Kyrrðarstund að kveldi og ísfirskur morgun.

Gærkvöldið var hreinn unaður, eftir blásturinn í fyrradag.  Það var líka svo hlýtt að við settumst út í garð.

IMG_9638

Með kertaljós.  Elli minn fékk sér eina ölkollu, og stubburinn undi sér hið besta. 

IMG_9640

Lognið var algjört, kyrrðin slík að ekkert heyrðist nema fuglasöngurinn og suðið í hunangsflugunum og geitungunum, sem unnu eins og þrælar við að afla sér hunangs í kattarblóminu mínu.

IMG_9642

Ú virkar óvarlegt, en hann var undir vökulum augum afa.

IMG_9644

Þetta var nefnilega spennandi.

IMG_9646

Já það ríkti hljóðlát hamingja í okkur litlu fjölskyldunni, því þennan dag fengum við að vitað að hann yrði hjá okkur til 18 ára aldurs.  Það gekk allt fram í góðu.  Og er ég móður hans þakklát fyrir það.  Mér þykir vænt um hana.  Stundum verða hlutirnir bara að ganga öðruvísi en til var stofnað. Besta lausnin fundin, og síðan heldur lífið áfram sinn vana gang.  Knús á þig mín kæra Heart

IMG_9647

Dísarrunnar blómstra og allt er einhvernveginn svo ferskt eftir rigninguna.

IMG_9648

Já það ríkir friður yfir þessu heimili.

IMG_9652

Brandi finnst lika gott að tilheyra hópnum.  Hann eltir mann út um allt, og er hálf athyglissjúkur.

IMG_9655

Morguninn heilsar líka með bliðu og stafa logni.  Dagurinn lofar góðu.

IMG_9656

Fjöllinn spegla sig í pollinum, dökk og kröftug, þar sem sólin hefur ekki ennþá náð að lýsa þau upp.

IMG_9657

Hvort snýr upp eða niður. LoL

IMG_96571

Ekki gott að sjá Tounge

 

IMG_9658

Flugvélin kemur inn til lendingar, og truflar álfana í Strengberginu.

IMG_9660

Og Flateyri kúrir sig niður í Önundarfjörðin, eins og til að liggja betur við sólinni.

IMG_9666

Svanafjölskylda syndir í rólegheitum, sennilega eru pabbi og mamma að kenna þeim öllum þremur eitthvert lífsspursmálið.

IMG_9668

Á Pollinum neðan við Sólbakka, hefur listamaður sett fram þennan frábæra bát, sem liggur við bauju.

IMG_9669

Og ekki síðra er varðskipið með þyrlu aftan á pallinum.

Ég vildi bara deila þessu með ykkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju með að þetta er komið á hreint með drenginn.  Ég er viss um að það er honum fyrir bestu.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með Úlf elsku Ásthildur Já, hamingjuóskir til ykkar allra

Næst verður það sett í algjöran forgang að heimsækja Kúluna og íbúa hennar, þessar myndir frá garði og firði eru yndislegar

Sigrún Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 25.7.2008 kl. 13:24

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með Úlf elsku Ásthildur og mikið er alltaf kósí hjá ykkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.7.2008 kl. 13:55

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Þetta er besta lausnin fyrir strákinn að vera hjá ykkur. Ég veit að þið passið hann vel.

Yndislegar myndir eins og venjulega. Frábært veður og fjöllin að spegla sig og sjá hvað þau eru falleg.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.7.2008 kl. 13:57

6 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Yndisleg færsla, maður finnur frið og hamingju innra með sér við lesturinn. Þú kannt svo sannarlega að deila með þér fallegum tilfinningum í gegnum skrifin þín og myndirnar.

Innilega hamingjuóskir

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 13:59

7 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Innilegar hamingjuóskir, litla fjölskylda  Rosalega fallegar myndirnar þínar. Þú hefðir nú alveg getað platað mig með hvolfmyndinni  Fallegur kisi hann Brandur. Hann hefur viljað njóta þessa alls með ykkur.  Minn köttur er líka svona "fjölskylduköttur", vill vera með í öllu.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.7.2008 kl. 14:26

8 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Ég hef ekki lesið eins hugljúfa og fallega færslu,frá nokkuri manneskju í langan tíma,oo innilega  til hamingju með drenginn og ykkur öll.

Mögnuð færsla.

Megi allt það besta umvefja ykkur öll,kærleikur, ást og samvera.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 16:54

9 identicon

Flottar myndir eins og þín er von og vísa. Óska bæði ykkur og Úlfi til hamingju með að allt er komið á hreint. Það er alltaf best að vera þar sem maður þekkir, allt rask þó ekkert sé að er frekar til hins verra þegar maður er orðinn góðu vanur. Það má auðveldlega sjá að honum líður vel hjá afa og ömmu. Gangi ykkur allt í haginn.

Dísa (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 17:08

10 Smámynd: Rannveig H

Til hamingju með stubbinn og meigi áframhaldandi hamingja fylgja ykkur

Rannveig H, 25.7.2008 kl. 17:30

11 Smámynd: Laufey B Waage

Gott að hafa þetta á hreinu með drenginn. Það er örugglega best fyrir alla, ekki síst hann sjálfan.

Speglunin á pollinum yndisleg. 

Laufey B Waage, 25.7.2008 kl. 22:54

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég knúsa þig ekkert kurteislega, heldur kyssi þig bara rembingsheitum í hamingjuskyni og faðma þig næstum því flagaralega!

Og ekkert mál þótt heimurinn horfi á, hann hlær bara með!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.7.2008 kl. 23:42

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe Magnús minn knúsa þig á móti

Takk Laufey mín, já finnst þér ekki ? hehehehe   Með drenginn já ég er viss um að þetta er það besta fyrir hann.

Takk Rannveig mín.

Takk Dísa mín, já honum líður vel hér þessari elsku.   Þetta er hans heimili búið að vera lengi, en gott að óvissunni er eytt.

Takk Þói minn, ég ræddi við Úlfar í dag, og hann sagði mér að þið væruð öll að fara til Ameríku að heimsækja Grétu.  ég lét Úlfar lofa mér að knúsa ykkur bæði, en ég bið þig líka að knúsa Grétu.  Það verður hittingur hjá okkur fermingarsystkinum um miðjan september, það væri ekki verra ef hún gæti komið þá.

Já Sigrún mín, þetta er í raun og veru ótrúlegt að geta fengið svona hvolfmyndir  Knús á þig elskuleg mín.

Takk Ragnhildur mín.  Knús á þig líka inn í nóttina.

Knús og kveðja til þín líka Rósa mín.

Takk Katla mín. 

Knús Sunna Dóra mín.

Já veist Sigrún mín, síðast var þetta allof stutt

Takk Jenný mín.  Já ég held að þetta sé það sem hann vill sjálfur líka, það skiptir mestu máli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 02:03

14 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef ekki rambað inn hjá þér lengi en kom núna til að sjá glitta í vestfirðina, á myndunum hjá þér.

Þá sá ég þessar gleðifréttir með drenginn og vil koma hamingjuóskum til hans og ykkar. Líf barna sem alast upp við veikindi foreldra eru mér hugleikin sem stendur enda er ég að deila með mínum lesendum baráttusögu konu -og barnanna hennar.

Ragnheiður , 27.7.2008 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022875

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband