2.7.2008 | 00:13
Tíminn er afstæður, bara spurning um hvernig maður eyðir honum. Það er ekki hægt að spara hann.
Þakka ykku öllum innlitið og kveðjurnar. Ég hef ekki komist eitt eða neitt, undanfarna daga, því litla skottið mitt hún Ásthildur hefur verið svo lasinn. Ég fór með hana til læknis í gær, og það kom í ljós að hún hefur fengið strectocokkasýkingu, eða hvernig sem það er nú annars skrifað. Við erum búnar að vera eins og samlokur núna í þrjá daga. Ég má helst ekki fara frá henni, og hún finnur á sér ef ég ætla að læðast fram úr eftir að hún er sofnuð. Enda eftir þessar andvökunætur, hef ég reyndar ekki orku í að læðast eitt eða neitt
Það er því lítið um myndir og svoleiðis. En samt smá, svona þegar maður hefur haft smátækifæri.
Þessi var tekinn fyrir fáeinum dögum, síðasti alvöru sólardagurinn í bili, svo fór að rigna, en það kom sólarglæta í dag. Það spáir svo bongóblíðu seinnipart vikunnar.
Við Hanna Sól fórum í leikskólann í morgun, bara við tvær, því Ásthildur komst ekki.
Hér stendur hún fyrir utan dyrnar á stofunni sinni. Hún er í lambahópnum, segir hún.
Sæt og fín, eins og venjulega.
Þessi elska aftur á móti hefur verið sárlasinn og ég hef orðið að sitja með hana meiri partinn úr deginum. Sem betur fer hefur Jorgu stundum tekist að létta mér lífið, og svo afi. En maður er hræðilega bundinn með svona lítið lasið krýli.
Hún hefur ekkert gerað borðað nú í þrjá daga, bara drukkið vatn, og djús. En hana langar í mat. Enda matkona mikil, þessi elska. Og svo verður hún svo pirruð, þegar henni líður svona illa, en hvað ég skil hana vel.
Þetta er óttalega leiðinlegt og vont, að fá svona síkingu í munn og háls. Sem betur fer er hún með rétt meðöl, en henni finnst vont að taka þau inn. Og svo fær hún stíla, til að hvílast. Við höfum vakað saman, mestmegnis síðustu þrjár nætur.
Ég held samt að við séum komnar yfir það versta, nú fara meðölin að virka.
Þessar tvær myndir tók Hanna Sól, hún þarf dálítla athygli, svona þegar litla systir þarf svo mikla umönnun, þá verður maður líka lítill, maður er bara fjögra ára, eða ein meter, eins og hún sagði hér áður en hún átti fjögura ára afmælið.
Þessa tók hún af ömmu og Ásthildi, báðar frekar klesstar í framan, amma með varaþurrk og Ásthildur með þessa streptococcasýkingu.
Og hér er afi, ég átti smávegis við myndina, gerði hann bleikann hehehehe....
Við kveðjum svo í kúlunni, ég stalst bara niður til að kasta á ykkur kveðju, og sú stutta vaknaði auðvitað í millitíðinni. En ég segi bara Góða nótt elskurnar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022166
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að litla göslaranum batni fljótt.
Knús á þig
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 00:19
Hún er nú alltént í beztu höndum, nafnan, þetta hefst af með molinþæði & köldu vatni, fjallagrös & jógurt hjálpa líka, hefðu mínar ömmur Lárur líklega sagt.
Steingrímur Helgason, 2.7.2008 kl. 00:25
Knús á ykkur elsku Ásthildur mín
Sigrún Jónsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:09
Ég vona að hún nafna þín nái sér fljótt og allt verði aftur eðlilegt á heimilinu. Nú er rigningin langþráða búin að láta kræla á sér, það var engu líkt að koma út í gærkvöldi ég get sko svarið það að maður sá gróðurinn taka við sér og lyktin úti var engu lík. Það að ég tek betur eftir þessu núna vil ég þakka blogginu þínu. Farðu vel með þig Ásthildur mín.
Jóhann Elíasson, 2.7.2008 kl. 03:30
Aumingja litla Ásthildur Cesil að verða svona mikið lasin. Gott að hún er búin að fá lyf, þá hverfa verstu einkennin fljótt. En vertu á verði, hún gæti alveg fengið þetta aftur, en svo gæti hún líka verið heppin og sloppið með þetta eina skipti. En mig furðar ekki að lítið sé eftir af þinni orku eftir vöku marga daga og nætur. Við erum ekki lengur átján . Gangi ykkur vel í batanum og reyndu að hvíla þig smá meðan hún skánar en þarf samt ömmu til huggunar.
Nú ertu búin að fá eitthvað af rigningunni sem þú óskaðir þér. Hér rigndi smá í gær, en rétt nóg til að hreinsa hálendið úr loftinu, það sá ekki til fjalla framan af degi í gær vegna moldarmisturs, því landið var að hraða sér vestur fyrir í bókstaflegri merkingu.
Dísa (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 07:59
Gangi þér vel með þá stuttu. Það er ómögulegt að fá svona pest á miðju sumri þegar veðrið er gott.
Kveðja
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 10:22
Þetta er ekki skemmtilegur "gestur" svona á miðju sumri, vonandi fer lífið að komast í samt lag hjá ykkur knús á alla kúlubúa
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 2.7.2008 kl. 10:30
Æ, ósköp eru að heyra þetta að hún sé svona lasin. Svo í sambandi við fyrirsögnina finnst mér alltaf betra að verja tíma en að eyða tíma, mér finnst það síðarnefnda hljóma eiginlega eins og sóun á tíma.
Helga Magnúsdóttir, 2.7.2008 kl. 10:46
Vonandi batnar þessarri elsku sem fyrst og þið báðar fáið fulla orku sem fyrst
Rigningin er góð, mætti vera samt aðeins meira af henni hérna á höfuðborgarsvæðinu. Veðráttan var skrýtin hérna í gær, vindurinn var volgur en eins og mistur í loftinu. Sennilega hef ég haft rétt fyrir mér í gær að þetta væri moldar eða rykmistur.
Hef samband við þig fljótlega út af fjólunni.
Knús vestur í kúluna
Kidda (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:49
Sú stutta verður fljót að hressast fyrst hún er komin á lyf. Litla skottið mitt fékk þessa streptokokka þrisvar, þeir vilja oft koma aftur en vonandi sleppið þið við það. Og ég mæli með miklu LGG næstu dagana
Batakveðjur í kúlu
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.7.2008 kl. 12:11
Takk öll. Já þetta var góð ábending með LGG Sigrún mín, vonandi fær hún þessi ósköp ekki aftur.
Já Kidda mín rigningin er góð, það grænkar allt svo fljótt, þegar rekjan kemur. Já mín kæra, fjólan er komin á sér stað.
Reyndar alveg rétt hjá þér Helga mín, maður á auðvitað að verja sínum tíma vel í stað þess að eyða honum í vitleysu
Takk Hulda mín, já hún er svolítið farin að skána, núna þetta er fjórði sólarhringurinn síðan það byrjaði. En ég sé að lyfin eru farin að virka, þó hún sé ennþá bæði lítil í sér, pirruð og léleg við að borða, drekkur mest megnis vatn og svolítin djús.
Takk Þórdís mín.
Takk Dísa mín, já við erum svo sem engin unglömb lengur. Og það er sárt að horfa upp á hana svona. En ég sé að hún er að koma til, svo vonandi verður hún fljót að ná sér á strik.
Takk Jóhann minn, mikið er þetta fallega sagt hjá þér.
Knús á móti Sigrún mín.
Jamm Steingrímur minn takk fyrir. Auðvitað ætti maður að gefa henni fjallagrös og annað góðmeti úr náttúrunni, reyndar fær hún lýsi upp á hvern dag.
Takk Jenný min og knús á móti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2008 kl. 12:47
Vonandi fer nú litla skottinu að batna
Knús á alla í kúluni
Helga skjol, 2.7.2008 kl. 19:37
Þetta eru greinilega búnir að vera erfiðir dagar hjá ykkur, vona að þetta sé að lagast. Verða þær í allt sumar hjá ykkur í kúlunni? ósköp hlýtur að vera erfitt fyrir mömmu þeirra að vera svona langt í burtu, en þær gætu ekki verið á betri stað. Flott myndin af afa bleika hafðu það gott elskuleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 22:06
Þetta er leitt að heyra að litli prinssessudrekinn skuli vera svona veik, þetta er líka svo lúmsk sýking, getur blossað upp aftur þegar minnst varir. - Þú hefur ekki smitast, þetta er líka bráðsmitandi? - Ég vona að þið hin hafið sloppið og litlu ömmustelpu batni fljótt. - En það er líka góð myndin sem meters prinssessan tók af ykkur nöfnunum, hún er allavega í fókus. - Kær kveðja -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.7.2008 kl. 22:28
Takk fyrir góðar óskir. Knús á þig líka Helga mín.
Já hún á svolítið erfitt hún Bára mín, en er sem betur fer á leiðinni heim Ásdís mín, en hún kemur með norrænu, þann 10 júlí til Seyðisfjarðar.
Knús á þig líka Gréta mín.
Takk Lilja mín. Málið er að Hanna Sól er komin með hita líka, ég þarf að fara með hana til læknis á eftir, en er nokkuð örugg um að hún er líka með þessa fjandans kokka. Ég er líka farin að finna til í hálsinum, en það þarf ekki að vera neitt annað en hálsbólga, ætla samt að fá svona stroku til öryggis.
En telpurnar eiga að fara suður seinnipartinn á morgun, því þá fer Jurga. Miðinn hennar gildir bara til 7. júlí, og hún ætlar að fara út og sækja dóttur sína. Þau ætla svo að setjast að í Reykjavík. En telpurnar fara til pabba síns, og föðurömmu, þangað til mamma kemur. Þær munu svo allar koma hingað aftur og vera hér í sumar. Og að öllum líkindum líka allavega næsta vetur. Knús á ykkur öll.
Svo er málið að Litla drakastelpan mín er engan veginn búin að ná sér, það þarf að sitja með hana endalaust og hún sefur bara smástund í einu og vaknar ef maður ætlar að leggja hana út af. Og hún vill ömmu sína, og engann annan, það er líka pínu erfitt
En svona er þetta bara, og maður tekst á við það. Ég vona bara að þeim fari báðum að batna, svo ég fái hressu yndislegu prinsessurnar mínar aftur til baka, með öllum sínum uppátækjum og prakkaraskap.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2008 kl. 07:48
Ásthildur mín vonandi fer þetta að lagast, en þetta getur verið afar þrálátt.
litla hennar Millu minnar fékk þetta tvisvar síðastliðin vetur, lagaðist ekki alveg fyrr en við tókum öll snuð og dót sem hún var mikið með og suðum og skrúbbuðum, því eftir því sem læknirinn sagði þá er smitið út um allt meira að segja var tekið sýni úr fullorðna fólkinu.
Æ litla dúllan maður á svo bágt, og við eigum enn þá verra því við vorkennum þeim svo mikið.
Kveðja vestur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 11:02
góðan bata óska ég litlu dömunni.
knús til þín með varaþurk !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 12:12
Æ, æ, knús og hugg til ykkar í kúlunni. Hundleiðinlegar svona pestir, það eina góða við þær er að þær ganga yfir fyrir rest.
Bestu kveðjur í rokinu
Ragnhildur Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 12:50
Sæl Ásthildur mín.
Leitt að heyra með nöfnu þína. Yndislegt að lesa um hvar hún vill vera núna. Hjá sinni heittelskuðu ömmu þar sem öryggið er á meðan það blæs.
Jesús elskar börnin sem eru falleg og saklaus og ég trúi að hann vilji hjálpa þessari yndislegu snót.
Guð blessi þig og gefi þér styrk.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.7.2008 kl. 12:50
Sæl Ásthildur mín
Leitt að heyra að veikindi séu að hrjá litlu dömurnar þínar, vona að þetta fari nú að ganga yfir.
kv. saumakarfan
saumakarfan, 3.7.2008 kl. 13:34
Æ það verður erfitt að senda litla skottið burt meðan hún vill bara vera í fanginu á ömmu Vonandi fara þær báðar að hressast elsku dúllurnar.
Knúskveðjur til ykkar
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.7.2008 kl. 16:12
Eyða? Spara? Drepa? Dálítið merkilegt hvernig við notum orð eins og þessi um tímann.
Skemmtilegar myndir. Vonandi nær litla Ásthildur sér fljótt
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 17:21
Jájá heillin, þetta lagast áreiðanlega, en erfitt meðan á því stendur og leiðinlegt eins og með öll veikindi. Kalla nú ekki einar tíu myndir eða þar um bil smá, enga minnimáttarkennd elskan, þú stendur þig ágætlega.
Magnús Geir Guðmundsson, 3.7.2008 kl. 20:22
Gleymdi að segja að Elli er bara krúttlegur svona bleikur
Knús milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 20:54
Vona að skottið sé að lagast! Hefur hún nokkuð fengið í eyrun líka úr því hún er svona óróleg með svefn?
Ég sit núna með hálsklút og eyrnabólgu og græt eins og tveggja ára............ Þannig að ég skil vel hvað henni líður illa. Gangi ykkur vel
Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 21:51
Vonandi fer "krúttinu" litla að batna. Það er svo erfitt fyrir þessi kríli að fá svona slæmsku. Flottar myndir og flottur hann" bleikur" þinn. Góðan bata.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:28
Vona að litlu dúllunni líði betur. Kíkjum á ykkur við fyrsta tækifæri. KnúsKveðja.
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 4.7.2008 kl. 02:23
Æi elsku litla skottan - vona nú að henni batni nú bara sem fyrst svo maður fái aftur að sjá myndir af ljómanum, kátínunni og æslaskapnum sem ætíð fylgir þessari lífsglöðu skottu.
Hún er flott skvísa hún Hanna Sól - gefur engum eftir sko og á eftir að verða heilmikil dama síðar meir. En ég held að afi sé nú ekkert skárri svona bleikur - eða hvað? Kannski sko .. *bros*.
Þreytan í þessari Ljúfu og hjartahlýju ömmu þarna uppi sýnir nú líka hve mikið það er sem liggur á hennar herðum - og hve margir greinilega treysta á hennar skjól.
Vona að það skjótist nú upp til þín betri og batnandi tíð elsku Ásthildur mín - batakveðjur og farðu vel með þig líka!
Tiger, 4.7.2008 kl. 03:54
Batakveðjur til nöfnu þinnar,það er svo leiðinlegt að þurfa að vera inni í þessu veðri En af myndunum og sögunum sem þær geyma, er Ásthildur litla mikil Valkyrja og Valkyrjur eins og Ásthildur junior hrista nú svona flensu fljótt af sér Það er sól úti og hún hugsar örugglega með sér að hún þurfi að fara út að gera nokkur prakkarastrik Ásthildur mín, fáðu svo Jörgu til að sitja soldið yfir henni svo þú komist aðeins út í smá slökun í sólinni, það er svo nauðsynlegt. Úfff!!!! Ég veit það sko! Enda hafa mínar skottur stundum verið veikar hver á fætur annarri og ég varla komist út í 3 vikur og stundum meira. Ekki fá samviskubit yfir að skilja Ásthildi eftir smástund með Jörgu, hún er svo lítil og lætur sjálfsagt í sér heyra rétt á meðan þú ert að segja bless en yfirleitt er það nú orðið gott um leið og maður hverfur úr augnsýn og Jörga kom líka til að létta þér lífið Ekki satt????? Þú ert ein af þessum ömmum sem eiga að fá Fálkaorðuna fyrir dugnað og þrautseigju........mamma mín er hin amman Knús í kúlu
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 4.7.2008 kl. 10:39
Æ Takk öllu sömul, mikið er yndælt að sjá að þið hugsið til okkar, og hafið áhyggjur. Þetta einhvernveginn setur gleði inn í hjartað, umhyggja ykkar hjálpar mér mikið. Þannig er það bara.
Það er alveg rétt hjá þér Elín mín, að litla Valkyrjan þarf að vera frjáls og úti. Hún er samt ennþá lasinn og lítil, og vill helst vera hjá ömmu, ég er ekki frá því að Jurga sé dálítið afbrýðisöm við þessa höfnun. Málið er að hún veiktist á föstudaginn fyrir viku um kvöldið svo leið laugardagurinn og sunnudagurinn, og loks þegar ég fór með hana á mánudagsmorgun, var þetta búið að grassera svona lengi, þess vegna á hún svona lengi í þessu, elskan litla. En hún var orðin hitalaus í dag, sem betur fer en samt rosalega pirruð.
Takk TíCí minn. það var miklu auðveldara að eiga við hana Hönnu Sól mína, því hún er orðin svo mikil dama. Hún vissi að hún varð að taka þetta ógeðslega meðal, svo henni batnaði. Takk fyrir hlý orð í minn garð minn góði vinur
Alltaf velkomin Sigga mín, með litla prinsinn með þér og svo auðvitað Ólöfu Dagmar, skvísu.
Hahaha Ólöf mín, já hann er svolítið bleikur þessi elska, svona inn við beinið
Hrönn mín, það var sérstaklega skoðuð á þeim eyrun og alles, enda fór ég með þær til barnalæknis, en það var enginn eyrnabólga, það var ljósið í þessu öllu, skal ég segja þér. Vonandi batnar þér sem fyrst elskuleg.
Hehehe Takk Magnús minn
Já Anna mín, er það ekki skrýtið að tala um að drepa tímann, eða eyða honum, það er dálítið harkalegt ekki satt.
Já Sigrún mín, það er sárara en tárum taki, og nú hef ég svoddan áhyggjur af því að þeim líði ekki nógu vel, orðnar svona vanar öllu hér. En þær eru í góðum höndum.
Takk Saumakarfa mín
Takk Rósa mín fyrir þínar góðu óskir, elskuleg.
Takk Ragnhildur mín.
Takk Steina mín, meira að segja varaþurkur lagast með vaselíni.
Milla mín já það er nefnilega alveg rétt, okku líður illa, vegna þess að við vorkennum þeim svo mikið. Þetta er góður punktur með hreinsun, ég þarf að skoða það vel og vendilega. Ég veit líka að leikskólastýran hafði samband við lækni í dag, til að láta athuga hvað væri hægt að gera í stöðunni, en nú hafa 8 stykki veikst af þessu á leikskólanum, og fóstrunum er ekki sama. Enda yndilegar manneskjur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 20:29
Sæl flokkssystir, þú ert ekkert smáræðiis rík.
Njóttu góða veðursins
Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 20:50
Sæl flokkssystir, þú ert ekkert smáræðiis rík.
Njóttu góða veðursins
Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 20:51
Góðan bata til þeirrar litlu * Kvitt og knús á þig og góða helgi
G Antonia, 4.7.2008 kl. 20:51
Takk Siggi minn já ég er rík.
Takk sömuleiðis G.Antonía mín elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.