Við erum góðu gæjarnir, sem viljum viðhalda lýðræði og réttlæti...... Ekki satt ?

Mín kæru, þið sem hafið haft gaman af að skoða myndirnar mínar.  Tölvan mín heima er í einhverju lamasessi, ég var tilbúin með myndir af fjallgöngu stubbsins í fyrra dag, og svo eru myndir af besta degi ársins á Ísafirði í gær með bæinn fullan af fólki.  En þær verða að bíða þangað til ég get fundið út hvað er að, eða kallað til aðstoð.  Dagurinn í dag er líka svona yndislegur.  Ég segi því bara knús á ykkur öll sömul. 

Hjalti í hernum

Set bara inn svona "skemmtilega" mynd frá Írak, þar sem systursonur minn var í danska hernum í fleiri mánuði, hann er þarna reyndar líka.  Besti vinur hans var sprengdur í tætlur, í ferð sem frændi minn átti að fara í, en vinur hans bauðst til að fara fyrir hann.  Annar félagi þeirra framdi sjálfsmorð eftir að hann kom heim frá Írak.  Hinir ganga allir meira og minna til sálfræðinga.  Eiga erfitt með lífið sitt eftir þessi ósköp.  Það versta er, að þeir sem stjórna apparatinu, þ. e. þeir sem stjórna stríðinu, búskurinn, ráðamenn í þeim löndum sem senda menn í þetta stríð, og þeir ráðamenn sem studdu þennan hrylling,  hafa engan móral, engar martraðir, ekkert samviskubit fyrir að senda unga óharðnaða menn í átök sem þessi.  En ég er viss um að þeir fá að borga fyrir hvert einasta líf, hverja einustu martröð, hvert sálarmorð sem framið hefur verið og verður fram í þeirra nafni.  Þeir ættu eiginlega að biðja um það á hnjánum að fá að byrja að afplána núna, því eftir því sem syndaregistrið lengist, því erfiðara verður fyrir þá að takast á við það myrka afl í þeim sjálfum., sem hleypti þessu öllu af stað.  Ætli það sé nú ekki græðgin, valdasýkin og eigin upphafning sem stjórnar gerðum þeirra. 

Hvað var þetta svo líka með það að Saddam væri svo vondur maður, að það þyrfti að koma honum frá ? Þetta sagði Davíð Oddsson einn þeim sem sök eíga hér að máli.  Hvar eru aðrir vondir menn sem þarf að koma frá völdum.

Aung San Suu Kyi

Hvað með þennan karl, ekki hefur verið hægt að bjargar Kim ennþá úr þeirra klóm ?

Eða Múgawe, að hvað hann nú heitir sá ágæti maður?

Eða kínverskir ráðamenn, sem dunda sér við að murka lífið út Tíbetum, og andófsmönnum ?

Ég held að þessir menn ættu að líta sér nær, og hætta að leika löggur út um allan heim.  Og fara að snúa sér að því að skoða inn í sálina á sjálfum sér, og sjá hvort ekki þarf að laga eitthvað þar inni, áður en það er orðið of seint.   Það er sennilega orðið of seint nú þegar reyndar.  Þeir munu þurfa að taka út sína refsingu.

En þetta er nú meiri lesturinn á svona yndislegum degi.  Ég þurfti bara aðeins að fá útrás, eftir að ég sá myndina af honum frænda mínum.  Og eftir að ég veit í nærmynd hvernig þessir drengir hafa það, og hvernig þeim líður.  Og þá erum við ekki að tala um vesalings fólkið sem lífið hefur verið murkað úr, og þessir sömu menn beta ábyrgð á.  Megi það íþyngja þeim sem lengst og mest öllum saman.

En við hin skulum senda öllu því fólki sem á um sárt að binda kærleikskveðjur, og ljós.

Því miður er ekkert sem við getum gert, annað en að vekja athygli á hvað er að gerast í heiminum, taka undir með fólki eins og Birgittu Jónsdóttur og fleiri, sem leiða okkur í sannleikan um hluti sem verið er að reyna að fela fyrir okkur. Steinunni Helgu Sigurðardóttur og hennar samtaka og taka undir með fólki eins og þeim í Saving Iceland, sem hafa áhyggjur af móður jörð og ásælni peningavaldsins í gæði jarðarinnar á kostnað náttúrunnar. Allur áróðurinn er  unnin með góðri aðstoð fjölmiðla, sem reyndar virðast oftast vera einstakir talsmenn ráðandi afla í samfélögum heimsins.  Þess vegna er netið svona mikilvægt, rödd litla mannsins heyrist að minnsta kosti ennþá.  Þó marga dauðlangi til að kæfa þá rödd niður, enda oft óþægilegt að heyra sannleikann beint framan í andlitið.

 Mestu óvinir mannkynsins eru græðgin, auðhyggjan, valdasýkin og þöggunin, matreiðslan ofan í okkur um hvað sé okkur fyrir bestu, þegar einungis er verið að leita leiða til að sölsa undir sig sem mest og ráða sem mestu.  Það er óþæglegt að vita að þeir sem ráða hér í landinu, eru einmitt talsmenn þessara afla, og vinna að því leynt og ljóst að hygla þeim sem mest, ef ekki beint fyrir framan augun á okkur, þá með allskonar plotti, og kasta ryki í augu okkar, þangað til við vitum ekki lengur hvað er satt og hvað er lygi.  Þjóðir heims mega eta það sem úti frýs, ef auðmennirnir fá sitt, og geta borgað sínar talentur í rétta kosningasjóði, svo hægt sé að viðhalda alræðinu. 

Sorrý, en ég varð að tappa aðeins út.  Þetta er orðið ágætt hjá mér.  Nú fer ég út í sólina, og skoða hvernig allt liggur hjá mínu fólki í dag.  Það er gott að rasa svona út, og geta andað að sér hreinu lofti.  Þeir mega taka við skítnum sem eiga hann. 

En knús á  ykkur bloggvinir mínir inn í þennan dýrðardag, og ég ætla að reyna að koma tölvunni minni í lag, svo ég geti sent ykkur myndir.  Heart

Einhyrningur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lena pena

Lena pena, 30.7.2008 kl. 11:52

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það vita það vitanlega allir að Íraksstríðið er háð út af olíunni sem Írak hefur yfir að ráða, Saddam Hussein og vopnabúr hans voru bara fyrirsláttur.

En með allri virðingu fyrir frænda þínum þá bara get ég ekki skilið Íslendinga sem eru svo heppnir að búa í herlausu landi en ganga samt til liðs við erlenda heri. Ekki er það til að verja Ísland. Hvaða ástæður hefur fólk sem þetta gerir? Ég bara skil þetta ekki.

Helga Magnúsdóttir, 30.7.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frændi minn er danskur ríkirborgari.  Hann þurfti því að gegna gerþjónustu í Danmörku, bræður hans einnig.  Þannig bar það til að hann fór til Íraks.  Hann átti ekki valið heldur danski herinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2008 kl. 12:10

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að horfa á magnaða bíómynd um mannránin sem CIA hafa stundað frá 11. sept. hryðjuverkunum, þar sem þeir taka menn og fara með þá í fangelsi víða um heim, pynta þá og drepa.

Rendition heitir hún og ég mæli með henni.

USA hefur mikið á samviskunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2008 kl. 12:46

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir eru nefnilega verstu hryðjuverkamennirnir segi og skrifa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband