Jæja hér sit ég með trega í hjarta, og stelpulaus. Strákarnir farnir í sund. Þær fóru til pabba síns í dag. Jurga fór suður, ætlar að fara heim og sækja dóttur sína, en miðinn hennar rennur út þann 7. júlí. Það var því afráðið til að bjarga málum að telpurnar færu til pabba síns í nokkra daga, eða þangað til mamma kemur heim með Norrænu. Svo koma þær heim aftur.
En það er hálf tómlegt í kotinu. En friðsælt. Og ég þarf aðeins að venjast frelsinu. Ætla að vera dugleg meðan þær eru í burtu, að gera það sem gera þarf, bæði í vinnunni og hér heima.
Svo verður pabbi minn níræður þann 4. ágúst, og við börnin hans ætlum að sjá um að gera honum daginn sem glæsilegastan. Hann á allt gott skilið hann pabbi minn.
En veðrið leikur við okkur núna, það var 24 stiga hiti, plús á Suðureyri í gærdag, veit ekki hér réttu töluna, en hún var svipuð. Það var líka hlýtt og yndislegt hér í dag.
Svona var veðrið í morgun. Gamalkunnug mynd ekki satt ?
En ég hef afskaplega lítið haft orku til að taka myndir, hvað þá gera neitt annað. Svona veikindi barna taka frá manni alla orku, og allt sem er umfram, en það gefur manni samt svo mikið, því ég finn hvernig kærleikurinn til þeirra túttnar út, og umvefur þær.
Vonandi líður þeim vel hjá pabba sínum, hinni ömmunni og afanum.
Þessi mynd var tekinn daginn áður en Hanna Sól veiktist.
Hér er svo Óðinn Freyr í heimsókn, hann er fjörkálfur hinn mesti, en er nú líka orðin lasinn eins og Þær.
Upp með hendur, varist hryðjuverkamanninn Óðinn Frey... hann er sko hættulegur.
Best að fara út og skjóta eitthvað hehehehe.... Búin að fá nóg af veikindunum.
Búin að greiða sér fyrir ferðalagið til pabba.
Æ æ æ erfitt líf, þegar maður er svona lasinn.
Stúrin og nývöknuð, rétt áður en halda skal út á flugvöll.
En ég fékk líka góða gesti. Vinkona mín frá Þingeyri kíkti við í kaffi, fékk reyndar bara vatn, þar sem ég sat með litla stýrið föst. Og svo hann Samson, sem líka er frá Þingeyri, Samson er garðyrkjumaður og kennari við Garðyrkuháskóla ríkisins. Hann kemur oft hér við og við spjöllum um plöntur, og hann skoðar garðinn minn og tekur myndir af áhugaverðum plöntum. Það er gott að fá kollegana í heimsókn og spjalla um plöntur.
Málið er að dóttir hans var með í för, og hún, þessi 12 ára stúlka sat og heklaði, meðan við töluðum saman. Mér fannst það svo sérstakt. Hún er mikil hannyrðakona, sagði hinn stolti faðir, og hún prjónar líka húfur og töskur, hún ætlar að selja nokkrar á Þingeyrardögum, ef einhver vill kaupa.
Endilega sýndu mér það sem þú ert að gera, sagði ég. Og jú viti menn, þetta er aldeilis frábært af 12 ára stelpu ekki satt. Hér fyrir ofan er hún með trefil sem hún er að hekla.
Skemmtilegur ekki satt ?
Hér er hún svo með húfur sem hún hefur sjálf prjónað. Flottar finnst mér.
Hér er svo taska sem hún hefur gert. Það er virkilega gaman að hitta svona unglinga, sem eru svona frábær og gera svona skemmtilega hluti. Þetta er frá ömmu hennar, sagði Samson. En enginn amma í heiminum gæti kennt einhverjum, ef hún væri ekki svona frábær sjálf, og áhugasöm.
En enn og aftur takk fyrir mig. Ég vona að ég geti á einhvern hátt endurgoldið ykkur það góða sem þið hafið gefið mér. Það er ómetanlegt að finna hve þið hugsið til mín og hafið jafnvel áhyggjur af mér. Það gefur mér alveg heilmikið. Og núna ætti ég að geta farið að fara minn blogghring og huga að ykkur. Það gefst allavega meira næði, meðan litlu trillurnar mínar eru í annara manna höndum. Knús á ykkur öll og takk fyrir mig enn og aftur.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022166
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir fallega færslu og falleg orð um bloggvini, ég leyfi mér að taka hluta af þeim til mín. Takk fyrir þitt stóra alltumvefjandi hjarta elsku Ásthildur
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 21:47
Anna mín, svo sannarlega ertu ein af þeim yndislegu bloggvinum sem gefa mér svo mikið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:56
Sæl og blessuð Ásthildur mín.
Flottar myndir eins og venjulega og alltaf gaman að fá fréttir frá yndislegum stað. Það hlýtur að vera tómlegt þegar börnin eru ekki á fleygiferð eins og venjulega. Strákarnir skruppu bara í sund. Þeir koma aftur.
Gaman að sjá Jurgu og Ásthildi saman. Þær eru greinilega góðar vinkonur. Það var nú aldeilis himnasending að fá Jurgu. Hún er greinilega hlý og góð við börnin.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 21:58
ELSKU Ásthildur. Mikið ertu nú vel að því komin að eiga pínu rólega daga, ég held stundum að þú hafir þrek á við 20 konur/menn. Dáist endalaust af þér. Fallegar myndir í dag og mikið er hún flínk þessi unga stelpa sem er að hekla, gaman af því að sjá svona. Njóttu hvíldarinnar og ég vona að prinsessurnar þínar njóti sín í suðurferðinni. Nafna þín er greinilega ekki búin að ná heilsu enn. Hvíldu þig elskulegust
Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 22:12
Takk Ásdís mín elskuleg, nei hún nafna mín á langt í land ennþá að vera búin að ná sér. Ég vona bara að hún verði ekki pabba sínum og erfið, þegar hún er svona langt niðri, því hún er skapstór eins og amman
Takk Rósa mín, já það var sannarlega gott að fá hana Jurgu okkur til halds og trausts.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 22:15
Takk Helga mín, vonandi líður þér vel eftir dvölina á Reykjalundi. Knús á þig elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 22:25
Elsku Íja mín, það er örugglega eins og stormur hafi dottið af húsi þegar skarinn er farinn. Ég skil vel að þú saknir fjörsins sem verið hefur, en til að byrja með er líklega hægt að sinna blómunum betur og svo smá tími til að taka langþráðar hvíldir á mill. Ég kem eftir rúma viku og skoða hvort þú hefur slakað nægilega á. En þá verða þær stuttu sjálfsagt komnar aftur með mömmu. Eigðu nú góða og afslappaða helgi einu sinni. Kveðja, Dísa.
Dísa (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 23:00
Takk elskulega vinkona mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 23:05
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2008 kl. 23:32
Það hlýtur nú að verða svolítið tómlegt í kúlunni þegar litlu "skrúfurnar" eru ekki og ég er nokkuð viss um að þær sakna ykkar ekki minna en þið þeirra.
Jóhann Elíasson, 4.7.2008 kl. 23:54
Þær koma bráðum aftur litlu skotturnar og þú hefur örugglega gott af smá hvíld. Kærleiksknús á þig góða kona. Reyndu að láta hitatölurnar standa í stað fram í næstu viku.
Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 00:21
Kær kveðja til þin Cesil.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.7.2008 kl. 00:34
Njóttu rólegheitana á meðan þau vara þó að það sé ynislegt að vera með börnin í kringum sig þá er líka nauðsinlegt að fá smá frí.
Góða helgi Ásthildur mín
Eyrún Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 02:37
.. stundum þarf að hlaða batteríin .. Takk fyrir skemmtilegar myndir.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 09:51
Takk öll sömul. Já það er gott að hlaða aðeins batteríin. Reyndar eru tveir gaurar hér núna hehehe Úlfurinn minn og svo Daníel. Þeir eru náttúrulega eldri og fer minna fyrir þeim...... eða þannig séð, öðruvísi.
Knús á þig líka Jenný mín.
Takk Jóhann minn, já ég er nokkuð viss um að það heyrist eitthvað á þá leið; ég vil fara heim til ömmu í kúlu Reyndar var Ásthildur farin að kalla mig ömmumömmu, og sú eldri sagði; Þú ert líka mamma okkar
Já Sigrún mín, sem betur fer, því við erum öll farin að sakna þeirra, meira að segja Úlfurinn.
Kær kveðja til þín líka kæra G.María.
Góða helgi til þín líka Eyrún mín, og það er alveg rétt hjá þér, það er gott að slaka á.
Knús á þig til baka Jóhanna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2008 kl. 10:50
Elsku Ásthildur mín eigðu gott frí meðan þú getur, dúllurnar þínar koma fljótt aftur til þín eigðu góða helgi og stórt knús til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 10:58
Það er fína veðrið þarna í kúlufámenninu, allténd.
Steingrímur Helgason, 5.7.2008 kl. 11:12
Takk Katla mín og knús á þig líka
Já hér er bara hitabyljga svei mér þá Steingrímur minn.
Takk Arna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.