26.10.2008 | 21:55
Skemmtilegur dagur.
Í dag var fallegur dagur, en ég set inn líka nokkrar myndir frá gærdeginum. Þetta verður því maraþon myndasýning. Á meðan afi les og svæfir litla skrímslið, og sú eldri borðar veetabix með sykri, þá sit ég hér og set inn myndir og texta.
En svona smá orðamynd. Það er sunnudagsmorgun, og allt er hljótt, svo heyrir amma að sú litla er vöknuð, og þegar hún rís upp, þá stendur amma á fætur, tekur litla barnið upp og setur milli afa og ömmu í hjónarúminu. Hún liggur samt ekki lengi kyrr, því hún er útsofin, þó klukkan sé bara rúmlega sjö. En samt liggur hún og byltir sér svona í góðan klukkutíma. Svo er þolinmæðin þrotin, og hún byrjar að reyna að vekja mannskapinn. Það er eitt sem alltaf dugir þó og hún veit alveg hvaða magic orð það er, en það er einmitt orðið Kúka! Hehehehe.. maður veit svo sem að það er ekki á dagskrá, heldur bara svona orð sem litla stýrið veit að virkar. Amma rís upp, fer framúr, litla skottið tekur í höndina og leiðir ömmu fram, stoppar smástund við morgunsloppinn sem liggur á gólfinu, bendir og amma hlýðir, fer í sloppinn. Venjulega eru það inniskórnir og svo fötin eitt af öðru, en þarna nægir sloppurinn. Þegar við erum svo komnar fram úr herberginu; þá segir sú stutta, Lababær hehehehe og það var allan tímann það sem hún ætlaði sér. Þetta er svona venjulegur laugar- og sunnudagsmorgunrúntur.
En frá því í gær.
Úbbs sleit síman hans afa úr sambandi...
Best að setja hann í samband aftur.
En i fyrrakvöld þá var ömmuhelgi, þau fengu að sofa unglingarnir mínir. Pöntuðu sér pitsu og myndir, og fengu að sofa. Hér eru þau í gær morgun að leira.
Og þeim finnst það bara gaman.
En það þarf líka smávegis að vera á spjallinu, við jafnaldrana, og ættingjana, stundum vilja þau spjalla við ömmu sína.
En litlu skotturnar hafa það notalegt í ömmuherbergi.
Og nú á að fara út að leika.
Hænuskottið lenti svo í Brandi og varð að fljúga ansi hátt til að verja sig, en hún getur það alveg.
Sjáðu ! segir Ásthildur og bendir á hænuna.
Það er gaman að leika í snjónum.
Það er alveg sama lögmálið og þegar ég var á þessum aldri, það hefur ekkert breyst þar.
Svo var komið inn og farið út aftur eins og gengur.
Rosalega gaman.
Í gær var mugga, ekki slæmt veður, en útlitið frekar dökkt.
En Júlli er með þessa flottu sýningu í Edinborgarhúsinu. Og hann er bara flottur.
Kem aðeins nánar að því síðar. En hér eru grýlukertin flott.
Ísafjörður in the twilightsoon hehehehe...
Þessi er sett inn fyrir Magný mína og líka Rannveigu Höskuldar, Engi í vetrarham.
Kúlan í svona ævintýrablæ.
Og börnin búin að grafa göng, vonandi að hér verði fleiri göng, í réttri stærð fyrir vegakerfið.
Veðrið var yndislegt í dag.
Og kúlan nýtur sín vel í svona birtu.
Nýtt sjónarhorn frá mér. En yndislega fallegt að mínu mati.
Kubbinn í allri sinni dýrð.
Kúlan enn og aftur.
Smábrot af sýningunni hans Júlla. Þessi fremsta er geimvera.
Sést betur hér.
Hulktrutt í góðum félagsskap.
Þessi heitir óperufiskur, enda er hann greinilega að syngja La travíata hehehe..
Ísfirðingar kunna svo sannarlega að gera sér mat úr góðaveðrinu.
Og það eru svo sannarlega ekki bara börnin sem skemmta sér, heldur bæði fullorðnir og foreldrar barnanna, sem gera sér gott út því sem er til staðar. Við kunnum þetta ísfirðingar.
Hér er líka verið að búa til stökkpall.
Birtan er sjónarspil út af fyrir sig.
Og nú á að fara í sund á Suðureyri.
Allt klárt í bílinn.
Og veðrið ennþá hrikalega flott.
Naustahvilftin líka flott.
Og við lögð af stað.
Hugsandi um hvað er í vændum.
Búbbsí, ætli þetta væri ekki flott auglýsing fyrir útlendinga, að koma og njóta fjölbreytileika landsins.
Er það ekki alveg ótrúlega flott ?
Með snjó í glasi...
Og svo má ná sér í meira.
Þetta er hann Jói Súgfirðingur, strigakjaftur og harðfiskverkandi. Aldeilis flottur og daglegur gestur í lauginni.
Og hér er afi búin að ná í klaka fyrir Hönnu Sól.
Nammi namm
Þá er að reyna að komast út í stóru laugina.
Og litla skottið að ná sér í snjó.
Hvað haldið þið, getur ekki verið að svona myndir trekki fólk til að koma og skoða það sem við höfum upp á að bjóða ?
Jamm snjórinn ER góður hehehe
Og hitin er notalegur.
Svo má fara í boltaleik.
Þar geta allir verið með.
Já allir!
Þá er best að fara uppúr.
Hér liggja bátarnir uppi sem þýsku sjómennirnir hafa róið á undanfarin ár, og gefið vel af sér vonandi.
Ísafjörður seinnipartinn, fallegur í kvöldsól, sem senn kveður okkur.
Og afi ber litlu gimsteinana okkar heim í kúluna.
Ísafjörður skartar sínu fegursta.
Þegar svona mikill snjór er, þá getur afi gamli ekki komið að borða, þá er ekkert annað í stöðunni en að koma með matinn heim til hans á Hlíf. Og það er einmitt það sem við gerðum. Fórum öll með matinn og borðuðum hann heima hjá afa gamla. Hann var hinn glaðasti við að fá heimsóknina.
Elskulegust mín, þetta er eins og ég sagði maraþonmyndasýning. Vonandi hafa einhverjir gaman af henni. En ég segi bara góða nótt, sofið rótt í alla nótt og megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn, því skulum við fara að hugsa sem ein þjóð. En samt þannig að við skulum ekki láta telja okkur á að gleyma misgjörðum manna, heldur standa saman, og heimta skilagrein frá sökudólgum, og aldeilis ekki gefa þeim nýtt umboð til að halda áfram að flá okkur inn að skinni, og veðsetja börnin okkar og barnabörnin. Nú er komið að skiladögum, þar sem hinir seku fá að taka pokann sinn, hvort sem þeir eru pólitíkusar, útrásarlið, eða þeir sem áttu að líta eftir því að svona kæmi ekki upp á, svei þeim bara.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt, ljúft, fallegt
Takk fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:10
Það er aldrei leiðinlegt að kíkja á síðuna þína
Bestu kveðjur úr Borgarfirði til ykkar kúlubúar. Steini Árna
Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:17
Vá, þvílíkt flottar myndir. Greinilega algjörir töffarar VIÐ Vestfirðingar að vera í sundi í öllum snjónum og kuldanum.
Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:19
Takk fyrir mig! Alltaf gaman að sjá alvöru snjó.
Kv. Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:20
Sæl og blessuð.
Gaman að sjá allar þessar myndir. Kuldalegt að sjá allan þennan snjó við hliðina á sundlauginni. Hér er mjög lítill snjór og bróðusonur minn er að ná í snjó út um allt til að búa til stökkpall. Hann myndi örugglega vilja vera á Ísafirði núna. Var mjög ánægður á Ísafirði síðast þegar við vorum þar. Flott verkin hans Júlla.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:34
Yndislegar myndir að vestan. Aldeilis að þið hafið fengið snjóinn undanfarna daga, hann er nú rétt föl hér á Skaganum.
Frábær myndin af honum Jóa í sundlauginni hinar líka góðar.
Kveðja af Skaganum
Anna Bja (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:41
Já það vantar ekki snjóinn hjá ykkur.
Og hann Júlli þinn er yndislegur listamaður.
Laufey B Waage, 26.10.2008 kl. 22:47
Kva, ég get enda alltaf stækkað bandvíddina á tengigetunni minni.
Takk.
Steingrímur Helgason, 26.10.2008 kl. 23:59
frábærar myndir, mikið eru börnin heppinn með ykkur afa og ömmu !
Kærleikskveðjur til þín
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 05:40
Takk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 07:22
Takk fyrir að sýna okkur inn í daginn ykkar, fallegar myndir af litrófi lífsins. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 09:34
Ég hélt það væri byrjuð ný keppni í Vestfjarðavíkingnum þegar ég sá myndina af Ella með grýlukertið
Skemmtilegar myndir og einstaklega flottar stelpur í sundi með snjóbolla :) Myndirnar þínar eru án efa góð auglýsing fyrir Vestfirði, hvort sem er fyrir Íslendinga eða útlendinga. Knús á þig yndislega kona. 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 27.10.2008 kl. 09:37
Mikið er þetta fallegar myndir og allt svo gott hjá ykkur yndislegt hjá ykkur. Risa knús
Kristín Katla Árnadóttir, 27.10.2008 kl. 11:11
Risaknús á móti Katla mín.
Hahaha Sigrún mín, já hann er vígalegur þarna með klakan hann Elli.
Takk og knús 
Sömuleiðis kær kveðja Ásdís mín
Knús Jenný mín.
Takk og kærleikskveðja til þín líka Steina mín.
Hahaha Steingrímur minn, nú á maður sko að spara, það er kreppa manstu
Tall Laufey mín, já ég er stolt af drengnum mínum.
Já Anna mín, nóg af snjónum, svo sannarlega.
Takk Rósa mín, já þessi snjór kemur eiginlega alltof snemma
Einmitt Þórdís mín, það er gaman fyrir börnin, en dálítið slæmt fyrir okkur hin
Segðu Helga mín. VIð erum töffarar, bæði víkingar og annað fólk
Sömuleiðis Þorsteinn minn, alltaf gaman að sjá þig hér.
Takk og knús Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2008 kl. 14:44
Frábær frásögn af flottri fjölskyldu í frosti (og hvað eru mörg F í því? hehe) .. Sökudólgarnir eiga að sjálfsögðu ekki að sleppa, það gerir okkur bara að meðvirkri þjóð.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.10.2008 kl. 22:00
Æðislegar myndir hjá þér Ásthildur.
Það er svo mikill snjór hjá ykkur, það er miklu minna í höfuðborginni he he he sem betur fer. Ég var að koma frá Budapest og þar var sko enginn snjór, sem betur fer.
Bestu kveðjur til þin mín kæra.
Linda litla, 27.10.2008 kl. 23:03
Það er svo mikil friðsæld í myndunum þínum að þrátt fyrir allan snjóinn hlýnar manni.

. Kósý að sjá ykkur í lauginni í snjónum.
dísa (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 08:24
Alltaf gaman hérna :)
alva (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 10:25
Takk Dísa mín. Já hér ríkir friður á heimilinu. Þó ég sé reið inn í mér, vegna ástandsins, og sérstaklega þeirra sem ábyrgð þurfa að bera, en ætla greinilega að koma sér undan henni.
Búdapest er flott borg. Þú hefur örugglega skemmt þér vel í gamla bænum Linda mín. Já hér er mikill snjór.
Jóhanna mín Effin blíva, það er ég nokkuð viss um.
Við leiðréttum þá kúrsin ef þess þarf með ekki satt ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.