28.10.2008 | 13:33
Nýr dagur.
Það er fallegt veður í dag, líka, en ansi kallt.
Það var samt notalegt hjá afa gamla á sunnudaginn i mat.
Það var nefnilega of mikill snjór við kúluna, til að hann kæmist þangað, og þegar Múhameð kemst ekki til fjallsins, þá verður fjallið bara að fara til Múhameðs.. eða þannig
Á þessum tíma fer birtan að verða ansi skrautleg og mikil litadýrð, þegar sólin er að undirbúa brotthvarf sitt í skammdeginu.
En ég vil minna fólk á smávinina fögru, það þarf að fara að gefa þeim eitthvað í gogginn.
Birtan ótrúlega flott.
Og engir smáruðningar af snjó, þó enn sé október. En hér er alltaf vel mokað. Okkar snjóruðningsfólk kann sitt fag, og þeir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera, fumlausir og flottir losa þeir okkur við snjóinn af götum og gangstéttum.
Þessi blái litur er eins og hann kemur af kúnni, ég hef ekki gert neitt til að laga litinn, frekar en endranær.
Þá er ósköp notalegt að vera inni og leika sér.
Láta afa kenna sér að spila á spil.
Grúfa sig yfir Latabæjarbók..
Nú eða afla sér uppskriftar af þessu líka fína bananabrauði, og baka það alveg sjálfur, og þrífa allt upp eftir sig. Ég kom ekki nálægt því að baka, eða segja honum til með þetta líka flotta bananabrauð. Það eina sem ég gerði var að gefa honum leyfi til að baka
Svo er voðalega notalegt að borða saman morgunmat.
Hanna Sól er komin með nýjan frasa, það er allt auðvitað. Hanna Sól, veistu hvað náttkjóllinn þinn er ?
Auðvitað..... ekki.
Ertu tilbúin að koma á leikskólann ?
Auðvitað.
Svo er hún búin að plana afmælið sitt, út í gegn. Það verður fyrst dansað, svo verður matur, þvínæst teknir upp pakkarnir, og það sem hún vill í afmælisgjöf eru; hvolpur, fimm kettlingar, tveir naggrísir, kanína eða tvær, önnur hvít og hin brún. Nokkrir prinsessukjólar Þetta er alveg á hreinu.
Svo verður drekkutími og þá verða 7 bleikar prinessutertur, sem eru skreyttar með prinsessumyndum.
Þar sem afmælið verður 23. febrúar, vona ég að sumt af þessu verði orðið úrelt, þegar það að kemur Hún mun nefnilega ekki gleyma þessu. En gæti skipt um skoðun.....
En ég vona að þið eigið öll góðan og glaðan dag. Nú er sólin búin að brjótast fram, og þá verður einhvernveginn allt svo miklu skemmtilegra og jákvæðara. Við skulum muna að við erum ekki ein, heldur heil þjóð, sem erum í sömu súpunni, og saman munum við ná okkur upp úr þessu. Með eða án sökudólganna.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fallegar myndir og yndislegt að sjá litlu fuglana fyrir utan gluggann í kúlunni þinni. Kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 13:42
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 13:56
Já þeir eru svangir blessaðir fuglarnir, eins og við verðum þegar á líður veturinn.
Knús Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 14:31
"Auðvitað" þarf að skipuleggja vel svona prinsessuafmæli, haha. Hún er greinilega sama dýrakonan og mamma hennar en vonandi verður eitthvað nýtt komið á óskalistann á afmælinu Úlfur er algjör eldhúsmeistari. Flott hjá honum að baka brauð, svo er hann snyrtipinni og tekur til eftir sig.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.10.2008 kl. 14:54
Sigrún mín, já einmitt, eins og mamman sú stutta Ég var rosalega ánægð þegar ég sá hve vel hann hefði gengið eftir sig með allt í eldhúsinu þessi elska. Hann er svo duglegur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 15:24
Knús knús og ljúfar kveðjur:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:59
Flottir og duglegir krakkar þarna Ásthildur mín, sem fá að njóta sín "auðvitað"
Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:28
Þær eru svo yndislegar þessar litlu dúllur þínar að það hálfa væri nóg. Mér finnst líka svo frábært hvað þau fá að reyna sjálf og gera sjálf hjá afa og ömmu. Það er enginn smádugnaður að baka brauð sjálfur upp á eigin spýtur. Þetta er algjört harkalið eins og var sagt heima hjá mér. Svona á þetta að vera! Knús og kærleikskveðjur til þín.
Sigurlaug B. Gröndal, 28.10.2008 kl. 17:50
Æðislegt hjá þér eins og alltaf. Ég er farin að ýja að því við son minn og tengdadóttur hvort þau geti ekki drifið sig í nám til útlanda svo ég fái að passa stelpurnar á meðan. Hef fengið frekar dræmar undirtektir til þessa.
Helga Magnúsdóttir, 28.10.2008 kl. 18:55
Hvaða málverk (mynd) er á veggnum hjá pabba þínum, sko á myndinni við sjónvarpið?
Er þetta ERRÓ?
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 20:21
Sæl og blessuð Ásthildur mín.
Fallegar myndir að vanda. Himnagalleríið er dásamlegt líka á þessum árstíma.
Hanna Sól er flott að skipuleggja.
Úlfur er "auðvita" efnilegur bakari.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:00
Rakst hér inn í vafrinu um veraldarvefinn. Það er friður og sátt yfir þessu bloggi sem yljar manni um hjartað í kuldanum. Myndirnar eru líka ólýsanlegar.
Takk fyrir, Dagný
, 28.10.2008 kl. 21:26
Takk fyrir hlý orð og innlit Dagný
Takk Rósa mín, já hann er sko flottur bakari hann Úlfur, og hann hefur mjög gaman af að elda, verður sennilega kokkur, eða náttúrufræðingur.
Jamm rétt til getið Jenný mín, þetta er Errómálverkið hans pabba. og alveg ekta.
Hahaha Helga mín, þau ættu bara að láta þetta eftir þér
Knús og kveðjur til þín líka Sigurlaug mín, já ég er innilega montin af stubbnum, og þeim stuttu líka
Já Sigrún mín, maður reynir að leyfa þeim að njóta sín eins og hægt er
Knús á móti Linda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 22:47
Ómizzandi, sérstaklega þegar maður malar sig í haminn.
Takk, vænasta.
Steingrímur Helgason, 29.10.2008 kl. 00:01
Sæl Ásthildur.
Mér finnst sksýjamyndin bláa yfir Arnarnesinu ( sýnist mér).skemmtileg.Ég man einmitt margar svona spes skýjamyndir í den.
Kærleikskveðjur á línuna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 04:07
Helga skjol, 29.10.2008 kl. 06:33
Hann er myndó hann Úlfur og tekur sig flott út. Það skiptir líka svo miklu máli að fá að gera hlutina sjálfur og með sínum hætti, án þess að vera sagt ég hefði gert þetta öðruvísi. Árangurinn skiptir máli. Og það hefur örugglega verið æði að setjast niður og borða þetta girnilega brauð . Það leit svo flott út. Það er líka gott að hafa fólk sem veit nákvæmlega hvað það vill, þó stundum verði hugmyndirnar hálf útrásarlegar, en enn er tími til að læra að finna aðalatriðin. Prinsessur verða að sjálfsögðu að gera meiri kröfur en meðaljónar. Hlýjar kveðjur í Kúlu.
Disa (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:55
Eins og myndirnar sýna vel þá er þetta einn allra fallegasti staður á Íslandi og þó víðar væri leitað.
Algjör forréttindi að fá að búa á svona friðsælum og fallegum stað
Nú vantar bara atvinnu og húsnæði til að fólk geti flúið kreppuna hér á höfuðborgarsvæðinu og sest að á þessum stöðum úti á landi til að njóta náttúru og lífsins í rólegheitunum.
Auðunn Atli (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:45
Einmitt Auðunn Atli, það ætti að vera hægt að finna eitthvað við hæfi, smáiðnað, þarna þarf atvinnuþróunnarfélagið að koma inn, og Alvís, þeir eru seigir, og oft var þörf en nú er nauðsyn. EF til vill tekst okkur að breyta vörn í sókn. Sérstaklega ef við losnum við þetta sjávarúltvegsskrýpi og getum leyft krókaveiðar, þegar firðirnir eru fullir af fiski.
Takk Dísa mín, Brauðið var rosalega gott. Ég bjóst ekki við því að þetta yrði svona gott hjá stráksa, þó veit ég að hann er seigur og hefur gaman af matreiðslukennslunni hjá henni Sigrúnu Venna í skólanum. Enda fer þar margfróð kona.
Knús Helga mín.
Já Þói minn, myndin er tekinn inn í firði, út yfir Arnarnesið og eyrina.
Góður Steingrímur minn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2008 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.