Á morgun er hittingurinn, fermingarbörn 1944 á Ísafirði.

Á morgun hitti ég fermingarsystkini mín, og ætla að eyða með þeim yndislegum degi.  Og ég hlakka til.  Ég var nú aldrei neitt sérstök í mínum árgangi.  Slapp þó við einelti, en það voru margir rosalegir töffarar í árgangnum, enda hafa þeir margir orðið framarlega í þjóðfélaginu.  Það er alltaf sagt að það verði gæðingur úr göldnum fola.  En eftir því sem árin líða, þá einhvern veginn þykir okkur vænna hvort um annað, og það er lagt meiri rækt við þau sem á einhvern hátt urðu útundan.  Já þannig er það bara.  Fólki líður ekki vel með það að hafa útilokað einhvern, og það situr ekkert síður í þeim sem það gerðu, en þeim sem urðu fyrri því.  Þess vegna eru svona hittingar mikilvægir, og ekki minna mikilvægt að sem flestir mæti, og sérstaklega þeir sem urðu út undan allavega að þeirra mati.  Því þeir munu finna að þeir eru meðteknir með auknum þroska.  Það er líka mikilvægt að við leyfum mökum okkar að taka þátt, og vera í hópnum, að þeir séu velkomnir, rétt eins og hinir.  Í okkar hópi hef ég heyrt, að sumir makar séu jafnvel jafn spenntir að hitta félagana eins og skólasystkinið.  Það er gott, og þroskandi.  Því þegar við veljum okkur lífsförunaut, þá er það fyrir lífstíð, og engin ástæða til að hann komi ekki inn í svona hóp. 

IMG_1872

Hér ætlum við að hittast kl. eitt á morgun.  Það er svo ekkert afráðið um framhaldið, nema við ætlum aðeins að rölta um þessa fallegu byggingu, sem sum okkar allavega eru fædd í.  Síðan annað hvort rölt um bæinn, eða fáum rútu, fer eftir veðri. Svo hittumst við hjá Óla Halldórs, og þiggjum góðar veitingar, og svo verður stefnan á besta matsölustað sem finnst, til Magga Hauks í Tjöruhúsið. 

Víu þetta verður gaman. Heart

IMG_1869

Veðrið er ennþá hlýtt og milt, og vonandi verður það svoleiðis á morgun.

IMG_1873

En fjölskyldan mín frá El Salvador bauð okkur í mat í kvöld, vegna afmælisins.  Þau eru svo yndæl.  Svona í framhjá haldi, þá er dálítið vesen því þau fá ekki eitthvað svar frá El Salvador, og hafa þess vegna ekki fengið ríkisborgararétt.  En ástandið í El Salvador er rosalegt, mafían tröllríður öllu, dóttir Pablo og hennar maður lentu í því um daginn, að mafían kom heim til mannsins, sem ekur rútu, þeir báðu hann að aka sig á einhvern stað, þar var byssan tekinn upp, og öllu rænt af honum, veskinu, peningum, meira að segja giftingarhringnum, og honum sagt, að ef hann segði lögreglunni frá, myndu þeir koma aftur, og drepa börnin.  Þessi dóttir Pablo, var hér í heimsókn í fyrra.   Það er rosalegt áfall fyrir fólk að lenda svona í fjandans mafíunni.  Ég vildi óska að landið okkar væri opið fyrir fleiri þjóðum en Évrópu, því ég vildi reyna að koma þessari fjölskyldu hingað heim.  Svo hún þyrfti ekki að lifa í endalausum ótta við mafíuna.

En svona er þetta, okkar polísía er að hleypa bara inn í landið okkar fólki frá Evrópu, einnig mafíósum þaðan, því ekki má tékka á neinu, það má ekki móðga útlendingana sem hingað koma, hvað þá biðja um heilbrigðisvottorð. 

En nóg um það.

IMG_1878

Það er alltaf góður matur hjá Isobel og Pablo, og hér er verið a kveðjast, Ásthildur kyssti alla, og var í essinu sínu. Heart

IMG_1879

Amma er þetta leiðinleg mynd? spurði Hanna Sól.  Nei en amma er samt með hjartað í buxunum, því þetta er svo hættulegt, að renna sér á handriðinu.  W00t

Takk enn og aftur öll fyrir mig, og góða nótt.  Ég heiti því að vera duglegri við að heimsækja ykkur.  Þið eruð svo yndæl öll sömul. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 12.9.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða skemmtun á hitting

Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða skemmtun um helgina Ásthildur mín og ég hlakka til að sjá myndir

Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Bara skelfilegt að lenda í svona mafíósum  Góða skemmtun á morgun með félögunum.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.9.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég efast ekki um að þið komið til með að eiga alveg stórkostlega endurfundi á morgun, því ef maður ætlar að eiga góða stund þá á maður góða stund. Ég samgleðst þér!

Jóhann Elíasson, 13.9.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Laufey B Waage

Góða skemmtun með gömlu góðu vinunum.

Laufey B Waage, 13.9.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Ég er nú málkunnug nokkrum í þessum árgangi, einhverra hluta vegna... ... en það er ein í þessum hópi sem skipar sérstakan sess í hjarta mínu og það er hún Nanna móðursystir, henni bið ég sérstaklega að heilsa og bið þig að bera henni kveðju mína!

Bestu óskir um góða helgi,

Rannveig Þorvaldsdóttir, 13.9.2008 kl. 00:40

8 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Þar sem ég hef ekki verið allveg hress fór þetta framhjá mér.

En innilega til hamingju og megi þið njóta samverustundanna,það veit ég að er mikilvægt að eigin reynslu.

Hafið þið það sem allra,allra best.

Þói Gísla.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 02:10

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, og Rannaveig mín, ég skal skila kveðjunni þinni til Nönnu. 

Takk öll

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband