19.10.2008 | 23:10
Við munum ná okkur á strik, ekki spurning.
Mér sýnist á öllu að fundurinn hafi heppnast mjög vel. Farið vel fram og þeir sem tóku þátt eru ánægðir. Enda er málið þannig vaxið að hér er það eftir því sem mér sýnist að meirihluti þjóðarinnar styðji málefin sem unnið er að. Og þar hafa ýmsir komið fram og lýst yfirvanþóknun sinni á því sem er að gerast með stjórnvöld, tök þeirra á málum, og svo þátt seðlabankans og eftirlitsstofnana. Og svo auðvitað peningapunganna, sem hafa hreinlega stolið frá þjóðinni, með samþykki stjórnvalda.
Þeir fjölmiðlar hér sem tala um 500 hundruð manns eru aumkvunarverðir. þeir skynja ekki hlutverk sitt, og því síður ólguna í samfélaginu. Það er aumkvunarvert fyrir fjölmiðla, að vera slík handbendi stjórnvalda og útrásaraðilja, að skilja ekki hlutverk sitt, sem ætti að vera að sýna þjóðarviljann vera hlutlausir, og setja sannleikann, án tillits til hver er þeirra yfirboðari. Við erum ekki bara að verða að athlægi á alþjóðavísu fyrir peningaúrsásarliðið, heldur er gert grín að okkur fyrir þvílík leiguþý fjölmiðlarnir eru. Mér finnst stórundarlegt að fjölmiðla fólk skuli ekki átta sig á því, að þó svo við höfum farið einhver 30 ár aftur í tímann efnahagslega séð. Þá erum við ennþá tengd við tölvur, og lesum erlenda fjölmiðla, og skoðum lífið ekki bara út frá því sem sagt er Á Rúv og slíkum fjölmiðlum. Þvílíkur barnaskapur að halda að það sé hægt að ljúga að þjóðinni á ögurstundu, ég segi nú bara ekki margt.
En elskurnar lifið heldur áfram. Ég var með pabba gamla í mat, síðast þegar hann var hér, stungum við upp á að horfa á Svarta engla eftir matinn, hann fussaði og sveiaði, sagðist aldrei horfa á svona þætti hehehe... nú í kvöld, þegar við vorum búin að borða, sagði minn maður; jæja eigum við ekki að horfa á þáttinn Og jú, við fórum upp og horfðum á Svarta engla, sem er þvílíkt flottur þáttur.
En hér voru ekki færri en 10 börn þegar mest var. Það var sko fjör í kúlunni, get ég sagt ykkur.
Svona borða prinsessur ís.
Litla skottan hennar ömmu sín.
Þessi skotta líka nýbúin að borða ís.
Og amma eldaði grjónus, og hann bragðaðist mjög vel, þurfti að elda tvisvar, og auðvitað með kanilsykri.
Já þau hreint og beint elska grjónagraut.
Og Hanna Sól var klædd upp og greidd, en Óðinn Freyr flýði undan myndavélinni
Já tíminn líður, litlu börnin sem hér voru í gær, eru komin á gelgjuna, samt yndisleg.
Það týnist allt í kúlunni, úlpurnar og skórnir, bara að nefna það. Ég held að álfarnir taki þetta og feli
Hér er litla dýrið að rétta ömmu bananahýði, en hún sér að amma er með myndavélina og þess vegna er víkur hún sér undan. Ótrúlega flott af eins og hálfs árs lítilli stúlku.
En þessi er sko alveg til í að sitja fyrir
Stóru skvísurnar mínar, hér er kista með allskonar fötum, sem þau hafa gaman af að klæða sig í. Meira að segja ennþá.
Já þau hafa gaman af þessu, börnin.
Það þarf ekki mikið til, að fá fram barnið í okkur. Ef við bara leyfum það. Að geyma barnið í sjálfum sér, er eitthvað það mikilvægasta sem til er.
Jæja elskurnar ég vona að þið eigið góða drauma, og megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur öllum og vernda.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásthildur, ég styð það heilshugar að Davíð hætti og fengin verði fagleg stjórn í seðlabankann. En það sem þjóðin stendur frammi fyrir nú er svo alvarlegt að það væri kattarþvottur að gera Davíð einan að blóraböggli. Menn eru í fullri alvöru að tala um að veðsetja auðlindirnar og skuldsetja þjóðina til mjög langs tíma. Þeir menn sem þá munu stjórna munu ekki sækja umboð beint til þjóðarinnar, heldur í krafti viðskiptakrafna. Er ekki rétt að leyfa þjóðinni að kjósa áður en ákvörðun er tekin um slíkt?
Sigurður Þórðarson, 19.10.2008 kl. 23:22
Það er ótrúlegt hvað búningarnir heilla alltaf, aldurinn skiptir þá held ég engu. Grjónagrauturinn er alltaf jafn vinsæll. Ef dætur mínar réðu, þá væri hann nokkrum sinnum í viku hér. Það er svakalegt að sjá dóminó áhrifin af kreppunni og þetta á eftir að taka langan tíma. En það mun hafast á endanum. Knús í barnakúlu.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.10.2008 kl. 23:47
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 00:02
Sæl Cesil.
Því miður er Samfylkingin að reyna kattarþvott af ríkisstjórnarþáttöku meðal annars með mótmælatilstandi til þess að slá sig til riddara, raunin er sú að flokkurinn settist upp í þann vagn sem hann situr í og mun þurfa að axla ábyrgð þess, þar með talið skipan mála í Seðlabankanum á þeim tíma.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.10.2008 kl. 02:05
Grjóni er alltaf vinsæll hjá þeim yngstu. Skemmtilegt hjá þeim að hafa alltaf nóga búninga til að skipta í, þau gætu sett upp heilu leikritin. Skilaðu kveðju minni til pabba þíns og segðu honum að það sem best er úr hans lífsstarfi standi enn eftir, minningarnar ykkar um góðan pabba og félaga í gegnum lífið og börnin sem halda áfram og skila hans lífsgildum áfram. Ég á góðar minningar frá mínum samskiptum við hann og tel mig betri manneskju fyrir. Þetta skiptir mestu máli, ekki pappírssneplar, þótt auðvitað hafi verið góð tilhugsun að þeir væru ef á þyrfti að halda. Mér þykir alltaf vænt um hann pabba þinn og hugsa alltaf til hans þegar ég keyri um Hattardal.


Dísa (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:28
Alltaf gaman að kíkja til þín
Svala Erlendsdóttir, 20.10.2008 kl. 10:48
Takk Svala mín
Já Dísa mín, þau hafa haft ómælt gaman af þessum búningum gegnum tíðina, krakkarnir í kúlunni. Takk fyrir hlý orð um hann pabba minn, ég ætla að segja honum þetta næst þegar hann kemur.
'Ojá Hattardal, þegar við fórum til berja 
Knús á þig Búkolla mín
Það er alveg rétt G.María auðvitað er Samfylkingin ekki stikkfrí í þessu dæmi. Þeir hefðu getað breytt ástandinu, en þeir sváfu á verðinum, eins og allir hinir. Eða eins og Árni Snævarr sagði í sínum pistli, þau voru of upptekinn við að sina gæluverkefnum, til að sá hvaða ógöngur við vorum að fara í.
Knús á þig lika Jenný mín .
Þau hafa mikið gaman af þessum búningum börnin Sigrún mín. Ég er að hugsa um að fara að elda oftar grjónagraut. Svona á þessum síðust og verstu tímum. Grjónagrautur er bæði hollur og næringarríkur, það eru fleiri næringarefni og allskonar í hrísgrjónum en nokkru öðru korni. Og svo fær maður aldrei leið á grjónagraut. Vonand náum við sem fyrst tökum á kreppunni. En til þess að uppbygging geti hafist, þarf að hreinsa til á toppnum, það er að verða ljósara og ljósara með hverjum degi sem líður. Og fólkið vill byrja upp á nýtt, það var nefnilega vitlaust gefið í þessi 17 ár.
Knús á þig.
Knús Helga mín
ALveg laukrétt Sigurður, það er ekki verið að leggja Davíð í einelti, hann er vandamál sem þarf að losna við, ásamt öðrum seðlabankastjórum, ríkisstjórninni og eftirlitsaðiljum. Meðan þetta fólk situr áfram, erum við rúin traust alþjóðasamfélagsins. Þau verða að skilja þetta, og fara. Fólk verður að þekkja sinn vitjunartíma. Það gera þau greinilega ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 11:34
Úff maður fer alltaf að hugsa um það sem skiptir mestu máli þegar maður kíkir á síðuna þína
Börnin, gleðin og hvað maður á mikið þegar maður á góða og samheldna fjölskyldu, takk fyrir að minna mann á þetta Ásthildur
Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.10.2008 kl. 12:11
Sæl og blessuð
Börnin alltaf flott og ég er eins og þau með grjónagrautinn. Nam, nam.
Áfram Ísland, berumst nú.
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:23
Knús á þig elsku Ásthildur mín mín



Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:49
Burt með Dabba þó fyrr hefði verið
Solla Guðjóns, 20.10.2008 kl. 14:15
Hún er flott framtíð Íslands á myndunum þínum
. Ég vona að þau fái tækifæri til að búa hér í framtíðinni.
Sigrún Jónsdóttir, 20.10.2008 kl. 14:34
Sigrún mín, ég er ekki Vestfjarðarnorn fyrir ekkert, svo sannarlega mun ég leggja mitt af mörkum, svo börnin okkar eigi sér líf hér á Íslandi og hér á Vestfjörðum og hér á Ísafirði
Þó það verði það síðasta sem ég geri.
Hanna Sól er frábær lítil stúlka, sem er að pæla í allskonar hlutum, við röbbum saman á kvöldin þegar hún er komin upp í rúm, þá er hún með allskonar pælingar, hefði þurft að skrifa þær niður.
Knús á móti Linda mín
Já berjumst Rósa mín, fyrir réttlætinu og sanngirninni.
Hahaha Jóna Ingibjörg, ég er garðyrkjustjóri Ísafjarðarkaupstaðar, hef hugsað um grænu svæðin hér með hléum síðan 1978. Barnabörnin mín eru mitt sérsvið, elska þessa unga ótrúlega mikið. Hef þrjú þeirra hér hjá mér einn alveg, og tvö tímabundið. Það mætti halda að ég ræki hér leikskóla, en þau koma bara í heimsókn þessar elskur, af því að þeim finnst gott að koma. Sem betur fer eru leiðir stuttar hér í bænum, en oft skutla mömmurnar eða pabbarnir þeim, eða þau koma í strætó.
Og ég er sammála því það er ekki hægt að byrja að byggja upp landið fyrr en þetta fólk hefur komið sér burtu, þau sem eiga sök á ástandinu.
Elsku Guðborg mín, mín er ánægjan. Knús á þig elskuleg mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 18:27
Alltaf sama lífið og fjörið í kringum þig, yndislegt!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.10.2008 kl. 19:47
Takk Jóhanna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 21:22
Sæl Ásthildur mín.
Satt segir þú : Við lifum á tækniöld og ætla sér að fara að falsa tölur fyrir framan á augunum á okkur. Það mátti reyna það,en að gekk ekki,
Fallegar myndir eins og fyrri daginn.
Kærleikskveðjur til allra.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.