Risahvönn og ætihvönn. Er hún líka hættuleg börnum ?

Ragnheiður var að spyrja um myndir af risahvönn.  Ég set slíka hér inn, svo fólk viti um hvaða plöntu er að ræða.

IMG_9599

Hér er smágrein sem ég setti inn um þennan vágest.  S'e að hún hefur ekki komið, bæti henni inn seinna.

En ég vil taka það fram að amma drengsins sem brenndist um daginn, hringdi í mig í morgun og vildi koma því á framfæri að það hefði verið ætikvönn sem drengurinn brenndist af.  Hún sagði að þau hefði verið að leika sér í hvannastóði, í sól og miklum hita, við að skera stönglana.  Að vísu væri drengurinn með ofnæmi, en tvö önnur börn voru að leik þarna, og þau fengu líka sýnilega áverka, þó ekki svona mikla eins og hann.  Ég held að það þurfi að rannsaka hvort ætihvönninn hafi svona eitur í sér líka, þó í minna mæli sé.  því það er mikið um hvönn, og börn að leik.  Þetta ber að rannsaka, allra hluta vegna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég man eftir því úr sveitinni í gamla daga, að okkur krökkunum var sagt að fara sérstaklega varlega þar sem hvönn var en ekki man ég eftir neinum slysum.

Jóhann Elíasson, 28.7.2008 kl. 17:33

2 identicon

Skrýtið kemst hingað inn en ekki á mína síðu. 

Knús vestur

Kidda (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 09:35

3 identicon

Já það sjást engar myndir vegna þessarar bilunar, ég reyni að muna að skoða þetta hjá þér seinna

Ragga (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er nú meira bileríið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vá, rosalega varð ég spæld þegar ég kom inn á bloggið þitt og engar myndir. Hlakka alltaf til að skoða myndirnar hjá þér.

Helga Magnúsdóttir, 29.7.2008 kl. 10:49

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir sitja sveittir við karlagreyin að laga þetta allt saman.  Vonandi tekst þeim það á endanum.  Myndirnar eru tilbúnar  Helga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2008 kl. 11:53

7 identicon

Sæl og blessuð Ásthildur. Í fyrrasumar var tengdafaðir minn að skera ofan af ætihvönn sem æðir um alla lóð hjá honum í sólskini og frábæru veðri. Hann hljóp allur upp á handleggjunum eftir verkið. Bestu kveðjur vestur á firði. Dísa Gests

Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:03

8 identicon

Æi þetta var nú hálf asnalegt hjá mér. Það kemur eins út á skrifum mínum hér fyrir ofan að ætihvönnin þeytist fram og aftur um lóðina hans í sólskininu. Þetta er reyndar ekki svona he, he. Hann var bara að skera af hvönninni í góða veðrinu en hún var skal ég segja ykkur alveg rótföst. Dísa

Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 14:07

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þegar ég var lítil stelpa þá brenndi ég mig á slíkri plöntu.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2008 kl. 18:54

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Úr hvaða hvannartegund er Hvannarótarbrennivín gert? - Margir brugga enn slíkt vín. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.7.2008 kl. 22:47

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dúllurass

Heiða Þórðar, 29.7.2008 kl. 23:40

12 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Það er alltaf gott að eiga fólk að sem geur frætt okkut hin.

Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 03:21

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

heart_104Knús knús og sólarsambakveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 06:54

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helvíti væri maður fínn að reykja njóla og drekka hvannarótabrennivín .  Fékkstu þér hrefnukjöt hjá Konna í gær Ásthildur?

Jóhann Elíasson, 30.7.2008 kl. 09:47

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Jóhann, ég ætlað svo sannarlega að kaupa hjá honum kjöt, en ég var bara svo upptekinn í allskonar stússi, að það fórst fyrir. 

Knús á þig líka Linda mín

Já Þói minn, systur mín brenndis sig einmitt á einni svona í gær, ég tók mynd af því, en talvan mín er eitthvað biluð eins og er.  Þarf að fá hana í gang sem fyrst.

Knús Heiða smeiða,

Það er gert úr ætihvönn Lilja mín, spurning hvort hún hafi eitthvað eitur í sér líka, þó í minna mæli sé.  Þetta þarf að rannsaka betur. En það er ein og með brenninetluna, við ákveðið ferli hverfur burtu það sem meiðir mann.

Knús á þig líka Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2008 kl. 10:01

16 Smámynd: Laufey B Waage

Hvönnin í Fljótavík er ekki hættuleg börnum. Hún er náttla bara yndisleg, er það ekki?

Laufey B Waage, 30.7.2008 kl. 10:39

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Júm, en það er spurning um hvort safin geti orðið eitraður við svona mikinn hita, eins og var í tilfelli barnanna.  Ég veit að til dæmis Venusvagn er stórhættulegur í Danmörku þ.e. ræturnar. En ekki hér, vegna þess að hér er kaldara.  Það er spurning um hvort það sé líka að breytast.   Ég legg til að þetta verði kannað til hlýtar áður en fleiri slys verða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband