Litir ljóss og skugga - og smá mömmublogg.

Hér gengur allt sinn vanagang, með ýmsum tilþrifum þó.  LoL Kapphlaup við tímann við að ganga frá plöntum og sinna vinnunni.  Ennþá er eftir að setja niður túlípanana.  Vonandi dregst frostið, svo hægt verði að setja laukana niður án þess að nota járnkarl.  Nú spáir slyddu, ekki svo hættulegt reyndar, en verra ef það kemur mikið frost ofan í þessa bleytu.

IMG_2318

IMG_2319

Skotturnar mínar klárar í ferðina í leikskólann, þá setjum við Drekasöguna á, og svo brunum við til Súganda með ævintýrið í hlustunum, og söngvarnir óma svo í höfðinu á mér allan daginn.  

IMG_2321

Þá er að fara inn í leikskólann og hitta kakkana, jamm hún kann að segja kakkar.

IMG_2322

Gá á spjaldið, hvor myndin sé ekki örugglega þarna. 

 

En ég tók nokkrar myndir af ljósi og skugga, það er ótrúlega fallegt að ferðast í svona ljósbroti.  Eins og ævintýraheimur, mér finnst ég vera komin inn í Drekasöguna, og finn fyrir vættum og verum, þessa heims og annarra.

 

IMG_2323

Ótrúlega flott.

IMG_2325

Og svona brosir Suðureyri við manni, í ljósi og skugga.

IMG_2326

Þetta er alveg magnað.

IMG_2327

Eiginlega kyngimagnað.

IMG_2328

En krumma finnst gaman að láta sig svífa þöndum vængjum.

IMG_2329

Ætli honum finnist þetta ekki spennandi lika.

IMG_2330

Já ótrúleg þessi birta.

IMG_2331

Ekki satt ?

IMG_2334

Og smá regnbogi fullkomnar fegurðina.

IMG_2335

Ég elska þetta bara.

IMG_2336

Og svo brosir Skutulsfjörðurinn bara.

IMG_2337

Svo er maður komin heim aftur, og afi á leiðinni Víííí !!

IMG_2344

Og Sigurjón og pabbi hans í heimsókn.

IMG_2346

Eitthvað íbygginn á svipinn stubburinn minn.

IMG_2347

Hér er búið að finna stóra baðkúlu, og það þarf auðvitað að gera eitthvað við hana, svo það var bara farið í bað.... hvað annað LoL

IMG_2349

en svo kom afi með gjafir að sunnan, allskonar forvitnilegt pæjudót frá ættingjum og vinum.  Það var rosalega spennandi.

IMG_2350

Bros og tilhlökkun.

IMG_2351

Vei en spennandi !!!

IMG_2352

Já það þarf ekki mikið til að gleðja litlar stubbur Heart

IMG_2353

Einmitt það sem mig langaði í, sagði hún Heart

eigið góðan dag elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dýrðleg birta ;) fallegar stelpur

Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 13:16

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg kyrrð og fegurð í myndunum þínum og þau dafna vel ömmubörnin.  Kær kveðja og takk fyrir góðar kveðjur.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 26.9.2008 kl. 13:48

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Knús á ykkur inn í helgina

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.9.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábæra myndir og birtan svo falleg.

ég man svo eftir birtunni í september og október á íslandi.

fallegar heimilismyndirnar þínar af daglega lífinu sem er svo fallegt !

Kærleikshelgi til þín sendi ég

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 14:55

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Jólin eru bara snemma á ferðinni hjá ykkur.

Helga Magnúsdóttir, 26.9.2008 kl. 15:01

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Myndirnar eru hreint ævintýralegar og birtan er svo skemmtileg.  Stelpurnar hafa það sko gott hjá ömmu og afa.  Vonandi hefur allt gengið vel hjá Ella.  Góða helgi öllsömul.

Jóhann Elíasson, 26.9.2008 kl. 15:31

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir og  og birtan mjög falleg. Góða helgi Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.9.2008 kl. 16:59

10 Smámynd: Linda litla

Yndislegar myndir eins og alltaf hjá þér Ásthildur.

Vonandi gekk vel í augnaðgerðinni. Það hefur verið gaman að fá afa aftur heim í kúlu.

Bestu kveðjur og góða helgi í kúluna innilegu.

Linda litla, 26.9.2008 kl. 19:45

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kúla full af kærleik er

amma börnin á höndum ber

og afi sér

betur

Mér finnst nú í alvöru að þú eigir bráðum að halda ljósmyndasýningu með þessum myndum þínum úr himnagalleríinu frú Ásthildur.  Foreldrar þínir vissu nú hvað þeir voru þegar þeir gáfu þér nafnið þitt. Ásthildur!!!

Kærleikskveðja úr borginni til ykkar allra

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 19:49

12 identicon

Sæl Ásthildur.

Þú nærð alltaf í magnaðar myndir yfir Engidalnum.

Frábært.

Kær Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 06:10

13 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Frábærar myndir eins og alltaf
Góða helgi

Eyrún Gísladóttir, 27.9.2008 kl. 09:24

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Eyrún mín.

Takk Þói minn.

Takk Katrín mín, og knús til þín líka.  Já, ef til vill ætti maður að huga að svoleiðis sýningu.  Veit bara ekkert hvernig maður ber sig að með það.   Spái í það í skammdeginu.

Linda mín, þetta gekk allt vel hjá Ella.  Það voru hvorki meira né minna en þrír amerískir læknar, sem voru að kenna nýjustu aðferð við uppskurð á auga, með nýja tækni.  Svo þetta gekk allt saman mjög vel.  En svo er að gæta sín í eftirleiknum, og ofreyna sig ekki. 

Góða helgi til þín líka Katla mín.

Góða helgi til þín líka Jóhann minn, já það gekk allt vel með Ella minn. 

Hahaha Helga mín, það má segja það  fullt af pökkum.

Kærleikskveðja og knús til þín líka Steinunni mín.

Knús til þín á móti Hulda mín.

Knús Ditta mín, og það er ekki spurning ég hef samband ef ég kem í Keflavíkina.

Knús á þig Sunna Dóra mín.

Knús Ásdís mín.

Knús Jenný mín.

Knús á þig líka Búkolla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband