Dýrðar Ísafjarðardagar.

Já dagurinn í dag og dagurinn í gær voru bara eins og maður hefði hoppað beint niður í miðevrópu, svei mér þá.  Og það voru tvö skemmtiferðaskip hér, og margt um manninn.  Vegna þess hve veðrið var gott vöppuðu ferðalangarnir um, settust á torgið eins og við hin, og létu sólina verma sig.

IMG_9881

Annað skipið lá við kajann hitt var úti á sundum.

IMG_9884

Fólkið vappaði um bæinn, og hafði það bara held ég notalegt.

IMG_9886

eins og sjá má víða, var logn, meira að segja innlögninni tókst ekki að lyfta fánunum.

IMG_9887

Hér er einn stubburinn í ættinni okkar.  Sætur eins og allir hinir.Heart

IMG_9888

Jamm þetta var bara svona eins og í útlöndum.

IMG_9890

Og unga fólkið okkar uppáklætt í peysuföt.  Hér er líka þurrkaður saltfiskur á reitum. 

Ég er dálítið montin af að koma þvi á koppinn, ásamt annari konu sem var hér atvinnumálafulltrúi.  Hún átti hugmyndina, en ég framkvæmdi hana, fékk gamlan sjóhund til að kenna fyrstu krökkunum aðferðina, og að gera pækilinn, Síðan hefur þetta verið svona á hverju sumri, þau sólþurrka fiskinn og svo er hann seldur á sjóminjasafninu.  Og þykir algjört lostæti.

IMG_9891

Hér má sjá fiskinn lagðan út til þerris, á reitunum alveg eins og í gömlu daga.

IMG_9893

Þetta með peysufötin, er nú ekki allt sem sýnist held ég. LoL ég bara verð að fá að taka mynd af ykkur stelpur sagði ég.

IMG_9894

Hehehehe ætli þetta sé ekki framtíðarbúningurinn okkar ?

IMG_9896

Fólki sat og lét fara vel um sig á Silfurtorgi, alveg eins og innfæddir gera á góðum dögum.

IMG_9898

Og á Langa Manga sátu líka margir, þarna má sjá Eirík Örn Norðdal.

IMG_9900

en svona getur risahvönninn farið með fólk.  Það er því eins gott að fara varlega með hana.

IMG_9903

Hér situr svo hann pápi minn, sem verður níræður næsta mánudag.  En ætlar að halda upp á það á laugardaginn.  Eða við systkinin erum að undirbúa samkvæmið. 

IMG_9908

Hér voru í dag ærslafullir drengir, barnabörnin mín, og þeir eru hér reyndar ennþá, vildu fá að sofa.

IMG_9911

Enda má segja að þeir séu í stubbalandi ekki satt ?

IMG_9912

Þeir voru í vatnsslag, og voða gaman.

IMG_9913

Náttúrulega rennandi blautir.

IMG_9921

Svo var gott að koma og fá sér pylsur hjá afa.

IMG_9919

Þessi er dálítið sérstök, hef ekki séð svona áður.  Ég sé líka fljúgandi maura Blush eða eru það fleiri skordýr en maurar sem eru með þrískiptan búk ? ég náði mynd af maur í fyrra hér í garðskálanum mínum.

IMG_9916

eftir bíflugunum koma blóminn ekki satt?

IMG_9926

Og börnin. Þessi skotta kom í kúluna í dag.  Daníel segir að ég sé stjúpamma hennar.  Hann er nefnilega bróðir hennar, og pabbi hans er því stjúppabbi hennar, segir hann, og þar af leiðandi ég stjúpamma hehehehe.... Það er allt í lagi, það er svo sem nóg rúm hér fyrir eina svona litla í viðbót.

 

IMG_9904

Svo er það ein kvöldmynd, ég býð ykkur góða nótt.  Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  En ég er þreytt, það tekur á að reyna að gera eitthvað af viti í svona hita.  Knús á ykkur öll sömul, og ég ætla blogghringinn minn á morgun.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Já enn og aftur Íbísafjörður er flottastur.....

Gló Magnaða, 31.7.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Cesil veðrið í dag varð ótrúlegt, flottar myndir af mannlífinu fyrir Vestan og gott hjá þér að vekja athygli á risahvönninni. Það veitir ekki af slíkum upplýsingum eins og með Gullregnið til dæmis.

góð kveðja.

gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.7.2008 kl. 01:28

3 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Home sweet Ísafjörður.

Heyrumst.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 04:20

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.7.2008 kl. 07:29

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Bítlabolurinn er rosalega flottur og svo kemur aldrei fram hljómsveit sem á eftir að slá Bítlunum við.  Það er nú heldur betur veisla að sitja úti á Silfurtorginu á svona dögum.

Jóhann Elíasson, 31.7.2008 kl. 09:14

6 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ibizafjörður já, þar er sko best að vera.

Kv

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 31.7.2008 kl. 09:16

7 identicon

Krakkarnir heppin að geta leikið sér á svo til allri lóðinni hjá ykkur, meira að segja á húsþakinu En þú segir rétt það var næstum því ógerlegt að vinna í hitanum í gær.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 09:22

8 Smámynd: Laufey B Waage

Það er auðvitað miklu þægilegra að breyta peysufötum í bolaföt.

Afmæliskveðjur til pabba þíns. 

Laufey B Waage, 31.7.2008 kl. 09:52

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtilegar myndir en ekki leist mér vel á höndina. Knús inn í daginn.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.7.2008 kl. 11:38

10 identicon

Ofboðslegar skemmtilegar myndir af fjölskrúðugu mannlífi  Ég fann myndir frá 2004 frá ferð í Grunnavík og VIgur og fékk algjört nostalgíukast. Bara verð að fara að komast vestur.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:33

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Dásamlegar myndir og fagurt mannlíf. - Oh, hvað mig langar í svona saltfisk. - Ætli það sé hægt að fá svona saltfisk sendan suður?- Eða ég verð að komast vestur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.7.2008 kl. 21:09

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Alltaf jafn gaman að skoða myndirnar þínar Ég verð á Ísafirði á sunnudaginn, gaman væri að kíkja í heimsókn til þín ef ég má?

Eigðu góða helgi 

Huld S. Ringsted, 31.7.2008 kl. 22:29

13 Smámynd: Karl Tómasson

Myndirnar þínar eru gersemi kæra Ásthildur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 1.8.2008 kl. 00:10

14 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Alltaf gaman að kíkja við hjá þér og sjá skemmtilegu myndirnar og lesa góðu skrifin.  Góða helgi. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.8.2008 kl. 00:15

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltf flott fyrir vestan,  húsið þitt minnir á stubbahúsið, (teletubbies) æðislegt  WooHoo

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 01:44

16 identicon

Hjartans þökk fyrir aðstoðina í gærkvöldi og guðslaun til ykkar beggja þið björguðuð okkur alveg!  Góða verslunarmannahelgi

kv. Martha 

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 08:54

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gratjúlera með pabba þinn, það erum bara við tillitsama gæðafólkið sem að eigum ammæli um Verzlunarmannahelgina.

Steingrímur Helgason, 1.8.2008 kl. 15:04

18 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

flottar myndir

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 1.8.2008 kl. 16:05

19 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Við fyrstu sýn gæti maður haldið að allar myndirnar væru teknar einhverstaðar í Mið-Evrópu á góðviðrisdegi.  Svo gamla kempan hann Þórður Júl. er að verða 90 ár ég óska honum til hamingju með daginn.  Ísafjörðu væri öðruvísi í dag ef þeir bræður frá Atlastöðum hefðu ekki framkvæmt allt það sem þeir gerðu.  Brutust úr sárri fátrækt til að verða stórútgerðarmenn.  Þetta voru og eru heiðursmenn sem allir eiga að bera virðingu fyrir.  En því miður er eins og sumt fólk viti ekki eða vilji ekki vita hvílíku grettistaki þessir menn unnu fyrir sitt byggðalag.  Og svo er alltaf stutt í abdskotans öfundina hjá mörgum.

Jakob Falur Kristinsson, 1.8.2008 kl. 17:27

20 identicon

Sæl Ásthildur Cesil.

Ég má til með að biðja þig að óska pabba þínum til hamingju með stórafmælið á morgunn(mánudaginn) frá okkur hér í Danmörku.

Við kíkjum svona annað slagið á síðuna hjá þér, sjá flottar myndir af landslagi og að sjálfsögðu að fylgjast með fjölskyldunni.

Kveðja frá Danmörku

Margeir, Hafdís og börn

Margeir og fjölskylda Danmörku (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 18:37

21 identicon

Skemmtilegar myndir eins og vanalega. Skilaðu minni bestu kveðju til pabba þíns, ég vona að hann njóti dagsins. Það var nú oft gaman þegar við vorum að vinna hjá honum í draugahúsinu og við gátum fíflast þó við héldum áfram að vinna. Kveðja til systkinanna líka.

Dísa (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 20:11

22 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með pabba þinn og bestu kveðjur í Kærleikskúlu

Sigrún Jónsdóttir, 1.8.2008 kl. 21:39

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Ásthildur mín.

Bloggið klikkaði og ég fór í leti á sama tíma. Búin að skoða bloggin þín. Þú ert dugnaðarkona og ekkert leti brauð á þínum borðum til að eta.

Myndirnar frá Ísafirði eru alveg magnaðar. Stelpurnar í þjóðbúningunum voru fyndnar. Er þetta nýjasta tíska eða þjóðbúningur Ísfirðinga?

Góða helgi og Guðs blessun

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.8.2008 kl. 23:29

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll, ég skila kveðjunum.  Lilja mín, það er örugglega hægt að fá salfisk sendan í póstkröfu.  En svo er hitt, það var bara vel til fundið hjá þér að skreppa hingað til að kaupa hann sjálf.  Þeir eru líka með hann í sérstkökum gjafaöskjum, sem eru vinsælar jólagjafir.  Og það er rétt hjá þér Jakob, það er allof stutt í öfundina.  Hehe Gló mín, Íbizafjörður er gott og vel við hæfi þessa dagana.  Og nú fer Mýrarboltinn á fullt.  Það er alltaf fjör þar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2022942

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband