11.11.2008 | 13:04
Til hamingju pólverjar.
Það er þjóðhátíðardagur hjá pólverjum í dag. Innilega til lukku með það kæru vinir og samlandar.
Því margir af pólsku þjóðerni hafa ákveðið að setjast hér að, og verða íslendingar. Sumir hreint út sagt vegna þess að þeim líður betur hér í okkar veðurfari, en í Evrópu. Og þrátt fyrir allt, er gott að vera hér. Vonandi að sem fæstir þurfi að fara tilneyddir vegna ástandsins.
Af þessu tilefni var lesin saga á pólsku í leikskólanum Tjarnarbæ á Suðureyri. En það er jú alþjóðlegur skóli.
Mín snúlla að gera sig kára í pólska sögu.
veðrið er fallegt í dag, og fjöllin tignarleg sem fyrr.
Kubbinn flottur í sparifötunum.
Bjarni Harðar var að segja af sér þingmennsku í dag, og sýnist sitt hverjum. Auðvitað er gjörð hans ekki falleg. Aðferðin ekki til sóma. En það var engu logið í bréfinu. Og það er undirritað af tveimur bændum að norðan, sem sendu það á alla þingmennina. Svo varla hefur það verið neitt leyndarmál. Eina skömmin hjá Bjarna er að hafa ætlað að koma þessu áleiðis nafnlausu, en ekki nafnlausara en svo að nöfnin fylgdu með.
Æ ég veit ekki, mér dettur í hug að þetta sé ekki eina dæmið um svona háttarlag, munurinn er ef til vill sá, að Bjarni er klaufi, hann er ef til vill uppljóstrarinn um hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvað veit ég.
Ég held líka að Valgerður fagni of snemma, því í þessu bréfi er góð upprifjun á framgangi hennar og Halldórs Ásgrímssonar í bankamálunum, og hvernig þau voru framkvæmd. Ég hef grun um að þessi ofboðslega reiði hjá henni sé nú frekar af því að þetta vill hún ekki að komist í hámæli, sér í lagi ef það bresta á kosningar í vor. Þá er nú betra að hafa útlitið og áruna vel fægða og pússaða, til að fólk fari nú ekki að grufla í málum sem eru búin og gleymd.
Bottom line er; að það er í rauninni alveg amen eftir efninu að maður kemur réttum og sönnum atburðum á framfæri, verði að segja af sér, meðan þeir sem ráða ferðinni í þjóðfélaginu séu staðnir að lygi og ómerkilegheitum hvað eftir annað. Feluleikjum, hálfsannleika og ég veit ekki hvað.
Nei þá göpum við yfir manni sem kemur með sannleikskorn af flokksfélaga sínum. Af því að okkur líkar ekki aðferðin. Ég held stundum að við sjáum ekki aðalatriðin, af því að við erum alltaf að einblýna á smáatriðin og getum þess vegna ekki séð yfir sviðið, skoðað heildarmyndina. En eitt er ég viss um, Bjarni Harðarson mun standa sterkari eftir þetta, vegna þess að hann tók á málinu á þann hátt sem hann taldi bestan.
Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir Ásthildur, ég er alveg sammála þér, það má deila um hvort aðferð Bjarna er til sóma en það er aukaatriði í þessu máli. Nú finnst mér mest áríðandi að við gleymun ekki... ég vil ekki láta mína framtíð og minna barna vera lengur í höndunum á gjörspilltum pólítíkusum og peningafólki sem er ekki í neinu sambandi við almenning í landinu og þar er Framsóknarflokkurinn ekki saklaus þó þeir séu svo heppnir að vera ekki í stjórn akkurat núna.
Herdís Alberta Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 13:20
Já og til hamingju Pólverjar! Vonandi verður dagurinn ykkur öllum ánægjulegur.
Herdís Alberta Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 13:21
Til hamingju með þjóhátíðardag Pólverja sem hafa sýnt sig vera vinir í raun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 13:34
Hamingjuóskir til allra Pólverja.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 13:45
Herdís mín, við viljum ekki láta þrælsetja börnin okkar, hvað þá barnabörnin, burt með spillingarliðið.
Já þeir hafa sýnt okkur meiri vinskap, en þjóðir sem þykjast vera vinir manns, Jenný mín.
Knús á þig Ásdís mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2008 kl. 13:49
Já..ég tek ofan fyrir Bjarna Harðar, ættu ekki fleirri að taka hann sér til fyrimyndar , ég hef reyndar aldrei alveg skilið veru hans í þessum flokki, sem hann hafði oftsinnis hrakyrt og gert að grín á fyrri árum í sínu kjördæmi. Hef reyndar ekki heldur skilið alla þá gagnrýni sem þingmenn Framsóknar hafa á stefnu ríkisstjórnarinnar sem þeir tóku sjálfir þátt í að móta og framfylgja í öll þessi ár og ætla svo núna að afneita þáttöku sinni í, td. einkavinavæðinguni á ríkisfyritækjunum og ég tali nú ekki um fiskveiðistjórnunina, já það er aumkunnarvert að horfa á þetta sama lið gagnrýna harðast það sem það vildi sitja í sjálft þegar kosið var síðast. Mikil var amk. eftirsjá eftir ráðherrastólunum. Varð einhver breyting á sefnu sjórnarinnar eftir að Samfilkingin kom í stað Framsóknar ? ekki fann ég það. kveðja úr Borgarfirði. Steini Árna
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:58
Ég get tekið undir hvert orð hjá þér Ásthildur mín. Hér hefur sendiboðinn verið skotinn í kaf.....en þegar frá líður mun almenningur sennilega átta sig á því að svona gerast "leka-kaupin" í pólitíkinni, bara "nafnlaust".
Sigrún Jónsdóttir, 11.11.2008 kl. 16:41
Ég vildi að ég hefði vitaf af þjóðhátíðardegi Pólverja í morgun. Ég var hjá lækninum mínum sem er pólskur og hefði þá getað óskað honum til hamingju. Ég vildi að lygararnir mundu segja af sér. Það eru þeir sem hafa gert í sig, miklu stærra og meira heldur en BH.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.11.2008 kl. 17:02
Þeir eru sko fleiri sem ættu að sjá sóma sinn í að segja af sér og hunskast úr þeim stöðum sem gera þeim kleift að skaða samfélagið meira en orðið er.
Helga Magnúsdóttir, 11.11.2008 kl. 18:22
Kærleiksknús frá Lejre
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 11.11.2008 kl. 18:38
Til hamingju Pólverjar, vonandi lesa einhverjir Pólverjar þetta. .. Sammála þér með Bjarna Harðar, hann ætlaði að vera eins og mýsnar sem læðast en varð óvart að stökkmús!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.11.2008 kl. 21:44
Bjarni Harðarson gengst þó við sinni ábyrgð og segir af sér, það er meira en flestir hinna gera. Þeir segja bara, ég gerði það ekki, sjáðu þennan, hann er miklu verri og halda að ef hægt er að finna verra dæmi sé allt í lagi. Við værum betur sett ef fleiri færu að hans dæmi.
Dísa (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 21:48
Til hamingju Pólverjar. Ég tek líka ofan fyrir Bjarna Harðar, það ættu margir að taka hann sér til fyrirmyndar. En þeir óvinsælustu sitja sem fastast og finnst það víst í lagi.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.11.2008 kl. 21:52
Til hamingju Pólverjar og takk fyrir hjálpinaSammála með Bjarna
Kærleiksknús.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.11.2008 kl. 09:42
Takk öll sömul. Sammála þér Steini að það er fyndið þegar framsóknarmenn hefja upp raust sína til að ráðleggja í krýrunni, þ.e. Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, þau eru táknmyndir fyrir spillinguna í þjóðfélaginu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2008 kl. 12:48
Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.11.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.