21.9.2008 | 11:42
Dagurinn í gær.
Það var mikið að gera hjá mér í gær. Náttúrulega litlu skottin mín, sem tóku sinn tíma, svo átti einn vinnufélagi minn fimmtugsafmæli, og ég mætti í það auðvitað, í kósí fjárhúsi inn í Arnardal, þar sem búið er að gera upp sveitabæ af miklum dugnaði, og verður einskonar ferðamannaparadís, enda þau sem að honum standa kraftmikið ungt fólk. En Guðjón Jón Jónsson til hamingju með fimmtugsafmælið, og takk fyrir mig. Ég þurfti að fara allt of snemma, því þetta stemmdi í virkilega skemmtilegt kvöld, og karlinn var með kjötsúpu í matinn. Það er ekkert betra en heit ilmandi kjötsúpa.
Svo var tónlistardagurinn, ég komst ekkert á hann, en Elli minn var að spila, og svo var Úlfur að spila líka.
Afi tók þessar myndir.
Flottir. Einhvernveginn held ég að þeir séu að djassa, saxofónleikarinn hefur einmitt sýnt mikla framför í jassi undanfarin ár.
Kennarinn stubbsins hann Önundur, er alveg frábær, og nær svo vel til stráksins. Enda hefur hann þetta allt í sér, þ.e. músikína sá stutti.
Svo er líka ósköp notalegt að eiga bara saman morgunstund með afa.
En svo átti Alejandra mín líka afmæli, og við vorum boðin í mat til þeirra. Isobel er frábær kokkur. Afi gamli var líka boðinn, og hann skemmti sér mjög vel.
Í góðum félgasskap.
Sú stutta búin að finna eitthvað fallegt
Riddarinn hugumprúði að sýna meyjunni sápukúlur.
Og svo blása þau eru algjörar rúsínur, Ísaac og Ásthildur.
En svo kemur stóra systir og vill taka af manni dótið.
Og hleypur í burtu með það hehehe, sjáið svipinn á litla skæruliðanum.
Það er ekki til betra fólk. Og nú þurfa þau á okkar aðstoð að halda, til að koma dóttur sinni og fjölskyldu hingað. Þau eru nú hundelt af mafíunni, og óttast um líf sitt. Og yfirvöld í El Salvador gera ekkert til að styggja illþýðið.
Krúsísmúsí!
Nammi namm.
Afi gamli skemmti sér rosalega vel í gær, þau spurðu hann mikið um efnahagsmálin, gengið og framtíðina, og það er enginn betri að uppfræða fólk en hann um allt slíkt. Hann veit nákvæmlega hvað gengið er hátt á hverjum tíma, evran dollarin og jenið, bara fletta upp í honum, og svo hvað er skynsamlegt að gera. Þetta eru hans ær og kýr. Og Rolando gat þýtt þetta allt saman á milli.
Ætli það sé ekki leitun að slíkum manni komin yfir nírætt ? Þórður Júl er bara sá flottasti.
Hanna Sól búin að hreiðra um sig í hjónarúminu og horfir á Shreck á spænsku
Hér er Isobel litla komin líka.
Og svo fóru þær að dansa og dilla sér
Meðan sumir bara skriðu um, þau voru reyndar öll í kisuleik.
ég grauta þessu fram og aftur, en afi kom seint í matinn því hann hafði verið að spila, og þessi mynd er alveg kostuleg, enn í kisuleiknum og sníkir mat
Þegar við vorum á leiðinni heim, þá var einmitt í gangi flugeldasýningin, slúttið á Tónlistardeginum mikla.
Þessar dularfullu kúlur eru regndropar, believe me or not.
En svo að lokum fyrir hana Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur, ég lofaði henni myndum af Sóltúni. En þar átti hún heima fyrir nokkrum árum.
En Guðmundur Mosdal smíðakennarinn gamli átti hér heima, ég held að hann hafi byggt þetta hús, síðan hafa margir átt hér heima, ég sagði nú í gamni einhverntíman að öll pör sem hafa búið þarna hafa skilið að skiptum, hvort sem það er tilviljun, eða álög, ég held að Guðmundur hafi aldrei verið við kvenmann kenndur. En svona er lífið. Nú er þetta hús í eigu ísfirðingafélagsins.
Flott hús á flottum stað, og mér sýnist að þar sé fólk alla daga allan ársins hring, svo það er vinsælt af brottfluttum ísfirðingum og öðru góðu fólki.
En hér með líkur þessari myndasyrpu, eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 2022876
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 12:43
þú líka elskuleg.
yndislegar myndir að vanda.
Kærleikskveðja
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 13:05
Ég held að fullorðna fólkið sé oft vanmetið. Við mættum hlusta betur á það sem það hefur að segja og taka mark á því. Þetta er fólkið með reynsluna
Hvernig er með þessa fjölskyldu, er verið að vinna í því að fá dótturina heim? Krúttmolarnir þínir eru bara æði eins og alltaf
Knús á ykkur. 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.9.2008 kl. 13:08
Alltaf gaman að kíkja við á síðuna hjá þér Ásthildur. Bestu kveðjur til ykkar allra og hafið það sem best í vestfirska fjallaloftinu.
Knus og kram
Anna Bja (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 13:40
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2008 kl. 14:17
Takk Anna mín, og sömuleiðis
Það er alveg rétt Sigrún mín, við mættum hlusta betur á bæði börnin og eldra fólkið. Í dag er bara sannleikur sem miðaldra hvítir karlar segja, og þeirra speki er MAMMON og ekkert annað.
Þetta með dótturina er, að Alejandra litla og umsóknum þeirra hefur ekki enn verið svarað. Mér skilst að enn og aftur sé verið að hengja sig í einhverja pappíra frá El Salvador sem er vitað að koma ekki. Landið logar í illdeilum og glæpum. Dóttirin sem nú er í þessari hættu, er eldri og með fjölskyldu í San Salvador, og þau hafa orðið illilega fyrir barðinu á mafíunni, og verða aflaust að borga mikla peninga til að halda lífi, sama sagan og með þau Pablo og Isabel.
Knús á þig líka.
Kærleikskveðja til þín líka Steinunn mín.
Knús Hrönn mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2008 kl. 14:18
Knús Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2008 kl. 14:57
Knús á þig elskulegust
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:20
Flottar myndir að vanda hjá þér Ásthildur mín. Alltaf gaman að kíkja á síðuna þína.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:29
Fallegar myndir Ásthildur mín
mikið er þetta fallegt hús það er svo svo hlýtt.
Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2008 kl. 16:43
Sæl Ásthildur mín.
Mér er alltaf minnisstætt húsið hans Guðmundar Mosdal sá litli en STÓRI mað var um margt sérstakur Karekter. Frábærar myndir. Takk fyrir .
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 17:36
Glæzifærzla & myndir, sem von var á, takk.
Steingrímur Helgason, 21.9.2008 kl. 19:59
Ohhh! Ahhh! ..og öll heimsins unaðshljóð! Takk, elsku Ásthildur mín! Þú ert best!



Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.9.2008 kl. 21:27
Flottar myndir hjá þér eins og venjulega. Svakalega er þetta Sóltún fallegt hús.
Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 10:33
Já Helga mín, ég er alveg viss um að það hefur verið nostrað við byggingu þessa húss.
Knús á þig líka Ditta mín.
Takk og knús á þig líka Helga Guðrún mín.
Gaman að geta glatt þig.
Knús Steingrímur minn.
Já Þói minn, svona sérstakir karakterar finnast varla lengur, því allir eru lamdir inn í sama kassann, og ef einhver sker sig úr, er strax kallað á sálfræðing eða sérfræðing.
Já Katla mín, þetta er svona dúkkuhús.
Takk Ólöf mín, knús á þig.
Knús til baka Linda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2008 kl. 11:18
Alltaf sama fjörið í kringum þig Ásthildur mín, knús á ykkur öll
Sigrún Jónsdóttir, 22.9.2008 kl. 13:23
Knús á þig líka Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2008 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.