26.6.2008 | 21:37
Smá ferð til Bolungarvíkur og daglegt veður á Ísó.
Já hér er at sem aldrei fyrr. En svo birtir upp um síðir. En veðrið heldur áfram að vera meiriháttar gott. Þ.e.a.s. fyrir venjulegt fólk, mig vantar rigningu. Það er spáð rigningu á morgun, en það er varla skýhnoðri á himni, svo það er alls ekki víst að svo verði. Af hverju getur ekki bara ringt á nóttunni, ég veit að það er hellirigning, þrumur og eldingar í Vínarborg.
Hér er í gangi róðrarnámskeið fyrir ungmenni. Nálægð við sjóinn á sinn þátt í því, og svo öflugt kajakfélag.
Þau hafa gott af að læra að umgangast Ægi Stórsjó, það gerir nálægðin við hann.
Þetta er hún Elísabeta mín frá Portúgal, hún er ásamt stelpunum mínum að setja niður sumarblóm og hreinsa beðin. Það er mikil vinna og gengur frekar hægt þess vegna. Og svo er vökvun vandamálið.
í hádeginu brá ég mér til Bolungarvíkur með mínum elskulega eiginmanni. Þessa lóð hefur hann unnið að, og margar fleiri þar ytra.
Það er ekkert skrýtið að bolvíkingar séu harðgert dugnaðarfólk, sem eru kóngar allir hreint, með öll þessi hvössu háu fjöll í kring um sig.
Krafturinn bókstaflega gýs upp af alefli yfir fólkið, sem kann það vel að meta.
Það eru örugglega sterkar vættir sem búa í svona fjöllum, og miðla orku sinni til þeirra sem þarna dvelja.
Það hlýtur bara að vera.
Þarna á gangnamunninn að vera, sem mun sameina Bolungarvík og Ísafjörð í eina sæng í fyllingu tímans.
Þessi frábæra lóð varð á vegi mínum. Þvílíkt ýmindunarafl, og ég man eftir svona suðupotti heiman að frá mér, þessi blái, bara okkar var stærri, þar var soðið slátur, og líka ullinn af kindunum, áður en hún var hengd upp til þessis.
Ég ætla að bjóða þér í hádegismat, sagði minn elskulegi. Og viti menn hér er líka þessi frábæra krá og veitingastaður alveg niður við höfnina í Bolungarvík.
Notalegur staður, ég mæli með því að þið kíkið út í Bolunvarvík og farið þarna inn, þar er margt að sjá.
Greinilega er hér umhyggja og alúð lögð í innréttingar og þá muni sem hér eru. Minjar frá liðinni tíð, og minningar um gengið fólk.
Maður sér ekki mikið af svona dýrgripum um landið í dag, svei mér þá. En er þetta ekki notalegt og kósý?
Ég er viss um að Bolvíkingar kunna vel að meta þennan stað, svo og þeir sem þangað fara og svo auðvitað kostgangararnir, sem borða hér í hádeginu. Hér var fullt hús af iðnaðarmönnum. Ég náði þessum myndum áður en þeir komu.
Og hér er svo höfnin, Pálmi Gestsson verður hér hafnarvörður í sumar. Hann heldur auðvitað uppi fjörinu ásamt öðrum eðalbolvíkingum. En hann er nýráðin hafnarvörður á Bolungarvíkur höfn.
Hér er svo krúttlegi vitinn sem er síðasta mannvirki áður en haldið er á Óshlíðina, þar á undan er Ósvörin, safnið frábæra, þar sem Arngrímur og Finnbogi Bernódusson skiptast á að klæðast skinnklæðum og sýna gestum og gangandi hvernig sjósókn var hér fyrr á öldum.
Hér verður svo gangnamunninn Hnífsdalsmeginn, það má segja að öll hlíðin hafi verið tekin niður, því líkt og annað eins.
Hér erum við svo komin heim á kunnuglegar slóðir.
Þessi mynd er ekki eins hættuleg og hún sýnist. Nafna mín í þröngri stöðu
Jamm nefnilega... eða þannig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegar góðviðrismyndir úr Víkinni og veitingahúsið ekki slæmt heldur. Og stórgóðar myndirnar af litlu nöfnu þinni í klemmu, ótrúlegt hvað smáfólk getur troðið sér í lítið pláss.
Dísa (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:02
Gefðu hláku herrann spaki
heldur freka
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:03
Ég ýtti óvart á takkann áður en ég kláraði
Gefðu hláku herrann spaki
heldur freka
svo fannarákin taki fljótt
svo fari að leka
Þetta kemur rigningunni vonandi af stað
Ef minnið svíkur mig ekki, þá minnir mig að einhver sem ég þekki eigi afmæli í dag Afmæliskveðja í tilefni dagsins
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:06
Flott lögn hjá múraranum þínum! ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 22:12
Dísa mín það er ótrúlegt sem þessi blessuð börn geta troðið sé í
Takk Sigrún mín, vonandi færir þetta mér regn. Og jamm sumir eiga afmæli í dag mín elskuleg. Knús
Segðu Hrönn mín, segðu, hann er flottastur þessi múrari, nema að konan hans fær ekki að njóta dugnaðarins í hellulögnum. Það er annað sem hann gerir fyrir hana, en svona er þetta með iðnaðarmennina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2008 kl. 22:18
Við á suðurlandinu búum svo vel að fá hitaskúri, nánast í hverju hádeigi alla þessa viku.
Syngja ekki Ísfirðingar bara: Mér finnst rigningin góð
En takk fyrir innsýn í vesturbyggðir
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:18
Komin á íslandið góða aftur eftir góða ferð....Mikið er gaman að sjá þessar fallegu myndir af mínum gamla stað takk fyrir gaman að skoða hafðu ljúfa helgi mín kæra
Brynja skordal, 26.6.2008 kl. 22:31
Mjög flott ljóðinn þarna.
Veitingarstaðurinn sömuleiðis einstakur.
Góðar stundir.
Halla Rut , 26.6.2008 kl. 22:59
Flottar myndir frá Bolungarvík - flott lóðin hjá bóndanum.
Vona að þið fáið rigninguna sem fyrst, svo það verið hætt að rigna þegar ég kem vestur eftir 2 vikur. Knús á þig fyrir nóttina Ásthildur mín
Sigrún Jónsdóttir, 26.6.2008 kl. 23:01
Hahaha átti að vera lóðin en ekki ljóðinn,,,,svona er að vera að horfa á sjónvarpið og skrifa.
Halla Rut , 26.6.2008 kl. 23:08
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 23:22
Næst þegar þú kemur í Víkina verður þú að banka uppá....fer í frí um helgina
Katrín, 27.6.2008 kl. 01:02
Mín elskulegasta .. mikið er flott það sem bóndinn hefur verið að gera! Sannarlega fagmaður þar á ferðinni. Þú hefur sannarlega auga fyrir góðu myndefni, kemur svo skemmtilega frá þér því sem fyrir augu ber. Mér finnst svo gaman að sjá allt það sem þú hefur fyrir augunum alla daga - svona í gegnum þig - því þú kemur þessu öllu svo vel til skila til okkar.
Endalaust þakklæti fyrir yndislegar myndir alltaf, og þakkir líka fyrir ljúfleikann og kátínuna sem ætíð streymir frá færslunum þínum. Luv you to píses my Queen of Vestfjarðaríki. Hlýjar kveðjur til þín mín elskulegasta og þinna ...
Tiger, 27.6.2008 kl. 03:29
Víða leynast perlurnar.
Jóhann Elíasson, 27.6.2008 kl. 06:39
Skemmtilegt að skoða. Þessi veitingastaður verður auðvitað heimsóttur í næstu ferð, miðað við myndirnar þá er hann með þeim notalegri sem maður sér.
Maðurinn þinn er greinilega snillingur í hellulögn með þessa brekku og boga, línur og beygjur. Takið þið ekki að ykkur garða út um landið? Þið hljótið að vera frábært team, þú snillingur með gróðurinn og hann með hellurnar.
Takk fyrir frábæra ferð um Bolungarvíkina (amma mín er fædd þarna einhvers staðar upp í brekkum, í bæ sem ekki er lengur til held ég ) Þessi fjöll öllsömul eru svo sannarlega mögnuð.
Bestu kveðjur vestur
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.6.2008 kl. 10:35
Knús til þín Hann er greinilega mikil fagmaður bóndinn þinn Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2008 kl. 12:09
Hæhæjjj...Úff ég er búin að missa af svo miklu upp á síðkastið ......er í tíma þröng...en kíkti sant yfir myndirnar þínar sem segja svo margt.
Knús á þig elskan og faðmaðu fjörðinn
Solla Guðjóns, 27.6.2008 kl. 12:58
ég á yndislegt fólk á bolungavík, það er gott að sjá myndir af gamalkunnum slóðum !
Kærleikur til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 19:14
Sæl og blessuð Ásthildur mín.
Mikið er gaman að sjá þessar fallegu myndir og veitingarstaðurinn var virkilega fallegur. Ég elska þetta gamla dót og hef verið að safna svolítið. Eignaðist saumavél sem er 100 ára. Amma konunnar sem gaf mér vélina vann í síld með ýmsu öðru svo hún gæti keypt sér saumavél og nú er saumvélin flutt frá Akureyri yfir til Vopnafjarðar til skrauts.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.6.2008 kl. 21:25
Huld S. Ringsted, 27.6.2008 kl. 21:48
Takk öll saman. Kíki á ykkur seinna í kvöld.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.6.2008 kl. 22:04
Ég hef ekki komið inn á þennan undurfagra veitingastað í Bolungarvík. Á það vonandi eftir.
Laufey B Waage, 27.6.2008 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.