7. mótmælafundurinn á Austurvelli. Áfram nýja Ísland!

Hver á sér fegra föðurland,

með fjöll og dal og bláan sand,

með norðurljósa bjarmaband

og björk og lind í hlíð,

með friðsæl býli, ljós og ljóð,

svo langt frá heimsins vígaslóð ?

Geym drottinn, okkar dýra land,

er duna jarðarstríð.

 

Hver á sér meðal þjóða þjóð,

er þekkir hvorki sverð né blóð,

og lifir sæl við ást og óð

og auð, sem friðsæld gaf?

Við heita brunna, hreinan blæ

og hátign Jökla, bláan sæ

hún unir grandvör, farsæl, fróð

og fráls - við yzta haf.

IMG_8110

IMG_1246

CIMG5875

CIMG5891

IMG_1675

IMG_1681

IMG_8106

IMG_8104

IMG_8147

IMG_3699

Íslenska þjóð, þjóðin mín.  Í dag er enn einn fundurinn á Austurvelli í Reykjavík, og annar á Akureyri.  Þetta er sá sjöundi, sjö er heilög tala, alveg eins og tilgangur þessara mótmæla er heilagur.  Heilagur réttur okkar til að tjá vilja okkar.  Sumir hafa sagt að það sé ekki ljóst fyrir hvað mótmælin standa, en það kom alveg í ljós hjá Herði Torfa á síðasta fundi, sem var sjónvarpað.  

Viljum við stjórn seðlabankans burt!

viljum við stjórn fjármálaeftirlitsins burt!

viljum við breytta stjórnhætti!

Viljum við spillingaröflin burt!

Viljum við friðsamleg mótmæli!

viljum við ríkisstjórnina burt!

Viljum við kosningar í vor!

viljum við samstöðu gegn spillingaröflum landsins.

Svo mörg voru þau orð.

Ég verð með ykkur í anda, þið eruð hetjurnar mínar í dag, öll sem þarna verðið.  Þið eruð að berjast fyrir mig líka.  Mig, börnin mín og alla sem eru í sömu sporum. 

Við lifum á sérkennilegum tímum.  Og þið eruð í þeim hópi sem fær fremsta sætið í leikhúsi lífsins, við hin verðum að gera okkur að góðu að sitja í öftustu sætunum.  En við gerum það með gleði, og þökk til ykkar sem standið í fararbroddi, berið okkar óskir með ykkar, blandið okkar orðum í ykkar.  Því við mælum einum munni.  Við viljum breytingar, við viljum réttlæti og við viljum sjá nýtt Ísland rísa.  Allir góðir vættir blessi ykkur og verndi.

Heill þér nýja Ísland!

images

c_documents_and_settings_jon_steinar_desktop_hvitur_fani2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sammála þér. Við viljum breytingar. Áfram Ísland.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.11.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Laufey B Waage

Takk fyrir samstöðuna að vestan. Ég hugsaði til þín þegar Hörður las kveðjur frá Ísfirðingum.

Laufey B Waage, 22.11.2008 kl. 17:10

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það var fjölmennt á fundinum, við vonum að þjóðin sé að vakna.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.11.2008 kl. 19:45

4 identicon

Er mjög stolt og ánægð fyrir mína hönd, ég mætti loksins á fundinn og mun mæta hér eftir.

Hins vega þótti mér leiðinlegt að sjá í fréttunum að eggjum var kastað að alþingi. Það lendir bara á okkur þjóðinni að borga brúsann fyrir þrifnað, en skiltið var nokkuð gott en ekki eggin.

Knús í kærleikskúluna

Ps. ég myndi vilja að aðstandendur mótmælana myndu hvetja fólk til þess að láta það vera að kasta td eggjum. 

Kidda (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 20:38

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

H-

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 21:58

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hörður Torfason ítrekar stöðugt og alltaf að þetta séu friðsamleg mótmæli og allt eggjakast tengist öðrum hópum eða fólki.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Ásta Björk Solis

Amen.

Ásta Björk Solis, 22.11.2008 kl. 22:30

8 Smámynd: Tiger

  Elsku Ásthildur mín. Gaman að sjá hvað þú ert þjóðblogglega sett - enda núna fullkomin ástæða til að vera með smá þjóðarstolt og læti ...

Sjálfur kíkti ég aðeins og tölti um bæinn á meðan mótmælin stóðu sem hæst, og var sáttur við allt nema þá sem reyndu að brjótast inn á lögreglustöðina við Hlemm. Er ekki mikið fyrir eggjakast, skyrkast og lögbrot - enda tel ég að slíkt skemmi fyrir raunverulegum og góðum mótmælafundum.

Flottar myndirnar þínar ljúfust - og gaman að sjá! Sendi ljúfar og hlýjar kveðjur á þig mín kæra og óska þér góðrar helgarrestar!

Tiger, 23.11.2008 kl. 00:49

9 Smámynd: Elín Helgadóttir

JÁ,JÁ,JÁ.......... við viljum.

Elín Helgadóttir, 23.11.2008 kl. 13:13

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Flott hjá þér Ásthildur!

Áfram íslenska þjóð - burt með spillingarliðið!

(ég fékk þetta frábæra slagorð að láni hjá þér)

Gangi þér allt í haginn

Sigurður Þórðarson, 23.11.2008 kl. 16:20

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þessir mótmælafundir eru frábærir og vitanlega erum við fulltrúar ykkar sem ekki komast vegna búsetu. Bara vonandi að það fari að koma eitthvað út út þessu því fólk verður bara reiðara og reiðara þegar ekkert er aðhafst og sömu kónarnir í valdastöðum og áður.

Helga Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 17:15

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, ÞAÐ VIL ÉG ! Er svar mitt við þeim spurningum sem Hörður spyr á fundinum.

Ég fór í "samstöðugönguna" og útifundinn á Ráðhústorginu, þar sem fluttar voru harðorðar og kjarnyrtar ræður hver annarri betri. -  Ég vona að um næstu helgi verði Herði Torfasyni að ósk sinni og "Samstöðuganga" og útifundur verði í öllum bæjum hringinn í kringum landið. -

Svo Ísland lifi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:33

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk fyrir mig elsku Ásthildur Cesil mín  Sleepingog góða nóttina mín kæra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:24

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 01:33

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á móti Sigrún mín.

Knús á þig Linda mín.

Já segi sama Lilja mín.  Vona að einhver fari af stað hér, þá mun ég örugglega mæta.

Takk Helga mín, já ég vona það líka.  Þetta er farið að verða all svakalegt svo ekki sé meira sagt, þá á ég við heyrnarleysi stjórnvalda.

Takk sömuleiðis Siggi minn.

Knús Elín mín.

Kveðja til þín líka TíCí minn, og hafðu það gott.  Já ég vona að við náum að fara fram með friði.

Knús Ruslana mín.

Knús Ásta Björk mín.

Einmitt Katrín mín, vonandi tekst þetta með friðsamlegum hætti.

Einmitt Jóna Ingibjörg mín.  Þannig á það líka að vera

Kidda mín, Hörður Torfa ítrekar í hvert skipti og oft að þetta séu friðsamleg mótmæli.  Gott að vita að þið fóruð

Já ég vona það Guðrún Þóra mín.

Takk Laulfey mín.  Gott að vita

Nákvæmlega Ólöf mín.

Já Áfram Ísland Búkolla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband