Tónlistardagurinn mikli á Ísafirði, og smá krúttfærsla.

Lognið er eitthvað mikið að flýta sér í dag, og veðrið er frekar rysjótt, synd eiginlega, því það er mikið um að vera hjá okkur í dag.  Ekkert minna en stóri tónlistardagurinn.  Dagskrá út um allan bæ, svona einskona fiskisúpuveisla Dalvíkur, nema hér verður boðið upp á tónlist, heil dagskrá, og fjöldi heimila sem stendur opinn gestum og gangandi.  Því miður kemst ég ekki í neitt slíkt, þar sem ég er upptekin, tvö afmæli sem þarf að fara í í dag.  En ég vona að veðrið lagist, svo dagurinn verði góður, og margir notfæri sér þessa prýðis skemmtun.

Tonlistardagur08

Thema dagsins er svo Abbalagið thank you for the musik, með texta eftir hina frábæru Dr.  Ólínu Þorvarðardóttur.  Ég er eiginlega afar stolt af bænum mínum og þessu frábæra tónlistarfólki, og öllum sem lagt hafa vinnu í uppákomuna. 

Á vængjum söngsins;

Og syngið nú öll með, á þessum yndæla laugardagsmorgni til heiðurs Ísafirði.

Ég virðist látlaus, ég verð sjaldan æst eða reið.

Ef ég segi sögu, syfjar þig trúlega'um leið.

En leynivopn á ég, eitt dásemdarþing

því kliðurinn þagnar þegar ég syng.

Það er hamingjugjöf,

og mig langar til að hrópa'yfir höf;

 

Á vængjum söngsins

hef ég svifið í sorg og gleði.

Sungið dátt með glöðu geði.

Án þess væri lífið

svo laust við lit og róm,

innihaldstóm

væri þá ævi tilveran öll.

Á vængjum söngsins hef ég svifið

um lífsins tonahöll.

 

Dálítil snót var ég dansandi'af lífi og sál.

Ég dreymandi söng - því söngur var mitt eina mál.

Já oft hef ég hugsað hvers virði það er

að heyra og finna í brjóstinu á sér

þessa hljómkviðu slá.

Hjarta strengina samhljómi ná.

 

Á vængjum söngsins

hef ég svifið í sorg og gleði.

Sungið dátt með glöðu geði.

Án þess væri lífið

svo laust við lit og róm.

Innihaldstóm

væri þá ævi tilveran öll.

Á vængjum söngsins hef ég svifið

um lífsins tónahöll.

 

Þakklæti finn ég

þegar ég syng af hjartan lyst.

Rödd mína þen ég hátt, svo allir heyri;

Þenna tón, þennan róm, þennan hljóm:

 

 Söngs á vængjum svíf ég í sorg og gleði.

Syng eg dátt með glöðu geði.

Án þess væri lífið

svo laust við lit og róm.

Innihaldstóm

væri þá ævi tilveran öll.

Á vængjum söngsins hef ég svifið

um lífsins tónahöll.

Hreinlega frábær texti.

IMG_2148

Já þó vindar blási, sólin gægist, og regnið falli, þá fara ísfirðingar inn í þennan laugardag með músik í hjarta, láta ekki veðrið stoppa sig, heldur ganga milli húsa í bænum og hlýða á söng og hljóðfæraslátt.  Húrra !!!

 

IMG_2132

Þetta geta alveg eins verið vængir söngvanna.  en þessa mynd tók ég í fyrradag.  Himnagalleríið.

IMG_2135

Þann dag borðuðum við lika lyfrapylsu og slátur hehehe... þessi svipur á Sigurjóni Dag er kostulegur, en hann borðaði nefnilega slátur en ekki lyfrarpylsu. LoL

IMG_2137

Úlfur og pabbi hans gerðu slátrinu líka góð skil. 

IMG_2136

Þetta er nýji ljósmyndasvipurinn á Ásthildi.... nýtt lúkk hehehehe.

IMG_2142

Og ekki er þessi fyrirsætusvipur síðri LoLHeart

IMG_2139

Og prinsessan mín, er hér komin í einn kjólinn, ef þið haldið að ég ýti undir þetta, þá er það misskilningur ég leyfi henni bara að vera til á sínum forsendum. Heart

IMG_2140

Systurnar að togast á um nýju sokkabuxurnar hennar Hönnu Sólar, en hún er vaxin upp úr öllum sínum sokkabuxum, og þá fær litla systir að klára þær alveg LoL

IMG_2141

Svo er gaman að púsla saman, og Aron Máni lítur til með þeim. 

IMG_2144

Já það er margt sem hægt er að gera, það var nefnilega lokað á leikskólanum í gær, svo við fengum heilan aukadag saman.

IMG_2146

Svona pósar Hanna Sól, og nú er hún búin að greiða hárið líka.

IMG_2147

Sæt og fín.

IMG_2143

ein í lokin knúsírófan mín Evíta Cesil. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk og gaman að sjá þig aftur Jóna Ingibjörg mín.  Þú hefur aldeilis verið upptekin uppfyrir haus í risaráðsstefnustjórnun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Textin hennar Ólínu er brilljant.  Algjörlega beint í mark.

Hún Jenný er svona eins og Sólin.  Í morgun þegar mamma hennar náði í hana til að fara með hana í klippingu og svo í afmæli var hér heilmikil valdabarátta því Jenný Una var ákveðin í að fara í "Jarðaberjapilsinu" en ekki í "Hjartakjólinn".  Mamma hennar segir að þetta sé svona á hverjum morgni.

Yfirleitt fær hún að ráða nema þegar valið er alveg út úr kú.

Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þau eru yndisleg gullmolarnir þínir Ásthildur mín og ég er ekki hissa, því þau fá að njóta sín hjá yfirgullmolanum

Sigrún Jónsdóttir, 20.9.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jenný það væri gaman ef þessir tveir gullmolar hittust einhverntíman, ég held að þær myndu una sér vel saman.

Takk Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 14:00

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góða ljúfa helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 16:19

6 Smámynd: Karl Tómasson

Til lukku með daginn Ásthildur mín og Ísfirðingar.

Ég á mjög margar og góðar minningar þaðan frá því að Gildran var upp á sitt besta. Alltaf trobbi á Ísó.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 20.9.2008 kl. 20:35

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Ásthildur mín.

Textinn eftir Ólínu er virkilega flottur.

Gaman af myndunum þínum. Flott himnagalleríið. Ég verð svo þakklát þegar ég sé Úlf og pabba hans. Mikið er ég fegin að ákveðin kafli í lífi sonar þíns er búinn. Stelpurnar standa alltaf fyrir sínu og er Hanna Sól algjör pæja.

Ég bý í lítilli íbúð núna í 5 vikur. Þar búa tvær stelpur sem eru systur. Það er svo gaman af þeim. Einn morguninn heyrði ég í þeim úr forstofunni. Sú eldri sagði örugglega tíu sinnum við þá yngi. "Þetta er bannað." Sú yngri var eitthvað að koma við ofninn í forstofunni. Ég hló og hló og ekki var það leiðinlegra næsta morgunn.  Þá var sú eldri ein í forstofunni og þá heyrði ég: " Oh my God, ég bíð bara í forstofunni." ég bíð bara í forstofunni var skilaboð til mömmu hennar en að setja þetta í sömu setningu. Alveg milljón.  Ég varð að fara fram og tala við hana. Ég spurði hana hvort hún vissi hvað þetta þýddi. Hún bara horfði á mig. Ég sagði henni hvað þetta þýddi. Mamma hennar sagði mér að þær lærðu ýmislegt á leikskólanum og hefur sjálfsagt einhver fóstran stundið upp: "Oh my God." Þær eru yndislegar eins og öll börn.

Oh my Gold.

Guð veri með þér í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur duglega kona.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.9.2008 kl. 20:51

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þær eru nú meiri krúttfyrirsæturnar þessar litlu dúllur þínar

Huld S. Ringsted, 20.9.2008 kl. 22:26

9 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Já, stóri Tónlistardagurinn þar sem ég ætlaði að vera og taka þátt í með ykkur.

En lasleiki minn stóð þar í vegi. En einn góðan veðurdag birtist ég og þá renni ég mér í kaffi til þín.

Takk fyrir myndirnar og allt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 22:44

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Oh my god hvað himnagallerísmyndin er mögnuð!!!!!!!!  Vá hvað það er alltaf allt fallegt í kringum þig kona...en það stafar líklega af því hvað þú sendir og dregur til þín með hjartaorkunni þinni

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 23:15

11 Smámynd: Magný Kristín Jónsdóttir

Takk elsku vinkona fyrir allar Ísafjarðarmyndirnar þínar, þau eru öll yndisleg börnin þín (og barnabörn)

ástarkveðjur Magný

Magný Kristín Jónsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:26

12 Smámynd: Karl Tómasson

Ég vil taka undir orð Katrínar Snæhólm og hef reyndar sagt það áður kæra Ásthildur. Það er allt svo fallegt í kringum þig.

Þú gerir svo margt fallegt og gott og miðlar því til okkar allra hér í netheimum af mikilli einlægni. Takk fyrir það mín kæra.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 21.9.2008 kl. 00:04

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi orð Kalli minn, þau gleðja  

Gildran var náttúrulega toppurinn. 

Gaman að sjá þig hér elsku Magný mín.   Takk fyrir síðast.

Takk Katrín mín.

Þói minn, það verður gaman.

Segðu Huld mín

Skemmtileg saga af litlu telpunum tveimur Rósa mín.  Vonandi gengur allt vel hjá pabba þínum, bestu kveðjur til ykkar.

Takk sömuleiðis Ditta mín.

Knús á þig Linda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2008 kl. 10:52

14 Smámynd: Laufey B Waage

Já þessi tónlistardagur var frábært afmælisframtak. Einn af þeim dögum sem ég hefði alveg verið til í að vera á Ísafirði.

Laufey B Waage, 22.9.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2022930

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband