22.10.2008 | 14:29
Flöskuskeyti!!!
Þegar ég var lítil stúlka, svona 12-13 ára gaf afi mér bréfsnepil, þetta var flöskuskeyti, sem hann hafði fundið einhversstaðar. Ég hugsa að hann hafi fundið þetta þegar hann var á síldarplani á Siglufirði, frekar en hér fyrir vestan. Allavega þá gaf hann mér skeytið og ég ætlaði svo sem alltaf að grennslast fyrir um sendandann. Nema ég kom því aldrei í verk. Hann er sennilega farin úr þessari jarðvist, en það gæti verið að einhver ættingi hans sé enn á lífi. Það væri svo sem gaman ef einhver þekkti til þarna, og gæti grenslast fyrir um aðstæðurnar. En hér kemur þetta gamla skeyti, sem er síðan 1924.
Ef einhver er þarna í nágrenninu og myndi senda þetta inn í heimablað eða eitthvað slíkt. Þó seint sé. En ef til vill eru einhverjir ættingjar hr. L. Taylor ennþá einhversstaðar þarna, og fá þessa síðbúnu kveðju. Sumt er illlæsilegt, en annað vel læsilegt í þessu gamla flöskuskeyti, sem ég hef nú geymt í yfir 50 ár.
En svona var þetta í gær hjá mér hehehehe...
Lækir endalaust að þvælast fyrir mér. Annars var rosalega sleipt í gær, og ég ætlaði að fara upp að kúlunni, til að þurfa ekki að bera litla skæruliðan minn upp brekkuna. En svona fór þetta þá. Sem betur fer skemmdist ekkert, og það var gott að eiga góða að.
Set þetta inn svona núna. Eigið góðan dag. Það er spáð kolvitlausu veðri á morgun, og ég er búin að týna hænunum mínum. Hundur í næsta húsi fældi þær burt. Þarf að fara út og leita, það er samt rosalega erfitt, því þær geta leynst hvar sem er. Og svo er heilmikill snjór. Vonandi finn ég þessar elskur, og kem þeim í skjól.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 2022842
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi finnur þú hænurnar þínar yndislegu...eru þær nokkuð í læknum?? Gott að þú komst heil uppúr mín kæra.
knúsikveðjur....
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 15:00
Jesús hvað þetta er krúttlegt flöskuskeyti. Frábært. Ég elska svona.
Verður ekki vitlaust veður hér líka? Sko í borg skelfingarinnar?´
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 15:05
Knús kveðjur til ykkar
og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.10.2008 kl. 15:33
Æ vonandi komar Hænurnar aftur til ykkar...En já mikið er gaman af þessu flöskuskeiti og væri frábært ef einhver þekkir til þarna þó gamalt sé
ennn já úff sit bara heima í fílu að komast ekki vestur og dótla mín frekar svekkt meiri spáinn enn get huggað mig við það að það birtir um síðir þá kem ég galvösk fljótlega
þú verður bara að henda inn myndum um helgina svo ég verði með í stuðinu
sendi ljúfar kveðjur vestur
Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 15:41
Já, það snjóar þá viðar en á Norðulandi. - Kær kveðja til ykkar þarna fyrir vestan. - Vonandi finnast hænurnar á lífi, að hundspottinu hafi ekki tekist að hræða úr þeim líftóruna, eins og getur gerst þegar hundar komast í hænsnabú, þó þeir séu ekki eins slæmir og minkarnir, s.s. alþjóð veit.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.10.2008 kl. 16:05
Knús mín elskuleg
Heiða Þórðar, 22.10.2008 kl. 17:10
Vona svo innilega að veðrið verði ekki alveg geðveikt hjá ykkur á morgun. Hugsa til þín og vona að sem flestir geti verið heima hjá sér meðan það versta gengur yfir. Knús og kærleikur
Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2008 kl. 17:58
Knús og kærleikur til þín líka Ásdís mín
Ég hugsa að ég verði bara heima með litlu skotturnar ef veðrið verður svona vont.
Knús á þig líka Heiða mín
Lilja mín þau geta verið ansi grimm þessi hundspott, þó þetta sé mest leikur hjá þeim. En hundar eiga ekki að ganga lausir, hvað þá inn á annara manna lóðum. En ég fann ekki hænurnar mínar, vona að þær séu í góðu skjóli yfir þetta versta veður. Sá spor en fann enga. Kær kveðja til þín líka, heyrði aðeins í þér um daginn, þú ert á fjölunum fyrir norðan. Til lukku með það
Æ Brynja mín, vonandi batnar veðrið fljótt og vel, svo þú komist vestur.
Knús á þig líka Linda mín
Mér skilst að veðrið verði verst hér, en maður veit aldrei Jenný mín. Já það er spennandi með svona gömul flöskuskeyti. Það væri gaman að fá einhver viðbrögð.
Takk katrín mín, já ég á góða að hehehe... en ég labbaði allan lækinn upp úr, þær voru ekki þar. En þær eru pottþétt einhversstaðar inn í greinum trjánna, bara að þær fenni ekki í kaf. En ég held áfram að leita að þeim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2008 kl. 18:17
Gaman að baxa í snjónum ef ekki fer verr en þetta.
Solla Guðjóns, 22.10.2008 kl. 20:31
Æ. elsku dúllan mín. Er allt í lagi? Manni bregður svo illilega þegar svona óhöpp verða. Það var fljúgandi hálka og allt hvítt af snjó hér í morgun. Á leið úr vinnu sá ég 1 bíl útaf sem hafði runnið í hálku frekar illa farinn og lögregluna svo rétt vestar að taka saman eftir stærra óhapp. Mikið af brotnum stuðurum og ljósabúanaði lá á veginum. Ég fæ alltaf sting í magann þegar ég sé svona og vona alltaf í hjarta mínu að engin hafi nú meiðst. En vonandi finnast hænurnar og það áður en óveðrið skellur á. Þessir blessaðir hundar geta verið svo óútreiknanlegir. Því miður eru alltof margir að láta hunda sína ganga lausa. Það getur beinlínis verið hættulegt. Knús og kveðjur vestur, Ásthildur mín og hafið það gott.
Sigurlaug B. Gröndal, 22.10.2008 kl. 20:33
Hæ elsku Ásthildur mín, ég ætla að senda þér risastórt knús, þú ert svo frábær
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:37
AE ae leidinlegt med haenurnar eg vona ad thaer finnist bara sem fyrst.Eg var ad kikja a allar fallegu vetrar myndirnar thaer eru yndislegar.Nu audvitad myndirnar af prinsessum og dullum lika alltaf er gaman ad skoda siduna thina,hafid thid bara nu gott i kulunni og keyrid varlega.
Ásta Björk Solis, 22.10.2008 kl. 22:06
Æi greyið hænurnar!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 22:21
enginn er verri þó hann vökni.......vona þó að hænsnin þín komi í leitirnar
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.10.2008 kl. 22:24
Sæl Ásthildur mín.
Gaman með flöskuskeytið,ég tala nú ekki um ef að næðist í einhvern sem þekkti til......þó seint sé.
Já,þeir eiga það til bílarnir að haga sér öðruvísi þegar vetur kemur. Ætli þeir séu nokkuð spenntri fyrir honum en við:
Kærleikskveðjur til allra.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 01:38
Gangi þér vel með hænurnar og veðrið, vona að hænurnar skili sér heilar á húfi í hús.
Kveðja
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 23.10.2008 kl. 08:55
Vona að hænurnar hafi fundist. Bestu kveðjur í snjóinn
Sigrún Jónsdóttir, 23.10.2008 kl. 11:00
Æ ég fann þær ekki í gær. En vonandi koma þær heilar undan snjó, ef hann fer fljótlega. Ég fann að það var gott skjól undir trjánum. Takk sömuleiðis Sigrún mín.
Takk Þórdís mín sömuleiðis, já vonandi finn ég greyin fljótlega.
Hehehe Þói minn, já ætli þetta sé ekki bara spenningur hjá þeim
Kærleikskveðja á móti 
Takk Hulda mín, já ég vona svo sannarlega að ég finni greyin.
Já Jóhanna mín, blessaðar skepnurnar.
Tall Ásdís mín. Vonandi hafið þið það gott þarna í Ameríkunni
Takk sömuleiðis Beta mín, risaknús á þig
Takk Sigurlaug mín, já maður fær vissan sting, þegar svona gerist. Sá einmitt bíl áðan sem hafði keyrt út af þegar hann kom út úr göngunum. Toppurinn allur skældur, og hafði oltið marga metra, en ég vissi að maðurinn hafði ekki slasast, því konan hans sagði mér einmitt frá þessu, þegar ég fór með telpurnar á leikskólann. En samt það er óttalegt að sjá svona.
Mér líður hálf illa út af hænunum mínum. En held í vonina um að þær lifi þetta af. Knús á þig og takk.
Stelpurnar eru himinlifandi Solla mín, yfir snjónum, nú vill Hanna Sól fara að draga fram snjóbrettið sitt. Ef veðrið verður ekki rosalega vont seinna í dag, fær hún ef til vill aðeins að renna sér við kúluna.
Knús á þig Búkolla mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2008 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.