18.9.2008 | 12:18
Kúlulíf, hönnun, myndlist, ævintýri og myndabloggið hans Stefáns.
Já kúlubúar við það sama, ég hef samt verið ansi drusluleg undanfarið, hef að mestu legið í rúminu, orkulaus, með munnangur, hálsbólgu og eitthvað slíkt. En nú er þetta allt á uppleið hjá mér.
Þessi regnbogi er nokkura daga gamall, en það var rosalega flottur tvöfaldur regnbogi í gær, hafði bara ekki orku til að taka myndir En nú brosir sólin við okkur ísfirðingum.
himnagalleríið hefur verið opið eins og sjá má.
Þetta er hönnun Hönnu Sólar, plastpils, nýjasta tískan í kúlunni.
Önnur hugmynd, galakjóla hönnun, takið barnið með ykkur út að skemmta ykkur
Sumir láta sig litlu skipta svoleiðis skart og fínerí, þar gildir penninn og hið ritaða krass
Það er nú samt betra að skrifa á blað.
Svo er maður aldeilis dugleg að borða, fisk og kjöt.
Og svo þarf að blása ef maturinn er of heitur.
En Hönnu Sól er fleira til lista lagt en að hanna föt, hér hefur hún tekið nokkrar listrænar myndir af litlu systur.
Stillta barnið hehehehe...
Duglega barnið.
Káta barnið, þetta er að vísu mjög hættulegur svipur, því það getur allt gerst. Í gær beit hún systur sína nokkrum sinnum, og þegar hún var skömmuð, sagði hún æ æ æ ekki bíta, svo blés hún á bágtið, og strauk yfir það, en þegar hún ætlaði að kyssa á bágtið, fannst stóru systur komið nóg, hún æpti upp yfir sig. Og sú stutta varð voðalega sár, hehehehe svo amma varð að skerast í leikinn og fá leyfi hjá Hönnu Sól, til að hún fengi að kyssa líka.
Þessi var tekin í morgun, hér erum við komnar á leikskólann.
Og það er ekki hægt að segja að þeim leiðist að fara þangað en Hanna Sól hafði farið með spólu, sem hún vildi spila fyrir krakkana. En það er auðvitað enginn DVD spilari, svo hún varð dálítið sár, en við sóttum svo Drekaspóluna út í bíl, og þær áttu að fá að hlusta smá í hvíldartímanum.
Hér er svo skottið að koma hlaupandi.
En þessi drekasaga er alveg frábær, ég mæli með að barnafólk bæði mömmur og pabbar og líka afar og ömmur eignist þessa frábæru spólu.
Þarna hafa margir þungavigtarmenn og konur lagt sína hönd á plógin, söguna les Ingvar E. Sigurðsson, Tónlist eftir Jóhann Helgason, saga og söngtextar Iðunn Steinsdóttir, og sönvarar eru heldur ekki af verri endanum.
Eins og sjá má.; Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Jóhann Helgason, Heiða, Hildur Vala, Stefán Hilmars, Valgeir Guðjónsson, og fleiri. Sagan er skemmtileg, og söngvarnir líka, við hlustum allaf á þetta núna á leiðinni til og frá Skólanum, og við erum farnar að syngja með allar þrjár. Enda er vil við hæfi að hlusta á Drekasöguna, meðan við förum gegnum drekann í fjallinu, inn um munninn og út um rassinn... eða þannig.
Og svo styðjum við gott málefni í leiðinni.
Annað sem mig langar að benda ykkur á, er myndablogg hjá vini mínum Stefáni H. Kristinssyni. Yndislega myndir, og vel við hæfi að benda fólki á, sérstaklega þeim sem búa erlendis.
http://www.icelandphotoblog.com/ Hér er linkur á bloggið hans. Skoðið sérstaklega youtobe myndbandið, yndislegt og músikinn frábær.
Eigið svo yndislegan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að benda á þessa Drekasögu. Ætla að gefa minni yngstu hana en hún er eins árs síðan í maí. Fæst þetta ekki í öllum bóka- og plötubúðum?
Helga Magnúsdóttir, 18.9.2008 kl. 13:17
Hún er örugglega framtíðarhönnuður hún Hanna Sól. Mér hefur ekki fundist vera mikill systrasvipur á stelpunum, en myndin af "duglega barninu" er ótrúlega lík stóru systur. Frábær myndin af Hönnu Sól að fara á leikskólann, hún segir svo mikið
Drekasagan hljómar mjög spennandi. Gaman að flétta saman sögu og söng. 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 18.9.2008 kl. 13:36
Já þegar þú segir það Sigrún mín, þá er duglega barnið mjög líkt Hönnu Sól. Já ég mæli hiklaust með þessum diski.
Helga mín, ég veit ekki hvar hún fæst, en ég var að reyna að hringja í Umhyggju félag langveikra barna, og spyrjast fyrir. En þau geta örugglega gefið upplýsingar þar netfangið er umhyggja@umhyggja.is
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2008 kl. 14:10
Vona að þú hristir af þér slenið fljótt og vel.
Laufey B Waage, 18.9.2008 kl. 14:39
Þær eru alveg yndislegar þessar systur.
Bestu kveðjur í kúluna til þín og þinna Ásthildur mín.
Linda litla, 18.9.2008 kl. 15:00
Sæl Ásthildur mín.
Gott málefni fylgir með þessari Drekasögu og ekki skemmir að flétta hana með söng.
Ég man hvað ég hafði gaman að syngja sem barn.
Ég komst ekki vestur í dag, útaf krankleika ,skoða málið betur í fyrramálið.
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:41
Helga skjol, 18.9.2008 kl. 17:52
Sunna Dóra Möller, 18.9.2008 kl. 19:44
Sæl kæra vinkona, þú ert full af umhyggju fyrir þínu fólki.
Þegar óveðursský hrannast á himni hlýtur að vera notalegt að kveikja á kertaljósi og hnipra sig saman í kúluhúsi með fólkinu sínu.
Sigurður Þórðarson, 18.9.2008 kl. 19:46
Knús í Kúluhús og takk fyrir skemmtilegar myndir
Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 22:00
AMMA,AMMA,AMMA,AMMA,MAMMA,MAMMA,MAMMA.
Mikið á allt þitt fólk eftir að upplifa í gegnum þig alla tíð elskulega Ásthildur.
Kíp on rokking mín kæra, þetta er bara flott.
Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.
Karl Tómasson, 19.9.2008 kl. 00:34
Hanna, hún Ásthildur okkar er vinsæl og hennar er áreiðanlega saknað allstaðar nema þar sem hún er þá stundina. Annars skilst mér á honum Sigurjóni bróður mínum að það hafi ekki verið neitt gaman þarna, þvert á móti. "Það lítur hver sínum augum á silfrið" Vonandi fer þetta allt vel að lokum, eiginlega hlýtur það að vera.
Sigurður Þórðarson, 19.9.2008 kl. 01:57
Takk fyrir hlý orð Siggi minn.
Já það er rétt þetta með kertaljósið og rómansin í eldhúsinu.
Hanna Birna mín, já ég var með hugan við ykkur.
Innilega takk Kalli minn.
Knús til baka Sigrún mín.
Knús Sunna Dóra mín
Takk Helga mín
Þói minn vona að þú komist, hann er samt ansi hvass núna. Knús á þig.
Knús Ditta mín.
Kveðja til þín sömuleiðis Linda mín.
Takk Laufey mín, ég ætla til læknis í dag til að fá úr því skorið hvort hér sé um einhverskonar sýkingu að ræða. Tungan á mér er ekkert nema horn og bólur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2008 kl. 09:32
Ææ leitt að vita að þú hafir orðið svon lasin, vonandi getur læknirinn eitthvað ráðlagt svo þú náir þínum venjulega hressileika. Góða helgi og góðan bata.

. Eins gott þetta var ekki um síðustu helgi.
Dísa (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:07
Frábær fatahönnun
þau eru svo mikil krútt þessi blessuð börn og dettur ýmislegt skemmtilegt í hug
Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.9.2008 kl. 13:10
Flottar myndir eins og ævinlega hjá þér. Láttu þér batna og eigðu góða helgi.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.9.2008 kl. 17:07
Æðislegar myndir! Ég þekki sko "hættulega svipinn" þegar von er á nákvæmlega hverju sem er lol. En elsku kellan mín.. gætirðu ekki létt útlagakellingunni heldur betur lundina einhvern góðan veðurdaginn og tekið mynd af húsinu "mínu"... yndislega Sóltúninu mínu? Rosalega sakna ég þess!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.9.2008 kl. 18:03
Elsku Helga Guðrún mín, það skal ég gera með ánægju.
Ekki seinna en næst.
Takk sömuleiðis Ólöf mín.
Hehehe Guðborg, já þetta eru skemmtilegar uppákomur.
Takk Dísa mín. Þetta er svona að lagast smátt og smátt. Ójá Dísa mín, ég hefði ekki viljað missa af hittingnum þeim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.