Bananabrauð - og mótmælafundur.

Lognið er að flýta sér hér fyrir vestan í dag, en sólin skín á okkur samt sem áður.

Ég lofaði að setja inn bananabrauðsuppskriftina hans Úlfs og hér kemur hún.

2.  bananar

1 1/2 bolli ´dl. púðurskur.

2 egg

1/2 bolli mjólk.

1/2 dl. hveiti

1 1/2 tsk natron

Hrært saman, sett í form og bakað í 1 klst. við 180°

Þetta er einföld en afskaplega bragðgóð uppskrift.  Verði ykkur að góðu.

Mér tókst að gleyma mjólkinni, Ágústa amma hans Daníels hringdi í Úlf og leiðrétti mig.  Þetta er nefnilega uppskriftin hennar.  Takk Ágústa mín.

 

Einn smá brandari svona á laugardegi.  Á síðustu og verstu tímum, þarf að huga að fá sér starf.  Hér er ein atvinnuauglýsing, hún er að vísu nokkuð gömul, var að taka til í tölvunni og fann þetta frá 1998.

 

Litlahraun, 31. Júní l993.

Atvinnuumsókn

Undirritaður sækir hér með um starf sjónhverfingamanns sem auglýst var í Snapaslúðri síðastliðinn mánudag.

Starfsreynsla og lífsferill

Ég hef haft nokkrta reynslu í þessum hæfileikum mínum láta ýmsa hluti hverfa, jafnvel sjálfan mig  ef því er að skipta.

Þegar ég var fjögurra ára bar á þessum hæfileikum mínum en það sumar barst kvörtun frá Kaupfélaginu  og var ég vinsamlegast beðinn um að beina hæfileikum mínum annað. Ég lét þetta ekki aftra mér frá því að æfa mig oft og  reglulega og hef þó ég segi sjálfur frá náð þó nokkurri færni.

Sjálfur hef ég horfiðð nokkrum sinnum.  Mér varð fljótt óvært á heimaslóðum og lét mig hverfa þaðan og hef ég þurft að endurtaka þann leik nokkrum sinnum.

Áhugamál  

Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af skartgripum, úrum og hvers kyns lausafjármunum og er haldilnn hálfgerðri söfnunaráráttu hvað það varðar.

Annað

Ég get hafið störf eftir tvær vikur þegar ég losna út.  Helst vinn ég á nóttunni eða undir morgun nokkru fyrir sáólarupprás.

Virðingarfyllst,

Ruppur Roðfletti

               

En svo smá prinsessublogg.

IMG_3333

Á leið í leikskólann.

IMG_3335

I fyrsta skipti í prinsessukjól, og vildi fara út honum strax aftur LoL

IMG_3337

Sæt saman.

IMG_3340

Stóra prinsessan mín.

Svo vil ég minna ykkur á fundinn, núna á eftir.  Ég verð með ykkur í huganum.  Vonandi mæta sem flestir.  það þarf að syna forystusauðunum að okkur er alvara.  Við treystum þeim ekki lengur, og viljum að þau víki.  Við viljum nýtt blóð, nýtt Ísland.

Eigið góðan dag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þessa uppskrift.  Baka oft bananabrauð en hef ekki haft púðursykur.  Prufa það.

Börnin alltaf falleg og góð.

Ásthildur er samt á prakkaravaktinni.  Þessi krakki er milljón.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég ætla að prófa þessa uppskrift, takk fyrir að deila henni. Prinsessugenin fóru greinilega flest í Hönnu Sól og prakkaragenin í Ásthildi  Knús í daginn ykkar.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.11.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Brynja skordal

Ætla að prufa þessa flottu uppskrift takk fyrir það  Nú erum við að pæla í að koma vestur á næstu helgi vonum að það takist í þetta sinn hafið ljúfa helgi elskur

Brynja skordal, 1.11.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Brynja mín, ég verð komin heim á sunnudaginn, ég er að skreppa suður á miðvikudaginn og verð fram á laugardag, en þá legg ég í hann vestur.  Endilega kíktu við á sunnudaginn.

Ég gleymdi mjólkinni Sigrún mín, hálfur desilíter af mjólk, sem vantar í uppskriftina.

Jamm Jenný mín, hún er alltaf sami prakkarinn þessi litla stúlka.

Takk Hanna Birna mín, ég hitti þig vonandi á laugardaginn á fundi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2008 kl. 18:09

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er frúin á leiðinni suður?  Sé þig vonandi á mótmælafundinum.

Knús í kærleikskúlu

Sigrún Jónsdóttir, 1.11.2008 kl. 18:59

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mér fannst brauðið líka skrýtið...nei nei, við fórum í afmæli í dag svo við prófum þetta á morgun  Takk

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.11.2008 kl. 19:55

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Ásthildur, ég tók áskoruninni og mætti á fundinn.

Það var ekki einsleit hjörð sem mætti á fundinn. Fór á kaffihús á eftir til að hlýja mér og spjallaði við 3 menntamenn úr Samfylkingunni (2 kennslukonur og lögfræðingur), sem tóku þátt í mótmælunum líka. Þetta viðræðugóða fólk var að mótmæla Davíð og því að Ísland  er ekki enn orðið meðlimur í ESB. Þau voru þakklát Norðmönnum fyrir að lofa að lána og þegar þau heyrðu af fiskveiðiréttindum okkar við Svalbarða fannst þeim rétt að afhenda Norðmönnum þau í þakklætisskyni. Þeim fannst ekki fráleitt að selja útlendingum fiskveiðiréttindin.  Þeim fannst fráleitt að stunda hvalveiðar, "ekkert upp úr því að hafa". Þegar ég sagði þeim að hvalir borðuðu tugfalt á við það sem við veiðum sá ég á svip þeirra blöndu af undrunar- og vorkunnarsvip, til að byrja með.  Allt var þetta á huggulegum nótum og við kvöddumst með vinsemd. 

Þá áttaði ég mig á eftirfarandi: Þessar samræður endurspegluðu hug margra menntamanna í borgríkinu til landsbyggðar og vanmat  þeirra á möguleikum sjávarútvegs til að koma okkur út úr skuldasúpunni.  Margir menntamenn sá framtíð sína í hyllingum sem vel launaðra embættismanna í Brussel.  Og ég sem hélt að ég ætti aldrei eftir að bera í bætifláka fyrir Davíð! Það er gríðarleg  óánægja með flokkana sem hafa komið þjóðinni í þennan vanda og það er sorglegt að þetta góða fólk lítur ekki á FF sem valkost. Verðum við ekki að huga að því að beita aðferðum og rökum til að ná til þessa fólks?

Sigurður Þórðarson, 2.11.2008 kl. 02:14

8 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Já, Ruppur Hvað ? !

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 03:47

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hanna Sól er greinilega með tísku genin í sér litla skvísan  fallegar systur og óskaplega held ég að mamma þeirra sakni þeirra. Kemur hún um jólin?  kær kveðja vestur til ykkar allra.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 08:52

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skemmtilega lík á þessari mynd - Ásthildur og Úlfur

Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 14:21

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þegar þú nefnir það Hrönn mín.

Já Ásdís mín, mamma kemur um jólin, hún fær vonandi gott frí í skólanum, svo hún geti verið sem lengst hjá þeim.

Hehehehe Þói minn

Nokkuð góð greining Sigurður minn.  Auðvitað eru ólík sjónarmið og ólíkar óskir sem fólk vill, í framhaldinu.  En eitt er víst, að þetta fólk vill allt að menn verði látnir axla ábyrgð, og að það fólk sem kom okkur í þessa aðstöðu, bæði stjórnvöld, eftirlitsaðiljar Seðlabankastjórnin og útrásarliðið láti sig hverfa.  Það er ekki hægt að una því að það fólk sem olli skaðanum sé fært um að endurreisa landið. Það dæmi gengur bara ekki upp.  Svo í framhaldinu má fara að skoða hvað er best í stöðunni.  Þá þurfa sjónarmiðin að vera skýr, svo fólk viti hvað það á að kjósa um. 

Já Sigrún mín, ekki gott þegar vantar í uppskriftir hehehe...

Sigrún mín, ég kem á næsta laugardag, ef ég get, það fer eftir veðri, hvenær ég þarf að leggja af stað vestur.  En það er í rauninni léttir á sálinni, að hafa tækifæri á að koma saman og fá útrás fyrir reiðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband