Ungverjaland - Szeget.

Szeget er borg á landamærlum Serbiu og Rúmeníu.  Þar búa um 300.000 þúsund manns eða jafn margir og á Íslandi.  Þetta er falleg borg, og stundum nefnd Litla París, vegna þess að fyrir 100 árum lagðist borgin í rúst, þegar Tizsafljótið flæddi yfir bakka sína og það fóru meira en þriðjungur allra húsanna.  Þá komu nágrannaríki til hjálpar, og aðstoðuðu við uppbygginguna.  Þykir borgin því margt minna á um París.  Göturnar sumar hverjar bera þess líka merki, því þar er hægt að finna Parísargötu, Vínargötu og svo framvegis.  Tizsa skiptir borginni í tvennt, en á hinum bakkanum, sem stendur hærra, eru nýrri byggingar og flottari hús, meira um einbýlishús og slíkt.

Ungverjaland20083 157

Mörg falleg hús, en ég er hér að dáðst að blóðbeykinu sem setur fallegan rauðan svip á götuna.

Ungverjaland20083 159

Í Ungverjalandi má drekka vatnið úr krönunum, það er samt ekki mjög gott á bragðið.  Hér í hjarta bæjarins er þessi brunnur, sem er greinilega ennþá í notkun, svo ekki er nú rennandi vatn allstaðar eða hvað ?

Ungverjaland20083 163

Karlarnir áttu að halda tónleika síðar um daginn, en þurftu að mæta á æfingu fyrst.  Þeir komu með fötin með sér, eða klæddir þeim, því það yrði ekki farið heim á hótel fyrr en eftir tónleikana.

Ungverjaland20083 166

Við kerlurnar aftur á móti gengum niður í miðbæinn til að skoða okkur um.  Að vísu höfðu þeir í stóru rútunni sem hafði komið um það bil tveimur tímum á undan okkar farið á bæjarrölt, því þeir komust ekki inn í sín herbergi frekar en við, fyrr en við komum.

Ungverjaland20083 169

Þessi fallegi gosbrunnur spilar eftir músik.  Hann er flottur.

Ungverjaland20083 170

Kvensur á bæjarrölti.

Ungverjaland20083 175

Við settumst svo niður á veitingastað og sumar fengu sér kaffi aðrar ís, ein fekk sér rauðvínsglas, ég nefni enginn nöfn, en fyrsti stafurinn er ÁsthildurW00t.

Ungverjaland20083 177

Jamm þetta var ósköp notalegt.

Ungverjaland20083 180

Þessi mynd er svo tekin af svölum herbergisins míns.

Ungverjaland20083 185

Eftir að hafa haft okkur svolítið til, héldum við á tónleikana að hlýða á okkar elskulegu eiginmenn. Hljómburðurinn var ekki nógu góður í húsinu, svo þeir rúlluðu öllum teppum í burtu til að bæta úr því, og þetta hljómaði bara vel.  Þó varð það svo að eftir hlé, þá fór ég að heyra svona aukaslög, sem ég hafði ekki orðið vör við áður, en áttaði mig svo á því, að hér var um þrumur og eldingar að ræða.

Ungverjaland20083 191

Það er svo gaman að horfa á gestina, þegar þeir byrjuðu að syngja Ungversku lögin, sérstaklega lagið sem þeir syngja á Ungversku.  Hér eru þeir að syngja um lata sígaunan.   Eitt lagið var eftir mann sem býr í Szeget, og var hann á tónleikunum.  Hann var svo kallaður upp á eftir og fékk gjafir, og var vel fagnað.  Tek líka fram að lagið hans Muguson Gamli vinur sló líka alltaf í gegn, enda gríðarlega flott lag.

Ungverjaland20084 001

Morgunin eftir fóru nokkrir að versla í stóru molli sem þarna var nálægt, Cora, en hinir fóru í göngutúr um söguslóðir í bænum.

Ungverjaland20084 004

eins og áður sagði eru hér margar fagrar byggingar og mikið skreyttar.

Ungverjaland20084 011

Dómkirkjan þeirra til dæmis.

Ungverjaland20084 017

Gamalt borgarvirki.

Ungverjaland20084 019

Sæt saman Tounge

Ungverjaland20084 020

Þetta eru ekki svona íslenskir kumbaldar, kassar með götum á, hér kunna menn að skreyta.

Ungverjaland20084 036

Já hér er þessi glæsilega dómkirkja í hjarta bæjarins eins og vera ber.

Ungverjaland20084 038

Hinu meginn við hana er svo stærska útileikhús í Evrópu.

Ungverjaland20084 041

Eða á maður að segja tvö leikhús hvort andspænis öðru, önnur með sömu gömlu söguna, hitt nýrra í  tímanum eða svona fram og til baka í tíðinni.

Ungverjaland20084 046

Svona hlutum taka steinhleðslumenn eftir.  Enda gífurlega flott og vel gert.

Ungverjaland20084 049

Hér er safn.  Mig minnir náttúruminjasafn.  En það er svolítið farið að fenna í förin hjá mér, því það hefur liðið of langur tími.

Ungverjaland20084 052

Hér rennur Tiszkafljótið rólega í áttina til sjávar.  Þarna hinu meginn á bakkanum er sólbaðsstaðurinn þeirra.

Ungverjaland20084 054

Sést betur hér, líka hvernig þeir skreyta alla staura með hengipelargoníum, rosalega flott gert.

Ungverjaland20084 055

Hér má svo sjá varnarvegginn sem byggður hefur verið meðfram allri borginni þar sem hún liggur að Tiszka.  Þarna má sjá nokkurnveginn hve hátt áinn fór fyrir 100 árum síðan.

Ungverjaland20084 057

Hér eru rómverskar rústir og neðsti hluti grunnsins um 1000 ára gamall.

Ungverjaland20084 058

Hér má sjá ýmsa muni sem grafnir hafa verið þarna upp.

Ungverjaland20084 059

Falleg mynd af ánni.

Ungverjaland20084 060

Hér má sjá bút af uppstigi í varnarveggnum, þar sem hlerum er rennt inn í ef flóð kemur í ána.  Veit ekki hvaðan Che Che kemur þarna við sögu.

Ungverjaland20084 061

Hér sést þetta betur.

Ungverjaland20084 062

Og hér eins og annarsstaðar skera menn nafn elskunnar sinnar í tré.

Ungverjaland20084 066

Hér stendur svo minnisvarði um þessar hrikalegu náttúruhamfarir.

Ungverjaland20084 074

En við erum komin inn í garð hjá fjölskyldunni hennar Beötu Jo.  þar voru veitingar á boðstólum.  Þar var boðið upp á margt, meðal annars heimabruggaðan snafs.

Ungverjaland20084 077

Menn gæddu sér á bakkelsi og drykk, þar var nóg fyrir alla og veitt eins og hver gat í sig látið.

Ungverjaland20084 085

Hér er hún Jóna Guðvarðardóttir Keramiklistamaður.  Hún var annar fararstjórinn okkar.  En hún var einmitt með sýningu í Hafnarfirði, yndisleg manneskja.

Ungverjaland20084 101

Og svo tóku þeir nokkur lög í garði móður hennar Beötu.

Ungverjaland20084 102

Það hljómaði bara vel.

Ungverjaland20084 106

enda komu aðrir íbúar fjölbýlishússins út á svalir að hlýða á þennan kraftmikla söng.

Ungverjaland20084 119

Hér eru svo systurnar Agata og Beata Jó.  Þær eru báðar miklar tónlistarkonur og báðar giftar ísfirskum karlmönnum.  Og búa hér á landi, alla vega meira og minna.

Ungverjaland20084 129

Og mamma stendur og horfir yfir veislugesti, sannarlega rausnarleg veisla.

Ungverjaland20084 130

en það var komin tími til að kveðja, og nú átti að fara á notalegt veitingahús, og borða kvöldmat.

Ungverjaland20084 131

Á meðan húmið fellur yfir Tiszafljótið og Szeget.

Ungverjaland20084 138

Þar var mér sagt að hefði verið góður matur. 

Ungverjaland20084 143

ég veit líka að þeir heiðruðu Andrés, sem hefur unnið gífurlega gott starf innan kórsins, en það er af því að ég tók myndir af því.

Ungverjaland20084 155

Þetta er svo síðasta myndin sem ég tók þetta kvöld, hún sýnir ástandið á mér hehehehe bæði úr fókus og skökk.  Ég mundi lítið eftir kvöldinu daginn eftir, en þorði ekki að tala um það.  Svo frétti ég að ekki bara heima hjá mömmu Beötu hefði verið veitt um 60% sterkur snafs, heldur fengum við einn um 40% á veitingastaðnum sem fordrykk, það gerði útslagið með mig.  En þetta var ljómandi skemmtilegur dagur og kvöld eftir sem áður.´

Næst verður lokakaflinn í þessari ferðasögu.  Knús á ykkur.Heart

Vonandi endist einhver til að skoða þessa langloku. Blush 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er falleg borg voða væri gaman að fara þangað, og auðvita hafa allir gaman af þessum myndum. Takk fyrir þetta Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2008 kl. 18:00

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég gjörsamlega kolféll fyrir Blóðbeykinu.  Er það nokkuð til hér á landi.  Ægifagurt.

Takk fyrir yndislegar myndir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2008 kl. 18:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Katla mín.

Já Jenný mín, það ætti að vera hægt að fá blóðbeyki hér á landi.  Það verður auðvitað ekki svona hátt hér heima, en liturinn væri eins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 19:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var einmitt að horfa á blóðbeykið í Danmörku en enginn gat sagt mér nafnið á því, nú veit ég það   skemmtilegar myndir, þetta hefur greinilega verið mögnuð ferð !! kveðja vestur

Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 20:52

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Takk fyrir að leiða mig um þessa fallegu borg og lofa mér að skoða alla þessa fallegu staði og fagrar byggingar.Þú ert frábær ljósmyndari. Takk fyrir yndislegar myndir.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.6.2008 kl. 21:29

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kveðja til þín líka Ásdís mín.

Takk Ölöf mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 23:08

7 Smámynd: Linda litla

Æðislegar myndir, það hefur svo sannarlega verið gaman í þessari ferð.

Bestu kveðjur til þín Ásthildur mín.

Linda litla, 28.6.2008 kl. 23:41

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín og takk fyrir innlitið og fallega kveðju á bloggið mitt.

Flott ferð greinilega og mjög skemmtilegt að sjá myndir frá löndum eins og Ungverjalandi. Sjá ólíkan byggingarstíl eins og t.d. á Dómkirkjunni. Flottur gróður og ferðafólkið er greinilega í góðum gír.

Kærar þakkir að leyfa okkur að ferðast aðeins með þér í huganum.

Takk fyrir mig

Guðs blessun og kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk fyrir þessar flottu myndir elsku Ásthildur mín,þær eru alltaf jafn flottar og skemmtilegar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:51

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Flottar myndir og menningarsýning í raun Cesil, kærar þakkir fyrir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.6.2008 kl. 01:21

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bestu kveðjur til þín líka Linda mín.

Mín er ánægjan Rósa mín.

Takk Linda mín.

Hehehehe Hanna Birna mín.

Takk GMaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2008 kl. 12:59

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir frábæra ferðasögu og færslu um Suðureyrarheimsókn.  Nú fer að styttast í "heimkomu" mína og þá mun ég "hylla" Göltinn minn, knúsa og kyssa gamla og nýja vestfirska vini og vonandi verður þú ein af þeim sem ég hitti Ásthildur mín

Sigrún Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 13:19

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigrún mín það ætla ég líka að vona.

Þú verður ekki fyrir vonbrigðum Búkolla mín.

Litla stubban mín hún Ásthildur er búin að vera með mikinn hita nú í tvo daga, og ég hef bara setið með barnið á höndum, og ekkert komist eða getað gert.  Því hún vill bara ömmu sína þessi elska, hún er að taka allar fjórar vísdómstennurnar, eða vígtennurnar, og þess vegna er hún með svona mikinn hita, og hefur líka ælt.  Æ það er svo sárt að horfa upp á börnin sín svona lasinn og þjáð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2008 kl. 21:03

14 identicon

Vona að litlu nöfnu þinni batni fljótt. Það er svo oft talað niður til veikinda barna, þau eru "bara" með vindverki, við kvörtum sáran ef við fáum þá, þau fá líka "bara" í eyrun, sem engum þykir gott. Hvernig þætti okkur að fá tannpínu í fjórar tennur í einu? Eina bótin að fyrst allar koma í einu gengur það fyrr yfir, en er erfiðara meðan það gengur yfir. En svo er gott að hafa ömmu til að taka þátt með sér. Góða nótt.

Dísa (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 23:41

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sumarkveðja vestur, svo er það bara Póllinn næst, þú færir létt með að lífga upp á hann svo stelpunum hérna langaði í snjúhúsagerðarferð þangað!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2008 kl. 00:19

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, átti að vera Snjó.. en ekki snjú!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2008 kl. 00:20

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábær ferðasaga og flottar myndir. Vonandi fer hún litla nafna þín að hressast.

Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 10:23

18 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég vona að Ásthildur litla sé að jafna sig. Það er svo erfitt að vera lítill og veikur. Hún þarf þá að grallarast tvöfalt til að ná upp þessum dögum, hehe

Skemmtilegar myndir af þessum fallegu byggingum. Ég vildi að það væri byggt svona hérna heima.

Við föttum ekki alltaf hvað við búum vel, ekki vildi ég þurfa að bera vatnið heim...  Ég man alltaf þegar amma mín sagði mér frá því að mestu framfarirnar í hennar búskap voru að fá kalt vatn inn í hús.

Knús og kærar þakkir fyrir ferðasöguna

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.6.2008 kl. 14:14

19 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Fallegar myndir þetta hefur verið heljarinnar fjör.

Eyrún Gísladóttir, 30.6.2008 kl. 18:00

20 Smámynd: G Antonia

Maður kemur aldrei að tómu bloggi hjá þér Ásthildur Cesil mín  Alltaf jafn skemmtilegar myndasyrpur og góður penni sem þú ert. Góða sumardaga  og hlý kveðja til þín og þinna í Kúlunni *

G Antonia, 30.6.2008 kl. 20:41

21 Smámynd: Tiger

Alveg yndislegar myndir Ásthildur mín. Ég er alveg dottinn í ferðaskapið eftir þessa skoðun mynda og lestur sem kemur okkur beint inn í atburðarásina. Nú fer ég á eftir að sofa - og ég mun líða beint inn í þennan glæsilega ævintýraheim sem þú gefur okkur hérna! Handviss um að þetta hefur verið virkilega gaman og hvað með það þó maður fái sér aðeins í aðra - hvora - tánna svona þegar maður er í fríi og á ferðalagi... ekkert sko - jafnvel ekki þó myndirnar verði aðeins eins og snúnar. Ætli steinahleðslumaðurinn hafi verið að fá sér dropa í tá þegar hann var að hlaða þarna í bogahleðslunni, þessari snúnu kippir í rauðvínið kannski ... Hux...

En, þakka kærlega fyrir mig hérna elsku Vestfjarðadrottning. Það var líkt og ætíð - alveg stórbrotið að kíkja á þig fyrir svefninn - fer glaður og uppfullur af ferðahugmyndum í bólið núna. Knús vestur í þitt ríki ljósið mitt ...

Tiger, 1.7.2008 kl. 00:33

22 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábærar myndir ! skemmtileg síðasta myndin sem þú tókst hehehe.

hafðu fallegan dah ljúfa kona

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.7.2008 kl. 12:37

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Haha.. ég renndi í gær niður þessar myndir og tók ekki eftir að ég var komin yfir í aðra færslu svo ég hélt að allar myndirnar væru í sömu færslunni.. sá svo þessa skiptingu hér. Alltaf gaman að sjá myndir og skoða lífið!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.7.2008 kl. 16:06

24 Smámynd: Ásta Björk Solis

Vodalega fallegar byggingar tharna,og takk fyrir sogu theirra  Jamm og allt i lagi ad fa ser nokkra snapsa.

Ásta Björk Solis, 1.7.2008 kl. 17:39

25 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flottar myndir og mikið svakalega eiga þeir fallegar byggingar þarna!

Huld S. Ringsted, 1.7.2008 kl. 22:32

26 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vildi svo bæta því við vegna þess að þú ert svo "boltavæn" Cesil mín, að frá þessari borg kemur eitt besta handboltaliðið í Evrópu, PIK Zecet og varð liðið t.d. sigurvegari í Meistaradeildinni held ég bara fyrir fáum árum!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.7.2008 kl. 23:16

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll mín elskuleg.  Ég hef bara ekki komist spönn frá rassi síðastliðna daga, vegna veikinda Ásthildar litlu.  Hún gengur fyrir litla skinnið hennar ömmu sinnar.  en ég þakka ykkur og á eftir að fara yfir bloggvinalistann minn, um leið og ég kemst til þess.  Þið eruð bestust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband