Góður dagur á Suðureyri, sundsýning, lambaganga og gróðursetning.

Við fórum til Suðureyrar í dag.  Í fyrsta lagi til að gróðursetja sumarblóm, en svo skemmtilega vildi til að á sama degi var svona hátíðisdagur í Leikskólanum Tjarnarbæ, íslenskudagur, og svo sundsýning, þar sem amma mátti koma og horfa á börnin sín, sýna það sem þau hafa verið að læra að synda.

IMG_8863

Ætli þær verði ekki bara báðar garðyrkjukonur.

IMG_8867

Það er allavega tekið til hendinni LoL

IMG_8868

Svo þarf aðeins að spjalla við afa.

IMG_8870

Og máta skó W00t

IMG_8871

Líka mikilvægt að tala við mömmu í símann.

IMG_8873

Amma hún er búin að tala allof lengi !

IMG_8874

Góðan daginn frú, eigum við að rölta aðeins ?

IMG_8875

Já ég var einmitt að hugsa um að fá mér smálabbitúr.

IMG_8892

Og sundsprett á eftir.

IMG_8876

Ömmustelpa bak við rimla.

IMG_8877

En nú bar skrýtið við.  Það var íslenskudagur í leikskólanum, og allir máttu taka með sér eitthvað íslenskt, þessi ungi maður tók með sér lambið sitt, hvað er íslenskara en það?

IMG_8878

ég skal halda á því fyrir þig!

IMG_8879

Þetta er leikskólinn minn, hann er svo flottur.

IMG_8882

En nú er komin tími til að sýna sundkunnáttuna.

IMG_8885

Óðinn Freyr var líka á sundnámskeiði.

IMG_8895

Allt að verða klárt segir Sundkennarinn, sem er enginn önnur en skíðadrottningin okkar hún Stella Hjalta.

IMG_8900

Þá er hún komin ofaní.

IMG_8901

Og Óðinn Freyr líka.

IMG_8909

Þá þarf að raða sér upp og hlusta á kennarann, það reyndist dálítið erfitt hjá sumum.

IMG_8919

Allir að fljóta!

IMG_8926

Synda þvert yfir stóru laugina.

IMG_8929

Það er nú ekki mikið mál.

IMG_8932

Komin yfir.

IMG_8940

Og synda á bakinu.  Ekki neinn vandi þar heldur.

IMG_8945

Og ekki spillt veðrið fyrir, yndislegur sólardagu svo hlýr.

IMG_8958

Og nú eru þau búin að synda upp í stjörnurnar hehehehe.

IMG_8963

Og svo mátti leika sér í stórfiskaleik.

IMG_8974

Þessi heitir drengur í vatni.

IMG_8993

Úlfur og Daníel fengu að koma með í leikskólan af því að það var líka fjölskyldudagur.

IMG_8995

Og þau fóru í göngutúr um þorpið með fána sem þau höfðu gert sjálf.

IMG_8996

Og lambið fékk að fara með.  Þau sömdu líka lag um lambið, lambalagið, sem þau sungu svo með hárri raust.

IMG_9004

Hér býr hópurinn sig undir að syngja lambalagið fyrir mig.

Ef þið haldið að lambið hafi verið eitthvað óánægt, þá er það rangt, lambið fylgdist nefnilega vel með.

IMG_90041

Eins og sjá má Smile

IMG_9007

Svo var haldið aftur heim á leikskólann.

IMG_8982

en stelpurnar mínar voru að gróðusetja og hreinsa beðin.

IMG_8983

Það var töluverð vinna, en þær eru dugnaðarforkar.

IMG_8984

Þessa tók ég fyrir Sigrúnu.  Gölturinn segir HÆ Sigrún mín !

IMG_8985

Við fórum svo í mat hjá honum Ella Guðmunds, að vísu ekki á þessa restaurant, heldur á Essósjoppuna N1.

IMG_8980

Á meðan gerðu þjóðverjarnir sig klára að fara að sigla út og veiða.

IMG_8987

Máni gamli lét sig heldur ekki vanta, þó hann væri nú ekki fullur á þessum degi.

IMG_8988

Krúttlegt þegar húsin hafa nafn.  Húsið sem ég ólst upp í heitir Vinaminni.  Einu sinni hétu flest hús hér sínum nöfnum.  Það er dálítið að gleymast, en það er synd, við eigum að halda þessum fallega sið.

IMG_8990

Við ákváðum að sitja úti í blíðunni og borða.

IMG_8991

Ég er ekki viss en ég held að þessi gata heiti Hjallavegur, eða eitthvað svoleiðis, hún ætti allavega að heita það, eða jafnvel stallagata hehehehe..

En svo kvöddum við Suðureyri í blíðunni eftir yndislegan vinnudag, og sundsýningu sem stendur upp úr.

IMG_9009

Sigurjón Dagur kom í heimsókn með mömmu sinni og hinni ömmunni.

IMG_9011

Þau eru góðir vinir hann og Hanna Sól.

IMG_9012

Og hún fékk svo að fara með þeim heim og borða þar.

En við kveðjum hér úr kúlunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 27.6.2008 kl. 22:44

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2008 kl. 23:42

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Sem betur fer er sum staðar haldið í gömlu húsanöfnin, ég er ekkert sérlega gömul og er alin upp í Litlagerði í Mosfellssveit, og þar býr hún mamma enn

Eins hér í Hveragerði er til dæmis verið að rifja upp gömlu húsanöfnin, eins og sjá má við skáldagötuna hér í bæ.

En eitt stórt knús á þig og þína inn í helgina

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 28.6.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Takk fyrir 'zkammtinn' ..

Steingrímur Helgason, 28.6.2008 kl. 00:03

5 identicon

Yndislegt að sjá allar þessar góðu myndir frá Suðureyri, eins og maður sé komin heim, svo lifandi myndir.

Fór hvern einasta dag er ég var fyrir vestan í sundlaugina og fylgdist einmitt með sundkennslunni þá.  Gölturinn alltaf flottur hvaðan sem maður horfir á hann.  Gatan heitir Hjallavegur það er rétt hjá þér.  Helgahúsið er nefnt eftir þeim sem byggði það, Helgi Sigurðsson, sem er/var eða hvað maður nú segir langafi sonar míns, þó svo að þeir hafi aldrei sést.  Það er Súgfirðingahátið á Laugarvatni þessa helgina og við Sigrún ætlum að kíkja þangað og gleðjast með sveitungum okkar.

Kveðja úr blíðunni á Skaganum 

Anna Bja (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 01:55

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Flottar myndir mín kæra, kveðjur vestur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2008 kl. 02:12

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært að sjá þessi litlu börn á sundnámskeiði, hérna í danmörku er engin sundkennsla í skólum, en það er hægt að skrifa sig á námskeið hjá íþróttafélögum. við höfum sjálf veri nokkuð dugleg að fara í sund með sólina um helgar. það er hetjulegt af okkur því sundlaugarnar eru svo KALDAR hérna í DK.

Kærleikur til þín héðan

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 09:50

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alltaf ert þú nú jafn "glúrin" við að sjá út skemmtileg myndefni úr því sem öðrum þykir hversdagslegt.

Jóhann Elíasson, 28.6.2008 kl. 10:41

9 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Heil og sæl mín kæra. Alltaf er gaman að sjá myndirnar þínar. Ég bíð hreinlega alltaf spennt eftir nýju myndefni. Það er aldeilis í nógu að stússast hjá þér, kelli mín. Mér finnst yndislegt að sjá þann stutta með lambið sitt í leikskólanum! Hvar gerist þetta nema fyrir vestan! Þetta er alveg stórkostlegt! Gaman að sjá svo alla krakkana í sundi. Frábærar myndir! Svo er nú alltaf jafnyndislegt að sjá litlu skvísurnar hennar ömmu sinnar að bardúsa í kúlunni og fleiru. Knús og kveðjur til ykkar allra héðan úr Þorlákshöfn.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.6.2008 kl. 11:17

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.

Já Hulda mín, það þarf að hlú að þessum húsanöfnum.

Verði þér að góðu Steingrímur minn.

Gaman að þessu Anna mín, vonandi skemmtið þið Sigrún ykkur vel með Súgfirðingum, þetta er svo skemmtilegt og glaðlegt fólk upp til hópa.  Gaman að fá tenginguna við Helgahús.

Takk G.María mín.

Steinunn min kveðja til þín líka.  Það er gott að þau fá kennslu í sundi þessi litlu krýli, svo er mikið um ungbarnasund líka hér.

Takk Jóhann minn.

Takk Sigurlaug mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 13:10

11 identicon

Þetta hefur verið skemmtilegur dagur, leikskólinn og sundið. Það er svo gaman að sjá hvað þessi litlu eru dugleg að spjara sig í sundinu. Mín barnabörn fóru á ungbarnanámskeið þegar þau voru lítil og Svava sagðist hafa verið öfunduð þegar hún kom aftur með Andra til Svíþjóðar, því þar var svo kalt í laugunum að ekki var hægt að fara með smábörn. En þau hafa svo gaman af að sulla og verða óhrædd að busla sjálf þegar þau finna sig örugg. Laugin í Súganda er líka svo hlý og frábær. Yakk fyrir að leyfa mér að vera með. Góða helgi.

Dísa (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 16:34

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða helgi Dísa mín til þín líka.  Já það munar miklu um ungbarnasundið.  Og að laugarnar séu hlýjar og notalegar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 16:37

13 identicon

Þetta átti að sjálfsögðu að vera takk. Ekki gott að flýta sér of. Skemmtilegt að taka lambið með í bandi.

Dísa (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 16:38

14 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Glitter Graphics

Flower Glitter Graphics

Blóm til þín Ía mín,

Þín Elísabet

Elísabet Sigmarsdóttir, 28.6.2008 kl. 16:47

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir af börnunum og kær kveðja til þín elsku Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2008 kl. 17:21

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan fallega blómvönd Elísabet mín.

Knús á þig Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2008 kl. 17:47

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Við Elísabet frænka vorum að tala saman í símanum í dag og ég var að aðstoða hana að senda myndir. Við vorum búnar að æfa þetta saman á meðan ég var í Reykjavík en svo gleymdi hún einu atriði og þá klikkaði allt. Hún valdi frábæran blómavönd fyrir þig enda passaði hann við þessa færslu sem er svo blómleg.

Ég er svo hreykin af henni Elísabet. Hún er svo lífsglöð og létt þó að hún hafi mætt meira andstreymi en flestir. Ég þarf að læra að líkjast henni.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:11

18 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Flower Glitter Pictures

Sæl aftur. Meira af blómum fyrir blómakonu.

Kær kveðja og Guðs blessun/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:13

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála þér með hana Elísabetu, þar er kjarnakona á fer.  Takk fyrir þennan flotta blómvönd og hlýjar kveðjur Rósa mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2008 kl. 12:56

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Váts ..margar myndir og skemmtilegar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.6.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband