Ýmislegt frá Ísafirði. Útilega -yndislegt fólk og fleira.

Já það var bara notalegt hjá mér meðan drengirnir mínir voru í útilegu.  En þeir áttu lika góða stund.

IMG_3501

Það þurfti auðvitað að pakka niður, og vera klár, það dæmdist nú mest á afa.

IMG_3502

Veðrið var nú ekkert slor á laugardaginn.

IMG_3503

Hér hafa þeir áð.

IMG_3511

en eins og kunnugir sjá nú ef til vill, þá eru þeir ekki í Önundarfirðinum, heldur á ættarslóðum bloggvinar míns Jóns Steinars.

IMG_3515

'I bæjartúninu á Gilsbrekku.  Vonandi fyrirgefst þeim það, þar sem allt það fólk er stórvinir okkar.

IMG_3518

Friður og ró, og afgar í útilegu.

IMG_9565

Ég fór á stúfana á sunnudeginum, ætlaði að koma færandi hendi með hádegismat, og koma þeim á óvart, en fann þá auðvitað ekki, þar sem þeir voru ekki í réttum firði.  Og utan þjónustusvæðis.  Svo ég sneri við heim.  Þá sá ég að hér voru komnir piltar með paint ball, vonandi hafa ísfirskir unglingar smellt sér í litastríð.

IMG_9567

Reyndar var ég glöð yfir að ég skyldi koma heim, því þegar ég kom að húsinu, sá ég bíl, og vissi að einhverjir höfðu komið í heimsókn.  Það reyndist svo vera þetta yndislega fólk, Harald norskur arkitekt, og dönsk unnusta hans Anna Lise framtíðarkona, eins og hún kallar sig.  Þau voru aldeilis frábær að ræða við.  Og alveg inn á minni línu.  Við gátum spjallað um alla heima og geyma ég gaf þeim svo álfakort.  Þau eru eins og ég, trúa á náttúruvætti og allan pakkan eins og ég.  Reyndar búa þau núna í London svo ég á heimboð þangað.  Þau eins og svo margir koma til að hlaða batteríin og finna sig í náttúrunni.  Mikið lifandis skelfing er gott að hitta svona fólk.   Enda er það svo að til mín kemur fullt af fólki með svipaðar skoðanir.  Ég held að húsið mitt og ég sjálf, sé ein af þessum póstum, sem safnar fólki saman með ákveðnar lífsskoðanir.  Ég held að það sé verið að safna fólki upp til að bjarga móður jörð.  Ég trúi því, og ég vona bara að ég hafi þar einhverja tilveru.  Segu þetta ekki af hroka, heldur af auðmýkt, fyrir því sem einhvert afl einhversstaðar er að vinna með okkur og aðrar náttúruverur.  Vona allavega að hægt sé að nota mig til þess.  InLove

IMG_9568

Í dag rigndi.  Ég eyddi deginum í að stjórna Veraldarvinum, krökkum allstaðar að úr heiminum, sem hafa komið til Flateyrar til að fegra þorpið, og láta gott af sér leiða.  Þarna voru frakkar, króati, hollendingur, kóreysk stúlka, norsk stúlka og fleiri þjóðlönd.  Ég heyrði að þau spjölluðu mikið um heimsins vanda.  Voru að tala um að auglýsingar væru falskar og sögðu að það þyrfti að hafa þekkingu til að varast lævísan áróður sjónvarpsins.  Svo voru þær frönsku spurðar i þaula um uppreisnina sem var í París, og hvort það væri búið.  Þær töldu svo vera.  En af hverju stafaði þetta uppþot, spurðu hin. Jú fólk var í gettóum, þau væru fátæk, og kæmust ekkert áfram í lífinu.  Stjórnvöld gerðu ekkert til að hjálpa þeim, og svo allt í einu syði upp úr.  Ég skil þau vel, sagði önnur stúlkan, en ég er ekki sátt við aðferðir þeirra, að skemma bíla og eignir fólks, sem ekkert hefur gert þeim.  En ég vona að stjórnvöld standi við þau loforð sem þau gáfu fólkinu. 

Það er fróðlegt að fá þetta svona beint í æð, frá þeim sem eru á staðnum.   Ég ætla að taka myndir af þeim á morgun.  Það var svo mikil rigning í dag, að ég vildi ekki fara út í það.

IMG_9569

Hér er svo hluti af krökkunum mínum, allt í einu fann ég að þau eru að breytast í unglinga.  ég varð svolítið leið inn í mér.  En ég ætla mér að fá að leiða þau aðeins áfram.  þau eru vinir, og ég mun leggja áherslu á það við þau, að þau haldi saman, og virði vinskapinn.  Hann er mikils virði.

IMG_9570

Já þau eru falleg börnin mín, lífið blasir við þeim, og margar hættur liggja í leyni.  Það er fólk þarna úti sem enskis svífst til að veiða þau í net fíknar og ólifnaðar.  Svei þeim bara.  Það þarf að gera átak í að ná þessum níðingum og loka þá inni og henda lyklinum. 

Ég var að hlusta á fréttirnar, og nú vilja menn fara að borga almenningi fyrir að stunda löggæslu, einkalöggæslu.  Þvílíkt rugl.  Áróðurinn komin á fullt.  Nú er fólk meira tilbúið til að borga fyrir svoleiðis löggæslu sögðu fréttamennirnir. 

Ég segi; setjið á stofn lokaða meðferðarstofnun, ráðið í hana, sérfræðinga á sviði sálgæslu, félagsfræðinga, og menntað fólk til að takast á við fíkla.  Það mun skila sér langt um betur heldur en einhver borgaraleg gæsla.  Reynið að átta ykkur á hvar vandamálið liggur, áður en þið vaðið út í vitleysuna og fenið.   

Þið eruð á algjörum villigötum um þarfirnar og hvað er til ráða.  Hvar á þetta svo að byrja og hvar að enda.  Einhversstaðar segir í upphafi skal endinn skoða.  Það á vel við hér. 

Fíklana af götunum, og innbrotum mun snarfækka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Það er alltaf svo gaman af færslunum þínum. Ég er mikið búin að sakna þín, ég hef svo lítið komist í tölvu undanfarinn mánuð. Var að fara yfir síðustu færslur hjá þér og ég verð að segja þér að ég hreinlega sakna þess að sjá ekki myndir af ömmustelpunum og systrunum Hönnu Sól og Ásthildi.

Takk fyrir mig Ásthildur mín, bestu kveðjur til þín í kúluna.

Linda litla, 21.7.2008 kl. 20:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Linda mín fyrir þetta, ég sakna þeirra líka svo mikið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Ásthildur mín.

Flottar myndir eins og venjulega. Gaman að útilegan skildi heppnast svona vel hjá strákunum þínum.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.7.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábær færsla.

Svo verð ég nú að segja þér að ég er sömu trúar og þú, með orkuna, náttúruna og það allt saman.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.7.2008 kl. 20:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að vita það Jenný mín.

Takk Rósa mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Marga sæludagana átti maður sem barn á Gilsbrekku. Þar var lifað af landsins gæðum, bleikju, bláberjum og kræklingi. Svo eru þarna álfasteinar og dularfull gil og skorningar þrungin sögu. Þarna var hann pápi minn líka sem barn öll sumur ásamt systkinum sínum og eitt sinn með eftirlýstum þýskuum njósnara, sem síðar var handsamaður af bretum og margir Ísfirðingar sendir í fangabúðir í bretlandi fyrir að skjóta skjólshúsi yfir. Um þetta hefur verið skrifuð a.m.k. ein bók. Njósnarinn var nú bara tvítugur strákkjáni, sem varð strandaglópur hér, þegar stríðið braust út. Hann var kallaður Sandy. Ég á skemmtilega mynd af honum og pabba sem strákling að læra Mullersæfingar með Sandy úti við læk.

Þið hafið óskráðan erfðarétt að Gilsbrekku Ásthildur mín og geri ég ykkur hér með að hreppstjórum þar í fjarvist minni. Þetta er staður til að njóta en ekki gleyma. Það eru ekki margir okkar Gilsbakkamanna, sem hafa tíma til að heimsækja staðinn, sérstaklega eftir að snjóflóðið tók burt húsin.  Gilsbrekka er í góðum höndum hjá þér.

Það er skemmtilega holaður steinn þarna innaf  í fjörunni, sem margar myndir eru til af okkur krökkunum í.  Nú og svo er þarna að sjálfsögðu hin fræga dugghola ofanvið, sem fékk smá athygli í nýlegri kvikmynd Ara Kristinssonar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.7.2008 kl. 20:53

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Alltaf jafngaman að kíkja við hjá þér. Ég er sko ekkert hissa á að fólk sækist í þig, ég ætla sko örugglega að banka upp á næst þegar ég fer til Ísafjarðar. Það er sko satt hjá þér að við verðum að passa ungviðið, það er svo margt sem að því sækir.

Helga Magnúsdóttir, 21.7.2008 kl. 20:56

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga mín, vertu velkomin

Elsku Jón Steinar minn, kærar þakkir fyrir traustið sem þú sýnir mér.  Inga frænka þín sagði mér einmitt af huldusteininum, og þegar Leifur varð að viðurkenna að eitthvað væri til í álfasögum, þegar úlpa sem eitthvert barnið átti týndist út við steininn, það var margbúið að leita að úlpunni, sem fannst hvergi.  Svo næsta sumar á eftir, þá var úlpan inn í fataskáp.  Og þá sagði Leifur, það hlýtur að vera eitthvað til í þessum sögum um álfa í steininum.  Það var nefnilega hann sjálfur sem var að leita að úlpunni.  Bárður keypti gamla Faggahúsið og flutti það á Gilsbrekku, eftir snjóflóðið.  En ég bókstaflega verð að fara núna og leita að steininum með holunni.  Það er algjört must eftir þetta innslag þitt minn kæri. Já og Duggholufólkið, það var skemmtileg mynd.  Knús þig.  Ég skal svo sannarlega fara og taka fleiri myndir þarna fyrir þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2008 kl. 21:12

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Hjartað í mér tekur kipp þegar ég hugsa um að barn breytist í ungling  en þetta er víst lífsins gangur. Sammála þessu með lyklana...bara henda þeim eftir að búið er að loka þessa ósvífnu menn inni! Flott að nýju hreppstjórarnir að Gilsbrekku höfðu það notalegt saman. Takk fyrir þessar frábæru myndir, Ásthildur mín.

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 21.7.2008 kl. 21:20

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

"Ég held að húsið mitt og ég sjálf, sé ein af þessum póstum, sem safnar fólki saman með ákveðnar lífsskoðanir.  Ég held að það sé verið að safna fólki upp til að bjarga móður jörð.  Ég trúi því, og ég vona bara að ég hafi þar einhverja tilveru.  Segu þetta ekki af hroka, heldur af auðmýkt, fyrir því sem einhvert afl einhversstaðar er að vinna með okkur og aðrar náttúruverur.  Vona allavega að hægt sé að nota mig til þess. "  Ég er sannfærð um að þessi setning þín er 100% sönn, málið er að maður kemur inn á síðuna þína til að hlaða sig upp og ég ætla vestur pottþétt, ég bara VERÐ að koma í húsið þitt og sjá þig, myndirnar sýna líka alltaf þann kærleik sem býr í ykkur og húsinu, þarna eru allir öruggir.   Þetta með fíklana að þá er ég sammála og mér finnst rosalega slæmt að svona frábær staður eins og Götusmiðjan er aldrei full nýtt vegna þess að ungu krakkarnir bara gefast upp og fara heim, þeim er ekki haldið nauðugum og foreldrar sem ég hélt að ættu að ráða yfir svona ungum börnum, sækja þau.  Helgi minn var þarna í 85 daga og er þetta það besta sem hann hefur fengið eftir að hann snéri frá fíkninni, allavega lofa ég hvern dag sem vel gengur. Það þarf að taka ráðin af þessum krökkum um tíma svo þau komist í gegnum ákveðið langan tíma.  Takk fyrir yndislega færslu og hjartanskveðja vestur til ykkar  Kisses 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 21:35

11 Smámynd: Tiger

Ég segi bara svipað og hún Linda hérna efst - ég er mikið búin að sakna þín, ég hef svo lítið komist í tölvu undanfarið vegna ferðalaga og hamagangs í veiðitúrum og slíku. 

Kíkti líka yfir undanfarnar færslur og segi líkt og Linda aftur - að maður saknar þess að sjá ekki myndir af systrunum Hönnu Sól og Ásthildi. Það er alltaf svo mikil kátína sem lýsir frá þeim nefnilega.

Sendi knús og kreistur yfir í Vestfjarðaríki þitt Ásthildur mín ljúfust og hafðu yndislega nótt sem og góða viku framundan.

Tiger, 21.7.2008 kl. 21:39

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sæl elskuleg,

ég á orlofsíbúð í Súðavík frá 1 águst til 8 ágúst og kem í kaffi til þín ...læt þig vita!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.7.2008 kl. 22:26

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj - það er líka svo gaman að fylgjast með ferlinu úr barni í ungling!

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2008 kl. 22:30

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Skemmtilegar útilegumyndir! Er sjálf að upplifa það að dætur eru að breytast í unglinga og finn eins og þú fyrir söknuði en er þá ekki um að gera að bæta við gírum og vera vinur líka, mér finnst það líka gefandi, sérstaklega ef að vináttan er þegin með þökkum, unglingar eru yndislegt fólk

Huld S. Ringsted, 21.7.2008 kl. 23:19

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég verð að fara að mæta fyrr á bloggrúntinn, það er hræðilegt að geta ekki sagt neitt frumlegra en það að maður sé sammála öllu sem þú skrifar, & því sem að fólk segir í athugasemdum sínum við svona frábæra færslu þína.

En, ég segji það samt !

& þú er met, ~Werzdfjarðarmet~, sem að er merkilegra en öll heimsmet.

Steingrímur Helgason, 21.7.2008 kl. 23:31

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert einfaldlega yndisleg manneskja Ásthildur mín og þess vegna laðast fólk að þér

Er verið að tala um Gilsbrekkuna sem ég hafði fyrir augum öll sumur sem krakki, þegar ég dvaldi á Hvíanesinu hinu megin við fjörðinn??

Verðandi unglingar eiga góðan að í þér

Sigrún Jónsdóttir, 22.7.2008 kl. 00:32

17 Smámynd: Karl Tómasson

Kæra Ásthildur, húsið þitt er kúla. Þar eru engin horn ekki frekar en á þér sjálfri.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 22.7.2008 kl. 00:50

18 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ég gæti ekki verið þér meira sammála Ásthildur mín í sambandi við að draga ákveðið fólk að sér. Mér finnst geimurinn alltaf vita hvað maður þarf á að halda, hvenær maður þarf á því að halda, stundum er það í formi fólks sem kemur við í kaffi, stundum er það lag sem gefur þér kjarkinn aftur, eða baráttugleðina tilbaka, eða stundum er það bara þögnin sem hjálpar manni. Þúsund og eina þökk aftur fyrir að vera svona einlæg, yndisleg, góð og jákvæð vinkona, mér þykir meira og meira vænt um þig með hverjum degi. Farðu vel með þig, og þegar ég á mér leið í gamla hverfið mitt, þá kem ég og banka uppá hjá þér, elskan, er það ekki í lagi?????

Bertha Sigmundsdóttir, 22.7.2008 kl. 08:11

19 identicon

Sæl Ásthildur mín.

Frábært alltaf eins og venjulega,síðan þín bregst aldrei.

Ég heyrði endirinn á viðtali við þig á Ruv1 núna rétt áðan 22 júlí.,þar sem að þú ert ekki ánægð með lúpínuna í Tunguskógi eða Háhvönnina. Þú segir eins og er það er svakalega margt að breytast í náttúrunni. Finnst mér.

Sæl í bili.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 08:16

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

  Oh hvað það er friðsælt þarna og yndislegt.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.7.2008 kl. 12:23

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Steinninn holaði er í fjörunni um 5-6 metrum innar en Gilsbrekka. Ofan við gilsbrekku er hinsvegar annar steinn, sem var talinn Álfasteinn og vorum við krakkarnir hundskammaðir fyrir að hoppa á þaki Álfanna, ef við fórum upp á steininn. Það þótti ekki boða gott. Hjátrúin lifði góðu lifi þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.7.2008 kl. 12:58

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þetta þú er dásamleg og gott að koma til þín Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.7.2008 kl. 15:04

23 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg færsla og yndislegar myndir.

það er svo gott að hitta samhuga og fá fléttað saman lífssýn við aðra og verða sterkari á eftir.

kúkuhúsið er ábyggilega gott hús með góðri orku.

kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 15:59

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Steina mín, já hér er örugglega jákvæð orka.  Oftast næ ég að nýta mér hana, en stundum er ég bara of þreytt til að taka á móti því góða.  Kærleikskveðja til þín líka

Knús Katla mín.

Ég ætla mér að skoða þetta Jón Steinar, ég sagði við Ella í gær, að það væri algjört must að fara í ævintýraleiðangur að Gilsbrekku.  Takk.

Já Jóhanna mín, það er friðsælt á góðum dögum hér í náttúrunni fyrir vestan. 

Takk Guðlaug mín.

Einmitt Þói minn, ég er ekki hrifin af að sjá hana vaða yfir allan lággróður og eyðileggja lyng og móa.  Sorglegt bara að fólk skuli planta henni hvar sem er.  Já Blessaður minn kæri.

Elsku Bertha mín, þú verður auðvitað að líka við hjá mér, þegar þú kemur heim í heiðardalinn.  Takk fyrir hlý orð mín elskulega

Hahaha Kalli, jamm það er til svona brandari með að það sé ekki hægt að pissa í hornin á kúluhúsinu. 

Nákvæmlega þá Gilsbrekku Sigrún mín.  Jamm.  Takk fyrir mig.

Ekki amalegt Steingrímur minn að eiga heilt ~Werzdfjarðarmet~, frá þér hehehehe

Það er nákvæmlega það sem gildir Huld mín, að ná því að vera vinur þeirra fram yfir unglingsárin.  Sem betur fer tókst mér það með mín börn, og vonandi líka með þessar elskur, þau eru svo blíð og yndisleg öll saman.

Hrönn, jamm, á tímabili verða þau samt óþolandi, svona augnablik,  ekki þau sem ég þekki  Heldur öll hin

Endilega elsku Anna mín, láttu mig vita, hvenær þú verður á ferðinni.  Við skulum drekka dús

Takk TíCí minn, ég var einmitt að velta því fyrir mér hvar þú værir.  Þú minnist ekki á garðræktina, en ég frétti að þú værir mjög svo liðtækur þar líka  Það það er líka gott að hreinsa hugann með því að fara út í náttúruna og njóta þess að vera til.  Knús á þig minn kæri.

Takk elsku Ásdís mín.  Þú er svo sannarlega engill knús á þig.

Já Sigrún mín, fólk þarf að muna að þau breytast allof fljótt, og ungbarnið verður að krakka, sem svo breytist í ungling og svo ungt fólk.  Þess vegna er um að gera að njóta sakleysisins, og byggja upp traustið þar, sem endist svo inn í unglingsárin.   Og alla ævina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2008 kl. 16:45

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð færsla Ásthildur. Vonandi munu börnin okkar, já helst engin börn lenda í fíkninni. Það hefur því miður sýnt sig að það hefur ekki gagnast að herða refsingar. Neytendurnir stunda sölu og smygl til að eiga fyrir neyslunni. En við getum samt heilmikið gert eins og þú segir það er hægt að fjölga meðferðarúrræðum og hafa meira val, sumir þurfa lokaðar deildir. Ég hef heyrt um mjög góðan  árangur hjá afeitrunarstöð í Hróarskeldu sem hefur náð að hjálpa fíklum sem allir aðrir voru búnir að gefast upp á. Fíklarnir eru byggðir upp aftur á mjög jákvæðan hátt t.d. með því að kenna þeim skrúðgarðyrkju og ræktun lækninga og nytjajurta, sá sem stjórnar þessu er frábær náungi. Það verður líka að leggja meira í  fræðslu og forvarnir bæði fyrir unglinga og jafnvel foreldra. Fólk gleymir því stundum að við berum öll ábyrgð og  það geta allir lent í þessu.

Sigurður Þórðarson, 22.7.2008 kl. 16:51

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg rétt Sigurður, það er sorglegt að það skuli ekki vera hér lokuð meðferðarstofnun árið 2008, þegar það ætti hverjum manni að vera ljóst að sumt fólk er einfaldlega komið of langt í neyslu til að þekkja sinn vitjunartíma.  Mörg sorgleg mál þar í gangi.  Og þetta sparar líka fé.  Því það kostar fleiri hundruð þúsund hver einstaklingur á götunni.  Og það er einfaldlega okkur ekki sæmandi að hafa enginn úrræði, nema fíkilinn vilji sjálfur fara í meðferð.  Rugl bara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2008 kl. 17:22

27 Smámynd: Lena pena

Gaman af þessum myndum hjá þér Ásthildur..

Lena pena, 23.7.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2022875

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband