Fallegur dagur, sund og Ýmislegt.

Það var yndislegt veður í dag, það þýðir líka að maður þarf að vinna meira, og reyna að koma einhverju af haustverkunum í verk.... eða þannig.

En það var virkilega fallegt veður í dag.

IMG_2762

Hvíta röndin á fjallatoppum er komin til að vera í vetur held ég.

IMG_2764

Það er friðsælt í Skutulsfirðinum oftast nær.

IMG_2765

Og svo upp í hlíðina fyrir ofan húsið mitt.

IMG_2761

Og Ísafjörðurin blasir við, þegar komið er út úr göngunum.

IMG_2766

En við erum að fara í sund á Suðureyri, eftir leikskólann, Hanna Sól tók þessa mynd af afa og Ásthildi.

IMG_2767

Hér er svo hún sjálf.

IMG_2768

Hér eru þau svo komin ofan í stóru laugina.  Hanna Sól er eins og fiskur í vatninu.

IMG_2769

Við tvær héldum okkur að mestu í barnalauginni, því Ásthildur harðneitar að hafa kúta.

IMG_2772

Afi vildu kasta mér !!!

IMG_2773

Vííí! gaman!!!

IMG_2776

Best að kanna málið.

IMG_2780

Já þetta er svolítið of stór laug fyrir mig.

IMG_2786

Betra að vera bara hjá ömmu í barnalauginni.

IMG_2791

Og þó, hitt er meira spennandi.

IMG_2803

Í boltaleik við afa.

IMG_2811

Ég vil fá ÍS!!!

IMG_2816

Já, það var auðvitað látið eftir.

IMG_2821

Við höfðum smá brauð með fyrir brabra.

IMG_2826

Sumum fannst þær þó full aðgangsharðar, enda eru þær rosalega stórar miðað við litla stúlku sem er bara eins og hálfs. Heart

IMG_2829

Hinn magnaði Súgandafjörður á leiðinni heim.

IMG_2830

En þær fengu svo risastóran pakka frá pabba sínum. Og í honum var búningur Sollu stirðu fyrir Hönnu Sól.

IMG_2840

Og svo var talað í símann við pabba.

IMG_2843

Hér er hún komin sjálf Solla stirða.  Ekkert smáflott.

IMG_2846

En Solla stirða fær orku úr Veetabix með rúsínum, en ekki sykri.

Já það var mikið um að vera í dag.  Og ég segi bara góða nótt, og megi allir góðir vættir vaka með ykkur öllum og vernda. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á ykkur flotta fólk

Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 23:10

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Yndislegt knús elsku Ásthildur mín, það gleður mig þessar fallegu myndir þegar er svona slæmt hjá okkur.Og þú ert svo jákvæð.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Brynja skordal

Sú er flott sem solla og yndislegar myndir af sundinu svo þarf nú valla að minnast á fegurðina af fjöllunum og umhverfi takk fyrir styttist í vesturkomu er farinn að telja niður enda spennt að fá að knúsa dótluna mína og hitta allt fólkið og skoða fólkið í kúlunni knús inn í nóttina Elskuleg

Brynja skordal, 14.10.2008 kl. 23:30

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Flott Solla stirða  Skemmtilegar sundmyndirnar. Meiri grallarinn hún Ásthildur litla  Og yndislega fallegir haustlitirnir fyrir ofan Kúluna. Knús í nóttina.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.10.2008 kl. 00:28

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Kærleikskveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.10.2008 kl. 07:38

6 identicon

Þetta er besta leiðin gegnum erfiðleika, horfa á allt það bjarta og fallega í kringum sig og hugsa ekki of mikið um það sem við ráðum ekki við. Esjna lítur núna út eins og bolla með flórsykri á toppnum eins og fjöllin okkar heima. Það er svo yndislegt að hafa börnin nærri sér með alla sína gleði og birtu, þau koma með litinn í lífið.

Dísa (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 08:41

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega er haustið fallegt við kúluna.  Jésús minn.  Náttúran er amk. eins eftir hörmungarnar og við skulum sjá til þess að hún verði það áfram.

Þið eruð frábær í afa og ömmu hlutverkinu.

Nærri því eins flott og við hér á kærleiks.

Múha og knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2008 kl. 09:44

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Fallegar myndir og greinilega nóg að gera.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.10.2008 kl. 15:49

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Rósa mín.

Já Jenný mín, ég tek slaginn með þér í því að vernda náttúruna.  Takk, hehehehehe...

Sömuleiðis Jóna Ingibjörg mín

Dísa mín, alveg það sama og ég hugsa.  Það gerist hvort sem er ekkert hvað sem við gerum.  Svo það er best að gera sem mest úr því sem maður hefur, en ekki hugsa um það sem gæti orðið. 

Sömuleiðis Linda mín

Knús á þig líka Sigrún mín.  Já hún er grallari litla pæjan mín.  Og jörin snýst ennþá á sama hraða og hún hefur alltaf gert.

Hlakka til að hitta þig Brynja mín.

Knús á þig elsku Katla mín.

Knús á þig líka Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 17:09

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er hreinasta upplifun að skoða hjá þér myndirnar. Takk fyrir mig.

Helga Magnúsdóttir, 15.10.2008 kl. 19:20

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Yndislegar myndir

Sunna Dóra Möller, 15.10.2008 kl. 20:19

12 Smámynd: Tiger

 Mín elskulegasta Ásthildur! Ég verð að viðurkenna að ég skammast mín fyrir það hve lítið ég hef verið að kommenta - en það er svo víða sem ég hef ekki kommentað lengi en les samt yfir. Þú ert skyldulesning - og nú þegar flest er komið í fastar skorður hjá mér aftur - mun ég aftur verða sjáanlegri hérna hjá þér skottið mitt!

Það er ætíð endalaus orkusprauta að kíkja yfir myndirnar þínar og glugga í skrifin þín! Þegar ég var úti var það mikil nautn og ánægja að renna af og til yfir þig og bloggið þitt - bæði nýtt og gamalt - bara til að sjá myndirnar að heiman. Verst hvað þær eru yndislegar - því þær hleypa fram í manni heimþrá mikla ..

Skotturnar þínar eru alltaf jafn yndislegar og svo gaman að fylgjast með þeim hérna hjá þér, ómissandi reyndar.

Heilmikið knús og kreist til ykkar allra ljúfa Vestfjarðardrottning!

Tiger, 15.10.2008 kl. 20:55

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta TíCí minn.  Já það er langt síðan við höfum sést hehehe.. eða þannig.  Takk fyrir hlý orð.  Þú er nú frábær sjálfur

Knús á þig Sunna Dóra mín.

Takk og mín er ánægjan Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2022938

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband