Myndir undir svefninn.

Hér gengur allt sinn vanagang eins og venjulega.

IMG_1733

Litla Evíta hefur ýmsa þröskulda yfir að fara LoL Og lætur sig ekki muna um, þessi elska Heart

IMG_1739

Cat on a hot thin roof, hehehe Brandi finnst gott að sitja ofan á bílnum mínum, sérstaklega þegar ég er nýkomin heim og vélin heit.  LoL

IMG_1742

Hanna Sól á leið með afa og ömmu í sund.

IMG_1743

Bara svona að minna á lognið og góða veðrið á ísó.

IMG_1745

Við höfum auðvitað okkar eigið mjólkursamlag.  Og hér hefur ýmis frumkvöðlastarfssemi farið fram.  Vonandi fáum við að njóta áfram mjólkursamlags Ísfirðinga um ókomin ár.

IMG_1747

Gamli bærinn okkar "kínahverfið" svokallaða er einstakt í bæjarfélagi, og ég vona að yfirvöld, þ.e. þegar við fáum góða bæjarsstjórn sjái sóma sinn í að gera veg þess og vanda sem mestan. 

IMG_1750

Smábátahöfnin í allri sinni dýrð, bráðum verða bátarnir teknir upp á land fyrir veturinn.

IMG_1751

Ekki þessi samt, þar sem hann hefur hlutverki að gegna árið um kring.

En við fórum sum sé í sund á Suðureyri, og tókum með okkur brauð, svona til að gefa öndunum, sem eiga heima á tjörninni þar.

IMG_1752

Þær voru samt ansi aðgangsharðar við litlar stubbur, svo þeim þótti nóg um hehehehe

IMG_1753

Best að forða sér LoL

IMG_1754

Og stóra systir engu betri LoL

IMG_1756

En þá er gott að eiga afa, sem bjargar öllu við...

IMG_1764

Og það var handagangur í öskjunni...

IMG_1769

Og jafnvel var hægt að halda á unga.

IMG_1770

Manni stendur nú samt ekki alveg á sama, jafnvel þótt að afi sé með manni sko !

IMG_1773

Stóra systir samt ákveðnari.

IMG_1775

Svo fórum við í sund. 

IMG_1779

Hanna Sól syndir eins og selur, ótrúleg alveg þó hún sé bara fjögurra ára.

IMG_1787

Og gaman í heita pottinum líka.

IMG_1789

Og litla skottið alveg tilbúin á laugarbakkanum, eins gott að fylgjast vel með henni.

IMG_1795

Og það þarf að huga að ýmsu.

IMG_1797

ef þið haldið að það séu ekki myndarlegir menn í lauginni á Suðureyri, þá er það einfaldlega rangt, hér er Andrew frá Þýskalandi, Jói frá Suðureyri og Elli frá Ísafirði, allir flottir. Tounge

IMG_1801

Svo var horft smávegis á sjónvarpið, fyrir kvöldmatinn.

IMG_1803

Dúkkur þurfa líka að pissa sko.

IMG_1798

Reyndar var himnagalleríið opið í kvöld eins og sjá má.

En ástæðan fyrir að ég set þetta svona seint inn, er auðvitað að ég var að horfa á góða spæjaramynd, og reyndar fyrr í kvöld horfði ég á Kurt Vallander hinn sænska, sem var þrusugóður. 

Svo ég segi bara góða nótt mín elskuleg, og takk innilega fyrir mig. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sömuleiðis og takk fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann er ekki alltaf árennilegur fiðurfénaðurinn og þá eins gott að hafa varann á sér.   Annars virðist það vera meiriháttar upplifun hjá þeim litlu að fara í sund á Suðureyri.

Jóhann Elíasson, 10.9.2008 kl. 08:07

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

..takk fyrir yndislegar myndir og að deila þessu fallega lífi sem þið eigið saman með okkur hinum !

Sunna Dóra Möller, 10.9.2008 kl. 08:33

4 identicon

Ásthildur skrifar: "Gamli bærinn okkar "kínahverfið" svokallaða er einstakt í bæjarfélagi, og ég vona að yfirvöld, þ.e. þegar við fáum góða bæjarsstjórn sjái sóma sinn í að gera veg þess og vanda sem mestan."

Úff já, ég bý í "Kínahverfinu" og ég get varla boðið dóttur minni út að hjóla með mér vegna skemmda á Tangagötunni, þarf nánast að bera þríhjólið hennar í næstu götur svo við getum hjólað. Göturnar í þessu hverfi eru til háborinnar skammar og þá meina ég "slitlagið" sem mætti frekar kalla "holulagið" því það eru fleiri holur en sléttir fletir þarna.

Annars bara kvitt og kveðja,

Gústi holubúi

Gústi (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 08:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Helga mín.

Mín er ánægjan Sunna Dóra mín.

Takk Ditta mín.

Gústi, það er rétt göturnar þarna eru til háborinnar skammar, og mér er sagt að allar leiðslur og rör séu líka ónýt undir.  Það fer því að vera brýnt að taka þessar götur í gegn.  Helst vildi ég sjá þær hellulagðar upp á gamla mátan, og að bílaumferð væri sem mest bægt frá þeim, þannig að einungis fari þar um þeir sem þurfa að aka þar um, annað hvort þeir sem þar búa, eða heimsendingar einhversskonar.  Það vantar ekki mikið upp á að þetta sé flottasta hverfi á Íslandi að mínu mati.  Jamm á sá ykkur í holunum í gær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 10:13

6 Smámynd: G Antonia

 bara æðislegt að kíkja hingað -alltaf- flottar myndir og skemmtilegar frásagnir.. góðar kveðjur á þig **

G Antonia, 10.9.2008 kl. 10:32

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

"Kínahverfið" er æðislegt og skömm að því að því sé ekki haldið við. Kannski við ættum bara að senda ykkur Óla F. hann er svo mikið fyrir gömul hús og umhverfi þeirra.

Helga Magnúsdóttir, 10.9.2008 kl. 10:32

8 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 10.9.2008 kl. 11:30

9 Smámynd: Faktor

Ég hef aldrei heyrt eða séð að gamli bærinn okkar sé nefndur "Kínahverfi", einhverjir hafa nefnt hann "Kardimommubæ".  Við hljótum að geta fundið honum eitthvert heiti við hæfi, þ.e. okkar heiti, ekki lánað eða stolið annars staðar frá

Það væri frábært að sjá drauminn um hellulagðar götur í gamla bænum okkar, þröngu götunum, hellulagðar, ekki síst tengingu á milli gömlu kaupstaðanna þriggja (sbr. það sem ég fjallaði um í síðustu færslunni hjá mér www.faktor.blog.is ).  Það er búið að tala lengi um að merkja þá.  Árið 1993 unnu þær Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt og Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur, að húsakönnun, gerðu rit sem inniheldur myndir og lýsingu á húsum á Ísafirði.  Þar var að nokkru rakin bygginga- og eigendasaga þeirra.  Ritið kom út í örfáum eintökum, er til á bókasafninu okkar og fjallar um kaupstaðina þrjá (eða fjóra) í Ísafjarðarbæ.    

Faktor, 10.9.2008 kl. 11:31

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Faktor, ertu að segja mér að þú hafir aldrei heyrt þetta Kínahverfisnafn ? það er komið til einmitt vegna smæðar húsanna og þrengslil gatnanna.  Já það væri gaman að sjá þetta gert almennilega og fallega upp, eins og svo mörg húsanna, sem fólk hefur haldið vel við.

Knús Brynja mín.

Helga mín Ólaf F.  Ætli hann hafi nú ekki nóg með barningin í Reykjavík. 

Takk G.Antonía mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 11:40

11 Smámynd: Faktor

Segi og skrifa, nei ég hef aldrei heyrt þetta fyrr!  Verð að segja af ég kann þó betur við hitt viðurnefnið, en helst ættum við að nota okkar nafngift yfir gamla bæinn okkar.

Faktor, 10.9.2008 kl. 12:07

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er náttúrulega til Dokkan, en hún nær sennilega ekki yfir allt kínahverfið.  En þá er bara að leggja hausinn  í bleyti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 12:09

13 identicon

Alltaf gaman að skoða bloggið hjá þér Íja mín. Flottar myndir. Eitt er víst að það er alltaf nóg að gera hjá ykkur Ella. Það er öruggt að þið lifið ykkur inn í afa og ömmu hlutverkið.

Kveðja Auður Matt.

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 12:50

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir eins og vant er Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.9.2008 kl. 13:30

15 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ekki er ég hissa á því að þær hafi orðið smá hræddar við atganginn í öndunum en þetta hefur samt verið rosa gaman, og gaman að geta haldið á unga  Þetta eru bara hinir mestu myndarmenn þarna í pottinum. Takk fyrir skemmtilega myndasögu.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 10.9.2008 kl. 14:57

16 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Það er aldeilis hvað Amma og Afi eru heppin að eiga svona stóran og yndislegan barnabarna hópog þau litlu rík að eiga svona flotta Ömmu og flottan Afasem eiga með þeim svona yndislegan tíma og það veður geymt en ekki gleymt um aldur og æviég var líka svona Rík að eiga bestu Ömmu sem hægt var að óska sér og átti þar með henni Dýrmætan tíma

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.9.2008 kl. 18:23

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2008 kl. 19:20

18 identicon

Frábær myndin af Hönnu Sól með ungann. Hún er ekki kjarklaus að þora að taka hann, það er sitt hvað að horfa og halda á. Það er alltaf gaman að fylgjast með því sem er að gerast hjá þér og þínum. Sjáumst um helgina.

Dísa (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 21:12

19 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábærar myndir, takk fyrir mig og knús á ykkur öll.

Mér finnst Dokkan flott nafn

Sigrún Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 21:44

20 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk fyrir hið daglega líf

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 10.9.2008 kl. 21:57

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigrún mín, já Dokkan getur alveg dugað, eða Dokkuhverfið.  Fékk sms frá vinkonu minni frá Noregi í dag, henni Kollu minni, sem sagði að það væri niðurlæging að kalla neðribæinn okkar Kínahverfi  Knús á þig Kolla mín.

Já hún er kjarkmikil þessi dúlla Dísa mín.

Takk Jóna Ingibjörg mín, ég var einmitt að lesa pistil eftir þig í 24 stundum, Örasögur, flott eins og venjulega

Knús Guðlaug mín.

Knús Hrönn mín.

Linda mín takk fyrir þetta, já það er dásamlegt að geta átt góða tíma með ástvinum sem maður elskar, eiginlega ómetanlegt.

Takk Sigrún mín, já atgangurinn var mikill, og ef maður spáir í stærðina, hehehehehe... þá verður þetta ennþá meira skerí knús á þig elskuleg mín.

Knús á þig lika Katla mín elskuleg.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 21:57

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara flottust
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.9.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband