16.9.2008 | 11:00
Sunnudagar .... eru góðir.
Jæja þá er maður að komast niður á jörðina aftur. Þetta er nú aldeilis búið að vera skemmtileg helgi, bæði af mælið og hittingurinn. Ég er ennþá glöð inn í mér, út af öllu því skemmtilega sem gerðist, og allir sem ég hitti og fékk kveðjur frá. Þetta er frábært.
Sunnudagurinn var notalegur, þau Sóley Úlfur og Óðinn Freyr voru boðin í bíó, hér eru þau Sóley og stubbur að spila.
Prinsessan mín að huga að blómunum, eins og hennar er von og vísa.
Hér eru þau afi að fara í sund í Bolungarvík. Litli skæruliðinn sefur út í kerrunni sinni.
Þessar elskur á leið í bíó. Og þá erum við bara tvær eftir í kotinu, Ásthildarnar.
Veðrið er hlýtt, dálitið rakt, og sólin að brjótast fram, og gerir þessa skugga, þegar vélinni er beint í áttina að henni.
Það haustar að en blómin eru mörg hver ennþá falleg.
Brosa móti manni.
Falleg ekki satt ?
Það er samt farið að sjá haustliti, og berin skarta sínu fegursta. Þetta fallega tré sáði sér þarna sjálft, og hefur fengið að vaxa þar og dagna í friði.
Reyndar er þetta tími runnamurunnar.
Möggubráin "Norðurljós" er eitt fallegasta afbrigðið sem til er af henni, hún verður aldrei há, en hefur þessi fallegu stóru blóm, og hún er ennþá svona falleg.
Og bern á sígaunareyninum mínum að verða þroskuð.
Skottan mín er svo vöknuð, og hún vill fá ís; Ís segir hún og bendir á ísskápin, veit alveg hvar hann er hehehe... og linnir ekki látum fyrr en amma opnar hurðina svo hún geti fengið sér ís. Svo fer hún upp í prinsessuherbergið, vegna þess að prinsessan er úti, sest framan við sjónvarpið og kveikir á því, kallar á ömmu, til að setja spóluna af stað. Uppáhaldsdiskurinn hennar í dag er Latibær, og svo syngur hún með í restina og dillar sér eftir hljóðfallinu, alveg ótrúlega flott.
Svo þarf hún auðvitað að brasa heilmikið, búin að sulla í tjörninni, eins og sjá má
Já ég skal sko loka þessu, og það gerði hún. Eigið góðan dag elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2022938
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, flott tréð sem bara sáði sér sjálft! Haustlitirnir eru alltaf jafn fallegir þó ég viðurkenni alveg að ég sakna blómanna helling. Ég sá svo fallegt blómabeð í gær við Landspítalann og var komin með nefið ofan í það til að gá hvort ég þekki blómin, en ég gerði það ekki. Er að reyna að læra meira til að "lengja" blómatíðina í garðinum mínum.
Krílin þín eru alltaf jafn sæt og yndisleg
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 16.9.2008 kl. 11:35
Takk Sigrún mín. Já það er gaman að spá í blómgunartíma og líftíma plantnanna.
Knús á þig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 11:53
Stórt knús á þig Áshildur mín.
falleg elsku börnin.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.9.2008 kl. 13:39
Sunna Dóra Möller, 16.9.2008 kl. 14:32
Haustlitirnir eru dásemd ein, takk
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 16.9.2008 kl. 14:52
Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 15:36
Knús í Kærleikskúlu úr Ike lægðinni hér fyrir sunnan
Sigrún Jónsdóttir, 16.9.2008 kl. 17:13
Sama ætt og sama tegund, bara ólík afbrigði Hallgerður mín.
Er Ike kominn Sigrún mín, hér er hann enn ekki kominn, vona að hann fari bara hjá.
knús á þig líka Sigrún mín. 
Knús Ditta mín
Knús Brynja mín.
Einmitt Hulda mín, knús
Knús á þig Sunna Dóra mín
Knús á þig líka elsku Katla mín.
Knús Ásdís mín elskuleg líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 18:51
Falllegur skrúpgarðurinn þinn og LITLA BRASELÍA söm við sig.......yndisleg.
Solla Guðjóns, 16.9.2008 kl. 18:59
Þú segir að þetta hafi verið notalegur sunnudagur. Mér sýnast nú bara allir dagar hjá þér vera notalegir.
Helga Magnúsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:03
Knús í kúlu.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:08
Skemmtilegar myndir af börnum og blómum. Takk enn og aftur fyrir helgina. Ég yngdist svo mikið á laugardaginn að ég varð ekki þreytt fyrr en í dag


Dísa (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:41
Huld S. Ringsted, 16.9.2008 kl. 21:57
Braselía hehehe er alveg rosalega flott nafn á litla skæruliðann minn Solla mín
Elsku Helga mín, já veistu að þetta er spurning um afstöðu, og að taka lífinu eins og það er, knús elskuleg mín
Knús á þig líka Þórdís mín
Dísa mín ég held að við höfum öll yngst upp um fimmtíu ár eða svo hehehehehehe
Knús Huld mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 23:48
Mér finnst haustlitirnir bara af í litaskalanum, Þín var saknað í gær Ásthildur.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 17.9.2008 kl. 01:05
Helga skjol, 17.9.2008 kl. 06:52
Alltaf jafn gaman að koma hér inn. Knús á ykkur öll elskan
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:21
Guðrún mín, já ég veit upp á mig skömmina. Eg er bara einhvernveginn svo þreytt og framtakslaus þessa dagana. Vonandi fór allt vel fram.
Knús Helga mín.
Knús á móti Beta mín elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2008 kl. 14:10
Ótrúleg staða á gróðrinum hjá þér miðað við árstíma. Er það vestfirska loftið eða umhyggjan þín? Eða kannski hvort tveggja? Flottar myndir.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:36
Núna verð ég vandræðaleg
Þú átti afmæli og ég vissi ekki af því, sem augljóslega kemur upp um mig hversu lítið ég hef vafrað um bloggsíður vina minna undanfarið.........Hún átti afmæli þá
Hún átti afmæli þá
Hún átti afmæli hún Ásthildur
Hún átti afmæli þá.
Húrra, Húrra, Húrra, Húrra!!!!!!! Hún lengi lifi.
Knús á þig elsku Ásthildur mín og vertu nú dugleg að dekstra stundum við sjálfa þig líka.............Mér sýnist á öllum þeim myndum sem ég hef fengið að skoða á síðunni þinni af henni Ásthildi junior að það sé nú enginn lognmolla í kringum hana, Hí hí hí.....ekki frekar en ömmu hennar




Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 18.9.2008 kl. 00:16
Sæl Ásthildur mín.
Góðar minningar,koma af stað jákvæðri orku sem nýtist manni lengi til dæmis að rifja upp þessa endurfundi þegar frá líður.(smá speki).
Jæja. Skyldi verða flogið í dag á Ísafjörð,svo geti ég litið á mína æskujörð
Sjáumst,vonandi.
Kærar kveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 03:35
Nú er ég fluttur er á kafi í kössum og ógeði. Ekki búinn að koma tölvunni í gagnið er núna í tölvu sonarins. Ég sé að það er alltaf líf og fjör í "kúlunni".
Jóhann Elíasson, 18.9.2008 kl. 09:39
Til hamingju með flutninginn Jóhann minn. Já flutningar kalla svo sannarlega á allskonar dót og drasl, sem dúkkar upp, og maður hefur steingleymt að eru til
Vonandi hitti ég á þig Þórarinn minn, endilega hringdu í mig.
Eða bara kíktu upp í kúlu. verð örugglega við eftir fjögur.
Takk elsku Elín mín.
Hef sjálf verið ótrúlega löt og orkulaus, með einhverja leiðinda flensu, en er að skríða saman. 
Sennilega bara vestfirska veðrið Anna mín, því ég hef haft allof lítin tíma til að sinna þessum elskum, reyndar þykir mér vænt um þau öll, og það getur vel verið að þau finni slíkt, það er ekki svo fráleitt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.