Lognið er að flýta sér í dag.

Veðrið var kolvitlaust í morgun, þegar við fórum á leikskólann.  En það er orðið betra núna, hefur lægt heilmikið og steinhætt að rigna. 

IMG_1326

Já himininn var dálítið ógnvænlegur í morgun ekki satt ?

IMG_1327

Þessi var reyndar tekin seinnipartinn í gær, sjáið birtuna, hún er mjög sérstök.

IMG_1330

Minnir mann hálfgert á tröllasögur.

IMG_1334

En svona er náttúra íslands, óbeisluð, og óviðjafnanleg.

IMG_1335

Ekki algeng sjón hér, hvítfryssandi haföldur.

IMG_1336

Og allir fuglarnir komnir á land.  Eða að láta vindinn bera sig.  Einn sem ég mætti átti í erfiðleikum með að fljúga gegn vindinum frá bílnum mínum.  Ég varð að hægja á mér svo hann kæmist framhjá.

IMG_1338

Já þeir eru allir sestir upp blessaðir.

IMG_1328

En Hanna Sól og Ásthildur atidur, eins og hún segir sjálf, fóru til berja í gær, í yndælisveðri, og týndu nokkur krækiber.  Og svo var borðað, og Sigurjóni boðið að borða líka. 

Annars er góð saga að grallaranum Ásthildi frá leikskólanum.  Í gær þegar ég sótti þær, var forstöðukonan alveg miður sín, þá hafði sú stutta skriðið upp úr vagninum þegjandi og hljóðalaust, hún var bæði bundinn niður í vagninn og svo með hljóðtæki.  En allt í einu var hún bara komin út á tún.  Þær spurðu mig hvort ég vildi að hún svæfi inni til öryggis, en ég taldi það ekki þurfa.  Okkur fannst skrýtið hvernig hún gat losað sig úr vagninum, því það virtist ekkert hafa opnast. 

Í dag, sagði forstöðukonan mér að vegna roksins þá svaf hún inni, og þær horfðu á hvernig hún smokraði sér úr beltinu, án þess að opna það og án þess að gefa frá sér nokkurt hljóð.  Amma verður því annað hvort að kaupa nýtt beisli, eða láta hana sofa inni. LoL Hún  algjör prakkari.

IMG_1332

Þessi var svo tekinn í morgun.  Ásthildur er ekki að gráta vegna þess að hún vilji ekki fara á leikskólan heldur á ég að halda á henni hehehe.... Hin er svo að pósa í prinsessukjólnum sem hún fékk að fara í í morgun á leikskólann.

En sum sé veðrið er orðið bara nokkuð gott hér.  Og vonandi allstaðar annarsstaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís

Heheh, litli grallarinn hún Ásthildur  

Bryndís, 29.8.2008 kl. 17:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún er alveg ótrúleg þessi stelpa

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.8.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Magnaðar skýjamyndir og yndisleg börn

Sunna Dóra Möller, 29.8.2008 kl. 19:33

4 identicon

Flottar veðurmyndir. Og stelpurnar eru óborganlegar, virðast vera sín af hvorum pólnum, prinsessa og púki. Nafna þín verður einhvern tíma góð, dugir ekki einu sinni að binda hana. Hún er eins og Houdini töframaður, losar sig úr fjötrum.

Dísa (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Alveg finnst mér þetta vera eftir henni Ásthildi, hehe, lætur ekki setja sig í fjötra  Tignarlegar skýjamyndirnar, orkan sést flæða um! Góða helgi mín kæra.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 29.8.2008 kl. 20:05

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Myndirnar klikka ekki hjá þér frekar en fyrri daginn.

Jóhann Elíasson, 29.8.2008 kl. 20:18

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þær eru yndislegar, prinsessan og grallarinn.  Knús á ykkur öll í Kærleikskúlu.

Sigrún Jónsdóttir, 29.8.2008 kl. 20:39

8 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Já,þvílíka rokið sem hefur gengið yfir. Algjörar dúllur þessi börn.. Sjáumst.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 29.8.2008 kl. 21:28

9 Smámynd: Brynja skordal

Flottar eru veðurmyndirnar en krílin toppa þær Hafið ljufa helgi fyrir vestan knús í kúluna

Brynja skordal, 29.8.2008 kl. 22:02

10 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Flottar veðurmyndirnar og litlu dúllurnar þínar enn flottari, gaman að vera komin aftur á stjá hér

Guðborg Eyjólfsdóttir, 30.8.2008 kl. 00:55

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Ásthildur mín.

Flott himnagalleríið og úfinn sjórinn.

Myndirnar klikka ekki og börnin alltaf jafn flott.

Ásthildur flott að gera at í fóstrunum. Engin bönd binda hana.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 01:51

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 02:01

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Jenný mín.

Takk Rósa mín.  Já það halda henni enginn bönd þessu barni

Alltaf velkomin Guðborg mín.

Takk Brynja mín og sömuleiðis.

Já Sigga mín, við sjáumst örugglega

Knús á þig líka Sigrún mín.

Takk Jóhann minn.

Takk sömuleiðis Sigrún mín, nei þessi stelpa lætur ekki binda sig niður.

Dísa mér datt einmitt Houdini í hug hehehe.. þegar fóstrurnar voru að spá í hvernig þetta hefði getað gerst, þær sýndu mér beislið, það lá bara allt bundið saman, en engin stelpa í því. 

Takk Sunna Dóra mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2008 kl. 09:52

14 Smámynd: Laufey B Waage

Góða helgi mín kæra.

Laufey B Waage, 30.8.2008 kl. 11:03

15 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hörkufallegar myndir hjá þér eins og alltaf,hefur þú aldrei spáð í að vera með sýningu á þeim?

Magnús Paul Korntop, 30.8.2008 kl. 11:20

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Magnús minn, nei ég geri þetta mest mér til gamans.  Og ekki sakar að fá hrós frá ykkur vinum mínum.

Takk Laufey mín, sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2023965

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband