5.7.2008 | 12:09
Ungverjaland - ferðalok.
Ungverjaland, síðasta færsla lokadagur.
Lokadagurinn rann upp bjartur og fagur. Allt tekur enda um síðir, líka ferðalög. En minningin situr eftir og yljar. Það er líka gaman að hitta samferðafólkið, skiptast á þakkarorðum, og rifja upp ýmislegt skemmtilegt sem gerðist. Það er líka partur af svona ferð.
Þessar myndir voru teknar af svölum herbergisins sem við dvöldum á í Szeget.
Búið að pakka niður, og allir að gera sig klára. Ég sá að sumir keyptu sér aukatöskur í Coru hehehe... Þannig að einhverjir hafa keypt sér meira en þeir ætluðu. Hef grun um að þar séu dúkar og aðrar hannyrðir flottar sem hafa átt sinn þátt í því.
Þeir sem voru tilbúnir á undan, gátu slakað á í góða veðrinu, og haft það náðugt, meðan þeir sem voru á síðasta snúning við að loka töskunum, bisuðu við það. Svona er þetta í stórum hópi, sumir eru fyrstir og aðrir síðastir.
Hér er Vilberg Viggósson og Agata Jo, þau búa að hluta til hér í Szeget, en eru heima á veturna.
Við erum lögð af stað út á sléttuna miklu, þangað sem Ungverjar komu fyrst til frá Mesópótamíu, og settust að, hröktu heimamennina burtu. Sem er aðal ástæðan fyrir því, að þeir eru málfarslega einangraðir á þessu svæði, eða mál þeirra ekki skylt neinu tungumáli nema Finnsku.
Hér er leiðbeiningarprestur á Paprikusafnið þeirra, ég komst að vísu ekki þangað. En þeir eru miklir paprikuræktendur, og paprikan þeirra alveg sérstök, ég keypti mér eina dollu, sem ég spara og nota bara í sérstökum tilfellum.
Tók þessar götumyndir út um bílrúðuna. Það eru mörg falleg hús hér.
Skreytt á ýmsan hátt, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu
Hér eru erfðir frá Sovét tímanum, þá var hrúgað upp svona blokkum, sumar þeirra halda hvorki vindi né vatni, allir áttu að eiga þak yfir höfuðið, en þar var ef til vill hvorki vatn né klósett. Maður heyrir á Ungverjum að þeir vilja helst gleyma þessum tíma, og þeir hugsa ekki hlýlega til rússa, svo mikið er víst.
Hugsið ykkur fyrir svona 15 til 20 árum, hefði svona skilti ekki verið hér. Þá tók fleiri mánuði að panta sér bíl.
Við erum komin út á sléttuna miklu, út úr borgarysi og þysi.
Vörufluttningabílar mega ekki aka um hraðbrautirnar frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns. Þá verða þeir bara að stoppa og bíða við vegastoppistöðvar.
Hér úti í sveitinni býr Jóna Guðvarðardóttir keramiklistamaður, þau hjónin reka hér listaskóla, sem fólk sækir allstaðar að út heiminum.
Ég er ekki viss um hvort þið trúið mér eða ekki, en kantar hraðbrautarinnar hér, sem er aðalæðin gegnum Ungverjaland, er sleginn beggja vegna, og það handsleginn og rökuð. Það eru að mestu sígaunar sem sjá um þetta, og er einskonar atvinnubótaviinna.
Það eru sumstaðar engir smáfletir. Og hér eru líka ávaxtatré, sem þarf að slá kringum. Sem eykur enn á vinnuna. Þetta er allt slegið með orfum.
Þetta er ekki geimskip, heldur vatnstankur, það kom fram að þetta er ungversk uppfinning, sennilega er borað niður á vatn og svo hárpípukrafturinn látinn draga vatnið upp í kúluna. En unverjar eru miklir uppfinningamenn, vissuð þið að það var ungverji sem fann upp tölvuna ?
En við erum komin á hestabúgarð. Það sem við ætlum að sjá knapa sýna listir sínar. En Ungverjar eru miklir hestamenn.
Hér erum við boðin velkomin. Þessi blái litur er þýðingarmikill á þessu svæði. Liturinn þeirra.
Það er byrjað á snafsi. Örugglega rótsterkum og einskonar skonsum, nýbökuðu brauði.
Fallegir búningarnir þeirra. Dæmigerður túristastaður ef til vill ???
Glæsilegir bæði knapi og hestur. Hvað ætli þeir kunni svo fyrir sér, sem er þess virði að stoppa við og skoða ?
Jú það var byrjað á ökuferð.
Upp á gamla móðinn.
Áfram veginn í vagninum ek ég!!!, ef þið haldið að ökumennirnir hafi eingöngu verið karlkyns, get ég upplýst að okkar ökumaður var kona.
Í þessum vagni eru sko engar smástjörnur, skal ég segja ykkur hér eru mama og papa Mugison, Kristján tíundi konungurinn, og svo Finnbogi Ósvarargoði.
Hér eru nokkrir af samferðamönnunum í sínum vagni.
Síðan sýndu þeir hestarekstur. En hitinn var svo mikill að við vorum sveitt undir sjálfum okkur, hvað þá svona hasar og læti.
Þetta voru heldur engar truntur, heldur skapmiklir hestar, þessi reyndar bakkaði einn félaga okkar niður bóndann úr botni. Sem betur fer meiddst hann ekki, og myndavél og filma slapp líka ósködduð.
Ég var að tala um hita. Hvar fá þessi menn orku til að hlaupa svona. Þeir klæða ef til vill af sér hitan með þessum fatnaði. Ætli þessi blái litur hrindi svona vel fré sér hitanum ?
Þetta er forn listgrein hjá Ungverjum. Það var sannarlega glæsilegt að sjá hann standa svona á þeysireið um völlinn.
Það var líka sýndur gamaldags ferðamáti. Ætli þeir hafi ekki komið svona búnir út á sléttuna miklu.
Jamm ég er nú bara asni, en ég fær að vera með. Ég er ef til vill ekki eins glæsilegur og þessar truntur, en ég stend þó undir nafni sem asni.
Og það sem asni þarf að leggja á sig til að fá að vera með, ÚFF!
Enginn smá ferð á þessum gaur, úff það mætti borga mér mikið til að þora bara að standa svona með hestana kyrra.
Svona ferðuðust menn í gamal daga, og geta ennþá farið í smáhesta reiðtúr, en oftast með bara tveimur hestum. Í flestum borgum, Vín, Budapest, Kraká, Manhattan og mörgum fleiri stöðum hef ég séð glæsilega hesta og kerrur, sem manni býðst að láta aka sér.
Þeir eru með þessi svakalegu keyri, sem þeir láta smella aldeilis hátt í, rétt við nefið á hestunum, það er alveg ótrúlegt hvað skepnurnar kippa sér lítið upp við þessa háu smelli, rétt við eyrun á þeim. Ég er farin að hallast að því að þetta sé enginin venjulegur túristastaður, heldur ekta mannlíf og mikil þjálfun.
Já ég hafði rétt fyrir mér. Leggstu góði minn.
Ég ætla aðeins að tylla mér.
Og standa svolítið hehehehe.
Og svo að rúlla !!
Já rúlla aðeins meira.
Svona karlinn og svo sitja pent.
Góður strákur !!
Og þetta var ekki bara einn hestur, heldur hópsýning, því þeir gerðu þetta allir. Og takið eftir þeir ríða berbakt, og það var stundum alveg þeysireið. Flottir knapar, og þeir þurfa greinilega að þekkja hestana sína út og inn.
Hér sýnar þeir keyrin, og það smellur hátt.
Ég sagði ykkur það, ég get líka. Ég er ef til vill ekki jafn glæsilegur og trunturnar, en ég er samt flottastur.
Ligg alveg grafkyrr. Bannað að horfa á magan á mér.
Sko ég get þetta allt saman.
Sjáiði bara hvað ég er klár... nei ég meina asni... nei ég meina.... var ég ekki að banna ykkur að horfa á magan á mér !!!
Áhorfendur fengu svo að prófa að smella keyrinu, og snerta flösku svo hún detti, geti þeir það, fá þeir vínflösku að verðlaunum. Nokkrir gátu þetta reyndar, hér er hún Ása Gríms að spreyta sig, en aðalatriðið er að þora og vera með.
Takið eftir uxunum, þetta er kúakynið sem er upprunalegt í Ungverjalandi. Þeirra kýr og uxar.
Svo bar boðið upp á Ungverska Gúllassúpu svona ekta, með mikilli úngverskri papriku, sem gerir rétta bragðið, og svo sígaunamúsik.
Það var tekið hraustlega til matarins, enda verður maður fljótt bæði þyrstur og svangur í svona hita. aðallega þyrstur þó
Svo átti Anton heilbrigðis.. afmæli og það var sungið fyrir hann afmælissöngurinn og skálaði við piltinn.
Og Sigga Lúlla elskuleg mín átti líka afmæli, og það dugði ekkert minna en að karlakórinn færi allur upp og syngi fyrir hana.
Þeir tóku svo nokkur fleiri lög. Við mikinn fögnuð annara hópa sem þarna voru líka.
Tóku meðal annars Viva tutte le vezzose.
Og hér eru viðbrögð ítalanna. Eins og ég sagði hér fyrr. Fólk verður alltaf svo hrifið, þegar sönghópar og aðrir syngja á þeirra máli, eða lög frá þeirra þjóðum. Þar talar söngurinn sitt eigið tungumál.
Ég er ekki viss um að við gætum haft svona sumarblómabeð hjá okkur, ekki ennþá allavega, það kemur ef til vill að því, með hækkandi hitastigi. Ég er þar aðallega að tala um colusana. Begoníurnar duga sennilega hér yfir sumarið.
En þá var komin tími til að yfirgefa þennan fallega stað, og halda áfram til flugvallarins. Dýrðarinnar ferðalagi var um það bil að ljúka.
Á flugvöllum tekur alltaf þetta sama við, biðraðir innskráningar og svo tékk.
Svo er hægt að slaka á og fá sér bjór, eða rauðvín.
Allt undir kontról, og allir klárir í flugvélina.
Þetta er dæmigerð flugvallarmynd ekki satt.
Og hver tekur svo á móti okkur brosandi og sætur, ekki inn í skáp og ekki í svörtum fötum ? Og þjónaði okkur alla leiðina heim, svo yndislegur og flottur, ásamt samflugfreyjum sínum. Ætli hann hafi verið látin fjúka ?
Dálítið öðruvísi landslag og gróðurfar. En þetta er Ísland, meira að segja Vestfirðir, meira að segja Ísafjarðardjúp, og turnarnir tveir, eru kranar sem halda ég veit ekki hvað mörgum tugum tonna, og eru notaði við að byggja brúna yfir Mjóafjörðin, til að stytta leiðina út í Reykjanes perluna okkar. En ég hef ekkert minnst á heita vatnið í Ungverjalandi, þeir hafa nefnilega heitt vatn eins og við, og elsta borhola eftir heitu vatni er einmitt í Bútapest, og böðin þeirra eru fræg. Það er margt sameiginlegt með þessum tveimur löndum og íbúum þeirra, þó þau liggi ekki saman, sagan, heita vatnið og jafnvel fólkið.
En hér með lýkur þessari ferðasögu, ég vona að þið hafið haft gaman af henni og jafnvel einhvern froðleik.
Eigið góðan dag elskurnar og takk fyrir hvað þið eruð elskuleg alltaf hreint við mig. Knús á ykkur inn í daginn.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022167
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var gaman að "fara" þessa ferð með þér Ásthildur mín. Knús á ykkur í Kærleikskúlu og njóttu hvíldar á meðan þú getur
Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 12:17
Takk Sigrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2008 kl. 12:20
Sæl Ásthildur mín.
Vonandi á maður einhvern tímann eftir að fara til Ungverjalands öðruvísi en bara með þér í huganum hér á blogginu. Skemmtilegar lýsingar og myndirnar eru fallegar. Þessi síðasta var nú líka virkilega falleg en þar á ég mínar rætur í móðurætt.
Mundu nú að hvíla þig vel á meðan stelpurnar eru í burtu. Ekki veitir af þó ég viti að það séu nóg verkefni. Við eigum víst ekki níu líf eins og kisa.
Guðs blessun og ósk um góða helgi.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 14:01
Frábært að fá að skoða með ykkur. Mjóafjarðarbrúin verður ekki komin næst þegar ég kem, en vonandi þarnæst. Ég segi eins og Rósa hér á undan, slakaðu nú á og safnaðu orku áður en dúllurnar þínar koma aftur, þær gera örugglega ráð fyrir að amma sé óbugandi.
Góða helgi og sjáumst vonandi bráðum.
Dísa (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 16:22
Yndislegt að fá að ferðast með þér. Myndirnar þínar og textinn við þær toppa ferðalagið. Vonandi er ég eftir að fara um þessar slóðir. Minnsta kosti ertu búin að kveikja í mér Ásthildur mín. Góða helgi og slappaðu nú vel af.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.7.2008 kl. 17:42
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2008 kl. 18:27
Gaman að sjá allar þessar frábæru myndir.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 19:38
Flottar myndir, sérstaklega hestamyndirnar. Ása mín tekur sig vel út að vanda, skilaður kveðju frá mér ef þú rekst á hana.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 20:19
Skemmtilegar myndir og magnaður þessi með hestana! Þetta hefur greinilega verið frábær ferð
Huld S. Ringsted, 5.7.2008 kl. 21:55
Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 22:53
Þessi ferð hefur sko verið alveg rosalega góð með stóru Géi.
Jóhann Elíasson, 6.7.2008 kl. 00:48
Sæl Ásthildur mín.
Þetta er mikið þrekvirki hjá þér að hafa komið öllum myndunum og frábærum textum líka vel til skila.
Þetta með Rússnesku blokkirnar vatnslausar og klósettlausar. "Lúxus það".
já, það var gaman að fylgjast með.
Hafðu það sem best með fjölskyldunni.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 02:13
Takk öll Já Þói minn, og það batnar ekki þegar fólk þarf að kynda með rándýrri olíu upp hriplek hús.
Já Jóhann minn óhætt að segja það, með stóru Géi
Knús ´á þig líka Katla mín.
Já Huld mín, það var gaman að sjá það sem sýnt var á búgarðinum. Og ferðin var mjög góð.
Takk Jóna mín Aldrei að vita hvað mér dettur í hug. Annars er næsta planlagða ferð til Litháen, Vilníus næsta vor með lúðrasveitinni hérna. En það er langt þangað til.
Ásdís ég skal skila kveðjunni þinni, hún býr hérna rétt hjá mér, í gamla húsinu mínu, sem við hjónin byggðum kring um 1972.
Knús á þig líka Jenný mín.
Takk Ólöf mín.
Sömuleiðis Helga mín. Knús á þig.
Ég skal slaka á Dísa mín
Takk Rósa mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2008 kl. 11:12
Frábær ferð, og skemmtileg lifandi frásögn. - Takk fyrir mig Ásthildur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 18:37
Æðislegar myndir og mikið hefur verið gaman hjá ykkur öllum í þessu ferðalagi. Ótrúlegar myndirnar af hestalistinni sem og bara öllu saman. Og fá svo þjónustu bara frá ÍslandseinaJónsa á heimleið - gerist varla betra sko!
Knús í kúluheim ...
Tiger, 8.7.2008 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.