Vetur konungur, og kúlulíf.

Vetur konungur lét á sér kræla í nótt.  Vonandi víkur hann samt smátíma, meðan ég kem niður túlípönunum, ég hef ekki tímt að skemma sumarblómabeðin, því þau hafa verið svo flott núna í allt haust. 

IMG_2916

En tignarleg eru fjöllin svona í tússlitunum.

IMG_2920

Ekki satt ?

IMG_2921

Og gróðurinn að komast í vetrarhaminn sinn.

IMG_2915

Og litlar skottur á kreiki.

IMG_2919

Hún er að fara í heimsókn til Tinnu frænku, amma skutlaði henni meðan Alejandra og Júlíana tóku til í kúluheimilinu.  Strákarnir Úlfur, Daníel og Andri voru svo í feluleik. 

IMG_2922

Kúlan í vetrarham.

IMG_2923

En Júlli minn er að opna sýningu í Edinborgarhúsinu n.k. fimmtudag.  Hann hefur lagt nótt við dag að vinna listaverk úr fjörugrjóti, hér er karl sem hann var að leggja lokahönd á.  Þetta verður örugglega stórkostleg sýning hjá honum.

IMG_2925

Manni dettur helst í hug Hulk.

IMG_2928

Ásthildur var voða spennt fyrir karlinum.

IMG_2929

Hér er verið að taka til í því allra heilagasta hjá ömmu, tölvuherberginu og raða öllum myndunum ofan í skúffur. 

IMG_2930

Ásthildur er mikil skapmanneskja, og verður einhverntímann góð í baráttunni. 

IMG_2932

Hehehe hún veit alveg hvað hún vill. Og gefur ekki tommu eftir, þó við ofurefli sé að etja.

IMG_2935

Þá hefur maður sigur.

IMG_2936

Rís þú unga Íslandsmerki !!

IMG_2938

Upp með þúsund radda brag. 

Með þeim orðum segi ég bara góða nótt elskurnar, megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Munið að við viljum réttlæti og sanngirni, látum engan ljúga að okkur, enga kosningamaskínu eða áróðursvél koma okkur út af sporinu, það sem okkur finnst í hjartanu er rétt, það sem verið er að reyna koma lævíslega inn hjá okkur er rangt.  Það er ekkert rangt við að vera reiður, sorgmæddur, eða pirraður yfir lygi og ódrengskap.  Látum hjartað og skynsemina ráða, hverju við trúum, og hvað okkur finnst.  Knús á ykkur öll inn í nóttina. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, það er ansi vetrarlegt hjá ykkur fyrir vestan. En alltaf sömu yndislegheitin í kúlunni. Þær eru svo yndislegar báðar tvær Hanna Sól og Ásthildur. Sú stutta veit greinilega hvað hún vill! Knús og kveðjur til ykkar allra.

Sigurlaug B. Gröndal, 20.10.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

 Ásthildur mín þú ert yndislegog þitt litla fólk er dásamlegt og svo bara einstökknús til ykkar allra inn í ljúfu góða nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:44

3 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 20.10.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

nótt nótt

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 20.10.2008 kl. 22:04

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Fallegar myndir að vanda.

Tek heilshugar undir með þér að við viljum réttlæti og sanngirni.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.10.2008 kl. 22:33

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Dýfa kallinum bara í eitthvað grænt, þá er Hulk mættur! Það er gott að hafa skap og láta ekki troða á sér  Falleg kúlan í vetrarbúning. Knús í nóttina.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: Brynja skordal

Fallegar myndir og fjöllin tignarleg í þessum hvítu klæðum já það er best að hafa vetrarfatnaðin með vestur á Fimmtudag vona bara að spáin verði ekki svo slæm að við komust ekki annars er maður nú vanur að keyra þetta eftir margra ára búsetu þarna Erum voða spennt að koma vestur hafðu Góða nótt í vetrarkúlunni ykkar

Brynja skordal, 20.10.2008 kl. 23:23

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á ykkur öll yndislega fólk í "snjó"Kúlunni

Sigrún Jónsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:55

9 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 21.10.2008 kl. 06:34

10 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Knús á ykkur, það verður fjör að renna sér á kúlunni í vetur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.10.2008 kl. 09:04

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

  Knús í kúlu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 10:27

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á móti Jóhanna mín, flotta kona

Já einmitt Guðborg mín, það verður fjör

Knús á þig Helga mín.

Knús Sigrún mín, Súgandafjörðurinn var fallegur í morgun

Bara hafa skóflu með í skottinu Brynja mín.  Þá verður ekkert mál að moka sig út úr sköflunum.

Jamm Sigrún mín, skít þessu að stráknum, grænt skal það vera.  Það var reyndar Skafti sem elskaði Hulk, átti svona actionman Hulk lengi þegar hann var lítill.

Kíki við á eftir elskuleg mín.

Það er gott að hafa baráttukonu eins og þig á sínu bandi Rósa mín.

Góðan dag Hulda mín.

Knús á þig Hallgrímur minn

Takk sömuleiðis elsku Linda mín.

Sigurlaug mín, já litla skrímslið veit alveg hvað hún vill, en hún er líka rosalega blíð og innileg.  Knúsar mann í spað, þessi elska.  Hin er ljúf líka, en miklu settlegri.

Takk Búkolla mín, já við erum sko bestastar.  Hvar væri heimurinn ef við værum ekki hér bloggvinirnir allir  Við myndum gott samfélag, sem hefur eitthvað að segja. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2008 kl. 11:06

13 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Takk fyrir myndirnar af fjöllunum "mínum" þau eru alltaf falleg og gaman að sjá myndir af þeim. Þú ríka kona... þessir krakkar eru rosalega flott og til hamingju með listamanninn, ekki veitir af sköpunargleði og krafti í dag. Ástarkveðjur vestur.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 12:04

14 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ásthildur, heldurðu að mig hafi ekki bara dreymt þig í nótt! Þú stóðst á túni fyrir vestan sem var fullt af skít, og þú kastaðir honum í allar áttir. Svo kom líka við sögu einhver há bygging sem var ókláruð...og fiskflök...???

Ætli pistlarnir þínir séu að hafa þessi áhrif?? Það hefur oft verið sagt að skítur í draumi tákni peninga...

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.10.2008 kl. 12:12

15 Smámynd: Tiger

Yndislegar myndir eins og alltaf elsku Ásthildur mín. Vetrarmyndirnar eru gullfallegar - svona póst/jólakorta myndir! Þau eru gullmolar - ungarnir þínir - og krafturinn í þeirri yngstu verður vonandi nýttur í framtíðinni í vestfirzkum baráttumálum, veit að hún yrði góð þar sko!

Vonandi hefur þú það gott mín ljúfasta og vonandi kreppir ekki að þarna í vetrarnepjunni. Endalaust gaman að kíkja á þig og fylgjast með og ég vona að sýningin hjá Júlla heppnist vel. Myndi örugglega skoða hana ef ég væri þarna fyrir vestan!

Knús og kreist á þig elsku Ásthildur mín .. kveðja að sunnan!

Tiger, 21.10.2008 kl. 13:40

16 Smámynd: Brynja skordal

Líst nú ekkert voða vel á spánna fyrir fimmtudag enn allt í skoðun jájá höfum nú nokkru sinnum þurft að moka okkur í gegnum skaflana í þessum vetrarferðum vestur og suður vonum það besta bara

Brynja skordal, 21.10.2008 kl. 13:51

17 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 21.10.2008 kl. 19:33

18 Smámynd: Linda litla

Er sammála þér, þetta er eiginlega grár HULK.

Segðu mér Ásthildur, hver er amma á Hellu ??

Ég er frá Hellu, væri gaman að vita hver amma á Hellu er.

Linda litla, 21.10.2008 kl. 20:32

19 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Bara allt hvítt hjá ykkur veturinn bara skollinn á flottar myndir.

Eyrún Gísladóttir, 21.10.2008 kl. 21:35

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Eyrún mín, veturinn skollin á fyrir vestan.

Linda mín amma á Hellu er Hanna bréfberi, kona Jóns Inga Guðmundssonar.  Kannast örugglega við þau sómahjón.

Knús á þig Huld mín.

Brynja það spáir kolvitlausu veðri á fimmtudaginn, þú ættir ef til vill að skoða að flýta ferðinni um einn dag eða svo.

Takk TíCí minn, já ég hef það fínt hér í snjónum.  Reyndar er ekki svo mjög kallt, og það var bjart veður í dag, en þó syrti af og til.  Gaman þegar þú kíkir við.  Knús á þig minn kæri.

Jú Sigrún mín, að dreyma skít er fyrir peningum.  Ætli ég fái bara ekki eitthvað af þessum útrásarpeningum, finn þá ef til vill á öskuhaugunum, þ.e. einhverja þúsundkalla  Knús á þig elskulegust mín

Takk Herdís mín, og gaman að þú skyldir kíkja inn.  Já fjöllin okkar eru frábær.  Knús á þig norður yfir heiðar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2008 kl. 22:58

21 Smámynd: Linda litla

Gaman að heyra þetta. Jú þau Hanna og Jón eru sko sómafólk og þekki ég hana Hönnu bara nokkuð vel.

Forvitnin var svo mikil af því að mér finnst ég þekkja þig og stelpurnar svo mikið í gegnum bloggið hjá þér.

Linda litla, 22.10.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband