4.11.2008 | 19:22
Erum við menn eða mýs ?
Það er von að fólki sé ofboðið, og er þó búið að vera langlundargeð í landanum, alveg með eindæmum. Nú eru allir búnir að gleyma hver var dómsmálaráðherra í olíusamráðinu, og hvernig það mál allt saman gekk fyrir sig, eiginmaður ráðherrans spilaði frítt. Núna er það menntamálaráðherrann sem vill SAMÚÐ fólksins í landinu, af því að hún hafi tapað svo miklu, og vill ekki liggja undir þessum grun. Hversu lengi ætlum við eiginlega að þegja og sleikja valdið ? Mér er spurn? Í öllum öðrum vestrænum ríkjum væri ríkisstjórnin í heilu lagi búin að segja af sér, hefði verið þvinguð til þess. En hér ónei, þeir ætla að laga til, og AXLA ÁBYRGÐ. Það er bara hlægilegt að þeir sem eiga sökina þó ekki sé nema að hluta til, telji sig hafa það traust sem þarf til að laga til.
Er ekki komin tími til að við fylkjum liði og mótmælum öll sem eitt, litli verkamaðurinn, litli símamaðurinn, litli bankamaðurinn, og litli Jón og Gunna. Við sitjum öll í sömu súpunni, en viljum ekki láta veiða okkur upp, því þá þurfum við að kalla á hjálp. Og það er svo hallærislegt ekki satt ? Þá er nú betra að muldara bara einn út í horni, eða æsa sig á kaffistofunni, eða skrifa reiðilestur á bloggið, en að mæta á staðinn og sýna samstöðu í verki....................... nei það er of kalt, of langt, of mikið vesen..... En hver er ég að dæma, ég hef ekki komist til að mótmæla, vonandi tekst mér að komst næsta laugardag, og þá vil ég sjá ekki bara nokkur þúsun, heldur gott meira en það. Ég er rosalega ánægð með það fólk sem hefur haft frumkvæði að mótmælunum hingað til, þau eiga hrós skilið. Við hin sem bara þurfum að mæta og láta sjá okkur, eigum tvímælalaust að gera það, hér er nefnilega okkar eigin framtíð í húfi, hvorki meira né minna. Ef við látum þetta fólk komast upp með ósóman núna, þá verður endanlega ekki aftur snúið. Því þá erum við búin að sýna að við erum ekki víkingar heldur þrælarnir sem þeir tóku með sér. Þeir eru þá allir dauðir og kakkalakkarnir einir eftir.
Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022144
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún greyjið tapaði kannski einhverju en hún gleymir að taka fram hve mikið þau hafi grætt
Það liggur við að ég vilji fá erlenda aðila til að taka við öllu hérna á meðan allt er að komast í lag
Knús í kúluna
Kidda (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:45
Það er enginn spurning um að fá erlenda aðilja inn til að skoða málin. Hún fær að væla og reynir að vekja samúð fólks, svei því bara. Það eru margir miklu verr staddir en hún.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2008 kl. 20:23
Ég er svo innilega sammála þér að þessi ríkisstjórn ætti að vera löngu búin að segja af sér. En hvað þarf til að ríkisstjórn á Íslandi segi af sér?? Í siðmenntuðum löndum þarf embættismaður ekki annað en að stíga hliðarspor í einkalífinu til að hann sé neyddur til að segja af sér. Okkar menn og konur eru að því er virðist svo siðblind að þeim finnst ekkert athugavert við að sitja áfram eftir meiriháttar fjármálaklúður óþökk meginþorra þjóðarinnar og verður ekki þokað úr sætunum. Maður verður bara svo frústreraður af þessu því það virðist alveg sama hvað sagt er eða gert - það er ekkert mark tekið á hinum almenna borgara í landinu.
, 4.11.2008 kl. 20:31
Vel á minnst eitt sinn var Sigurjón bróðir að ræða olíusvindlið í Kastljósi ásamt kvennþingmönnum af vinstri vængnum. Þær voru allar stoltar yfir því að kona væri þingforseti. Kolbrún var sérstaklega hneyksluð á að Sigurjíon skyldi minnast á Solveigu í þessu sambandi. Samt var hún ekki bara eiginkona svindlarans heldur einn stærsti hluthafinn og hagnaðist sónulega á því að manni hennar tókst að svindla á Logreglunni og Landhelgisgæslunni. Samtryggingin var svo mikil að þetta fékkst ekki rætt.
Sigurður Þórðarson, 4.11.2008 kl. 20:50
Sæl og blessuð
Það er nauðsynlegt að fá nýjar kosningar og nýtt fólk í brúnna sem fyrst. Þingmenn sem nú eru við störf eiga að fá frí.
Takk fyrir pistlana þína. Kíkti á þá og er alltaf jafn ánægð með baráttuna og dugnaðinn í þér mín kæra.
Megi réttlætið sigra.
Stelpurnar æðislega sætar eins og venjulega
Guð veri með þér og þínum
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.11.2008 kl. 20:54
Leiðr. Hún hagnaðist persónulega á því að manni hennar tókst að svindla á Logreglunni og Landhelgisgæslunni, meðan hún gegndi starfi dómsmálaráðherra.
Sigurður Þórðarson, 4.11.2008 kl. 20:55
ÆÆÆæææjjjj þetta er nú orðin meiri vitleysan. Vonandi verður hægt að fara koma þessu skeri á réttan kjöl fljótlega þetta er að verða meira bullið sem dregur sko dilkinn á eftir sér um allt. Gípugangurinn er að verða búinn að gleypa fólk.
Annars ætlaði ég nú bara að kvitta fyrir mig. Stelst sutndum hingað inn því það er svo kósý og hómý að kíkja á þig. Takk fyrir mig. Kveðja úr sveitinni.
JEG, 4.11.2008 kl. 22:23
Ég vil kosningar svo mikið er víst, en hvort það eru til frambjóðendur sem þóknast mér og okkur landsmönnum, það er svo annað mál.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 22:39
Já Ásdís mín það er málið, það kemur í ljós elskuleg
Sammala þér JEG mín, það tekst. Við erum dugleg ef við fáum til þess frið og ró. Takk fyrir innlitið
Takk Rósa mín. Sammála nýtt fólk í brúnna.
Siggi já Sigurjón hefur oft bent á það sem miður fer, og hefur talað íslensku. Vonandi fær hann tækifæri til þess arna eftir næstu kosningar. Við þurfum fólk sem þorir.
Dagný mín, ég er alveg sammála þér í því, hvað þarf til þess að menn segi af sér hér. Sumstaðar er nóg að fólk kaupi mjólk fyrir krítarkort en hér? nei menn hanga einfaldlega eins og hundar á roði og neita að fara, rúnir öllu trausti. Knús á þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2008 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.