Veður, náttfatadagur og listasmiðja.

Já ég tók nokkrar myndir í dag.  Þessar fyrstu sýna svo ekki verður um villst að birtan er með ólíkindum á þessum árstíma.

IMG_3699

Og hún var tekin í morgun.

IMG_3700

Birtan dofnar dag frá degi.   Erfitt fyrir þunglynda að takast á við það.

IMG_3701

En ég fór í smáheimsókn í vinnuaðstöðu sonar míns í dag.  Þessi elska býr ekki við bestu kosti sem til eru, þó víðar væri leitað.  En þetta er eitt af verkunum sem hann vinnur að.

IMG_3702

Þessi er líka í vinnslu, Hulkarnir fjölga sér hratt.

IMG_3703

Ýsa og þorsur drengurinn er sífellt að fullkomna verkin sín.

IMG_3704

Þessi á lengra í land, en það er augljóst að hér er á ferð smábátur í smíðum.

IMG_3705

Annað vinnuborð af tveimur, þetta er inn í gróðurhúsi móðurinnar.

IMG_3706

Hér er verið að skapa.

IMG_3709

Aðalvinnusvæðið. Úti upp á lóð hjá mömmu sinni. Þessi aðstaða er náttúrulega ótrúleg miðað við hæfileikana sem hér eru sýndir.  En strákurinn minn lætur sér þetta líka, af því að hann hefur ekki í önnur hús að vernda.  Getið þið ímyndað ykkur hvað gæti komið út úr þessu við fyrsta flokks aðstæður?  Say no more.

IMG_3711

Hér erum við aftur á móti komin í leikskólann.  Ásthildur og Pálina, bestu vinir og amma kominn.

IMG_3712

Það var nefnilega náttfataveisla í leikskólanum í dag.  Þau áttu að koma í náttfötunum.  Og nutu þess í botn.

IMG_3713

Svo er að koma sér heim.

IMG_3714

Pálína vinkona Ásthildar er líka mamma tengdadóttur minnar, og við Pálína eigum þar von á barnabarni heheheh eitt í viðbót þar, og svo annað á leiðinni hjá Inga mínum og Möttu, en Matthildur er nefnilega líka frá Suðureyri.  Svo ég á miklu meira að sækja þangað en bara leikskóla.Heart

IMG_3716

Svo er náttúrlega smá afaknús, sem er must.

IMG_3719

Það er meiri háttar að knúsast með afa.

IMG_3720

Afa finnst það líka rosalega gaman.

IMG_3722

Og náttúrulega ömmu líka, sem tekur smátíma frá matseldinni til að taka myndir af prökkurum.

IMG_3725

ég get svo svarið það að ég náði svipnum á dýrinu.  Ef þessi stelpa verður ekki leikkona þá veit ég ekki hvað.  Hvað heldur þú Lilja Guðrún mín ? To be or not to be...

IMG_3726

Og svo prinsessan, þau afi voru að lesa saman prinsessan á bauninni, og Hanna Sól sagði strax að hún myndi aldrei vilja sofa á baun, það væri bara of sárt.  Og afi sagði auðvitað, því hún væri ekta prinsessaHeart

Ætla ekki að segja neitt um pólitík hér, en kem með svoleiðis á morgun pottþétt.  Því nú sýður á fólki.  Bara segi MUNIÐ FUNDINN Á AUSTURVELLI REYKJAVÍK Á MORGUN, OG NÚ ER LAG AÐ MÆTA.  Knús á ykkur öll fyrir svefninn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Júlli lætur ekki lélega aðstöðu á sig fá, heldur sínu striki eins og sannur listamaður,eins og hann er myndi gera, enda er aðstaðan hluti af listinni.  Það er alltaf kátt í kúlunni.   Hann Elli, maðurinn þinn, virðist vera alveg einstakur maður.  Mikið eigið þið hjónin gott að hafa litlu fjörkálfana hjá ykkur og ekki má gleyma Úlfi því hann er nú alveg punkturinn yfir i ið.

Jóhann Elíasson, 22.11.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan dag í Kærleikskúlu. 

Nú spyr ég eins og öldungi einum sæmir.......hvurra manna er Matthildur tengdadóttir þín.  Er það ekki rétt hjá mér að Pálína er kona Óðins Gests?

Takk fyrir myndir og frásögn

Sigrún Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 09:33

3 Smámynd: Laufey B Waage

Ég man svo vel frá Ísafjarðarárunum mínum hvað nóvember var rosalega dimmur. Ekki lesbjart í hádeginu. En birtan er samt falleg á þessum tíma þegar ekki er alskýjað, - og hún er ennþá dýrmætari þessa stuttu stund sem hún varir.

Að sjálfsögðu mæti ég á Austurvöll. Góða helgi mín kæra. 

Laufey B Waage, 22.11.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Linda litla

Yndislegar myndir Ásthildur mín, það er svo mikil ást og kærleikur á heimilinu þínu. Alltaf svo mikil hamingja í myndunum.

Knús í kúluna þína.

Linda litla, 22.11.2008 kl. 10:39

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Linda mín.  Knús til þín líka.

Já Laufey mín, birtan er falleg núna.  Ég verð með þér í huganum á Austurvelli. 

Takk Ruslana mín, knús á þig líka.

Sömuleiðis mín kæra Búkolla.

Matthildur er dóttir séra Valdimars Hreiðarssonar Sigrun mín.  Tinna tengdó er svo aftur dóttir Pálínu, sem er þarna á myndunum.

Takk Jóhann minn.  Já ég var einmitt að hugsa það í gær, með Júlla minn, að vera að gera þessa fallegu hluti úti í gaddi.  En það herðir hann ef til vill.  Hann vinnur allavega mikið þessa dagana af áhuganum einum saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ok, takk, tengingin komin...Sóley Ebba, stórsöngvari

Sigrún Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 11:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sú er stúlkan Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2008 kl. 12:46

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þessar fallegu myndir Ásthildur mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 14:07

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Rosalega er ég hrifin af þessum steinverkum sonar þíns. algjör snilld!

Og krúttubörnin standa alltaf fyrir einlægu brosi þegar maður les hjá þér bloggið

Ragnhildur Jónsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband