23.10.2008 | 12:50
Kuldaboli konungur.
Veðrið er reyndar ekki skollið á ennþá, en það er samt blint af blautum snjó. Hér er hitinn um 0°
Hér er verið að klæða Ásthildi til að fara á leikskólann. Við vorum samt beggja blands hvort við ættum að fara með börnin.
Jú við förum sagði Hanna Sól, svo við slóum til.
Já útsýnið var ekki mikið.
En við komumst alla leið samt. Kemst þótt hægt fari segir einhversstaðar.
Og ekki varð mín fyrir vonbrigðum, því þau áttu að fá að horfa á mynd jibbý!!
Já útsýnið er ekki mikið. Við reyndum að aka eftir stikunum, því það sást ekki lengra en svo.
Og þessi hafði greinilega ekið út af, sem betur fer slasaðist ökumaðurinn ekkert. En þetta hefur verið slæm bylta.
Þessir félagar þurftu samt engu að kvíða, þeir gátu bara slakað á heima við áhaldahúsið.
En litlu prinsessurnar mínar verða örugglega glaðar að komast heim á eftir. Við ætlum að fara snemma og sækja þær.
Hér sést að Hanna Sól hefur verið í heimsókn hjá Tinnu frænku, hehehe... þær dúlla sér alltaf mikið, og naglalakk er efst á óskalistanum hjá Hönnu Sól.
Amma komdu og sjáðu litla skrímslið, kallaði afi sporskur, jú hún hafði læðst með matinn upp í rúm til Hönnu Sólar og horfir á Ladabæ. Hún gerði þetta alveg sjálf, og það var auðvitað ekki hægt að banna henni Hún var nefnilega svo hreykin af sjálfri sér þessi elska.
En eigið góðan dag, og vonandi fer þetta veður sem fyrst framhjá okkur.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022841
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að veðrið gangi hratt og vel yfir ykkur!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 12:54
Úff hvað það er orðið kuldalegt hjá ykkur. En samt alltaf sama hlýjan og notalegheitin inni hjá þér.
Helga Magnúsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:59
Hugsa mikið til ykkar og vona að veðrið geri ekki mikinn usla. Fallegar myndir af skottum og snjó
Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 14:25
Sæl og blessuð dugnaðarkona.
Alltaf gaman að skoða bloggið þitt. Það er svo gaman að sjá öll börnin þín og þau urðu átta þegar mest var. Eins gott að þú sért hraust.
Myndirnar eru töfrandi eins og venjulega. Börnin alveg yndi enda Guðs gjöf.
Fall er fararheill, mér svona dettur það í hug núna eftir að hafa séð bílinn Rauð ofan í lækjarsprænu.
Allt er gott sem endar vel, gott fólk sem vildi hjálpa og Rauður dreginn uppúr lækjarsprænunni.
Guð blessi þig og alla Ísfirðinga nær og fjær.
Baráttukveðjur fyrir réttlætinu
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.10.2008 kl. 15:03
Kveðjur í rokið. Knús á dúllurnar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 15:56
Gott að vita af ykkur öllum saman í kærleikskúlunni í kvöld þegar veður verður vont og Kuldaboli æsir sig fyrir utan hlýjuna ykkar. Kærleikskveðja úr Reykjavíkinni
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 17:06
Vonandi fer veðrið hratt yfir.
Knús í notalegu kúluna í leiðinda veðrinu
Kidda (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:16
kúluknús
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:58
Veturinn bara kominn með látum hjá ykkur. Var að lesa um rafmagnsleysi sem hrjáir ykkur í augnablikinu. Vona að það komist fljótt á aftur. En þið hafið vonandi kerti og kósý á meðan.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.10.2008 kl. 18:06
Já Sigrún mín, það voru kerti og kósíheit, verst með matinn, en það tókst að elda hann, um leið og rafmagnið kom aftur
Takk Hulda mín.
Takk Kidda mín, já þetta á víst að fara fljótlega yfir.
Takk Katrín mín, já það er ósköp notalegt hér í kúlunni heyrist ekkert í óveðrinu, sem geisar fyrir utan, og við höfum það bara notalegt.
Knús Jenný mín
Takk Rósa mín, og knús á þig, megi allir góðir vættir vaka með þér og vernda elskulegust.
Takk Ásdís mín, já veðrið geisar en við erum hér í algjöru skjóli heyrum ekki einsu sinni í vindinum.
Hehehe Búkolla mín, já það er kósýkvöld í kvöld, kampavín, rauðvín og ostar... eða hvernig var þetta
Já Helga mín, úti geisar stormur en inni er ósköp notalegt.
Já Hrönn mín, veðrið á að ganga fljótt yfir, enda er það mikið að flýta sér
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.