17.10.2008 | 22:18
Fundurinn á morgun.
Á morgun verður merkisdagur. Það verður uppreisnardagur Íslands, ef til vill verður hans minnst eins og 1. desember. Dagurinn sem þjóðin reis upp og heimtaði réttlæti. Dagurinn sem snéri vörn í sókn. Tíminn mun leiða það í ljós, en eitt er víst, til að þáttaskil verði, þá þurfa nokkur þúsund manns að mæta á útifundinn. Það gengu 12.000 manns niður Laugaveginn með Ómari Ragnarssyni til að mótmæla Kárahnjúkavirkjun og arðráni stjórnvalda á landinu okkar. Man ekki hve mörg þúsund mættu á kvennafrídaginn. En í dag, minnumst við þes að stjórnvöld orðið þess valdandi að margir hafa misst spariféð sitt, og sumir sjá vart fram úr skuldafeni, við stöndum niðurlægð og einmana í hinum stóra heimi. Það sem stjórnvöld hafa gert, svo eftir hefur verið tekið, fyrir utan all hitt, er að hafa ekki tíma til að vera á blaðamannafundi, vegna þess að það þurfti að bregða sér á íþróttaleik. Sumir voru allof uppteknir í kosningabaráttu inn í heimsráð, sem fæstir íslendingar vildu að við færum í, og flestir töldu að væri sóun á fjármagni. Enda fagnar almenningur því við náðum ekki kosningu, meðan ráðamenn sitja súrir og sárir. Var einhver að tala um gjá (hyldýpi) milli ráðamanna og þjóðar... eða þannig.
Það var þegar allt var vitlaust út af fjölmiðlalögum. En núna þegar þetta gap er orðið að risastórri sprungu, þá gerist ekki neitt. Hvers vegna skyldi það nú vera? Forsetinn of innviklaður í útrásina ?
Á morgun heimtar alþýða landsins að seðlabankastjórar fjúki, að menn verði látnir bera ábyrgð á afglöpum sínum. Er það mikið að fara fram á ? Ég segi nei. Ef svona lagað hefði gerst í einhverju útrásarfyrirtækjanna, þá hefðu hausar verið látnir fjúka, og það miklu fyrr.
En ef svo fer að okkur auðnist að láta til okkar taka á morgun, og það verði til þess að bankastjórar verði látnir taka pokann sinn. Þá er þessu ekki þar með lokið. Því þá byrjar næsta skref. Það er að krefjast þess að allir hinir verði líka látnir axla ábyrgð. Þá munu renna upp tímar þess að menn svari fyrir gjörðír sínar. Þá mun hefjast nýtt tímabil í sögu Íslands. Tími hins nýja Íslands. Tími hreinsana, og réttlætis, handa þeim sem hafa svo sannarlega þurft að sitja og láta sér nægja bitana af borði þeirra sem hafa fleytt rjóman ofan af landsins gæðum alltof lengi.
Það hefur aldrei verið líklegra en einmitt nú að það gerist. Akurinn er plægður, það hafa þeir gert sjálfir sem að þessu stóðu. Sáningin hefur verið að koma smátt og smátt, og ef allt fer vel, þá verður uppskeran góð. Það er komin tími til að Unga Ísland rísi úr öskustónni. Að fólk fái að njóta sín vegna eigin hæfileika, en ekki vegna frændsemi eða klíkuskapar. Það sést aldrei betur en núna, að þegar mannauðurinn er ekki virkjaður, þá fer illa. Það er aldrei hægt að handstýra "réttlætinu". Þess vegna er nauðsynlegt að þeir hæfustu séu valdir, en ekki nánustu. Á endanum verður það öllum fyrir bestu.
En fari svo að réttlætið sigri, þá skulum við aldrei gleyma því, að lýðræðið er dýrmætt, og það virkar ekki nema við veitum því aðhald. Að við verðum að vera virk og samstíga í því að leyfa lýðræðinu að virka. Þá þýðir ekki að kjósa af hlýðni við einhverja, eða af því að maður hefur alltaf kosið það sama. Heldur verður hver og einn að bera ábyrgð á því, að veita ekki umboð sitt, nema viðkomandi hafi sýnt að hann sé traustsins verður. Þetta verðum við að hafa í huga. Lýðræðið er brothætt, og við höfum klúðrað því, rétt eins og útrásarliðið, af því að við höfum sofnað á verðinum, og leyft ráðamönnum að komast upp með hvað sem er.
Ég held að þjóðarsálinni hafi verið brugðið núna, og ég held líka að ef við höldum rétt á spöðunum, þá geti þessi lífsreynsla orðið okkur til góðs. Ef við höldum þannig á spöðunum, og förum að hugsa út fyrir eigin rann, og huga að heildinni. Við getum allt sem við viljum. En við þurfum að vita hvað við viljum, og sameinast um að láta það rætast. Þá munum við standa uppi sigurvegarar, og ekkert mun þá geta bugað okkur.
Landið okkar fagra, verndum það og hugsum um framtíðina.
Verum á verði gagnvart þeim sem vilja eyðileggja víðerni okkar, í stundaræsingi, eða að notfæra sér ástandið, meðan fólkið er lamað, til að knýja fram enn fleiri álver og stóriðju sem færir okkur sáralítið, en er aðallega gróði fyrir erlenda auðhringa, sem sumir hverjir hafa ljóta sögu á bakinu.
Ég held að meiri hagsmunir liggi í framtíðinni í ósnortinni náttúru en öllum álverum heimsins. Því ál á eftir að verða úrelt, en sífellt fækkar þeim svæðum sem við getum kallað ósnortin.
Enda er sálarheill manneskunnar í veði ef hún hefur ekki náttúruna.
Þó hlutirnir líti ekki nógu vel út í augnablikinu, þá munum við ná vopnum okkar. Ég bið og vona að við fáum eitthvað um það að segja sjálf, hvernig við vinnum okkur út úr því, en að við höfum ekki ráðríkt stjórnvald, sem ætlar að sitja og ráða hverjir lifa og hverjir deyja. Við erum nú einu sinni víkingar.
Þetta er landið okkar. Og framtíðin er líka okkar allra ekki bara sumra.
Við megum aldrei gefa frá okkur réttinn til að vera til, við megum aldrei láta einhverja aðra ráðstafa framtíðinni okkar og barnanna okkar. Þá verðum við að þora að segja NEI!
Þetta er ísland í dag. Við erum öll íslendingar, sem höfum kosið að búa hér, starfa hér, og ala upp börnin okkar hér. Og þá má enginn skorast undan.
Við megum ekki hugsa um gærdaginn, eða daginn í dag eða á morgun. Því við höfum tekist á hendur það verkefni að skila ungviðinu inn í framtíðina.
Sú skiyda er heilagri en nokkur útrás, eða innrás, eða gróðavon.
Og þeirri skyldu megum við ekki bregðast. Hugsum um framtíðina, og börnin okkar. Við getum stoppað vitleysuna, á morgun er það ef til vill orðið of seint.
Við erum líka þannig innbyggð, að þó við ef til vill séum ekki tilbúin til að berjast fyrir okkur sjálf. Þá erum við örugglega tilbúin til að berjast fyrir það sem er okkur heilagt.
Það er fjölskyldan, heimilið og meðbræður okkar og systur.
Þess vegna bið ég ykkur sem eruð fyrir sunnan, að sleppa því sem þið eruð að gera, og mæta á fundinn okkar allra. Mæta fyrir okkur hin lika sem erum of langt í burtu til að komast. Því þetta er mikilvægt.
Við skulum ekki vera reið. Ekki dónaleg. En ákveðin í að láta sjá að okkur er alvara með því að vilja að réttlætinu sé fullnægt, og þeir sem bera ábyrgð á sorginni, eyðileggingunni og niðurlægingunni, verði látnir axla þá ábyrgð sem þeir hafa unnið til. Elsku vinir mínir. Bljúg í huga bið ég þess að fundurinn á morgun verði þáttaskil í okkar lífi. Og að þaðan byrji endurnýjunin og uppbyggingin, sem við öll þráum. Ég býð góða nótt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæti....flott færsla hjá þér. Ákall til þjóðar sem er vonandi að vakna!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 22:26
Heyr, heyr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 22:37
Heyr, heyr.....og hana nú
Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:17
Þú ert frekar að bæta í en hitt, en ég bregð fyrir mig landafræðilegri afzökun + áunninni innbakaðri trú einhverri að tími sé fyrir heykvíslar & kyndla frekar.
Steingrímur Helgason, 17.10.2008 kl. 23:17
Heyr heyr...við verðum að berjast fyrir börnunum okkar!
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:36
Kæra vinkona, nú get ég ekki tekið undir með þér. Að hvetja til mótmæla þar sem einn maður er gerður ábyrgur fyrir gjörðum margra er í mínum huga hreint og klárt ofbeldi. Séu menn æfir yfir því hvernig komið er fyrir landi og þjóð ættu menn fyrst og síðast í að líta í eigin barm áður en menn fara að grýta aðra. Var þjóðin svo fráhverf dansinum við gullkálfinn þegar allt kemur til alls?
Katrín, 18.10.2008 kl. 01:04
Takk öll. Katrín mín, þú hefur ekki lesið greinina mína. Ég tek ekki Davíð út úr, það er eins og Kreppukallinn segir meira táknræn aðgerð fyrir breytta tíma. Hvað Davíð varðar, þá hefur sá maður stundað einelti og ofbeldi gagnvart mörgum hér á landi og komist upp með það. En ég er sammála þér í því að það er aldrei hægt að kenna einum manni um. Enda er það ekki gert hér. Ég segi.
En ef svo fer að okkur auðnist að láta til okkar taka á morgun, og það verði til þess að bankastjórar verði látnir taka pokann sinn. Þá er þessu ekki þar með lokið. Því þá byrjar næsta skref. Það er að krefjast þess að allir hinir verði líka látnir axla ábyrgð. Þá munu renna upp tímar þess að menn svari fyrir gjörðír sínar. Þá mun hefjast nýtt tímabil í sögu Íslands. Tími hins nýja Íslands. Tími hreinsana, og réttlætis, handa þeim sem hafa svo sannarlega þurft að sitja og láta sér nægja bitana af borði þeirra sem hafa fleytt rjóman ofan af landsins gæðum alltof lengi.
Ég hef einmitt grun um að áróðursmaskína Sjálfstæðisflokksins, sé að reyna að láta líta svo út sem þetta sé einelti og ofbeldi gagnvart einum manni. Það er einfaldlega ekki svo. Þetta beinist gegn bæði stjórnvöldum, eftirlitsaðiljum seðlabankanum og útrásarliðinu. Allir þessir aðiljar bera ábyrgð á hvernig komið er. Málið er að útrásarprinsarnir, léku eftir þeim leikreglum sem stjórnvöld settu. Reyndar var það gert í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar, og er hann talin höfundur að þeirri smíð.
Vilt þú sem sagt ekki að menn fari að axla ábyrgð á því sem þeir gera mín kæra ?
Þetta er svo sannarlega ekki ofbeldi gagnvart einum manni, heldur byrjun á því að loksins vill fólk að réttlætinu sé fullnægt, að svo miklu leyti sem það er hægt. Þess vegna vona ég að sem flestir sjái sér fært að mæta þarna og sýna samstöðu. Ef ekki sjálfra okkar vegna, þá vegna barnanna okkar og allra niðja. Það er einfaldlega komin tími á uppgjör. Ég er búin að fá upp í kok af þessari óráðsíu, sukki og ráðaleysi, sem hefur birst einkar vel núna undanfarnar vikur. Fólk er einfaldlega búið að fá nóg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2008 kl. 09:55
Áróðursmaskína Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð eyrum mínum þrátt fyrir að ég hafi yfirgefið flokk hinna ,,frjálslyndu".
Hins vegar tel ég mikilvægt að á svona stundum að menn missi sig ekki og taki lögin í sínar hendur. Lýðveldið Ísland er starfandi ennþá með sína stjórnarskrá og leikreglur sem finna má í lögum landsins. Þeim eigum við að beita gagnvart þeim sem bera ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Við eigum einmitt barna okkar vegna að gæta okkar á því sem við segjum og gerum. Vissulega hafa forsvarsmenn mótmælanna í dag dregið úr því að mótmælin beinist fyrst og fremst af Davið en það dylst engum sem fylgst hafa með umræðunni að reiðin og heiftin beinast fyrst og síðast að honum. Fjöldamótmæli sem beinast að einum manni kallast í´mínum huga einelti og einelti er ekkert annað en ofbeldi og það mun ég aldrei styðja, sama hver á í hlut. Og hvað svo mín kæra, hvað svo þegar aftöku Davíð lýkur....hver verður næstur....hvar ætla menn að stoppa....á hinum almenna bankastarfsmanni...hvað ætla menn að margir muni liggja í valnum þegar ,,réttlætinu" verði náð??'
Það er aðgerðin sem slík sem mér huggnast ekki og ekki gera mér upp þá skoðun að ég vilji ekki að menn axli ábyrgð.
Katrín, 18.10.2008 kl. 10:38
Finnst þér ekki að það fólk sem ber ábyrgð á ástandinu eigi að þurfa að svara fyrir það ? Það liggur nokkuð ljóst fyrir hverjir bera þar mesta ábyrgð. En málið er að hér á okkar landi, hefur það tíðskast að menn beri enga ábyrgð á gjörðum sínum. Því vil ég breyta. Ég vil ef þess er nokkur kostur að loksins skilji menn, að það fylgir ábyrgð því að stjórna landi, setja leikreglur og setja mörk. Þetta er heldur enginn venjuleg krýsa sem við erum komin í. Landið er nánast í gjörgæslu. Það liggur ljóst fyrir hverjir bera þar ábyrgð, bæði frá Stjórnvöldum, eftirlitsaðiljum og Seðlabanka, og svo auðvitað þeir sem mökuðu krókinn. Það er talað um að þetta séu milli 20 og 30 manns. Það á að draga þá alla til ábyrgðar. Fyrr er réttlætinu ekki fullnægt að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2008 kl. 10:53
ó jú Ásthildur og þau sem ábyrgð bera munu þurfa að svara fyrir sínar gjörðir. En á meðan hópur Íslendinga fer hamförum gegn einum manni mun Róm halda áfram að brenna. Það er nefnilega alveg rétt Ásthildur, landið er í gjörgæslu og við þurfum allar hendur á árar til að ná til lands, jafnvel þeirra sem komu þjóðinni í þetta klandur. Og mér segir svo hugur að þegar allt kemur til alls að það verði fáir sem geti sagt að þeir hafi ekki tekið þátt í dansinum með einum eða öðrum hætti.
Katrín, 18.10.2008 kl. 11:08
Ég lít nefnilega aðeins öðruvísi á þetta Katrín mín. Ég sé alveg fyrir mér menn sem eru að reyna að smokra sér undan ábyrgðinni. Og þeir munu svo sannarlega gera það, fái þeir til þess grænt ljós frá okkur. Það er nefnilega málið. Ef Seðlabankastjórarnir hefðu haft í sér manndóm, þá hefðu þeir allir átt að segja af sér, þegar bankaráðsmaðurinn sagði af sér og skoraði á bankatjórana að gera það sama. Þeir eru rúnir trausti heimsins, og seta þeirra áfram, viðheldur vanhæfni bankans. Það er nokkuð ljóst að þeir ætla ekki að fara. Auðvitað þarf allar vinnandi hendur til að hjálpast að, við uppbyggingu, hluti af þeirri hjálp er að menn skilji að þeirra tími er einfaldlega liðinn, og þeir geri mest gagn með því að segja af sér og fara. Það getur verið stór hjálp í því.
Mér finnst gott framtak að fólk rísi upp og mótmæli. Það getur vel verið að það hafi ekki verið rétt að persónugera mótmælin við Davíð einan og sér. En ég held að það hafi ekki verið meiningin, því reiði fólks beinist að öllum þeim sem stóðu að þessari gjörð. En Davíð hefur sjálfur sett kastljósið á sig sjálfan, með allkonar yfirlýsingum, og núna síðast með framgöngu sinni í kastljósi. Menn ganga ekki í rauðu dressi, þegar þeir fara inn í hringinn hjá nautinu. Ég verð að segja það að ég er orðin dauðleið á þessu hálfkáki hjá ríkisstjórninni, og seðlabankanum. Stuttbuxnadrengirnir eru horfnir úr landi, en það þarf að ganga í að frysta eigur þeirra, til að fá upp í skuldirnar. En einhverra hluta vegna, þá virðist ekki eiga að gera neitt í því. Þetta fjas þeirra um að ekki eigi að leita að sökudólgum, er út úr korti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2008 kl. 12:02
Vissulega geta menn axlað ábyrgð með því að segja af sér, en þarf það þá ekki að ná til allra þeirra sem ábyrgð bera? Vitað er um þá opinberu aðila sem brugðust, ekki þarf að leita þeirra, þeir eru hér ennþá. Það að útrásavíkingarnir sem kallaðir eru séu horfnir á braut skiptir ekki þjóðina ekki nokkru máli. Það að einhver hafi náð að stinga digrum sjóði til útlanda skiptir ekki sköpum um framtíð Íslands. Ég hef áhyggjur af stöðunni sem er í dag og verður á morgun og hinn. Á meðan almenningur neitar að horfast í augu við eigin mistök mun ekkert breytast. Á meðan almenningur heggur mann og annan en axlar ekki ábyrgð á eigin ákvörðunum og gjörðum mun ekkert breytast. Og almenningur sem ekki vill horfast í augu við eigin mistök getur ekki ætlast til þess að fá stuðning til að ganga í skrokk á einum manni til að öðlast sálarró.
Ég lít nefnilega svo á Ásthildur, að þjóðin sé ekki alsaklaus af þeirri stöðu sem upp er komin. Þjóðin getur ekki sagt af sér, hún verður að axla ábyrgð og vera, aðeins þannig komust við í gegnum þessar hörmungar.
Katrín, 18.10.2008 kl. 12:54
Ég er sammála þér í því að þjóðin verður að sjá að sér. Það gerir hún með því að virða lýðræðið. Það er ekki öll þjóðin sem hefur tekið þátt í sukkinu, þar eru vissulega margir sem eiga núna um sárt að binda. Og ég vona svo sannarlega að þær manneskjur muni læra af þeim mistökum sínum. En við verðum að gera þær kröfur til þeirra sem hafa takið það að sér að stjórna landinu, að þeir sjái til þess að umgjörin sé þannig að landið fari ekki á annan endann, eins og nú hefur gerst. Þar er ekki hægt að saka alla þjóðina um vanrækslu. Við höfum kjörið okkur fólk til að sjá um þau mál. Það má segja að mörg okkar hafi verið glámskyggn, og ekki kosið rétt. Það er alltaf þannig, sérstaklega þegar vel gengur, þá verða menn værukærir. En það er ekki hægt að kenna allri þjóðinni um hvernig komið er, og alls ekki nota það til að réttlæta afglöp þeirra sem þar stóðu að málum.
Eitt helsta vandamál þjóðarsálarinnar er einmitt hve glámskyggn við erum að aðalatriðin, og einblínum gjarnan á aukaatriðin. Ef það á að takast að koma landinu á réttan kjöl, þýðir ekkert minna en að láta þá aðila sem brugðust þjóðinni axla sína ábyrgð, helst með því að fara frá völdum, og leyfa öðrum að spreyta sig. Ég hallast helst að þjóðstjórn, með aðkomu okkar færustu hagfræðinga og annara sem vit hafa á. Þangað til við getum farið út í kosningar. Meðan við gerum ekkert sitjum með hendur í skauti, eins og við höfum gert hingað til, gerist nákvæmlega ekki neitt. Ekki gera ekki neitt. Er það ekki nákvæmlega málið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2008 kl. 13:06
Ekki gera ekki neitt ..er það ekki slagorð Intrum
Settu þrjá hagfærðinga í mál og vertu viss að þeir mun örugglega ekki geta komið sér saman um aðgerðir...
Vandinn er mikill og ekki auðleystur...á meðan höfuðborgarbúar sem létu yfir sig ganga fáranlegt verð á húseignum og tóku milljónir að láni í erlendri mynt, safnast saman á Austurvelli til að hengja Davíð ætla ég að sitja með ,,hendur í skauti" og leita lausna
Katrín, 18.10.2008 kl. 13:20
Talandi um stjórnarskrána, EIGA EKKI ALLIR LANDSMENN AÐ FARA EFTIR HENNI? Ég bloggaði um "brot" á stjórnarskránni af stjórnmálamönnum, Sjá hér,þar kom margt forvitnilegt fram.
Jóhann Elíasson, 19.10.2008 kl. 13:30
Jóhann virkilega áhugaverð grein þarna á ferð. Þetta mætti fara víðar, nú þegar fólk er að hugsa um breytingar í alvöru. Takk fyrir þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2008 kl. 16:51
Sæl og blessuð. Bara að láta vita af mér. Alltaf gaman að lesa bloggið þitt og fallegt er fyrir vestan það er satt og rétt. Nú til dags á maður bara kærleikann og fegurð landsins okkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 17:40
Vissi ekki af fundinum
Knús og kveðjur til þín
Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.10.2008 kl. 21:03
Knús á þig Ásdís mín, og vonandi hefur pabbi þinn það gott, og þú líka
Knús á móti Guðborg mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2008 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.