Vetrarmyndir og fleira fallegt.

Veðrið var fallegt á köflum í dag, en svo syrti af og til.  Ég lenti niður í læk með bílinn minn,  en ég fékk góða hjálp við að ná honum upp, það var svo fjandi sleipt, samt er ég komin á vetrardekkinn.

IMG_2939

Já það er augljóst að veturinn hefur hafið innreið sína hér á Ísafjörð allavega.

IMG_2940

En veðrið samt fallegt.

IMG_2945

Þessi er spes fyrir SuðureyrarSigrúnu mína, gölturinn skælbrosandi og fagur.

IMG_2948

Og birtan var falleg í Súgandafirði í morgun.

IMG_2949

Klettar og snjór.

IMG_2952

Og kúlan.

IMG_2969

Það er bara orðið smá jólalegt hér, svei mér þá.

IMG_2972

Já svona frekar.

IMG_2974

Það er samt hlýlegt í snjónum.  Hann er eins og teppi fyrir gróðurinn.

IMG_2967

Strákarnir mínir, það voru átta stykki hjá mér í eftirmiddaginn. 

IMG_2978

Og ýmislegt dundað sér við.

IMG_2980

Og prinsessan mín alltaf svo fín.  Amma ég ætla að fá svona sjálfvirka greiðu, sem greiðir mér á nóttunni, sagði Hanna Sól, svona vélgreiðu.  Af því að ég ætla að hafa sítt hár, og þá þarf ég að bursta það svo mikið.

IMG_2984

Og svo er alltaf hægt að vera í tölvunni.

IMG_2986

Og já það var spaghetti í matinn, það er drjúgt þegar svona margir krakkar eru.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún er nú meiri prinsessan hún Hanna Sól.  Hún og Jenný Una myndu smella saman.

Köld fegurð.

Brrrrrrrrrrrrr

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir mig og knús á ykkur öll

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Karl Tómasson

Líf, fjör og fegurð.

Með bestu kveðju úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 22.10.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Vá, en jólalegt og fallegt. Ég kemst í jólaskap við að sjá þessar myndir  Kannski að Hanna Sól verði uppfinningakona líka. Hárgreiðsluvél  alveg brilljant hugmynd og mundi örugglega seljast, haha. Hún er nú meiri dúllan þessi prinsessa  Það segir allt um þig, að sjá alla þessa gimsteina í heimsókn í ömmukúlu. En farðu nú varlega í hálkunni, við viljum ekki að þú slasir þig. Knús í Snjókúlu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.10.2008 kl. 00:25

5 identicon

Fallegar snjómyndir og enn fallegri barnamyndir. Glæsilegur hópur. Í augnablikinu er svona jólaveður úti núna, stórar flygsur svífa niður. Þegar hugsað er til baka eru vond veður ekki minnisstæð, bara skemmtilegi snjórinn sem þau skildu eftir til að vaða í, renna sér og grafa snjóhús og liggja og horfa upp í norðurljósin og búa til engla. Næstum alltaf gott veður í minningunni þó skynsemin segi að það geti ekki alltaf hafa verið. Eigðu góðan dag og farðu varlega á ferðinni á milli.

Dísa (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 08:30

6 identicon

Alltaf gaman að koma hér við og lesa, skoða myndirnar þínar Ásthildur

Já vetur konungur er að byrja að láta sjá sig hér á Skaganum líka en ekki mjög mikið.  Alltaf fallegt fyrir vestan, flottur Súgandafjörðurinn.  Takk fyrir mig.

Kveðja af Skaganum

Anna Bja (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:58

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já Ömmukúla og Afakúla er dásamlegþú ert bara svo dásamleg elsku vinkona mín og yndisleg Amma og Afi bara flotturég elska ykkur elsku vinirnir mínir og allt sem er í kringum ykkur er bara dásamlegt og fallegtknús til ykkar vestur í kúluhús.

ps, þegar ég kem vestur þá kem ég í heimsókn til ykkar í kúluhús og fæ að knúsa þig elsku Ásthildur mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.10.2008 kl. 10:07

8 identicon

knús í snjókúluna :)

kv.stórasysta á Hellu 

Hjördís (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:21

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Vá fallegar þessar myndir og gott að eiga góða að þegar maður lendir úti í læk

Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.10.2008 kl. 11:34

10 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

svei mér ef jólin eru ekki komin sunnan heiðar í dag

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 22.10.2008 kl. 13:58

11 Smámynd: Brynja skordal

yndislegar myndir og svo friðsælt að sjá veðurfarslega séð ennn er svo pirruð út að þessari blessuðu spá og ekkert vit að fara ana út í svona þegar óvíst er hvað þetta verður stór hvellur gátum ekki farið í dag svo er orðin ansi vonlítil að komast þessa helgina!!

Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 14:13

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þau koma snemma í ár Hulda mín

Já segðu Guðborg mín.  hehehehe

Knús á þig líka frá stelpunum Hjördís mín.

Ekki spurning Linda min, það verður stórt knús þegar þú kemur

Kveðja á þig líka Anna mín beint á Skagan.

Já Dísa mín lofa að fara varlega.  Ég segi sama, maður man varla eftir vondum veðrum, misspennandi þó. 

Takk Sigrún mín , já lofa að fara varlega.  Já hún finnur upp á Ýmsu hún Hanna Sól.  Veit ekki hvernig henni datt þetta í hug.  Knús á þig lika og þínar prinsessur

Bestu kveðjur í Mosó Kalli minn

Knús til þín Sigrún mín

Já kalt er það Jenný mín.  Veistu það væri gaman að vita hvernig þessum eðalprinsessum kæmi saman, ef þær hittust

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2008 kl. 14:18

13 Smámynd: Laufey B Waage

Það er bara allt komið á kaf hjá ykkur.

Laufey B Waage, 22.10.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband