11.9.2008 | 20:53
Mína hjartans þökk - vinir og vandamenn.
Ég vil senda mínar innilegustu þakkir til allra þeirra sem höfu samband við mig í dag, hringdu, komu, og færðu mér góðar gjafir. Ég er innilega hrærð yfir öllu þessu. Og það var svo gaman að heyra í góðu fólki, vinum og vandamönnum. Takk. Fékk líka yndislegar gjafir, Nýja flíspeysu, sultu, nýjar heimaræktarðar karföflur, hvalkjöt, flotta skál, steinfisk, gjafabréf upp á andlitsnudd og dekur hjá Stúdíó Dan, köku, sem börnin hámuðu í sig, og svo margt og margt. Vá hvað ég er heppin manneskja að eiga allt þetta yndislega fólk að. Og allar góðu kveðjurnar hér, hafa verið settar í orkusarpinn, geymdar til betri tíma.
Prinsessa tilbúin til að fara á leikskólann.
Að leggja af stað.
Við erum með skemmtilegt Drekaævintýri í spilaranum á leiðinni, því að það heyrist ekki í útvarpinu í göngunum, og göngin eru jú Dreki sem þarf að aka í gegnum, svo drekaævintýri með söngvum er því alveg tilvalið.
Við ætluðum svo í sund eftir leikskólann, en þá hafði einhver óheppinn gröfukarl sett leiðsluna í sundur svo laugin var lokuð. Þá var bara eftir að gefa öndunum.
En það er líka gaman.
Líka að fá að halda aðeins á unga.
Svo er hægt að renna sér í rennibrautinni.
VÍÍÍ Það er gaman.
Á leiðinni heim, fórum við aðeins í berjamó, við ætluðum nefnilega að elda góðan mat, og í eftirrétt átti að vera berjaskyr, en af því að við fengum ofsalega góða heimabakaða köku, þá verður skyrið borðað á morgun.
Sjáiði bara litla prakkarann !!!
En eins og ég sagði fékk ég yndislegar heimsóknir líka í dag.
Ömmustýri sem komu, og líka ömmustýri sem hringdu til að tala við ömmu sína.
Æ já ég er heppin manneskja, að eiga allan þennan fjársjóð, sem enginn getur tekið frá mér.
Hér er fiskurinn sem ég fékk.
Veðrið var fallegt en líka dulúðugt, eins og ég vil hafa það. Spenna milli ljóss og skugga.
Birtan kyngimögnuð alveg.
Þetta er ekki sjónhverfing, heldur einskonar regnbogi, þvílíkir litir.
Takk fyrir mig allir vinir mínir og skyldfólk. Takk fyrir að gera þennan dag að einhverju mikilvægu og spennandi. Ég vildi að ég gæti gefið fleirum þessa hljóðlátu hamingju sem fyllir mig. Sent hana til þeirra sem eiga um sárt að binda, eða eru raunarmæddir. Knús á ykkur öll þarna úti.
Og já ég var næstum búin að gleyma.
Þið fermingarsystkini mín, sem ætlið að koma á helginni. Við erum komin yfir 40 stykki með mökum.
Við ætlum að hittast við gamla sjúkrahúsið, Safnahúsið kl. eitt, og labba eitthvað, eða gera eitthvað saman, það er jafnvel verið að spá í rútuferð til Skálavíkur. En ekki planað neitt. Maturinn verður svo kl. 19.00 sjö í Tjöruhúsinu. Tjöruhúsið er eitt af elstu húsum bæjarins, dálítið hrátt, og ekki alveg við hæfi galaklæðnaðar, þið skuluð því koma í þægilegum fötum. En mikið hlakka ég til að sjá ykkur öll.
TJöruhúsið, ég ætla að reyna að plata Magnús til að koma með nikkuna, og svo verður söngbók með í för, þannig að við tökum pottþétt lagið. Og það er fjör... og það er fjör, og það er fjör á Ísafirði í TJöruhúsinu á laugardaginn.
Það verða líka pottþétt myndir hér.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 2022941
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 20:56
Áttu afmæli ljúfust? Til hamingju með daginn
Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 21:01
Til lukku með daginn
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 11.9.2008 kl. 21:02
Enn og aftur til hamingju með daginn og gaman að þú áttir yndislegan dag með þínu fólki bæði stóru og smáu
mikið verður gaman um helgina hjá ykkur að hittast svona og hafa húllumhæ góða skemmtun elskuleg
Brynja skordal, 11.9.2008 kl. 21:11
Ó, til hamingju! Ég fæ alltaf svo mikla heimþrá þegar ég kem á bloggið þitt Ásthildur mín og sé allar æðislegu myndirnar að vestan. Þó þetta yndislega galdrasvæði hafi bara fóstrað mig í 3 ár þá þykir mér Ísafjörður og Vestfirðirnir vera svo mikið "heima". Það er svo mikið "alvörufólk" þarna... allir krakkarnir mínir sem ég elska og sakna. Þú átt alveg yndislegan hóp af litum gersemum sem alltaf er jafn gaman að sjá myndir af. Þéttingsfast afmælisknús, frábæra kella!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2008 kl. 21:20
Til hamingju með daginn

Sunna Dóra Möller, 11.9.2008 kl. 21:34
Til hamingju
þú ert rík manneskja
og enn og aftur takk fyrir allar fallegu myndirnar að heiman.
Ísdrottningin, 11.9.2008 kl. 21:37
Hamingjuóskir með daginn Ía mín,og skemmtu þér vel á laugardaginn.(bið að heilsa Dísu og öðrum sem ég þekki.)
Rannveig H, 11.9.2008 kl. 21:45
Hjartans hamingjuóskir til þín
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.9.2008 kl. 21:47
Það skildi þó ekki vera, að þú gætir raulað vist bítlalag í dag göfuga Vestfjarðavalkyrja!?
En innilega til lukku
Hennar já ómæld er yðja,
alltaf að hjálpa og styðja.
Enda dæmalaust dáð,
sem dýrlegust Náð
Ásthildur ástargyðja!
Afmæliskveðja innileg frá Norðanpiltinum.
Magnús Geir Guðmundsson, 11.9.2008 kl. 22:40
Enn og aftur hamingjuóskir með daginn Ásthildur mín
Frábært að þú gast notið þín með þínu fólki. Veistu, þú sendir okkur alltaf hamingju svo ekki hafa áhyggjur af því. Það er ekki annað hægt en að móttaka friðinn og kærleikann sem fylgir blogginu þínu
Hafðu góða daga með fermingarsystkinum þínum. 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 11.9.2008 kl. 22:44
Til hamingju með daginn elsku Ásthildur min.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.9.2008 kl. 22:52
Gott að þú áttir góðan dag, kannski einhverjum þyki vænt um þig
. Þú segir kannski eins og mamma sem skildi ekki af hverju fólk var gott við hana, fannst það sem hún gerði ekki skipta miklu máli. En sem betur fer fáum við oftast gott launað með góðu, sérstaklega frá börnunum sem fá alltaf það besta og vilja launa. Hlakka til að hitta ykkur öll um helgina, þá verðum við fjórtán aftur í nokkra klukkutíma. Bara að varast að líta í spegil
. Þeir eru orðnir svo lélegir, myndirnar miklu krumpaðri eitthvað. Góða nótt Dúllan mín og hvíldu þig fyrir djammið

Dísa (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 22:53
Ég hef það fyrir reglu að auðsýna alltaf fría samúð þegar vinafólk minn á mínum aldri lendir fyrir því að 'eitt ár detti til' ofan á vegabréfið þeirra.
Ég kann heldur ekki að yrkja jafn fallega & Magnús Meir...
En, til hamíngju með daginn ...
Steingrímur Helgason, 11.9.2008 kl. 22:56
Til hamingju með daginn elskulegust
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.9.2008 kl. 23:16
Vá hvað þið eruð öll yndæl
ég á ekki orð, eiginlega. Mikið er ég rík, að eiga þessa yndislegu fjölskyldu og svo ykkur bloggvini mína, innlegginn ykkar í kvöld fleyta mér langt inn í næsta ár, svei mér þá. Innilega takk fyrir mig öll sömul.
Og knús til ykkar allra, megi allar góða vættir vaka með ykkur og vernda. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2008 kl. 23:27
Elsku Ásthildur. Hjartanlega til hamingju með daginn og takk fyrir að vera svona frábær amma og vinur.

Kveðja frá Urðarveginum.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 11.9.2008 kl. 23:41
Knús á þig elsku Sigga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2008 kl. 23:43
Yndislegar myndir frá góðum afmælisdegi
. Endurteknar afmælisóskir og góða nótt mín kæra
.
Falleg haustlitamyndin þar sem þið æmgur eruð í berjamó
Sigrún Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 00:02
Hjartanlegar hamingjuóskir kæra bloggvinkona
G Antonia, 12.9.2008 kl. 02:32
Til hamingju með daginn elsku Ásthildur

Helga skjol, 12.9.2008 kl. 06:23
Til hamingju með daginn (í gær) elsku Ásthildur
Bryndís, 12.9.2008 kl. 08:45
Til hamingju með afmælið í gær - elsku Ía mín.
Laufey B Waage, 12.9.2008 kl. 10:05
Innilegar hamingjuóskir með daginn í gær elsku Ásthildur mín.
Risaknús í kúluhöllina
Kidda (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 10:36
Ég óska þér aftur til hamingju með afmælið. Segðu mér eitt. Hefur íbúum á Vestfjörðum ekki fjölgað eftir að þú fórst að birta þessar frábæru myndir?
Helga Magnúsdóttir, 12.9.2008 kl. 14:25
Til lukku með daginn elsku Ásthildur mín - kveðjur frá Spáni. Fæ líka heimþrá þegar ég skoða myndirnar þínar - rétt eins og helga þarna einhvers staðar uppi... knús og kram.
Tigercopper (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:41
Ein svolítið sein að fatta ... TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ! ....
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.9.2008 kl. 14:43
Til hamingju með afmælið!
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.9.2008 kl. 16:16
Elsku Ía, Innilega til hamingju með afmælið í gær(það eru fleiri seinir að fatta) Góða skemmtun til ykkar akkar allra á helginni
Knús á ykkur sem ég þekki :) 
Elísabet Sigmarsdóttir, 12.9.2008 kl. 18:53
Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn, yndislega kona!

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.9.2008 kl. 19:52
Hæ aftur. Ég var að klukka þig. Kíktu á síðuna mína.
Laufey B Waage, 12.9.2008 kl. 20:06
Takk öll slömul. Laufey ég geri það á morgun. hehehehe... Love you all.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2008 kl. 21:22
Elsku Ásthildur, innilega til hamingju með daginn. Megir þú verða fjörgömul, hress og geislandi eins og ég veit að þú ert ævinlega.
Kolbrún Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 21:25
Til hamingju með daginn elsku Ásthildur

Huld S. Ringsted, 12.9.2008 kl. 21:41
Hjartans þökk
Æ hvað þið eruð öll yndæl.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2008 kl. 21:46
Innilega til hamingju með áfangann!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2008 kl. 16:28
Til hamingju með daginn og takk fyrir myndirnar. Það er alltaf sama stuðið hjá þér!
Haukur Nikulásson, 14.9.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.