Smá mömmó og Ísland - hvað er í spilunum ?

Það eru hlýindi í dag og milt veður.  Úlfur, afi og Hanna Sól eru farin í sund, við fórum öll í gær saman í sund á Suðureyri. 

Er hún nokkuð með myndavélina, spurði Jói og hló.  Ég held að honum hafi ekkert þótt það leiðinlegt að vera á mynd um daginn.  Tounge

IMG_3342

Þessi mynd var tekin í gær, en snjórinn er að mest leyti farin úr byggð í dag.

IMG_3343

En himnagalleríið er opin.

IMG_3345

Þessar voru teknar í gærkveldi.

IMG_3347

Evíta litla var í pössun hjá ömmu. 

IMG_3350

Afastelpa.

IMG_3352

Sóley Ebba kom líka, og þau Úlfur hjálpuðu heilmikið til.

IMG_3356

Afaknúsírófa.

IMG_3358

Gott að hafa sólgleraugu hehehe.

IMG_3359

Hanna Sól og Úlfur fengu svo að gista hjá Inga og Möttu.  Það var spennandi.

Þjóðfélagið okkar er að rúlla yfir, ég hef heyrt að skuldir okkar geti í besta falli orðið um 6 til 700 milljarðar, og ekki allt komið fram ennþá.  Við erum því tæknilega gjaldþrota, og um tómt mál að tala að ganga inn í Evrópusambandið.  Enda yrði það þá svo að skuldir okkar yrðu allar í í Evrum, og myndu þess vegna snarhækka, og er nú nóg þó við skuldum í íslenskri krónu. Ég held því að við verðum að reyna að koma skikki á krónuna, til að hægt sé að skipta yfir í annan gjaldmiðil.  Annars var ég að heyra frábæra tillögu um að mynda sambandríki með Færeyjum, Noregi og Grænlandi, þá værum við orðin matarkista norðurálfunnar, og þó víðar væri leitað.  Það væri mér miklu þóknanlegra en að ganga inn í Evrópusambandið. 

Vissuð þið að skuldir sjávarútvegsins eru í dag um 500 milljarðar ?  Þetta er greinin sem Þorgerður Katrín fullyrti að stæði styrkum fótum í þjóðfélaginu.  Ætli það sé nú þannig, og ætli hún hafi nú mikið vit á því.

Það hvíslaði því að mér lítill fugl, að Hafró myndi "finna" kreppufisk í haust svo þorskkvótinn yrði hækkaður um 30.000 tonn, svona sérpantað frá L.Í.Ú, það verður að leyfa þeim að lifa, þó sjávarþorp og smábátar séu skornir niður við trog.  Og það mun ekki breytast nema við losnum við þessa ríkisstjórn. 

peningar7

Eigum við að taka upp evru, þó við þurfum að kaupa hana ágenginu 135 eða meira.  Hvað ætli það hækkaði skuldir okkar ?

peningar2

eigum við ef til vill að snúa okkur að bestu vinum okkar Færeyingum ?

peningar

Þeir höfðu vit á að kasta út kvótakerfinu íslenska, og fengu til sín íslenskan ráðgjafa, sem Hafró vill ekki hlusta á.  Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja fullyrti í mín eyru að þeir væru gjaldþrota í dag, ef þeir hefðu fylgt íslenska kvótakerfinu og Hafró.

peningar4

Nei ætli við ættum ekki að sæja okkur líka heim.  Við erum jú bananalýðveldi ekki satt Smile

Ég hef heyrt góða tillögu til sparnaðar. , sem hljóðar þannig, að skera allverulega niður í utanríkisþjónustunni, loka flestum sendiráðum, og fá aðstoð frá hinum norðurlöndunum við að sinna okkar fólki erlendis.  Það kostar til dæmis enga smápeninga húsnæðið sem við eigum í Japan, eru það ekki 200 milljónir ?

Það mætti spara mikin pening þar, við erum nefnilega með óþarfa flottræfilshátt í utanríkisþjónustunni.  Einnig þarf að fækka stórlega ferðalögum þingmanna og ráðherra erlendis.  Og það er algjörlega óásættanlegt að þeir sem eru að hætta sem ráðherrar og þingmnn fari í heimsflakk, svona sem einhver uppbót á lífið.  Eins og til dæmis Halldór Blöndal og fleiri.  Við höfum hreinlega ekki efni á svona lengur.  Nú þarf að spara, og það er ekki bara almenningur sem á að þrengja buxnastrenginn, heldur viljum við sjá forystumenn okkar fara á undan með góðu fordæmi, svona í það minnsta áður en þeir hrökklast frá og þurfa að fara að vinna fyrir sér eins og aðrir í þessu þjóðfélagi.  Og hana nú. 

En ég segi bara eigið góðan sunnudag, og megi næsta vika vera ykkur góð, svo og öll framtíðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er á því að við eigum að skera stórt niður í utanríkisþjónustunni.  Bruðlið þar (fyrir utan allar flottu eignirnar) er skelfilegt og fer okkur illa sem lítilli þjóð.

Eitt sendiráð á Norðurlöndum, eitt á Bretlandi, Eitt í Amó, eitt í S-Am og eitt í Asíu og svo eitt í Brussel.

Allir glaðir.

Einn ritara á hvern sendiherra og ekkert andskotans bruðl.

En börnin eru fallegust.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gott og blessað já að skera niður í utanríkisþjónustunni mínar dýrlegu dömur, en í þessu risastóra samhengi og vanda, vegur þetta þó ekki þungt. En ætla að skensast við þig glæsilega eilífðargella eftir smástund!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er á röltinu um bloggheima, alltaf gaman að sjá myndirnar þínar, þú mátt sko ekki hætta þeim sið.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 17:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

lofa því Ásdís mín

Magnús minn, svona lauslega þá er utanríkisþjónustan kring um 7% af heildar ríkisútgjöldum, það gerir eftir því sem mér er sagt, ef ég hef tekið rétt eftir um 35 milljarðar.  Ef við skerum niður eins og hægt er, og spörum okkur um 15 milljarða, þá er það dágóður peningur ekki satt ?  Það safnast nefnilega allt þegar saman kemur, og hver króna sem sparast minnkar útlátin. 

Einmitt Jenný mín, ekkert andskotans bruðl.  Það má skera niður í utanríkisþjónustunni, en alls ekki á heilbrigðis eða félagsþjónustunni, þar má ekkert minnka.  Flottræfilsháttur okkar í utanríkismálum er yfirgengilegur, og bara ef maður hugsar um alla peningana sem fóru í þessa fyrirframvonlausu baráttu í Öryggisráðið, til að þjóna lund einstakra ráðherra, er andstyggilegl. Og hana nú.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2008 kl. 17:52

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er innilega sammála þessari færslu.

Ég er með efnahagstillögu:  Sjávarspendýr éta 20 sinnum meir en við veiðum og við getum dregið úr þeirra hlut meðan við losum okkur við skuldir.  Ef við getum ekki selt hvalkjöt getum við leigt Japönum kvóta. Eittvað getum við veitt sjálf til eldis á fóðurfiski.  Þá myndu Norðmenn grátbiðja um á fá að nota íslenska krónu.

 Ég er með samsæriskenningu: Bretar voru hundfúlir að þurfa að hætta að veiða við Íslandsmið. Þess vegna vilja þeir ólmir fá okkur í ESB til að ná fyrri stöðu. Getur verið að þeir Gordon Brown og Darling hafi vísvitandi komið Íslendingum á hléin til að aðstoða íslenska flokksbræður sína að klára verkið?

Sigurður Þórðarson, 2.11.2008 kl. 18:18

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek svo sannarlega undir með flottræfilsháttinn í utanríkisþjónustunni......vera bara með konsúla, sem eru búsettir í viðkomandi löndum hvort sem er.

Bið að heilsa Jóa Bjarna, næst þegar þú hittir hann

Knús í kúluna

Sigrún Jónsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:35

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Alveg er ég sammála því að sleppa mætti þessum flottræfilshætti í utanríkisþjónustunni. Eins og þú segir, hver króna skiptir máli. Þannig er það bara, molarnir eru líka brauð. Ég held að mér litist betur á sambandsríki með okkar frændum á Norðurlöndunum heldur en ESB. Við höfum ekkert að gera í ESB eins og staðan er núna. Knús á þig og krúttalingana í Kúlu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.11.2008 kl. 00:27

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er dapurlegt til þess að hugsa að "Sjálfstæðisflokkurinn" skuli vera búinn að koma Íslendingum í  þá stöðu eftir 17 ára valdasetu, að fólk sjái ekki tök á að halda sjálfstæði landsins.

Sigurður Þórðarson, 3.11.2008 kl. 01:37

9 Smámynd: Laufey B Waage

Vona líka að vikan verði þér góð.

Laufey B Waage, 3.11.2008 kl. 10:36

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Laufey mín

Já Sigurður, það er meira en dapurlegt, og ennþá dapurlegra er að það er ennþá til fólk um 20% þjóðarinnar sem er tilbúið að halda þessum mönnum við stjórnvölin.

Takk Sigrún mín, já ég sannfærist alltaf meira og meira um að ESBinnganga er glapræði á svona stundum.  Við höfum ekkert að gefa, en allt að missa.  ESB er enginn góðgerðarstofnun.  Ef þeir vilja koma okkur inn, þá er það einfaldlega til að komast yfir það sem við eigum af auðlindum.  EKkert flóknara en það.

Skal skila kveðju til Jóna frá þér Sigrún mín.  Og knús á þig líka

Sigurður ég myndi ekki kasta þessari samsæriskenningu alfarið í burtu.  Það er aldrei að treysta þjóðhöfðingja sem setti hryðjuverkalög á smáþjóð út í ballarhafi, sem þar að auki er herlaus, ennþá, hvað sem stríðshetjunni BB tekst að koma í verk áður en við losnum við þetta lið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2008 kl. 11:45

11 Smámynd: Rannveig H

Nú er tíminn sem þarf að spara,við erum neydd til þess þó svo að við höfum ekki tekið þátt í fylleríinu. Fyrir utan utanríkismálinn sem má spara um tugir miljóna,mætti BB alveg fara að forgangsraða í sínu ráðuneyti.t,d að láta stóran hluta frá kirkjumálum til dómsmála.er ekki skrítið að lögregla skuli vera á helmingi lægri launum en prestur.Er ekki skrítið að meðan allt er skorið niður hjá lögreglu þá fjölgar biskup starfsmönnum á biskupstofu.

Rannveig H, 3.11.2008 kl. 12:14

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.11.2008 kl. 14:27

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er þetta rétt Rannveig ? Guð hvað við erum orðin veruleikafyrrt segi nú ekki meira.  Jú það er sko í hæsta máta óeðlilegt á allan hátt, svei því bara.

Knús Linda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband