Mömmublogg, Tjöruhús og steinfiskar.

Ég verð að biðja ykkur afsökunar á því hve ég hef lítið svarað ykkur elsku Bloggvinir.  En tíminn hleypur einhvernveginn frá mér, það lagast þegar ég verð búin að ljúka af undirbúning fyrir veturinn, og við hverfum meira inn í skammdegið.  Þá eykst sá tími sem maður hefur til að sinna þeim sem manni þykir vænt um.

En hér er smá mömmublogg.

IMG_1701

Við fórum í sund í gær til Bolungarvíkur.  Við skildum ekki í öllum bílunum sem við mættum, fyrr en við spurðumst fyrir útfrá, þá hafði verið fótboltaleikur BÍ/Bolungarvík gegn liði frá Reykjavík.  Greinilega mikill áhugi á fótbolta. En okkar menn unnu víst.  En það er rennibrautin í Víkinni sem heillar unga fólkið mitt.  Annars förum við oftast til Suðureyrar.  Reyndar var Úlfur á leið í afmæli, hann hafði keypt hring og fengið listaverk frá pabba sínum til að gefa frænku sinni, svo týndi hann fallegan blómvönd úr garðinum, ég er viss um að hann hefur slegið í gegn í afmælinu, því það voru mest dömur sem þar voru.

IMG_1705

Á eftir var svo grillað.  Afi fékk heilmikla hjálp við grillið.  Wink

IMG_1712

Það vantar salt í þetta amma hehehehehe...

IMG_1715

Nei bara að plata, þetta er fínt svona. LoL

IMG_1709

Og hann Brandur fékk nú líka knús, heldur meira en hann kærði sig um

IMG_1710

En ekki lyftir hann kló móti þessum sakleysingjum.  Enda eru þær rosalega ánægðar með Brand, ég er ekki viss um að það sé alveg gagnkvæmt.  Og þó, honum er ekki eins leitt og hann lætur LoL

IMG_1717

Og þá er að bregða sér á bak.

IMG_1719

Þær eru nú reyndar vanar stærri hestum en þessum.  En hann dugir í bili. Heart

Af því að ég er að tala um Tjöruhúsið, í sambandi við Fermingarafmælið okkar, þá eru nokkrar myndir hér þaðan.  En Maggi bauð sínu fólki upp á fiskidag í Tjöruhúsinu, Júlla mínum var boðið líka. 

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 038

Þessi frábæri drengur kom og skemmti gestunum við góðar undirtektir.

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 050

Hér má sjá meistarakokkinn sjálfan í góðra manna hópi.

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 058

Þetta ágæta fólk kom alla leið frá Austurríki, hafði heyrt um Tjöruhúsið, og langaði að fá sér góða fiskirétti, þau voru svo heppinn að lenda inn í veislunni hjá Magnúsi, en hann er annars búin að loka í ár.  Nema fyrir svona veislur eins og við verðum með á næstu helgi.

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 060

Hér er svo Júlli minn, með aðstoðarstúlku Siggu barnsmóður hans.  Hún er sænsk þessi stúlka.

En ég ætla að setja inn nokkrar myndir af því sem hann er að fást við þessa dagana.  Hann er ótrúlega góður alveg sama hvort það er með blýjanti, leður eða steina.

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 090

Ætli þessi hafi ekki fengið sér einum og mikið í Tjöruhúsinu LoL

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 096

Merkilegt hvað hægt er að gera úr einföldustu hlutum, eins og leðurreimum, grjóti og gamalli kúlu.

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 103

Fiskarnir hans eru líka flottir.

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 116

Sérstsaklega steinfiskarnir.

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 120

Ótrúlega mikið líf í steinfiski.

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 128

Flottur ekki satt ?

208.  29.8.Júlli steinalistaverk 139

Þessi er líka ótrúlega flottur. 

En nú þarf ég að þjóta, eigið góðan dag elskurnar mínar. Og takk fyrir mig. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásthildur.

Ég kannast við það að ná ekki að svara allavega ákveðnum kjarna hjá mér, en ég held að allir séu skilningsríkir á það. vegna þess að það eru svo mismunandi aðstæður hjá okkur og meira segja birtast fyrirvaralaust.

Flott Steinalist.

Heyrumst.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Faktor

Fyrir nokkuð mörgum árum kom hingað erlend listakona sem var með sýningu í Slunkaríki.  Hún vann sín verk úr því sem hún fann í fjörum, þar sem hún bjó.  Vonandi eru okkar fjörur orðnar hreinar og fínar, en það má örugglega finna ýmislegt á heimilum og víðar til að nýta í listaverk, eins og mér sýnist hann Júlli þinn vera að gera. 

Faktor, 7.9.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábærir fiskar hjá Júlla og dúllurnar ekki leiðinlegar frekar en fyrri daginn.

Það þarf enginn að kvitta neitt nema hann geti og vilji.  Það eiga ekki að vera kvaðir á blogginu með það.

Og svo höfum við mismikinn tíma mannfólkið.  Ég t.d. hef of mikinn tíma og kvitta því eins og brjálæðingur stundum.

Bloggvinkona þín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2008 kl. 15:23

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg þessi börn hjá þér. og gaman að sjá allar myndirnar hjá þér. ég og nokkrir vinir mínir komum og höldum sýningu á ísafirði næsta sumar, þá verð ég þess heiðurs aðnjótandi að hitta þig "vonandi"

kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.9.2008 kl. 15:45

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki spurning Steinunn mín, ég er þegar farin að hlakka til.  Vá hvað það verður gaman.  Hvar ætlið þið að sýna ?  Í Slunkaríki, eða ef til vill Edinborg?

Jenný, þú ert einhver sú yndælasta sem ég veit um  En ég er líka viss um að þú vilt ekki heyra það heheheheehe....

Já Faktor, Júlli gerir mikið af því að nota það sem hann finnur.  Og hann er mjög stoltur af íslenska fjörugrjótinu.  Hann fer mikið í fjörurnar, og velur steinana af kostgæfni.  Hann sér eitthvað í því, sem hann mótar svo þegar hann kemur heim. Ég er rosalega ánægð með hve vel honum hefur gengið með þetta, og verið vel tekið.  Það hjálpar honum mikið, að finna sjálfan sig.

Takk Þói minn, já víst er að enginn veit sína ævina fyrr en öll er.  Og allt í einu getur maður staðið uppi slyppur og snauður af peningum.  En ef maður hefur ræktað sjálfan sig og vináttuna og frændsemina, þá er maður samt sem áður í góðum málum.  Því það sem mölur og ryð frá ekki grandað verður ekki af okkur tekið.    Þess vegna er líka sá snauði oft auðugri en sá ríki, því hann á frelsið, og óttaleysið.  Sagði ekki einhver góður maður fyrir 2000 árum, verið eins og fuglar himinsins, látið hverjum degi nægja sína þjáningu, og fyllið ekki kornhlöðurnar.  Eða eitthvað þannig.  Þegar maður á eitthvað, þá er endalausar áhyggjur af því að tapa því.  Þannig að það er nokkuð víst að þó áhyggjurnar séu mismunandi, þá eru þær ekkert minni hjá þeim sem allt á, en þeim sem ekkert hefur.  Bara mismunandi.  Ég vildi óska að fólk áttaði sig á þessu, og minnkaði græðgina aðeins, og deildi því sem of mikið er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 15:57

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 7.9.2008 kl. 17:08

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 7.9.2008 kl. 18:38

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þau eru mjög falleg listaverkin hans Júlla. Hann er vonandi kominn á réttan stað í lífinu. Það sést líka á myndinni af honum, að hann geislar af friði og fegurð eða hvernig sem maður orðar það...það er eitthvað við augun í honum.

Úlfur er algjör sjarmur, hann hefur örugglega heillað stelpurnar  Ég er nú viss um að Brandi mislíkar ekkert að fá svona stelpuknús af og til

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.9.2008 kl. 21:07

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Svo ég noti nú bara mín sterku lýsingarorð þá eru fiskarnir "geðveikislega flottir"

Solla Guðjóns, 8.9.2008 kl. 00:12

10 identicon

Hæ elsku Ásthildur, ég er alveg heilluð af fiskunum hans Júlla, ekkert smá flottir Myndirnar þínar frábærar eins og venjulega, knús á alla í kúlunni og aðra fjölskyldumeðlimi

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 00:13

11 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Er komin á stjá og því byrja ég á því að klukka þig.........svo KLUKK!!!!

Kíktu á síðuna mína og taktu afrit

Takk fyrir fallegar myndir og góð skrif

Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.9.2008 kl. 00:49

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

edinborg, mér skilst að slúnkaríki sé flutt þangað. við sóttum um í slúnkaríki og var okkur tjáð að edinborg væri komin í staðin. það verður ljúft að vera þarna með ykkur öllum.

kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.9.2008 kl. 06:03

13 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 8.9.2008 kl. 06:08

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Brandur er mikið gæðablóð.  Hann Júlli er sko sannur listamaður, verkin hans eru alveg snilldarleg.

Jóhann Elíasson, 8.9.2008 kl. 09:40

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til þín, fallegar myndir og stórt knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.9.2008 kl. 10:58

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flottar myndir frá flottri konu. Hafðu bara þína hentisemi og svaraðu þegar þér hentar og hefur tíma. Held að við gerum það öll.

Helga Magnúsdóttir, 8.9.2008 kl. 11:05

17 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 8.9.2008 kl. 11:46

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús Annar Ragna mín.

Takk Helga mín.

 Stórt knús til þín líka Katla mín.

Takk Ditta mín.

Takk Jóhann  Já Brandur kann tökin á telpunum. 

Knús á þig Helga skjól mín.

Já Edinborg er flottur staður Helga mín.

Þú ert nú meiri kerlinginn Margrét mín

Takk knús á þig líka Beta mín.

Hehehehe kemst vel til skila Solla mín.

Sigrún mín, já ég vona að Júlli sé búin að finna sig og lífið. 

Knús Huld mín

Knús Sunna Dóra mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022943

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband