Kósýkvöld.

Veit ekki hversu langt ég kemst með þessa færslu, rafmagnið er endalaust að fara.  Áhyggjufull móðir situr út í Austurríki, endalausar fréttir af viðbúnaði og hættu á snjóflóðum.  Það er erfitt að vera einhversstaðar annarsstaðar, þegar svoleiðis er, því við viljum alltaf mikla fyrir okkur, það sem við þekkjum ekki.  En við höfum það gott hér í kúlunni.  Rafmagnsleysið eykur bara á ævintýrið, afi að leika skrímsli, strákarnir að spila rakka, og amma leggur kabal, ekkert annað að gera með kertaljósinu.  Maturinn var eldaður í flýti milli rafmagnsleysa, svo nú erum við södd og sæl.

IMG_3010

Það hefur bætt töluvert í snjóinn, við fórum snemma að sækja stelpurnar, þorðum ekki að bíða, því veðrið var að versna.

IMG_3013

Höfnin á Suðureyri, við þurftum að lúsast alla leiðina, sá ekki á milli stika inn á milli.

IMG_3016

Þessar elskur voru á sínum stað, og við áttum sem betur fer brauð til að gefa þeim.  Annars er þeim gefið vel af eigendum sínum.

IMG_3018

Þá er að berjast út í bílinn.

IMG_3022

Ásthildur hafði ekki lokið blundinum sínum þegar við komum, svo afi bar hana bara út í bílinn.

IMG_3023

Hanna Sól fékk sér smálúr á leiðinni heim, því það var rétt þokast áfram, í seiðandi snjódrífu.

IMG_3024

Sjáðu mig, ég næ upp hehehe

IMG_3026

Með jólalög Borgardætra í spilaranum þokuðumst við áfram áfram áfram og þurftum oft að bíða þess að sortan lægði aðeins, svo við sæjum stikurnar.  Hún amma er hjá mér um jólin, sungu þær...

IMG_3028

Við vorum fegin þegar við komum að gangnamunnanum, þvílíkt sem þessi göng eru manni kær í svona veðri.

IMG_3029

og þar snjóar ekki, eða er hálka.

IMG_3032

Og svo út í sortan hinu meginn.

IMG_3033

Við þurftum að færa foxinn, svo afi gæti komist alla leið upp að dyrum, svo við þyrftum ekki að bera börn og buru alla brekkuna.

 

En hann Júlli minn er að opna sýningu á verkum sínum í Edinborgarhúsinu, hann er búin að leggja nótt við dag að gera verk, og loks er allt að verða klárt, það átti að vísu að opna í dag, en veðrið var ekki þannig að það hefði neitt upp á sig.

IMG_3034

En það var samt komið sumt upp, sem á að vera á sýningunni.

IMG_3036

Þau eru falleg steinblómin hans.

IMG_3038

Þessir voru allavega farnir að biða.

IMG_3039

'Eg hlakka til að skoða sýninguna, ég veit að þetta verður mjög forvitnileg sýning, og öðruvísi en allt annað sem við höfum séð.  Fjörugrjót í fyrirrúmi.  Hann er meistari grjótsins þessi drengur minn Heart

IMG_3040

Og ennþá kyngir niður snjónum.

IMG_3041

Þetta fer að verða jólastemning.

IMG_3042

Sko bara !

En svo hringdi nágrannakona mín, hún Fríða á Stakkanesinu.  Viltu kaupa hænu, sagði hún sporsk í símann.  Þá hafði gestkomandi maður hjá henni, náð einni hænunni.  En hve ég var glöð.

IMG_3043

Og Úlfur og Daníel fóru að sækja hana.

IMG_3044

Orðin osköp villt þessi ræfill.

IMG_3047

Svo flýtti hún sé inn í hús. 

IMG_3048

Hvort á ég að fara á eldavélina eða örbylgjuofninn spurði hún hehehehe

IMG_3049

Nú eða bara stofuna.

IMG_3050

Prinsessuherbergið!!!

IMG_3051

Hanna Sól var líka spennt og fékk að klappa henni.

IMG_3052

Úlfur var voða duglegur.

IMG_3056

En litla skottinu stóð ekki á sama LoL

IMG_3059

Já hún var bara ánægð að vera komin, og nú er hún frammi í garðskála, því ekki getum við látið hana vera eina upp í hænsnakofa.  Vonandi finnast hin hænsnin líka á lífi.

IMG_3065

Og svo fór rafmagnið, og það var nú spennandi.  Og það er ennþá að koma og fara.

IMG_3071

Strákarnir spiluðu rakka og veiðimann, afi lék skrímsli og amma lagði kabal, það er ekkert annað hægt að gera í rafmagnsleysi.

IMG_3073

Já kósýkvöld í kvöld, með kertaljósum.

 En nú þori ég ekki annað en að slútta, því ef rafmagnið fer núna, þá missi ég alla færsluna á einu bretti.  Eigið gott kvöld í kvöld elskurnar, ég fer og kíki á ykkur á eftir.  Knús á ykkur öll.  Og Bára mín, hér er allt í þessu fína. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Æ ég skil áhyggjur Báru mætavel. Það er allt öðruvísi að vera fjarri öllu og geta ekkert aðhafst. En hún veit líka að amma og afi hugsa vel um skotturnar. Falleg listaverkin hans Júlla, hann er þá líka blómarós eins og mamma  bara aðeins öðruvísi útfært. Ég efast ekki um að sýningin á eftir að ganga vel. Vona að veðrið gangi fljótt yfir hjá ykkur og vonandi finnast hinar hænurnar heilar og lifandi.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.10.2008 kl. 21:28

2 identicon

Vona að þið hafið það gott í kósý kúlunni og veðrið fari yfir sem fyrst. Hérna er komið hífandi rok en engin snjókoma. Mikið væri ég til í að skreppa vestur á sýninguna hjá Júlla, hann er að gera frábæra hluti.

Knús í kósýkúluna

Kidda (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Knús í kósýkvöld í kúluhúsi.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.10.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Brynja skordal

Já þekki vel þessi kósí kvöld þarna í svona ástandi fyrir vestan frá fyrri tíð Dóttir mín hringdi einmitt í mig og var svöng beið eftir að geta eldað...En æðislegar myndir og flott er þetta hjá júlla þínum ætlaði einmitt á sýninguna hefði ég komist vestur en sem betur fer fórum við nú ekki á stað í þetta veður hér er nú aðeins að rjúka upp með ofan komu svo það er gott að kúra bara undir sæng og hafa það kósí vonandi helst rafmagn inni hjá ykkur og hafið góða nótt öll í snjókúlunni

Brynja skordal, 23.10.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt að koma heim af annasamri kvöldvakt og myndlesa daginn ykkar kæra Ásthildur.  Ró og friður, þrátt fyrir storminn utandyra.  Knús á ykkur öll

Sigrún Jónsdóttir, 23.10.2008 kl. 23:40

6 identicon

Vá hvað er flott að sjá þessar vetrar myndir hjá þér, allt svo hreint og fallegt.  Veit að maður vill kannski ekki alveg fá veturinn svona snemma, en segjum bara að þetta sé stutt hret sem gangi yfir mjög fljótt.

Það hefur verið annsi þungbúið hjá ykkur í Súgandafirðinum að sækja dætur Báru í dag sé ég á myndunum..  Flott þessi steina verk, þetta er bara list.

Hafið það kósý í kúlunni, gott að vera saman á góðum stöðum.

Kveðja af Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 23:57

7 Smámynd: Ásta Björk Solis

 innlitskvitt

Ásta Björk Solis, 24.10.2008 kl. 02:31

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvað hún er mikið krútt litla Ásthildur nývöknuð með sæng og húfu.... Ég er rosalega hrifin af steinunum hans stráksa þíns! Sérlega flottur "gamli maðurinn"  sem stendur þarna og bíður

Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2008 kl. 07:37

9 identicon

Gott að allir komust heilir í skjól, strákunum hefur nú þótt gaman að spreyta sig í veðrinu og gott að hænan fannst, vonandi koma hinar í leitirnar líka. Flott steinblómin hjá Júlla, en ætli þetta sé einhver forsprakki fjármálaútrásarinnar þessi niðurlúti? Allavega virðist sem allar heimsins syndir hvíli á honum. Mikið held ég það hafi verið erfitt hjá Báru minni blessaðri að vera svona langt í burtu og vita af verðrinu og geta lítið frétt. Þó erfitt geti verið að vera á staðnum veit maður þó hvað er að gerast. Ástarkveðjur í Kúluna til ykkar hetjan mín.

Dísa (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 08:19

10 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Mér þykir alltaf voða notalegt í rafmagnsleysi og vondu veðri. Það verða allir svo rólegir eitthvað.

Þetta eru sko alvöru kósýkvöld með kertaljós og rómantík. 

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 24.10.2008 kl. 08:50

11 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Flottar myndir, en passið ykkur nú á snjóflóðum og svoleiðis þarna fyrir vestan  , Góða helgi mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 24.10.2008 kl. 09:19

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég fæ alltaf smá ónot þegar svona veður geisar fyrir vestan.

En sé á myndunum að þið kunnið að njóta þess.

Ég hef oft haldið að ég hafi verið steinaldarmaður í fyrra lífi.Ég elska allt grjót og safna minni steinum.Þetta er alveg frábært sem sonur þinn er að gera

Solla Guðjóns, 24.10.2008 kl. 14:37

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi er rafmagnið komið hjá ykkur núna. Ásthildur mín fallegar myndir að venju.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.10.2008 kl. 16:02

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Takk fyrir þessar frábæru myndir. Ég hló þegar blessuð Hænan fór að tala og spurði um hvort hún ætti að fara á eldavélina eða í örbylgjuofninn. Magnaðar Hænur á Ísafirði.

Ég var alveg heilluð af blómunum hans Júlla.  Mikið er hann lánsamur að eiga ykkur að í Kúluhúsinu.

Göngin er blessun fyrir ykkur. Ekki veitir af að koma með fleiri á Vestfjörðunum og víða umhverfis landið. Það hlýtur að vera hægt að fá magnaðri tæki til að hver göng taki styttri tíma en nú er. Ennþá verið að basla á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

Ég vona að það sé betra veður hjá ykkur en ég viðurkenni að það er óhugur í mér þegar snjóar svona mikið hjá ykkur. Var þarna um páska þegar snjóflóði féll hjá Skíðalyftunum og niður á sumarbústaðina fyrir innan bæinn ykkar. Man eftir veseni sem fólk lenti í þegar við vorum að fara frá Ísafirði eftir páskana. Þá þurftu sumir að taka bát inní Ísafjörð því það var ekki fært og ekki heldur tekin séns að opna vegna snjóflóðahættu.

Hugsa til ykkar.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.10.2008 kl. 17:47

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hænan er búin að koma sér ágætlega fyrir í garðskálanum Rósa mín.  Brandur hefur mikinn áhuga á henni, en veit að hann má ekki hrekkja hana. Þetta með vegakerfið, þá sást greinilega í fréttum í gær, þegar þeir voru að tala um hve langt peningarnir næðu, eða nokkrum sinnum yfir þjóðveg einn, að við erum þar ekki með.  Hvernig er það hægt, að við skulum ekki vera inn á þjóðvegi númer eitt, það segir bara alla söguna eins og hún leggur sig.  Þess vegna hljótum við að krefjast þess að við fáum frelsi okkar, við erum einfaldlega ekki talin með, þegar kemur að þjónustunni, bara við að borga, borga borga.

Takk katla mín, já rafmagnið hefur verið stöðugt síðan í fyrrakvöld

Takk Solla mín, hann er mjög góður þessi elska með steinana sína. 

Já Guðborg mín, þetta verður allt í lagi hjá okkur.

Þórdís mín, já þetta er allt í lagi svona smástund.  Kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum heheh.. Börnunum fannst þetta allavega mjög spennandi.

Takk Dísa mín  Já strákunum fannt mjög gaman að sækja hænuna.  Þeir vissu að þeir voru að gera góða hluti.   Það er alveg rétt, það er miklu verra að vera langt í burtu og vita að maður getur ekkert gert.  En hún er svo mikil hetja þessi elska mín.  Og dugleg.

Hrönn mín, takk.  Ég kem nokkuð örugglega suður kring um 5. nóvember, þá ætla ég að hafa fiskinn meðferðis.  Hann hefur tvisvar lagt af stað, í annað skiptið fór hann alla leið í Flókalund, en svo aftur heim, og í seinna skiptið bara ofan í ferðatösku, en þá var ekki flogið, svo hann fór ekki lengra.  Allt er þá þrennt er sko !!!

Knús á þig Ásta Björk mín

Kveðja til þín líka Anna mín, já það var ansi dimmt í Súgandafirðinum þegar við sóttum telpurnar, enda fórum við ekki með þær í gær, þær voru bara heima hjá ömmu sín. 

Knús á þig líka Sigrún mín

Slæmt Brynja mín að þú skyldir ekki komast vestur.  Vonandi kemstu fljótlega.  Ég veit ekki hve lengi sýningin verður í Edinborgarhúsinu.  En þú lætur vita af þér þegar þú kemur

Knús á móti Jóhanna mín, það er örugglega enginn snjór þar sem þú ert núna

Takk Kidda mín, ég ætla að reyna að taka myndir af sýningunni og setja hér inn.  Ef ég kemst í bæinn hehehe... Knús á þig.

Takk Sigrún mín, já Bára mín blessunin, það er ekki auðvelt hjá henni að vita af börnunum í öllum þessum snjó, en við höfum það samt rosalega gott.  Takk og knús á þig og þínar dúllur

Takk Búkolla mín.  Já hann er flottur með steinana sína strákurnn minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband