Mýrarbolti - taka tvö.

Ég lenti í smáævintýri í gær, alveg óvænt.  Ég heyrði sum sé í fréttum að fólk var hvatt til að mæta inn í Tunguskóg, til að vera statistar í mynd sem bretar eru að gera um mýrarbolta.  Ég hugsaði með mér að það væri gaman að taka nokkrar myndir á bloggið mitt, Ásthildur var nýsofnuð, og ég bað Úlf að hlusta eftir henni fyrir mig, meðan ég skryppi smástund inn í skóg.

En þegar ég mætti á svæðið, voru ekki margir komnir, ísfirðingar eru oft dálítið seinir á sér, og sumir feimnir, það var til dæmis fullt af fólki í berjamó hinumegin við ána, þar sem sást vel yfir Tounge En sum sé, þar sem svona fátt var, og mikið stóð til, endaði með því að ég slóst í hópinn, og tók þátt í öllu saman. 

Það var reyndar alveg rosalega gaman.

IMG_1372

Það fyrsta sem ég sá voru tveir slökkviliðsbílar á bólakafi í grasinu.  Þeir höfðu verið kallaðir til, til að sprauta vatni yfir mýrarboltasvæðið.  Eins gott að ekki kviknaði í einhversstaðar nákvæmlega þarna.

IMG_1373

Strákarnir við pollinn voru svo að heilgrilla læri ofan í mannskapinn. nammi namm.

IMG_1376

Bílliinn á kafi, byssan spennt, og auðvitað er þarna gott útsýni til myndatöku.

IMG_1377

Klappstýrur voru þarna auðvitað, og svo Hálfdán Bjarki sem var einn af aðalkörlunum þarna, enda er hann upplysingafulltrúi bæjarins og þar að auki vanur mýrarboltamaður.

IMG_1378

Skólabróðir minn hann Magni mættur líka í stígvélum, vanur maður.

IMG_1381

Hér átti að fara fram heimsmeistaramót í Mýrarbolta, milli Íslendinga og Tékka, hér eru tékkarnir, einhver gárunginn sagði að hluti af þeim væru gúmmítékkar, því þeir fengu lánaða þrjá ísfirðinga LoL

IMG_1384

Það liggur mikil vinna á bak við svona mynd.  Ég held að þetta sé stuttmynd, og verði sýnd á BBC world.

IMG_1385

Það þarf að huga að ýmsu, og mikið um að vera hjá leikstjóra og framleiðanda.

IMG_1389

ég held samt að þeir hafi gleymt að tala við álfana og huldufólki í dalnum, því marg gekk á afturfótunum til að byrja með.

IMG_1396

Hér er tékkneskaliðið komið í búningana sína.

IMG_1406

Málið er að við áttum að ganga á eftir leikmönnunum að leikvangnum, en fyrst átti að sprauta í fallegum boga vatni yfir leikvanginn.  hehehehe... en málið var að úðinn fór yfir okkur öll hin, hér eru menn að forða sér undan vatninu.

IMG_1410

En það tókst svo að lokum að sprauta á leiksvæðið en ekki fólkið.

IMG_1413

Her er myndin svona í þverskurði.  Það er maður sá sem þarna tekur myndina, sem vinnur verðlaun í ljósmyndasamkeppni á mýrarbolta. 

IMG_1414

Jæja þá fer að koma að því að fara ofan í drulluna.

IMG_1415

Bæði liðin komin á sinn stað.

IMG_1416

en fyrst var boðið í hádegismat. 

IMG_1426

Og fólk var orðið svangt.  Þetta var ævintýri út af fyrir sig.

IMG_1429

Og svo þurfti að koma bílunum í burtu, það var minna mál, þegar þeir höfðu tæmt 2000 lítra af vatni.

IMG_1436

Og gekk bara nokkuð vel.

IMG_1441

Áhorfendahópurinn var líka fjölþjóðlegur.  Og það var reyndar komin ágætis stemning í mannskapinn  þegar hér var komið sögu. Allirsem einn maður, bæði leikarar, leikumsjónarmenn og ´horfendur.

IMG_1444

Það hafði líka fjölgað í áhorfendaskaranum.

IMG_1452

Veðrið var líka gott hlýtt og logn.  Hér er verið að instructera mannskapnum.

IMG_1459

Og dómarinn komin út í drulluna LoL Þetta er reyndar yfirmaður tæknideildar bæjarins.

IMG_1461

Sómir sér vel þarna í drullunni.

IMG_1460

Og hefst þá leikurinn, ég held að þeir hafi bara átt að leika smástund, en það voruallir svo spenntir, bæði leikendur og áhorfendur, að þeir léku fullan leiktíma, ótrúlegt alveg.

IMG_1462

Það þarf endalaust að vera að skoða og athuga, næsta skref er svo sjálfur leikurinn.

IMG_1464

Þeir voru ekki með neitt stíft prógramm eða handrit, hvað eigum við að gera næst, sögðu þeir.  En í staðin fá þeir örugglega skemmtilegri og líflegri myndskot.

IMG_1465

Hér er svo einn af leikendum framtíðarinnar.  Pabbi hans var ansi vel liðtækur í slagnum.

IMG_1467

Já svona á að gera þetta !

IMG_1472

Og þá er drullann á fullu.

IMG_1478

Slagurinn byrjaður.

IMG_1487

Viðbúnir tilbúnir nú.

IMG_1488

Íslendingarnir.

IMG_1496

Fyrsta markið varið.

IMG_1499

Og spenna komin í leikinn.

IMG_1502

Hér er varið hjá tékkunum.

IMG_1504

Og eins og sjá má, er hiti í mönnum.

IMG_1505

Oh boy!

IMG_1522

Örtröð við markið.

IMG_1525

Maður og bolti.

IMG_1528

Stundum var erfitt að greina boltan LoL

IMG_1540

Og smátt og smátt runnu jafnvel leikmennirnir saman við drulluna.

IMG_1543

Ótrúlegt að horfa á þetta.

IMG_1547

Og ef maður spáir í orkuna sem fer í þetta.  Það er ekki nema fyrir fílhrausta menn og konur að spila þennan mýrarbolta.

IMG_1549

enda var farið að draga af mannskapnum undir það síðasta.

IMG_1561

Þetta er sko ekki auðveldasta sport í heimi.

IMG_1562

Enn og aftur maður og bolti LoL

IMG_1568

Og maður á mann LoL

IMG_1575

Leikurinn endað svo 1x1, jafntefli.  Og mennirnir gjörsamlega uppgefnir, því í mýrarbolta, skipta menn út reglulega í liðunum, þar sem þetta reynir svon mikið á.  En hér var engu sliku til að dreyfa.

Svo ef til vill hefur hér verið slegið heimsmet í úthaldi í íþróttiinni, hver veit?

 

IMG_1576

Leiknum lokið, og mennirnir komnir á land.  Pása fyrir tökulið og leikendur, áhorfendur farnir að mjaka sér heim, og tími á mig að koma mér heim til minna unga.  En mikið var þetta annars skemmtilegt, ef ég hefði vitað að ég ætti eftir að standa framan við myndavélar, hefði ég örugglega sett á mig smá málningu og allavega greitt á mér hárið LoL en auðvitað þarf líka skessur í svona viltar myndir.  W00t Annars takk fyrir mig og takk fyrir skemmtilegan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið hefur verið gaman að vera þarna en þvílík drulla hehe hafðu það gott Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2008 kl. 16:02

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Maður fær nú bara harðsperrur í fæturnar við að skoða myndirnar, þetta er svo hrikalega erfitt!

Kveðjur í kúluna.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 31.8.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Takk fyrir sýninguna á Mýrarboltanum. Ég held ég mundi ekki vilja stunda þessa íþrótt, ég hallast meira að einhverju þrifalegu.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.8.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Katla mín.

Kveðja til þín líka Þórdís mín, jamm ég myndi ekki vilja spila svona.  En þau sem hafa gert það, segja að þetta sé rosalega gaman.

Hehehe Ólöf mín, já ætli það ekki.  Veit satt að segja ekki alveg hvernig fólki fer svo heim til sín eftir leikinn, svo sannarlega eru þau ekki bíltæk

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2008 kl. 17:46

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég sé hana nöfnu þína fyrir mér sem framtíðarspilara í Mýrarboltanum

Sigrún Jónsdóttir, 31.8.2008 kl. 18:21

6 identicon

Frábærar myndir úr drullunni. Fara þau ekki bara í ána og keyra svo nakin heim? Sannfærð um að nafna þín væri til í að prófa, en ekki stóra systir virðist ekki prinsessuvænt.

Mamma Mia finnst mér eins og fleirum frábær, leikararnir virðast skemmta sér frábærlega og hafa ekki ahyggjur af að vera hallærisleg. Mér finnst gaman að sjá fólk sem tekur sjálft sig mátulega hátíðlega. sýnir líka að þau eru fullgild ennþá.

Dísa (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 18:33

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Segi sama, fengi mikla útrás í svona drulluíþrótt.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 20:04

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Heart Glitter Graphic - 5Innlitskvitt og knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.8.2008 kl. 20:20

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gaman að þessu en þetta hlýtur að vera skelfilegt púl! mig verkjar nú bara í fótleggi við að skoða myndirnar

Huld S. Ringsted, 31.8.2008 kl. 20:56

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún mín ég held bara að þú hafir rétt fyrir þér þarna með hana Ásthildi yngri

Í mýrarboltanum, þá fóru þau í ána, en sumir löbbuðu heim, veit ekki hvernig þar er þarna, þar sem þeir voru jú að leika í kvikmynd.  Ef til vill fóru þeir í eitthvert skottið hehehehe.... naktir eða ekki.  en það er nefnilega málið með Mamma Mía, leikararnir virtust algjörlega sleppa sér og bara vera að gera eitthvað sem þeim fannst skemmtilegt.

Kolbrún mín, ég vildi gjarnan sjá þig hér í drullubolta næstu verslunarmannahelgi

Knús á þig líka Linda mín.

Já Huld mín, ég held að þetta sé rosalegt púl, en þeir sem taka þátt, segja að þetta sé rosalega gefandi og skemmtilegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2008 kl. 21:37

11 Smámynd: Laufey B Waage

Takk fyrir þessar skemmtilegu myndir af prinsinum mínum og hinum drullusokkunum. Auðvitað er minn aðal.

Laufey B Waage, 31.8.2008 kl. 23:06

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Magnaðar myndir að vanda. Allt of langt síðan ég hef kíkt á þig er svo busy með hundinn.  Kærleikskveðja vestur  og hafðu það sem best

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 23:17

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalegur subbugangur er þetta í ykkur.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 00:11

14 identicon

alveg frábært, ég væri til í smá útrás þarna!

alva (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:33

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Laufey mín, strákurinn stóð sig vel, var bæði túlkur, aðstoðarstjórnandi og leikari, og ég veit ekki hvað. 

Kærleikskveðja til þín líka Ásdís mín, og mundu að fara vel með þig.

Jamm Jenný, þetta er sko subbugangur og drullumall

Já er það ekki Alva mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2008 kl. 10:23

16 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þetta hlýtur að vera ofsalega gaman þótt erfitt sé. Frábærar myndir sem þú hefur tekið þarna. Máluð eða ekki máluð, ég held þú sért bara flottust orginal, þeir hafa haft þarna alvöru víkingakonu

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.9.2008 kl. 12:16

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha takk Sigrún mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2023961

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband