Mikið var gaman að því .....

Ég átti yndislegan dag í gær.  Er hálf rykug ennþá hehehe... en mikið rosalega skemmti ég mér vel í gær.

IMG_1881

Þurfti náttúrulega að byrja á að koma börnunum í pössun.   Börnin mín, pössuðu fyrir mig barnabörnin.  Já þannig er það hjá mér.  Ég á svo yndæl börn og tengdabörn, sem vilja allt fyrir mig gera. Heart

IMG_1882

Við hittumst í gamal sjúkrahúsinu, sem nú er Safnahús.  Ein fallegasta bygging landsins, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni.

IMG_1887

Það voru fagnaðarfundir hjá okkur fermingarsystkinum.

IMG_1888

Skemmtilegt málverk málaf af stúlku sem lá á spítalanum, meðan Úlfur Gunnarssona, Gunnarssonar skálds var hér yfirlæknir, hún sagði að hann hefði alltaf kallað sig Rauðhettu, svo úlfsmyndin er þarna í tvöföldum skilningi.  LoL

IMG_1891

ein svona rúmfjöl var til á mínu heimili, þegar ég var að alast upp, við Nonni bróðir minn notuðum hana sem rennibraut, settum hana upp á rúmbríkina og renndum okkur svo niður eftir henni.  Hún var svo að lokum sett á byggðasafnið, og gæti verið ein af þessum, ég man ekki hvernig hún leit út. 

IMG_1892

Set þessa inn hér í gamni, Vilmundur var hér yfirlæknir á spítalanum, og konan hans Kristín, var læknir og frumkvöðull, kvenhetja. 

IMG_1893

Mætti hugsa sér að tengja hana ljósmæðrum í dag, og hvetja þær til að halda sínu striki.  Heart

IMG_1897

'eg ætlaði svo að taka mynd af hópnum hér á sjúkrahúströppunum, eins og svo oft er gert, en þessir krakkar, þau eru alltaf að flýta sér, og hluti hópsins, var þegar lagður af stað niður í kirkju, sem var næsti áfangastaður.

IMG_1898

en veðrið var afskaplega fallegt og hlýtt, og okkur hlýtt í hjörtum.

IMG_1900

Það þurfti margt að ræða, get ég sagt ykkur, sumir höfðu ekki sést í nokkra áratugi.

IMG_1911

Svo sungum við Jesúbróðir besti saman í kirkjunni.  Við stöndum sennilega á svipuðum stað og kirkjukórinn var í gömlu kirkjunni.  En því miður var hún rifinn, og byggð þessi nýja.  En það er góður hljómburður í henni.

IMG_1917

Svo var haldið niður í skólann okkar.  Á móti okkur þar tók skólastjórinn Olga Veturliðadóttir, en svo skemmtilega vill til að faðir hennar var skólabróðir okkar og fermingarbróðir.

IMG_1923

Við fundum gömlu skólastofurnar okkar, og það var mikið rifjað upp, frá barnaskóla árunum.  Einhvernveginn fannst okkur stofurnar hafa minnkað.  En það var greinilegt að borðum hefur fækkað, svo meira rými er um hvern og einn nemanda. 

IMG_1927

Og við fórum alla leið aftur í fyrstu bekkina, gamla barnaskólann, sem ennþá er varðveittur að hluta   til.

IMG_1932

Já við höfðum margs að minnast.

IMG_1934

Skoðuðum líka nýjan hluta skólans glæsibyggingu, sem tengir saman gamla skólann og nýrri byggingar.

IMG_1938

Hér erum við svo komin niður í Ísfirðingshús, Háskólasetrið okkar. 

IMG_1941

Ólafur Halldórsson skólabróðir og forstjóri leiddi okkur í allan sannleikan um hið umfangsmikla menningarstarf sem unnið er í þessu húsi. 

IMG_1958

Hér erum við komin niður í aðstöðu Ólafs, Meleyri, hér er flottur skrúðgarður í miðju hússins.

IMG_1964

Og þá var nikkan dregin fram, og sungið af hjartans lyst.

IMG_1966

eins og sjá má var alveg rosalega gaman hjá okkur.

IMG_1970

Og skólasystkin drekka dús.

IMG_1973

Þeir voru forsöngvaranir þessir föngulegu menn.

IMG_1976

Og við tókum nú lagið líka, en höfðum mikið gaman af tilþrifunum hjá þeim.

IMG_1983

Enginn smá tilþrif þar á ferð.

IMG_1987

Þetta eru líka flott tilþrif hjá Gísla frænda mínum.

IMG_1988

Hahahahah!!!

IMG_1990

LoL

IMG_1991

Ásgeir tók svo nokkur lög á nikkuna.

IMG_1997

Svo var haldið niður í Tjöruhús, til að borða saman.

IMG_1998

Veðrið var dýrðlegt og svo hlýtt.

IMG_2002

Og Júlli minn var að útbúa borðskreytingarnar, og fékk blómin úr garði móður sinnar.

IMG_2003

Flott fermingarsystkin.

IMG_2004

Og hér er verið að skoða stækkaða myndina, frá barnaskólanum.

IMG_2005

Hlegið og gantast.

IMG_2008

Myndarlegir ekki satt?

IMG_2015

Maturinn var líka frábær, ég er næstum viss um að Júlli bjó til fiskisúpuna, hún var æði.

IMG_2018

Og svo voru fiskiréttir, bæði saltfirkur, pönnusteiktur steinbítur, og margt og margt.

IMG_2020

Öllu þessu gerðum við góð skil.

IMG_2021

Þetta er svona múraratal LoL

IMG_2027

Sæt saman.

IMG_2028

Og nikkan og söngurinn ómaði.

IMG_2039

Sumir eru og verða alltaf töffarar LoL

IMG_2044

Þeir voru eiginlega allir töffarar, strákarnir í okkar hópi.

IMG_2058

Og enn er sungið.

IMG_2060

Hér erum við örugglega komnar á trúnóstigið LoL

IMG_1995

En ég held að allir hafi farið glaðir heim á leið.

Mikið rosalega var gaman, og mikið er gott að hitta gamla skólafélaga, og maka þeirra, því það hefur alltaf verið þannig hjá okkur, að makar eru teknir inn í hópinn.  Þau eru hluti af okkur, og við viljum hafa þá með. 

Ég er nú eiginlega hálf þunn ennþá, glöð og ánægð með hvað allt tókst vel.   Og hve allir voru samtaka og samstæðir um að skemmta sér, og láta sér líða vel.  Og allt hjálpaðist að, að gera daginn sem eftirminnilegastan. 

Kæru skóla- og fermingarsystkin, mikið vil ég þakka ykkur vel fyrir þessa samverustund, og ég er viss um að við munum öll mæta á næsta hitting, og þá koma ennþá fleiri. 

Knús og kram til ykkar allra frá mér. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt.  Ég sé að ég þekki slatta af fólki þarna.  Kristján og Sóley Halla, Súgfirðingur og æskuvinkona, Hildur og Kalli Súgfirðingur og Nanna og Valdi Súgfirðingur.

Þetta hefur örugglega verið mjög gaman, myndirnar þínar staðfesta það.

Takk fyrir

Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gaman að sjá þetta um Kristínu og Vilmund. Pabbi minn fæddist á Ísafirði í desember 1919 og Vilmundur og Kristín björguðu lífi hans og ömmu. Pabbi hefði átt að vera tvíburi en hinn dó og olli það alvarlegri fóstureitrun hjá ömmu og munaði minnstu að hún og pabbi dæju. En þetta varð til þess að pabbi minn var einkabarn. Við fjölskyldan eigum þessu góða fólki tilveru okkar að þakka.

Helga Magnúsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigrún mín, þeir eru víða Súgfirðingar, enda besta fólk í heimi,  Svona fyrir utan ísfirðinga

Gaman að heyra þetta Helga mín, ég ætla að setja inn meira um þau hjón, seinna, það eru heilmiklar upplýsingar um þau hjónin í Safnahúsinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2008 kl. 17:04

4 Smámynd: Laufey B Waage

Laufey B Waage, 14.9.2008 kl. 17:06

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það hefur greinilega verið mikið fjör hjá ykkur unglingunum  Alltaf langar mig í fiskisúpu þegar ég heyri minnst á Júlla og fiskisúpu í sömu setningunni  Hef ekki smakkað hana, en alltaf þegar minnst er á hana er hún þvílíkt dásömuð  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.9.2008 kl. 17:12

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið var gaman að sjá myndirnar  mikið hefur verið gaman hjá ykkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.9.2008 kl. 19:04

7 Smámynd: Rannveig H

Frábærar myndir,og málverkið hennar Söru er snilld. Gísli Skarp fer þarna á kostum og allir einhvað svo hressir.Gott að þið skemmtið ykkur vel

Rannveig H, 14.9.2008 kl. 19:36

8 identicon

Frábærar myndir, gaman að heyra hvað það var mikið fjör, knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:33

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Vó því líkt og annað eins......ég lifði mig sko alveg inn í þetta.Ég veit fátt skemmtilegra en að hitta fermingar og bekkjarsystkini mín...

Solla Guðjóns, 14.9.2008 kl. 20:41

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Solla mín já það er algjörlega frábært.

Elísabet, já það var sko fjör, og takk fyrir kveðjuna og knúsið sem ég fékk

Takk Rannveig mín, Gísli fór á kostum, og allir hreinlega.

já katla mín, það var fjör

Sara mín, ég hefði átt að þekkja handbragðið, en ég leitaði að höfundi verksins, en fann ekki, ef það hefur eitthvað misfarist, þá ætla ég að láta setja það þarna með.  Það getur vel verið að höfundar hafi ekki verið getið, vegna þess að það sé hreinlega ekki vitað.  En nú er það sum sé komið á hreint.  Flott mynd.  Og það þarf líka að fylgja með í kynningunni hverjir þarna eru, sum sé Úlfur, Sara, Rosen og Jana gamla.  Gott að vita.

Sigrún ég heiti þér því, ef þú kemur í heimsókn til mín, þá býð ég þér í fiskisúpu ala Júlíus, og læt strákin elda fyrir okkur.  Hann er snillingur.

Knús Laufey mín.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2008 kl. 20:59

11 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Mmm..nammi namm  Þá hef ég ennþá meira til að hlakka til að koma vestur næst  Ég held bara að ég þurfi að fara að huga að skipulagningu... Knús á þig og þína.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.9.2008 kl. 22:47

12 identicon

Takk fyrir síðast dúllan mín, Addi kom mér heim heilli á húfi, og ég fattaði það heimkomin að ég hafði ekki bremsað einu sinni eins og ég gjarna geri í bíl með öðrum. Svo allar sögur um glannakeyrslu hans eru orðum auknar. Ástarþakkir fyrir yndislegan dag. Fjórtán klukkutíma af fjöri og gleði. Þetta var æðislegur hópur.

Dísa (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 22:52

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

einmitt elsku Sigrún mín, hér áttu alltaf þitt athvarf, eins og hér áður og fyrr.  Hjá okkur Ella.

Gott elsku Dísa mín að þú komst heil heim, Addi er bara flottur, og mikið var gaman að þið skyldu líta við og kveðja í dag.  Knús á ykkur bæði.  við erum eiginlega í þessari stórfjölskyldu sem Stakkanespúkar, og spurning hvenær við tökum okkur saman og höldum Stakkanespúkamót, og þá verður Rannveig H, auðvitað með og allir hinir.  Og Dísa við erum bara æðisleg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2008 kl. 23:10

14 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Frábærar myndir! Það hefur greinilega verið gaman hjá ykkur  

Rannveig Þorvaldsdóttir, 14.9.2008 kl. 23:37

15 Smámynd: Karl Tómasson

Það er gaman að vera til og ef einhverjum tekst að koma þeim skilaboðum á framfæri í tíma og ótíma, þá er það þér kæra Áthildur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 15.9.2008 kl. 00:00

16 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gaman að þessu

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 15.9.2008 kl. 17:38

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hulda mín.

Sniðug hugmynd Hallgerður mín, ég segi  nú bara góða skemmtun, þetta er frábært alveg.

Takk Kalli minn, og knús á þig líka.

Já Rannveig mín og ég skilaði kveðjunni, og átti að skila sömu til þín til baka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2008 kl. 10:43

18 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

 takk. Máttur bloggsins er mikill

Rannveig Þorvaldsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:15

19 Smámynd: Linda litla

Frábærar og skemmtilegar myndir af endurfundinum hjá ykkur. Mikið ofsalega held ég að þið hafið skemmt ykkur.

Bestu kveðjur í kúluna til þín og þinna Ásthildur mín.

Linda litla, 17.9.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband