífellt meira og meira í ljós, nú eru það þjóverjar sem upplýsa okkur um, að samkomulag hafi náðst við íslensk stjórnvöld um að þjóðin greiði innistæðu þjóðverja í Kaupþingsbankanum þar. Ég er svo sem ekkert hissa á því að ráðamenn kannst ekkert við þetta mál.  Enda er það sennilega grafið einhversstaðar langt niður í rassgatinu á þeim.  Ojæja.

Ég bauð fólkinu mínu frá El Salvador í mat í gær.  Þau spyrja mikið um ástandið.  Þau sögðu mér að í fréttum frá El Salvador er sagt að Ísland sé verr statt en það ríki.  Þau segja að vísu að ástandið hafi aðeins lagast í heimalandi sínu.  En þar grósserar spilling af verstu tegund, sem sagt mafía.  Við ræddum um hvort ekki væri mafía hér á landi líka.  Jú sögðu þau, en hér er mafían með bindi og í jakkafötum, í El Salvador eru þeir með hnífa og skera fólkið á háls, sá er munurinn.   Mig minnir að þau hafi sagt að það séu um 10 manns myrtir af mafíunni á hverjum degi.  Og nú hefur hún snúið sér að dóttur þeirra og fjölskyldu hennar.  Þau vilja vinna að því að koma þeim hingað í öryggi.  Vonandi verður eitthvað hægt að gera í því máli.  Ég hef lagt fyrirspurn til manns sem ég treysti til að skoða það vel, hvort eitthvað sé hægt að gera.  Þau eiga þrjár ungar dætur.  Mafían hefur nú þegar bankað upp hjá þeim og rænt þau. 

En ég er ekki bara reið þessa dagana, heldur er ég að verða ansi óþolinmóð eftir að eitthvað gerist.  Það er borin von að stjórnin segi af sér. Þau ætla að þreyja Þorrann og Góuna, og vona bara að við nennum þessu ekki lengur.  Athygli mína vekur líka að fólk sem hér fór mikinn fyrir skömmu, með burt með spillingarliðið, hefur nú þagnað.  Málið var víst á þeim bænum, að það var spilling, en bara hjá sumum í ríkisstjórninni.  Ekki þeirra lið, heldur hinir.  Annað hvort viljum við spillinguna burt eða ekki, það er svo einfalt.  Kunningsskapur eða flokkadrættir mega ekki spila þar inn í. 

Það má spyrja hvað er spilling ?  Er það ekki spilling að snúa blinda auganu að því sem er að gerast í kring um sig ?  Af fólki sem við höfum treyst til að axla ábyrgðina og vandann? Ég segi jú.  Hvernig í ósköpunum getur Ingibjörg Sólrún sagt að spillingin sé ekki þeim að kenna?

Og hver ætlar að treysta manneskju fyrir landinu sínu, sem kemur og segir að aðalmálið sé að koma okkur inn í ESB sem fyrst.  Takið eftir, ekki að skoða skilmálana og skilyrðin, nei koma okkur þangað nó matter what. Enda sér þessi ágæta kona ekki út fyrir Reykjavík.   Og hvernig eigum við að treysta fólki til að kanna aðildarumræður sem hefur klúðrað hverju málinu á fætur öðru í samningum okkar við erlend ríki um skuldir bankanna, nú síðast við Þýskaland ?  þarna virðast sitja eintómir asnar, sem kunna ekkert, geta ekkert, eða bara vilja ekkert gera af viti.

Nú á að kýla á það, meðan þjóðin er í sjokki og sárum, að koma okkur inn í Evrópusambandið, með góðu eða illu.  Er þar ef til vill komin skýringin á slugshættinum ?

Það hefur komið skilmerkilega fram að við fáum engar undanþágur í sambandi við sjávarútveginn.  Ef til vill einhverjar tilhliðranir sem engu skipta, en ekki neinar undanþágur. Þá vitum við það.  Við ætlum sem sagt að glutra niður því litla sem við eigum eftir af umgengni við fiskimiðinn okkar.  Fyrst í gráðugar krumlur L.Í.Ú greifanna, og síðan í hendur ESB.  Þegar það sem á að gera núna, er einmitt að endurheimta veiðiréttin til þjóðarinnar, og fara meira út í vistvænar veiðar við landgrunnið, og leggja stóru mengandi, eyðandi skipunum.  Þeir geta búið í þeim þessir andskotar, ef og þegar þeir missa villurnar sínar. 

Ef vil viljum heita þjóð áfram, þá förum við að mótmæla, og þá meina ég standa saman og koma spillingarliðinu burt, þar innifalin er líka Ingibjörg Sólrún, en ekki Samfylkingin sem slík.  Það er nefnilega sitt hvor hluturinn, ef fólk heldur eitthvað annað. 

Ég er hér með alveg makalaust dæmi af svari, sem er samt svo sorglega einkennandi fyrir hve við erum sveitaleg, höfum lítinn sjóndeildarhring, og kunnum ekki að standa upp fyrir okkur sjálf,

En þetta er tekið af bloggsíðu; http://skralli.blog.is/blog/skralli/#entry-722884 Þar sem minnt er á hvernig Birkir Jón Jónsson sem nú vill leiða Framsóknarflokkinn, höndlaði Birgismálið.  Og takið eftir þessu svari;

Komdu Sæl Birna Það eins sem Birkir er sekur um í Byrgismálinu er að treysta á að menn sem vinna við endurhæfingu séu að gera það af manngæsku. Annað kom í ljós sem er því verr og miður eins og við getum bæði verið sammála um. En fjarri því sem menn gera í dag sagðist hann bera ábyrgð sem formaður fjármálanefndar alþingis og þætti miður. Um fjárhættuspil þá gerði hann ekkert verr af sér en þeir sem fara og spila í spilakössum sem er að finna um allt land. Kveðja

Þarna kristallast viðhorf svo margra.  Æ greyið hann vissi ekki, kunni ekki gat ekki, var svo saklaus að trúa því sem honum var sagt.  Sér einhver sama mynstur við viðskiptaráðherrann í dag ?  Og orði Ingibjargar Sólrúnar, hvað hefur hann gert af sér sem segir að hann þurfi að segja af sér ? Bla bla bla........

Nei við erum aumingjar og asnar, segi og skrifa, ef við getum ekki staðið saman sem þjóð, og krafist þess að réttlætið sigri, að spillingin verði rannsökuð og allt sett upp á borðið.  Við höfum hreinlega ekki efni á öðru.  Svo má deila um annað, þegar við höfum komið þessu fólki frá.  Það þarf ekki endilega að kjósa fyrr en í vor.  Það má setja á stofn utanþingsstjórn með okkar færustu sérfræðingum, meðan flokkarnir hreinsa til, og fjarlæga spillingarliðið innan sinna raða. Það þarf að gera, ef við viljum nýtt Ísland.  Með ný viðhorf, nýjan kraft og fyrst og fremst með manngildið að leiðarljósi.  Tek ekki marg á hræsnistalinu í frú Ingibjörgu. 

Ég ætla að setja nokkrar fallegar myndir inn seinna í dag, er bara of reið og sár til að gera meira núna.

Þó skal ég setja inn þessar hér eftirfarandi.

IMG_3728

IMG_3729

Þessar voru teknar í fyrradag.

IMG_3730

Amma amma hjálp hjálp!!!

IMG_3731

Þú verður að bjarga mér, það er óvættur að ráðast á mig.  éÉ er hrædd, reið og örvæntingarfull, eins og þjóð sem kallar á réttlæti.

IMG_3732

Jæja fyrst enginn kemur, þá verð ég bara að taka af skarið sjálf, og ráðast á óvættinn.

IMG_3733

Þetta þýðir ekkert lengur góði, ég er hætt við að vera hrædd við þig.  Þú skalt bara hafa þig hægan.

IMG_3734

Ég get meira að segja fyrirgefið þér syndirnar, ef þú iðrast og breytir betur næst.

Eigið góðan dag.  Heart Við gefumst ekki upp þótt móti blási.  BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ. Já ég leyfi mér að nota þetta slagorð, og með Ingibjörgu Sólrúni innanborðs. Angry

c_documents_and_settings_jon_steinar_desktop_hvitur_fani2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ásthildur, slagorðið var:  Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!

Nú eru orðin áhöld um hvort "fagleg ábyrgð" sé það sama og "spilling"sbr:

"Það er ekki sanngjarnt að krafa um afsögn ráðherra sem ber fagpólitíska ábyrgð á málaflokki hljóði:  Burt með spillingarliðið! Tja, nema sami ráðherra hafi á einhvern hátt gerst sekur um spillingu".

Fólk er alltaf að koma manna á óvart

Sigrún Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir leiðréttinguna Sigrún mín.  Já það má segja að svo bregðists krosstré sem önnur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 13:52

3 identicon

Það eru komanar 7 eða 8 vikur síðan þetta byrjaði og enn hafa engar haldbærar lausnir komið fram. Ekkert af viti komið fram um að það sé byrjað að rannsaka bankamálin. Ég hef hingað til talið mig þolinmóða en það er að koma að því að þolinmæðin brestur í mér. Það eina sem að ég bið um er að stjórnin og Davíð með sitt hyski fari frá og mynduð verði utanþingsstjórn með fagfólki sem er ekki í pólítík. Komnar 7-8 vikur og enn er sama fólkið við störf í bönkunum sem tók þátt í að eyðileggja þá. Engin rannsókn er hafin í bankakerfinu af óháðum aðilum.

Og það sem mér finnst einna verst er að mér finnst reiðin vera farin að dvína hjá þjóðinni, eins og alltaf hefur orðið hérna. Öllum kvíður fyrir framtíðinni en allt of margir halda að best sé að þessir aðilar sem sitja á alþingi, stjórninni og seðlabankanum leysi málin.  Guð forði okkur frá því að sækja um aðild að ESB. Og ekki síst, guð forði okkur frá því að láta reiðina dvína og við sættum okkur við orðinn hlut. Ef við förum að sætta okkur við það sem gengur á í þjóðfélaginu verður ekki hægt að vorkenna okkur. Þá uppskerum við bara því sem við sáum og gjöldum fyrir það.

Knús í hamingjukúluna

Kidda (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff ég vona að reiðin sé ekki farin að dvína.  Það er komin viss þreyta í fólk, af því að það er algjörlega hunsað.  Það sem er eiginlega verst í þessu er að bankamennirnir sem héldu vinnunni sinni frá fyrri tíð, eru farnir að lána GLÆPAMÖNNUNUM sem settu okkur á hausinn, til að kaupa aftur fyrirtækin sín á brunaútsölu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  Yndisleg myndasería.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2008 kl. 15:35

6 Smámynd:

Nei ég held ekki að reiðin sé neitt að dvína - fólk er bara orðið örvæntingarfullt og það dregur úr þeim mátt þegar það er alveg sama hvað það gerir það virðist engu breyta. Við verðum greinilega að finna upp nýja baráttuaðferð. Og sama hvað Ólína segir, spillingarliðið er líka innan ríkisstjórnarinnar - það kallast spilling að láta opinber embætti í hendur vinum sínum og að horfa fram hjá hvernig opinbert fé er misnotað af fjárglæframönnum.

, 24.11.2008 kl. 17:21

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Reiðin er vonandi ekki að dvína hjá fólki en hversu lengi endist það til að berja hausnum við steininn þegar engin viðbrögð fást og sama fólkið situr rótfast í sínum stólum með sín ofurlaun. Annaðhvort gefst fólk upp á þessu eða mikil harka fer að færast í mótmælin. Við neitum að láta hundsa okkur endalaust.

Helga Magnúsdóttir, 24.11.2008 kl. 19:16

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er rosalega glöð með fundinn í Háskólabíói.  Sálarhreinsandi hreint og beint.  Guð láti gott á vita sagði kerlingin, ætli ég segi bara ekki það sama

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 23:39

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er svo sammála þér.

Fundurinn í háskólabíói var mjög góður.Það þarf fleiri svona fundi.

Ég er stolt af þeim er fundinn héldu og þeirra er á honum voru hvernig þessi fundur fór fram.Þrátt fyrir reiði almennings.

Solla Guðjóns, 25.11.2008 kl. 21:00

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Solla mín næsti fundur verður 8 des. held ég, í ennþá stærra húsi, það var ekki komið á hreint þegar útsendingu lauk, en verður örugglega aulýst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2008 kl. 23:40

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, víða kraumar reiðin og þá gerist það stundum að skynsemin víkur og´fljótfærni verður stundum ofan á í orði sem og æði. Finnst það svolítið vera upp á teningnum hjá þér frú Cesil hvað varðar hörkuna hjá þér he´rna í garð annarar vestfjarðavalkyrju, Ólínu, sem mér finnst leitt því ykkar á millum hef ég til þessa ekki séð annað en vinsamleg samskipti.En vonandi jafnar þetta nú sig.

Magnús Geir Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 23:52

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ekki að sýna hörku til hennar Ólínu Magnús minn.  Mér finnst Ólína alveg frábær manneskja.  Eg var aftur á móti að hafa áhyggjur af því að hún hefði fengið tiltal.  Hún breytti nefnilega í lauf.   Nei Ólína er flott kona, vel gefin og klár.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband