15.10.2008 | 23:05
Það er komið að okkur núna fólkinu í landinu. Við eigum rétt á því að fá að upplifa réttlæti og heiðarleika.
Já það eru skrýtnir þessir dagar. Eitt er alveg á hreinu hjá mér, ég vil "standa saman", með islensku alþýðufólki. En ég harðneita "að standa" saman með þeim sem eiga hér sök á þeim vanda sem við erum í. Ég hreinlega segi að allt uppbyggingarstarf er í hættu, ef þeir sem nú halda um stjórnvölin, og þá á ég einkanlega við Sjálfstæðisflokkinn, fara ekki frá, þá er ekki hægt að tala um uppbyggingu. Þetta fólk er algjörlega rúið trausti fólksins í landinu.
Eitt er að naga sig í handarbökin yfir að tapa fé, eða horfa upp á sitt fólk tapa stórt. Annað er að vera reiður þeim sem þannig spiluðu. Sér í lagi, ef þeir hafa notað tímann í sumar og haust til að flytja gullið sitt úr landi, og koma fé sínu fyrir þar sem ekki næst í það.
En málið er að þessir menn spiluðu eftir því kerfi sem upp var gefið. Þó þeir séu siðlausir, þá er það vitamál að enginn er annars bróðir í leik.
Og mín reiði beinist fyrst og fremst að þeim mönnum sem settu ramman utan um þessa vitleysu, og þegar þeim var bent á að þetta gengi ekki, þá stungu þeir því undir stól, og það voru líka margir sem hafa varað við þessu, og ekki var hlustað á það heldur.
Hvernig dettur þessum mönnum eiginlega í hug, að hægt sé að treysta þeim til að halda áfram, eins og ekkert hafi í skorist. Halda þeir að við séum svona vitlaus, eða halda þeir ef til vill, að við séum svo sinnulaus, að enn einu sinni fái þeir frítt spil ?
Ójá ég held að það sé raunin. Þeir eru orðnir svo góðu vanir frá okkur sauðþráum kjósendum, að þeir halda að þeir komist upp með hvað sem er. En mér heyrist á fólki að það sé búið að fá nóg. Loksins er fólk komið með upp í háls á vitleysunni, og vill ekki meir Geir.
Ég heyri á mörgum, að þeir vilja snúa baki við sökudólgunum. Það er bara spurning um hvert þeir snúa sér. Þar þurfa hinir flokkarnir að skerpa línurnar og bjóða fram það sem þeim liggur á hjarta, svo fólk geti gert upp við sig hvar það vill bera niður. Það er verkefni sem aðrir flokkar þurfa að taka alvarlega. Það þýðir ekki að stofna enn einn stjórnmálaflokkinn, það hlýtur að vera hægt að finna eitthvað í hinum flokkunum, sem menn geta sætt sig við. Eða ganga inn í flokkana og breyta áherslum, það er sjónarmið út af fyrir sig.
Nei það er alveg á hreinu að fólk hefur ekki orku í að byggja upp, með þetta lið hangandi á sínum stað áfram. Það virðist eins og fólk þekki ekki sinn vitjunartíma. Í seðlabankanum sitja menn gjörsamlega rúnir trausti langt út fyrir landsteinana. Eigum við að sætta okkur við að þeir sitji sem fastast ?
Og í ríkisstjórninni er fólk sem ekki hefur dug í sér til að láta þá fara, eigum við að sætta okkur við það ?
Samfylkingin hefur þó reynt að þvo hendur sínar af þessu, en hún hefur því miður sofið á verðinum líka. Hún á samt ekki þessa flekkuðu sögu eins og samstarfsflokkurinn, svo hún ætti að geta klofið meirihlutan og neytt Geir út í kosningar. Í rauninni væri það eina rétta. Það þýðir ekki að segja að málið sé of viðkvæmt til að fara að standa í kosningum núna. Þá á að setja upp þjóðstjórn, meðan verið er að reisa landið úr því helsi sem það er í í dag. Ráða fólk sem hefur reynslu og vit til að vinna fumlaust og örugglega að uppbyggingunni. Það eyðir líka óttanum um að menn ætli að hygla sér og sínum, eins og flestir óttast núna, og nóta bene að fenginni reynslu undanfarna tvo áratugi.
Byrjum upp á nýtt, með nýtt fólk í brúnni, nýja áhöfn og nýuppgert fley. Það sem nú er verið að reyna að gera að tjasla saman brotunum, fela sumt, stikla yfir annað, færa til og líma saman, gengur bara ekki því miður. Við einfaldlega viljum það ekki. Við viljum öryggi og traust, festu og áræði. Nýtt blóð og réttlæti. Það fæst ekki ef þetta á að danka svona eins og það hefur gengið, og alltaf nýtt og nýtt að koma í ljós, undan teppinu, sem hefur verið sópað þangað af því að það var of viðkæmt. Svei ykkur bara.
En nú hef ég rausað nóg. Hér eru telpur sem gleðja augu og sál.
Það er enginn latur í Latabæ.
Og við þurfum að læra að lesa og skrifa.
Og þó sumir vilji menga umhverfi okkar, og nota tækifærið núna til að heimta allskonar virkjanir og skemmdarstarfssemi á landinu okkar fagra, skulum við ekki láta glepjast af þeim, sem þannig hugsa, því það er einmitt það sem við erum að upplifa núna afleiðingar botnlausrar græðgi.
Við skulum muna að hreinleiki lands er að verða sérstök auðlind, sem sífellt verður eftirsóttari og dýrmætari, eftir því sem slíkum perlum fækkar í heimi græðgi og auðvalds.
Við eigum ekki þessa jörð, heldur höfum við verið svo lánsöm að fá að lifa á henni, og vera með í heimskeðjunni. Við getum ekki skilað henni eins og við tókum við henni, en við getum reynt að lámarka skaðann.
Burtu með spillinguna, burtu með feluleikinn, burtu með hrokan og eiginhagsmunastefnuna. Stöndum saman um að hrekja þetta af höndum okkar, stöndum saman um að krefjast þess að fá hreint borð til að byrja nýjan dag, nýtt líf. Við skulum standa saman um að krefjast þess að fá frið til að byggja upp aftur samfélagið Ísland. Elskulegt fullt af væntumþykju og heiðarleika. Við fólkið í landinu eigum kröfu á að fá að vera til, vitið hvað ? Það er komið að okkur núna. Elskurnar ég segi góða nótt. Stöndum saman, knúsumst og krefjumst réttlætis og heiðarleika
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.10.2008 kl. 23:20
Ég er sammála þessum pistli. Það væri með ólíkindum ef nokkur í þessari ríkisstjórn gætir þvegið hendur sínar af þessu. Í april vissu fjármála- og viðskiptaráherrar af þessu. Eftir 11 júni s.l. voru upplýsingarnar svart á hvítu, komnar á borð forsætis, fjármála- og viðskiptaráðherra. Ef gripið hefði verið til ráðstafana þá hefði verið hægt að forða stórfelldu tjóni. (mörg þúsund milljarða). Þá var Ingibjöörg í Palestínu ef ég man rétt.
Sigurður Þórðarson, 15.10.2008 kl. 23:30
Já Sigurður minn, við verðum bara að losna við þetta fólk frá stjórnvölnum. Fyrr er ekki hægt að takast á við ástandið. Þannig er það bara. Og reiðin á eftir að magnast, þegar fólk kemst úr lostinu.
Knús á þig Anna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 23:36
Ég vil skipta út flest öllu þingslektinu....örfáar hræður þarna sem ég ber pínu traust til....og þessar örfáu hræður eru tvist og bast um flokkana
. Fullt af fólki út í samfélaginu sem ég treysti betur og þú ert náttúrulega ein af þeim
Knús vestur í Kúluhús
Sigrún Jónsdóttir, 16.10.2008 kl. 00:16
Heyr, heyr.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 00:28
Yndislegt
Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert 
Kv frá mér, til ykkar........



Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.10.2008 kl. 04:40
Svo mikið satt hjá þér mín kæra.
En mikið lyfta myndirnar hjá þér alltaf upp sálartetrinu.
knús á þig og þína
Helga skjol, 16.10.2008 kl. 08:13
Takk Helga mín, mín er ánægjan
Já Búkolla, við skulum brýna busana og vera óhrædd við að láta i okkur heyra.
Knús á þig Linda mín Það er satt það kostar ekkert.
GIve me five Jenný mín.
Takk Sígrún mín. Já við þurfum nauðsynlega að láta í okkur heyra, og gefast ekki upp.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2008 kl. 09:35
Sæl Ásthildur mín.
Magnað hjá þér. Drífu þig í að senda grein í blöð og undirstrikaðu að við viljum sjá breytingar til góðs.
"Burtu með spillinguna, burtu með feluleikinn, burtu með hrokann og eiginhagsmunastefnuna." Við eigum öll að vera jöfn, það var boðskapur Jesú Krists en því hefur nú ekki verið að heilsa hér í þessu Bananalýðveldi.
Áfram Ásthildur. Á-Á flott skammstöfun.
Vertu Guði falin og sýndu þessu liði í tvo heimana.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.10.2008 kl. 11:22
Kristín Katla Árnadóttir, 16.10.2008 kl. 11:54
Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.10.2008 kl. 12:28
Svo sannur pistill.
Knús vestur í kúluna
Kidda (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:29
heimurinn þarf fullt af fólki eins þig
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.10.2008 kl. 16:15
Hvernig þér tekzt að skrifa hörkugrimmann góðann pólitízkann piztill, saman samt með fjölzkylduna í fyrirrúmi & blanda fallegu fjöllunum þarna inní, & heldur samhverfu, er einstök lizt.
Lángflottuzt...
Steingrímur Helgason, 16.10.2008 kl. 20:02
Sammála hverju einasta orði.
Og mín reiði beinist LÍKA fyrst og fremst að þeim mönnum sem settu ramman utan um þessa vitleysu.
kJARNAKNÚS Á ÞIG.
gaman að sjá bleiku stelpurnar þínar.
Solla Guðjóns, 16.10.2008 kl. 21:39
Ég var búin að bretta upp ermar eftir lestur þessa pistils.....
En ég er því miður eins og þessi sinnulausi íslandslýður sem segir heyr, heyr þegar hann heyrir einhvern andmæla en framkvæmir ekkert sjálfur því hann kemur því ekki fyrir að frá listanum yfir allt sem á eftir að framkvæma og það helst í gær....
Mig langar samt agalega til að snúa baki saman við einhvern með viti.
Elín Helgadóttir, 16.10.2008 kl. 23:10
Já snúðu bara baki saman við mig Ella mín
Já Solla mín, við verðum að hafa þetta rétt, og beina reiði okkar að réttum aðilum, til að eitthvað gerist. Knús á þig elskuleg mín
You flatter me mister Steingrímur
En vænt þykir mér um hólið 
Takk Hulda mín
Knús til baka Kidda mín
Knús Guðborg mín
Faðmlag til þín líka Katla mín
Baráttukveðjur til þín líka Rósa mín og knús
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.