Ýmislegt skemmtilegt á föstudegi í miðbæ Ísafjarðar.

Inn í nóttina.

IMG_9511

Himnagalleríið var opið á Flateyri í morgun.

IMG_9513

Hér kúrir þorpið undir fjöllunum.  Veraldarvinir eru þarna að hjálpa til við hreinsun, og í næstu viku vinn ég með þeim í gróðursetningum og hreinsun á illgresi, þau eru allstaðar að út heiminum, það verður gaman og fróðlegt að kynnast þeim.

IMG_9515

Í dag var síðasti dagurinn á kajaknámskeiðinu og þau fengu að grilla.  Amma ég vil fá hamborgara, og svo djúsí steik, sagði stubburinn.

IMG_9517

Gömul falleg hús, og bátar hér er sjóminjasafnið í neðsta Kaustað.

IMG_9519

en á fallegum góðviðrisdögum eru margir á Silfurtorgi og bara í miðbænum.  Hér var líka morrinn leikfélag vinnuskólans með uppákomu í dag.

IMG_9520

Fólki finnst lika notalegt að sitja í sólinni, og hitta mann og annan, ræða heimsmálin og svoleiðis.

IMG_9521

Svo var spilað á gítar, börnin máluð, og bara gleði.

IMG_9522

Hér var líka trúður.

IMG_9525

Ungar stúlkur að dansa.

IMG_9528

Strákunum fannst hinsvegar skemmtilegra að skjóta á einhvern úr vatnsbyssum.

IMG_9532

Og ekki vantaði ísbjörnin.

IMG_9534

Já hér var margt um manninn í dag.

IMG_9535

Það var líka setið úti fyrir Gamla bakaríinu og gætt sér á kökum, kaffi og slíku.

IMG_9537

Hello ve are french.  Cool Þau sitja fyrir utan Langa manga.

IMG_9538

Þessar ungu dömur gæddu sér á ís.

IMG_9540

En Lóa sat inn í handverkstæði Karitas, og prjónaði.  Þær eru duglegar konurnar hér að föndra allskonar fallega muni, sem þær svo selja túristunum og okkur hinum líka.

IMG_9541

Silfurtorg hjarta Ísafjarðarbæjar á góðum föstudegi.

Í kvöld kom svo vinur minn Hafsteinn Hafliðason í heimsókn með Iðunni konunni sinni.  Við sátum og spjölluðum, og svo gengum við um garðinn og ræddum um gróðurinn.  Hafsteinn er frábær og skemmtilegur, og sérlega fróður um gróður.

Svo eitt að lokum;

IMG_2674

Ég sakna þín barnið mitt blíða,

Með björtu augun þín skær.

Á röddina  hjartnæmu að hlýða,

Og knúsa þig brjósti mér nær. 

Að ræða um prinsessu pakka

Og pörin af ballettsins skóm.

Um daglegar þarfir, og þakka,

þegar þú færir mér blóm.  

Á ömmu sín æ viltu hlýða .

upphugsar allkonar gjörð.

Fallega prinsessan fríða.

Fróm vil ég stand’ um þig vörð.

IMG_6406 

 Prakkarinn litli sem lærir.

Og lætur mér líða svo vel.

Ákveðin hrund, sem að hrærir

hjartanu bljúga í mér.  

Þú kannt að gleðja og gefa

Gott er að hlúa að þér

.Grátin þinn  gjallandi sefa.

Gefa þér sálina úr mér.   

Víst er þú örmum mig vefur

Vaktar og  vilt ömmuskinn.

gæfuna mikla mér gefur.

gullmolinn yndæli minn.

 

Svo segi ég bara góða nótt, sofið rótt og takk fyrir hvað þið eruð alltaf yndisleg við mig. Heart  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fallegt mannlíf.  Góða nótt rússlan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fóða nótt sjálf yndislega kona

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallegar myndir á fallegum degi, en ljóðin þín til litlu skottanna er yndislega falleg og hlý.  Hvenær koma þær aftur ?Love You

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 00:13

4 Smámynd: Laufey B Waage

Aldeilis iðandi mannlíf á Ísafirði.

Yndisleg ljóðin þín, eins og alltaf. 

Laufey B Waage, 19.7.2008 kl. 00:16

5 Smámynd: G Antonia

Fallegt eins og allt frá þér..........**

G Antonia, 19.7.2008 kl. 00:35

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Almáttugur hvað þetta eru falleg og innileg ljóð svo falleg.....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.7.2008 kl. 00:42

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sæl Ía mín. Það er orðið svo langt síðan ég hef komið við hérna hjá þér að ég þurfti drjúgan tíma til að ná í skottið á þér og skoða eldri færslur. Mikið óskaplega er gleðilegt að sjá fjölskrúðugt bæjarlífið og bjartsýnina í gamla bænum mínum. Ég finn saknaðarsting við að skoða þetta.  Það ætti að gera blokkið þitt að skyldulesningu fyrir yfirboðara smærri bæjarfélaga, svona til að sýna hvað jákvætt hugarfar getur gert mikið.

Ég var svo glaður að sjá að Júlli blómstrar og hefur fundið listagenin í sér. Sveimér ef ég þurfti ekki að þerra tár við að sjá það.  Hér flytur kæleikurinn og mannvirðingin yfir alla barma.

Ég hélt að gamli barnaskólinn hafi verið rifinn, en nú sé ég að það er búið að byggja hann upp aftur. Mikið er mér létt. Ég er talsmaður þess að halda í gömlu húsin úti á landi og ef engin hús eru til að endurbyggja, þá á að byggja "gamalt´". Í þvi liggur sál bæjanna og það sem fólk leitar að. Friði og mannlegu umhverfi. Steinsteypu og glerfasismi á ekki heima í litlum byggðum, það er bara mikilmennskubrjálæði eða minnimáttarkennd að rembast við slíkt og þykir mér þegar búið að vinna mikinn skaða á bæjarmyndinni heima með svo misvitri skipulags og byggingarstefnu. Þetta er ekki í neinu samhengi við mannlífið og náttúruna. Fussumsvei.

Ég er hér á Sigló og verð líklega hér um óákveðinn tíma, einmitt í svona jákvæðri uppbyggingarvinnu og fegrun. Landsbyggðin er að vakna og sorgarferli kvótaharmsins að ljúka. Nú er kominn tími til að horfa fram á veg. Tækifærin eru óendanleg.  Ég hef haft það mikið að gera hér að ég hef ekkert bloggað að viti nema hreyta skömmum í sjálfstæðisnefnurnar okkar. Ég hef lengi ætlað að taka upp gamla þráðinn þar og kannski kemur að því brátt. Það þýðir þó ekki að sitja inni og blogga á sólríkum dögum.

Að vera hér á sigló er alger draumur og það á vel við þorparann í mér. Ég skil raunar ekki af hverju ég var að álpast frá þorpssælunni. En...maður lærir kannski ekki að meta það sem manni var gefið fyrr en maður glatar því um stund.

Takk fyrir þessa vítamínssprautu, sem bloggið þitt er elsku Ásthildur mín. Heimurinn þarf fleiri manneskjur eins og þig og Ella.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.7.2008 kl. 00:44

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er sannarlega líflegt og fjölbreytt mannlífið hjá ykkur. Og vá, ég fæ bara tár í augun við að lesa þessi fallegu ljóð  

Stórt knús

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 19.7.2008 kl. 01:00

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið er bærinn glæsilegur, og litríkt mannlíf lífgar aldeilis uppá. - Ásthildur ég vissi ekki að þú værir skáld. - Mikið óskaplega eru ljóðin þín falleg. - Þau snerta sko mitt ömmuhjarta.- Góða nótt mín kæra og vonandi nærðu góðum nætursvefni í nótt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.7.2008 kl. 01:05

10 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að lesa falleg ljóð og fallega texta......Núna skemmtir þú mér, þú svo að kökkur hafi myndast í hálsi....Je dúdda mía hvað þetta eru falleg ljóð

Þú ert perla.......Vestfjarðarperlan........Það er falleg og sönn tilnefning

Knús i kúlu

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 19.7.2008 kl. 01:41

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf þegar mann langar að segja eitthvað fallegt á blogginu þínu þá kemur Jón Steinar inn á undan & segir allt sem að segja þarf átján sinnum betur.

Farinn að fylla upp í þessi Héðinsfjarðargöng !

Steingrímur Helgason, 19.7.2008 kl. 02:03

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ástarkveðjur og góða nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 19.7.2008 kl. 02:22

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt, yndislegt, yndislegt Þú ert perla Ásthildur mín

Sigrún Jónsdóttir, 19.7.2008 kl. 03:11

14 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kaera Asthildur min, hvar vaeri eg an thin? Thu ert alltaf svo studningsfull i minn gard, og hingad inna bloggid thitt get eg alltaf leitad thegar eg er med heimthra. Thad er svo skemmtilegt ad koma her inn og sja gamla baeinn minn, og bornin og madurinn hafa mikid gaman af ad sja Isafjardarbaeinn, thvi ad hann er svo fallegur og mer mikid minnistaedur. Eg tek lika undir med odrum ad ljodin thin eru hjartnaem, opin, og hreinskilin. Thu ert ein af theim fau manneskjum sem gera allt og alla betri bara med naerveru thinni. Mer thykir rosalega vaent um thig, takk fyrir ad vera thu!! Kossar ur dalnum i fjordinn til thin, kaera vinkona.

Bertha Sigmundsdóttir, 19.7.2008 kl. 04:54

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt mannlíf, takk fyrir að deila þessu alla leið hingað til Lejre.

Kærleikur til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 05:41

16 Smámynd: Helga skjol

fallegar myndir eins og alltaf og ljóðin alveg meiriháttar.

Knús á þig og þína

Helga skjol, 19.7.2008 kl. 06:38

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mýnir góðu yndislegu bloggvinir, það er ekka amarlegt að byrja daginn með öll þessi fallegu komenn, lesa kærleika ykkar og hlý orð.  Þá finnst mér að ég hafi gert eitthvað gott, og það er góð tilfinning.

Knús á þig líka Helga skjól mín.

Kærleikur til þín og knús Steinunn mín.

Elsku Bertha mín, það gefur mér heilmikið, ef ég get gert eitthvað til að aðstoða fólk sem mér þykir vænt um.  Það eru laun sem mér líður vel af langt fram eftir degi eða bara dögum.  Það kviknar kærleiksljós inn í brjóstinu á manni, sem seitlar um allt.  Knús á þig og mömmu þína, megi þið ná saman sem aldrei fyrr.

Takk Sigrún mín.

Takk fyrir þessi fallegu blóm Linda mín.

Það er ekkert smávirki sem þú ætlar að ráðast í Steingrímur minn, veit vegamálastjórinn af þessu  Nú eða Mölleriinn ?

Takk elsku Elín Katrín mín.   Mín er ánægjan.

Takk Lilja mín.  Ætli það sé ekki of sagt að ég sá skáld, en ég get stundum fundið drega, eða gleði minni útrás með svona visum.  Takk fyrir mig elskulegust.

Takk Og Knús elsku Sigrún mín.

Ég held bara að ég svífi inn í þennan fallega sólardag.  Ég fer að vökva blómunum mínum, það gefur líka mikið að finna að maður gerir eitthvað sem skiptir mál, en þau eru orðin svo þurr eftir hitann og sólina í gær.  Takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2008 kl. 09:53

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóh Steinar mikið er gott að lesa það sem þú skrifar. Takk minn kæri. Já það hefur svo sannarlega létt af mér heilmiklu, að sjá að júlli minn hefur fundið sér leið.  Ég vona bara að sú leið haldi honum.  Það blundar alltaf einhversstaðar óttinn, sem er tilbúin að grípa um hjartað.  En vonin er sterkari.  Sem betur fer ákváðu þeir að varðveita gamla skólann, það átti auðvitað að rífa hann.  En sem betur fer eigum við húsafirðunarnefnd, sem hefur bannað þeim að rífa skólann, og líka gamla Norska bakaríið, eða Straumshúsið.  Nú er verið að banna niðurrif á Mánagötu 3.  Það er komið nóg af niðurrifi og skemmdarstarfssemi á gömlu húsamyndinni í miðbænum.    Siglfirðingar eiga gott að hafa fengið þig til liðs við sig.  Ef til vill kemurðu svo aftur heim í heiðardalinn.  Takk enn og aftur minn kæri.

Takk Gmaría mín.

Takk G.Antonía mín.

Takk Laufey mín .

Ásdís mín ég er ekki viss, dóttir mín fékk eitthvað verkefni fyrir sunnan, við hesta, ég vona að hún komi fyrir afmælið hans afa síns.  Hann verður 90 ára þann 4. ágúst. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2008 kl. 10:02

19 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 19.7.2008 kl. 10:51

20 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Takk fyrir mig sömuleiðis.

Kveðja

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 19.7.2008 kl. 21:42

21 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð Ásthildur mín.

Takk innilega fyrir myndirnar frá Ísafirði. Alltaf verma nú myndirnar frá Ísafirðinum góða.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2022938

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband