Um daginn lagðist landið á hvolf yfir ungum manni sem var vísað fyrirvaralaust út landi, ég var alveg sammála því og gladdist yfir því hve fólk stóð vel saman. En ég hef hvergi séð neinn ræða um annað tilfelli sem er að mínu mati svo mannfjandsamlegt að það er ótrúlegt að það fólk sem hæst gólaði yfir Frjálslynda flokknum og meintum útlendingafjandskap þeirra, virðast ekki hafa gert neitt til að gera landið lýðræðislegra og betra fyrir erlent fólk að setjast hér að:
Kom 17 ára
sendur úr landi
23 ára_
Vísað úr landi því leyfi vantar _ Íslendingar þurfa að senda soninn til gamallar ömmu áFilippseyjum _ Hann hefur búið hjá foreldrum sínum í Þorlákshöfn í 5 ár Evu Erlendsdótturbeva@24stundir.isÚtlendingastofnun hefur úrskurðaðað Mark Cumara, 23 ára Þorlákshafnarbúi,þurfi að vera farinnaf landi brott um miðjan september.Móðir hans og uppeldisfaðireru bæði íslenskir ríkisborgarar oghafa búið á Íslandi síðasta áratug.Systir hans, amma hans og afi á Íslandieru líka íslenskir ríkisborgarar.Skiljum þetta ekkiMark er flakari hjá Frostfiski, ogþar vinnur öll fjölskyldan. Hanner duglegur, vinnur vel, mætir alltafá réttum tíma og borgar sína skattaog sín lán. Nú á bara að senda hannút, segir Alexander Aksel Andrésson,pabbi Marks.Við þekktum ekki reglurnar ogvorum ekki vöruð við því að allt í einu yrði hann ólöglegur heima hjásér. Alexander skilur ekki hversvegnavegna fjölskyldan fær ekkifrest. Útlendingastofnun segirnei. Hann trúir því ekki að vísaeigi syninum úr landi, frá foreldrumsínum, heimili og vinnustað,þar sem allt hefur verið í góðu lagiárum saman. Hann á bara einagamla ömmu á Filippseyjum,hvernig á hann að lifa þar? Mammahans fékk ríkisborgararétt 2006 enhann ekki, en okkur datt samt ekkií hug að hann ætti bara að fara frálandinu. Ofan á önnur vandræði ernú verið að útvega Mark nýtt vegabréfmeð mikilli fyrirhöfn. Súvinna fer í gegnum Noreg, því Filippseyjareru ekki með sendiráðhér á landi. Við höfum hvorki flugmiðané vegabréf ennþá og vildumhelst fá frest og hjálp við að geraMark löglegan í landinu, því hanner ekkert minni Íslendingur envið, segir Alexander. Útlendingastofnunsegir foreldra bera ábyrgðá því að börn hafi dvalarleyfi þar tilþau eru lögráða og eftir það beriþau ábyrgðina sjálf. Stofnunin getiekki tekið það að sér. Lög kveði áum að útlendingur í ólögmætridvöl fari úr landi. Mál Marks erekki í brottvísunarferli, en engu aðsíður er honum gert að hverfa úrlandi fyrir 16. sept. Hann bað umlengri frest en fékk ekki. Sækja þarfskriflega um frest og tilgreinaástæður.
Ég verð að segja það alveg eins og er að ég skil ekki þetta sjónarmið, og ég skil ekki af hverju íslensk stjórnvöld gera ekki stjórnsýsluúttekt á starfsfólki í útlendingastofu. Því þar er fólk með einhver annarleg sjónarmið, sem ekki standast almennar viðmiðanir okkar íslendinga.
Á sama tíma erum við að hleypa inn í landið allskonar vafasömum einstaklingum, sem ekki má biðja um sakarvottorð, mafíósa, og rumparalýð, sem kemur hingað í þeim tilgangi einum að ná til sín fjármunum á óheiðarlegan hátt.
Og svo erum við að senda út þekktan barnaníðing, í biblíuskóla, inn á heimili fólks með börn.
Ég verð að segja að það er eitthvað heilmikið brenglað hjá okkur heilbrigðisgenið. Hvað erum við eiginlega að hugsa, að leyfa þessa mismunum á fólki.
Þarna er á ferðinni drengur, sem er orðin íslendingur, hefur verið hér í 6 ár, talar væntanlega reiprennandi íslensku, og er orðin íslenskum háttum vanur. Og við ætlum að skutla honum burtu, aðskilja fjölskyldu og vini, og burtu bara með hann. Ég á ekki orð. Ég vil biðja þá sem tóku upp málstaðin fyrir unga manninn um daginn, Ramses að koma nú með mér og hafa hátt um þennan brottrekstur.
Við viljum að fólk sem hingað kemur til að setjast hér að, til að vera hér, fái að gera það í friði fyir einhverjum aðilum, sem eru búnir að skipta þjóðfélaginu niður í æskilega og áæskilega íslendinga.
Og ég skora á stjórnvöld að skoða hvaða meðferð fólk fær sem hingað kemur, og hvernig búið er að þeim einstaklingum sem hér vilja dvelja og vinna. Það er ansi margt gruggugt í því vatni, eins og sá ágæti Geir H. sagði einhverntíman svo smekklega um Frjálslynda flokkinn og fólkið í honum. Ætli Geir ætti ekki að skoða gruggið í eigin bakgarði, og hann má alveg hafa frúna útumalltþeytandi með sér í þeirri gruggskoðun. Og hana nú!
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022942
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er vitanlega ekkert annað en fáránlegt. Það er eins og þessi blessuð stofnun sé að hefna sín fyrir að úrskurður hennar um Ramses hafi verið dæmdur ógildur. Þá er bara að reka einhvern annan og gá hvort þeir komist ekki upp með það. Mér finnst ekki síðri ástæða til að mótmæla þessu en máli Ramsesar á sínum tíma.
Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 13:52
Ég er búin að blogga um þetta mál og núna rétt áðan var ég að lesa um það inni hjá Bjarna Harðar að drengurinn verði ekki sendur úr landi.
En helvítis reglur eru þetta sem gera ekki ráð fyrir manneskjunum á bak við þær.
Breyta þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 14:24
Tek undir hjá síðasta skrifara,hef líka á tilfinningunni að nú vanti að gera úr þessu pólitík.það vantar 101 liðið. En þetta er ólíðandi hvernig komið er fram við þennan dreng.
Rannveig H, 9.9.2008 kl. 14:27
Lög eru náttúrulega lög þó sum séu ólög. Þetta fólk er sjálfsagt að framfylgja lögunum. En þá þarf að breyta lögunum og gera þetta í þá átt sem kalla mætti mannlegt. Það eru sjálfsagt einhver mistök hjá þessum unga manni, að vera ekki búinn að fá tilskilin leyfi en það ætti þá bara að vera hægt að aðstoða hann við það. Er hann ekki bara jafn góður og gildur þegn eins og aðrir sem borga sína skatta og skyldur hér? Ég bara trúi því ekki að það sé ekki hægt að afgreiða svona mál á mannlegri hátt!
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.9.2008 kl. 14:31
Gott að fleiri hafa tekið þetta upp á arma sína, samtakamátturinn er bestur. Þessi lög sem þeir fara eftir, virðast bara vera bundin við ákveðnar persónur. Og ég tel að útlendingastofnun hljóti að bera að tilkynna manninum að hann þurfi að fá sér dvalarleyfi og gera eitthvað í sínum málum. Ég þekki til svona mála, frá minni fjölskyldu, veit reyndar ekki hvernig staðan er með Aljöndru litlu, en bróðir hennar þurfti að fara til Svíþjóðar til að hitta ræðismanninn frá El Salvador, allt svona umstang kostar peninga, og það hlýtur að vera hægt að leysa málin, áður en til svona róttækra aðgerða er gripið. Þetta er eins og að skjóta fyrst og spyrja svo.
Ég vil að stjórnvöld fari ofan í saumana á starfseminni, og skoði hvort ekki má bæta þarna um betur. Nú ef þarf að breyta lögum, þá skulu þeir bara vinna í því. Svona er þetta okkur til háborinnar skammar, við skulum ekki gleyma fólkinu sem er búið að vera hér milli vonar og ótta í fleiri ár, og þorir ekki að róta sér af hræðsu um að vera hent úr landi. Hér þarf meiri mannúð og hluttekningu, en virðist vera hjá þessari stofnun. Sem virðist vera ansi valdamikil.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2008 kl. 14:51
Já, það er einhver brotalöm í lögum eða reglum um móttöku útlendinga hér á landi, ef marka má framgöngu útlendingastofnunarinnar. Þetta er ekki einleikið.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.9.2008 kl. 14:59
Sæl Ásthildur mín.
Þetta er ekki okkar land og lög sem ég vil kannast við,
þegar komið er að þessum málum.............................. er mikil VOND LYKT og er hún af þessu mönnum sem semja og skrifa þessi lög.
(Skyldu þeir Gulltryggja sig í launum og sposslum?)
(það væri fróðlegt að FÁ að VITA hverjir REGLUGEÐARHÖFUNDAR eru sem semja og skrifa ÓSÓMANN).
Þessi ungi maður á MINN stuðning og kærleikshug sendi ég honum..
Til Háborinnar skammar frá A til Ö.
Heyrumst.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 16:34
Hvað er eiginlega að gerast á skerinu segi ég nú bara! Skömm að þessu.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:40
Það er bara ólíðandi þetta ástand Margrét mín, ekkert minna en það.
Já Þói, til háborinnar skammar, að laga þetta ekki, ekki seinna er strax.
Einmitt Ólína mín, það er þarna einhver brotalöm, sem þarf að laga hið fyrsta. Við getum ekki unað þessu, sem upplýst þroskuð þjóð. Að hvað eftir annað komi upp svona mál, sem gerir okkur skömm til sem þjóð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:16
þetta er alveg hræðilegt . svona gerist því miður alltof oft hérna í danmörku.
já ég þarf víst að gera þetta, var klukkuð um daginn.
Kærleikur til þín
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:29
eitthvað ruglaðist ég þarna
knús
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 18:30
Það er eitthvað að þar sem fólk sem hefur búið hér ,á sitt fólk hér og hefur vinnu þarf að fara úr landi með litlum fyrirvara. Meðan aðrir eru velkomnir til að lumbra á löndum sínum og fá að koma óhindrað inn í landið með langar sakaskrár án þess að fylgst sé með. Ömurlegt. Stundum skammast maður sín fyrir gerðir þeirra sem stjórna.
Dísa (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 21:48
Það virðist sem vanti það sem kallað er á góðri íslensku "common sense" í þetta fólk hjá útlendingastofnun. Rýnt er í kaldann lagabókstafinn og honum síðan sveiflað með harðneskju hvernig sem aðstæður eru hjá viðkomandi!
Kristján H Theódórsson, 9.9.2008 kl. 22:55
Þetta er mjög svo skuggalegt mál, sýnir hvernig ríkið notar lögin einungis til að sundra og valda usla heldur en að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Lifi byltingin!
Alli
Alfreð Símonarson, 9.9.2008 kl. 23:13
Já það þarf að fara ofan í saumana á starfsseminni hjá útlendingastofnun og hverju þeir fara eftir. Sennilega þarf að koma til lagabreytingar, og stjórnsýsluúttekt á starfsseminni, ekkert minna en það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2008 kl. 00:08
Gott að lesa í athugasemdunum að drengurinn fari hvergi.
En auðvitað er þetta fáránlegt. Yfirvöldum finnst í lagi að auka á þensluna með því að fylla landið af farandverkamönnum til að vinna verkin sem við sjálf nennum ekki að vinna. Mönnum sem ætla bara að vera hér í hálft eða heilt ár til að græða peninga og fara með þá úr landi (mönnum sem sumir hverjir haga sér glæpsamlega, - förum ekki nánar út á þá varasömu braut). En venjulegt fjölskyldufólk og einstaklingar, sem vill setjast að í okkar góða landi, - og hefur jafnvel komið sér hér fyrir, - og eiga hér flestir hverjir vini og jafnvel ættingja, - þeir eru reknir úr landi. Þetta er óskiljanleg mannvonska, - og engan vegin í takt það sem við viljum.
En ég gleðst yfir því að Akurnesingar skildu sjá að sér, - og bjóða velkominn þennan hóp mæðra og barna, sem er nýkominn til þeirra. Vona að það gangi jafnvel og á Ísafirði um árið. Það var og er stórkostlegt dæmi.
Laufey B Waage, 10.9.2008 kl. 09:16
Þetta er alveg rétt hjá þér Ásthildur og veit ég að þú ert fróð um þessi málefni......
Ég sé að við erum öll sama sinnis hér......en þetta finnst mér þarft að endurtaka:
13
Það er eitthvað að þar sem fólk sem hefur búið hér ,á sitt fólk hér og hefur vinnu þarf að fara úr landi með litlum fyrirvara. Meðan aðrir eru velkomnir til að lumbra á löndum sínum og fá að koma óhindrað inn í landið með langar sakaskrár án þess að fylgst sé með. Ömurlegt. Stundum skammast maður sín fyrir gerðir þeirra sem stjórna.
Solla Guðjóns, 10.9.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.