Ferð á Patró og fertugsafmæli með stæl.

Eins og ég sagði ykkur held ég í gær þá var ég að fara í fertugsafmæli til elskulegrar stúlku, sem er bæði vinkona mín og svo barnsmóðir sonar míns og mamma ömmubarnsins míns hans Sigurjóns Dags dúllu.

IMG_9719

en við byrjum í morgun, dagurinn í dag var fagur eins og aðrir, heitur sólríkur og dásemdin ein.

IMG_9728

en Elli minn brá sér af bæ í gær, skrapp til Patreksfjarðar, þar er verið að vinna að lóð grunnskólans af miklum myndarskap og framsýni.  Gott hjá Patreksfirðingum.  Þetta minnir nu mest á aðaltorgið á Akureyri svei mér þá, nema ef til vill aðeins minna í sniðum.

IMG_9743

Og mér sýnist unglingarnir á Patró, vera í svipuðum gír og börnin hér, gera lifið skemmtilegra fyrir bæinn sinn.

IMG_9744

Þarna er líka trúður á ferð.   Patreksfirðingar upplifðu í fyrra að einhver skrifaði falleg bréf og setti hér og þar um bæinn.  Skemmtileg uppákoma.  Þeir hafa líka etið Refakjöt, og hafa ekki orðið samir síðan hehehehe... dálítið villtir held ég.

IMG_9752

Skemmtileg hleðsla og tröppur.

IMG_9753

Hér er svo yngsti sonur minn (örverpið) sá sem stýrir framkvæmdum þarna fyrir vestan.  Duglegur er hann blessaður.  En það er reyndar mikill hugur í Vesturbyggð, og þeir eru að græða upp  og gera góða hluti þar vestra.  Ég vildi bara að það væru betra vegasamband okkar í milli, svo við gætum átt meiri samskipti.  Það er gott fólk sem þarna býr.  Okkar fólk.

IMG_9756

Hér kúrir Patreksfjörður, og eins og sjá má er sama lognið þar og hér. 

IMG_9757

Fjöllin eru tignarleg hér vestra, það verður ekki af þeim skafið.

IMG_9758

Lítið kúrir þorp undir fjallakögri.

IMG_9764

Dulúð vestfirskra fjalla og samspil fjallanna, hafsins mikla og himinsins er óræð eins og tímans tönn, maður hlýtur að fyllast lotningu við slíka sjón.

IMG_9767

En hér erum við komin í afmæli.  Elli minn stoltur milli tveggja barnsmæðra sona okkar, önnur gift sínum, hin í góðu vinasambandi.

IMG_9768

Já það var nefnilega Júlli minn sem eldaði sína frægu fiskisúpu fyrir veisluna.

IMG_9769

Undir tuttugulítra súpupott þarf sterklega undirmottu, þessi er ekki af verri endanum, enda frá honum sjálfum komin.

IMG_9776

Já allt tilbúið til að skenkja gestunum, sem sumir höfðu komið alla leið frá Reykjavík í veisluna.

IMG_9779

Út um eldhúsgluggan má sjá eina hlið bókasafnsins, eða gamla sjúkrahússins, og eins og sjá má, er aðeins innlögn þarna um sex leytið, en þegar á kvöldið leið, lagðist fáninn að stönginni, eins og til að bjóða henni innilegt faðmlag og góða nótt.

IMG_9780

Og hér er súpan skenkt í þar til gerð brauðform, sem eru alveg frábær, og enginn þörf á diskum eða uppvaski. 

IMG_9781

Flestir kusu að sitja úti af því að veðrið var svo gott.

IMG_9787

Hér er að hefjast baráttan um brauðið, lítill stubbur og hundspott, sem báðir höfðu mikinn áhuga á súpubrauðinu hehehe.

IMG_9788

Hann tók brauðið, ætlarðu ekki að hjálpa mér að ná því ??

IMG_9789

Nei ég vil fá brauðið.  LoLHeart

IMG_9790

Jamm það er ýmislegt að bralla fyrir litla stubba.

IMG_9791

Og stubbur ef út í það er farið.  Evíta Cesil var þarna líka.

IMG_9797

en það var mikið hlegið og mikið gaman í afmælinu í gærkvöldi.  Enda veðrið alveg dásamlegt.

IMG_9801

Maður er nú ekki fertugur nema einu sinni. 

IMG_9803

Sigga mín gerir aldrei neitt til hálfs, heldur fer hún alltaf alla leið.  Auðvitað réði hún hljómsveit til að leika fyrir gestina.  Og þeir voru bara góðir get ég sagt ykkur. 

IMG_9804

Halló amma heyrðist svo kallað úr næsta garði, og ójú, þarna ég ég nokkur krýli, og afi greinilega búin að finna þau.  LoL

IMG_9806

Hér er svo afmælisbarnið að slá í gegn, hún söng lög með Bubba, og strákarnir kláruðu sig fínt með það.  Hér tekur hún Fjöllin hafa staðið hér í þúsund ár, eða what ever.  Og hún söng af innlifum og krafti sem margir mættu öfunda hana af. 

IMG_9813

Hér tekur hún annað Bubbalag ef ég man rétt var það serbin með frænku sinni.

IMG_9814

Auðvitað leiddist gamla brýnið út í að taka lagið, hér erum við að syngja eitthvað sem allir kunna, fjöldasöng eða þannig. LoL ég og mamma hennar Siggu.

IMG_9815

Þessi er ótrúlega fyndinn þarna tókum við Cotton Fields hehehehehe.. sjáði innlifunnia W00t

IMG_9821

svo var auðvitað sungið Hvað er svo glatt, svona þegar ákveðnu stigi var náð, eins og gengur, annars værum við nú ekki íslendingar LoL

IMG_9822

Hér erum við svo afmælisbarnið og ég eitthvað að syngja saman. Samt ekki Bubba, því ég kann ekkert eftir hann Tounge

IMG_9823

endum svo þennan afmælispistil á mynd sem var tekin í morgunn. 

Elsku Sigga mín, þetta var meiriháttar afmæli hjá þér í gærkvöldi.  Og vel heppnað.  Það var yndilegt að sjá alla ættingjana sem lögðu leið sína hingað frá Reykjavík til að eiga með þér góða stund.  Og svo voru nágrannarnir þarna líka.  Innilega til hamingju með öll þín 40 ár.  Þú ert gull og gersemi, sem margir mættu læra mikið af. Því þú ert heilsteypt manneskja,  ef til vill á of mikill ferð gegnum lífið, eða eins og þú sagði í gær, þegar einhver benti á einhvern sem væri jafngamall og þú, já ég veit, sagði þú, en ég hef örugglega farið langt fram úr honum á hlaupunum um árin LoL

En gull af manni, og þeir sem eiga þig að, geta gengið að því vísu.  Í dag er það raunar sífellt að verða sjaldgæfari eiginleiki því miður.  Knús á þig elskulegust og enn og aftur takk fyrir mig.  Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knúsíknú Búkolla mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2008 kl. 18:06

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held bara að maður verði betri maður af að umgangast þig og fari að sjá lífið í öðru ljósi.  Þetta hefur verið stórkostlegur dagur.  Ég er alltaf að verða hrifnari af fiskunum hans Júlla.

Jóhann Elíasson, 27.7.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhann minn takk fyrir þessi orð.   Já þetta var bráðskemmtilegt kvöld hjá henni Siggu dýra, eins og við köllum hana, því hún er jú dýralæknir sem sinnir öllum kjálkanum eins og hann leggur sig, og bara fjandi góð sem slík.  Og nú á að leggja embættið niður.  Fólk á bara að hringja í Borgarnes ef dýrin þeirra veikjast.  Sniðugt ekki satt  ? það er jú sparnaður fyrir ríkið. 

En jamm fiskarnir hans Júlla eru bara rosalega flottir, þó ég segi sjálf frá   Þessi fiskar hefðu aldrei litið dagsins ljós ef líf hans hefði ekki umbreyst fyrir góðra manna hjálp, Krýsuvíkin var upphafið, og svo brotthvarf sýslumannsins sem nú situr á Selfossi.  Og tilkoma annars yndislegt sýslumanns, konu sem var manneskja með hjartað á réttum stað.  Og svo nokkrir aðrir sem eiga heiðurinn af hans upprisu.  Hún er skráð á himnum, að öðru leyti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2008 kl. 18:26

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábærar myndir, þvílík innlifun í söngnum !

Kærleikur til þín flotta kona

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.7.2008 kl. 18:33

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe Steina mín, jamm það má segja það  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2008 kl. 18:39

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flottar myndir og þvílík innlifun, það hefur veri mikið fjör hjá ykkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.7.2008 kl. 18:47

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Ásthildur mín.

Búin að kíkja á færslurnar hér fyrir neðan. Evíta Cesil var flott þar sem hún var að hjálpa til við grillið. Til hamingju með afmælisbarnið og ferðina til hennar á Patró. Alveg sammála að það þarf að laga vegina á Vestfjörðum og það strax 

Guð veri með þér dugnaðarkona.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.7.2008 kl. 19:04

8 identicon

Hæ hæ elsku Ásthildur mín. Takk fyrir allt í gær . Það var alveg geggjað fjör.

Sigga (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 19:07

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djö... töffarar eruð þið kjéddlur í Bómullarökrunum.  Úje.

Flott fólk.

Er Björk Vilhelms einn af gestunum eða einhver sem líkist henni?

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2008 kl. 19:35

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kýs þig Myndasmið ársins, eða Bloggsins númer 1! Allavega óvíða fleiri!

En mín kæra, torgið hér í bæ er alltaf nefnt Ráðhústorg.

Magnús Geir Guðmundsson, 27.7.2008 kl. 21:21

11 Smámynd: Huld S. Ringsted

Haha Þið eruð ekkert smá flottar þarna í söngnum, mikil innlifun í gangi!

Knús

Huld S. Ringsted, 27.7.2008 kl. 21:22

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamms Huld mín, við erum náttlega flottastar

Takk Magnús minn, ókey ókey ráðhústorg hvorki meira né minna. Knús á þig.

Veistu Jenný mín að ég hef ekki glóru um gestina þarna.   

Jamms Sigga mín, þetta var algjörlega geggjað.

Takk Rósa mín,  Knús á þig elskuleg mín

Takk katla mín hehehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2008 kl. 21:27

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

hjarta inn í nóttina

Heiða Þórðar, 27.7.2008 kl. 22:02

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna mín jamm ég viðurkenni að ég tók ekki þessar myndir, það gerði minn heitt elskaði.   það er því alveg eitthvað sem ég get sætt mig við að vera leiðrétt með myndirnar.  Bara hafðu hjartans þökk fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2008 kl. 23:25

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Líf og fjör að vanda þar sem þú ert á ferð mín kæra   þið hafið aldeilis átt góða helgi.  Góða veðrið hefur greinilega verið hjá ykkur lika.  Hafðu það gott elsku Ásthildur

Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2008 kl. 23:40

16 identicon

 Sæl Ásthildur mín

Já, en og aftur er myndasagan mikil inlifun og ekkert mél að færa sig sunnar á kjálkann. Mér fannst alltaf svoldið skrýtið að spila á Patró í den. Minningin lifir.

Takk fyrir Ásthildur,og hafi allir það sem best.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 23:54

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég lýg því lítt að ég táraðist af hlátri, við lestur & sjónhrif þezzarar færzlu,

Steingrímur Helgason, 28.7.2008 kl. 00:50

18 Smámynd: Helga skjol

Snilldarmyndir og engin smá innlifun þarna á ferð þegar sungið var

Knús á þig

Helga skjol, 28.7.2008 kl. 08:50

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Ásdís mín.  Og knús á hann pabba þinn með von um góðan bata.

Já Þói minn, þó það sé langt að fara þetta núna, þá var það ennþá lengra hér áður. 

hehehe Steingrímur minn. 

Knús á þig á móti Helga mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 08:57

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst vanta þarna mynd af yfirkrúttinu!! ;) Annars bara nokkuð sátt við þessar myndir hjá þér

Ég er skotin í þessum steinaplöttum! Hver veit nema ég leggi inn pöntun...? 

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2008 kl. 09:02

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yfirkrúttið var fjarri góðu gamni.  Var sendur í sveit yfir nóttina   Þessir plattar virðar hafa fallið í góðan jarðveg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 09:13

22 identicon

Hefði viljað vera í nálægð og hlusta á sönginn.

Vestfirðirnir eru alls staðar jafnfallegir, minn uppáhalds landshluti þrátt fyrir sumar heiðarnar. En vegirnir og heiðarnar hafa lagast mikið síðan ég kom fyrst vestur.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:23

23 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Lifandi myndir að venju frá þér Ásthildur mín.  Knús á þig inn í daginn.

Sigrún Jónsdóttir, 28.7.2008 kl. 09:47

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Kidda mín, vegirnir hafa skánað.  En það mættu vera fleiri göng og brýr til að stytta leiðirnar.  Já söngurinn hann var örugglega spes

Knús á þig líka Sigrún mín inn í þennan dýrðardag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 09:51

25 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta hefur verið meiriháttar afmæli. Rosalega er hann myndarlegur hann yngsti sonur þinn, fær miðaldra konur eins og mig til að staldra vel við myndina af honum.

Helga Magnúsdóttir, 28.7.2008 kl. 10:28

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe Helga mín.  Já hann er flottur strákurinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 10:56

27 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þetta var sko skemmtilegt afmælisblogg og myndirnar óborganlegar  Það er gott að sjá fólk lifa sig inn í það sem það gerir  Flottir strákarnir þínir

Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.7.2008 kl. 12:25

28 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Skemmtilegar myndir, og aldeilis frábært að sjá svona magnaða tjáningu skína út úr andlitum og fasi söngvaranna. - En steinplatan undir pottinum er eitthvað sem ég mundi vilja eiga.-

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.7.2008 kl. 12:42

29 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sannarlega flott veisla, og mmm..namminamm..ég finn alveg lykt af fiskisúpunni. Plattarnir hans Júlla eru mjög fallegir, get vel hugsað mér að eignast platta eftir hann. Þið eruð algjör listafjölskylda, rosaflott sem Elli er að gera. Og þú náttla laaangflottust að syngja  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 28.7.2008 kl. 14:43

30 Smámynd: Ragnheiður

Kyrrðin í myndunum er einstök.

Ég las í FB eitthvað um risahvönn, áttu nokkuð í safni þínu mynd að þessum óþægðaranga, ég er með grun um að þetta sé hér hjá mér.

Ragnheiður , 28.7.2008 kl. 15:04

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ragnheiður mín, ég er með myndir. 

Takk SIgrún mín. Já þeir eru flottir plattarnir hans Júlla míns.

Hehehe Lilja mín, jamm maður gerir þetta af innlifun

Takk Margrét mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 17:10

32 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Veistu hvað er sameiginlegt með Patró, bíldudal og kvenmannslærum????

Ha?

Veistu það?

Að vera á milli þeirra

Það sögðum við í það minnsta á Tálknó í denn.

Bjarni Kjartansson, 29.7.2008 kl. 15:17

33 identicon

Gaman að sjá myndir frá Hlíðarveginum. Þegar ég var lítil stóð ég oft í þessum eldhúsglugga og horfið á sjúkrahúsið eða stóð með afa þar sem hann gáði til veðurs. Flestar minningar mínar frá því ég var lítil hverfast á einhvern hátt í kringum þetta stóra hús.

Ég labbaði einmitt þarna fram hjá um helgina og glápti á húsið og hugsaði um gamla tíma og reyndi að ímynda mér hvernig væri umhorfs þarna núna.

Vona að þau njóti hússins vel.

Kveðja.  

Marta Jónsd. (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2022939

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband