30.10.2008 | 22:08
Fallegar myndir frá Vestfjörðum - og smá mömmó.
Ég er með nokkrar fallegar myndir sem ég tók í gær og dag. Það var mjög fallegt veður báða dagana, og á þessum árstíma og frameftir eru litirnir dásamlegir í náttúrunni. Það er friður yfir þessum myndum, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum, að fá náttúrukraft í sálina sína.
Himnagalleríið opið í gær.
Birtan er ólýsanleg á þessum tíma, þegar sólin nær ekki alveg upp fyrir fjallatindana, en gægist aðeins, og lýsir upp himininn og fjallatoppana.
Dásamlegt ekki satt?
Sjá roðan í austri, og snæfjallastsröndin blasir við í öllu sínu veldi.
En Súgandafjörðurinn skartar fagurbláma. kaldur en tignarlegru.
Fjöllin spegla sig í firðinum, eins og fallegt listaverk.
Við eigum þetta fallega land, og það getur enginn tekið það frá okkur. Við munum berjast fyrir því að fá að vera hér. Byggja líf okkar upp aftur, gefa skít í þá sem vilja forsmá okkur, og svínbeygja. Þeirra er skömmin, og þeir munu ekki sigra, það mun aftur á móti réttlætið.
Í faðmi fjalla blárra, þar freyðir aldan köld, eða speglast sléttur sær.
Við eigum líka roða í vestri ef vel er að gáð.
Ísland er land þitt....
Þessi er fyrir Magný og Rannveigu.
ég get sagt ykkur að í mörg ár saknaði ég þess að sjá ekki sólina í skammdeginu, eða alveg þangað til ég var tvo vetur í Hveragerði og þurfti að aka oft til Reykjavíkur. Með skammdegissólina í augum endalaust, sá ég, að það er betra að hafa hana bak við fjöllin.
En það er ef til vill bara Pollýannan í mér
Hafið engar áhyggjur, þær fá ekki að leika sér með plastpoka, nema augnablik undir umsjá ömmu.
Leikskólinn bíður.
Best að fá sér aðeins að smakka.
Maður getur nú verið eins og prinsessa stundum.
Úlfur og bananabrauðin hans. Ég ætti ef til vill að setja uppskriftina hér inn.
Kate Moss, nei Hanna Sól.
Snjór er nefnilega nammi sko !!
Góður til átu nefnilega.
Þessa mynd tók Úlfur, þetta er listaverk hehehehe...
Og með þessari hlýlegu - köldu - mynd býð ég ykkur góða nótt, látið ykkur dreyma vel, og hugsið vel um ykkur sjálf. Maður getur ekki gefið neinum neitt, ef maður hlúir ekki að sjálfum sér og sálinni. Knús á ykkur öll.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefur þér aldrei dottið í hug að setja upp ljósmyndasýningu. Ég mæli sko með því.
Helga Magnúsdóttir, 30.10.2008 kl. 22:16
Eiginlega ekki Helga mín, ég kann ekkert á svoleiðis, enda tek ég þessar myndir mér til ánægju, og vonandi ykkur líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2008 kl. 22:30
Það er yndislegt að fara með þessa sýn inn í svefninn.
Rannveig H, 30.10.2008 kl. 22:33
Við njótum þess ríkulega að sjá allar fallegu myndirnar þínar
Kate Moss hvað??? Hanna Sól er miklu flottari! Eydís mín hefur þennan sama áhuga á snjósmakki og Ásthildur
Knús í sólarkúlu og takk fyrir myndasýningu 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.10.2008 kl. 22:42
Ástarþakkir fyrir yndislegar myndir, kveðja úr sólinni.
span.jajahWrapper { font-size:1em; color:#B11196; text-decoration:underline; } a.jajahLink { color:#000000; text-decoration:none; } span.jajahInLink:hover { background-color:#B11196; }
Magný Kristín Jónsdóttir, 30.10.2008 kl. 22:55
Brynja skordal, 31.10.2008 kl. 01:36
Æ, hvað ég sakna vestfirsku fjallanna við að sjá þessar myndir. Og endilega skelltu bananabrauðsuppskriftinni inn við tækifæri - þau minna mig á Ísafjörð og ég er búin að týna uppskriftinni sem ég átti :(
Knús á ykkur,
Martha
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 02:15
Sæl Ásthildur mín.
Fyrir utan skrifin þín um Fjölskylduna og þjóðmálin þá ert þú Himnasending fyrir okkur brottfluttu Íssfirðingana þegar að myndunum þínum kemur. Ég sé að Rannveig og fleiri Vestfirðingar kunna að meta þær eins og ég, svo ég tali nú ekki um alla hina gestina.Þakka þér fyrir okkur, að í fjarverunni þá erum við samt í nærverunni. Þúsund þakkir. Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 03:08
Satt segir Þói, við fáum hjá þér glugga til að gægjast heim. Það er líka svo gaman að fylgjast með barnabörnunum og því sem er að gerast hjá þér. Hvort maður man ekki hve gott var að borða snjóinn, velta sér í honum og búa til engla og horfa á norðurljósin í leiðinni. Það er eitt sem ég er þakklát fyrir að geta farið út á svalir og horft á norðurljósin, þegar veðurskilyrðin eru rétt, af því ég bý svo hátt að ljósmengunin spillir ekki. Kær kveðja til ykkar inn í helgina.
Dísa (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 08:42
Takk öll sömul. Ég er mjög glöð að geta verið gluggi fyrir mína kæru vestfirðinga
VIðl erum ein stór fjölskylda, hvort sem við erum fædd og uppalin hér, eða höfum tilfinningaleg tengsl vestur. Því það er jú það sem gildir ekki satt, að geta þótt vænt um staðinn.
Vertu velkomin hingað Martha mín, mín er ánægjan. Ég skal setja uppskriftina inn í dag, þegar ég kem heim.
Takk öll sömul, Magný mín, auðvitað er sól hjá þér á Spáníjá. Ég kem örugglega fljótlega í heimsókn til að skoða, hvernig þig Reynir hafið hreiðrað um ykkur. Knús á þig Rannveig mín, Þórarinn, Brynja og Dísa.
Kærleikskveðjur til ykkar allra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2008 kl. 09:29
Alltaf gott að horfa á myndirnar þínar Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.10.2008 kl. 10:25
landið er undurfagurt, myndirnar líka, fá ljúfan seið í magann minn að skoða !
Ljósakveðjur frá Lejre
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 11:17
Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 11:21
Takk og knús, Anna, Steinunn og Katla


Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2008 kl. 11:23
Góð hugleiðing og að venju yndislegar myndir. Takk fyrir
, 31.10.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.