26.6.2008 | 00:56
Gamla bókabúðin á Flateyri. Miklu meira en orð fá lýst.
Ég fór til Flateyrar í dag, sem ekki er í frásögur færandi, nema hvað ég þurfti að tala þar við ágæta kunningjakonu mína, og hún var ekki heima, þar sem ég var að vandræðast kom til mín kona, og spurði mig hvort ég ætlaði að hitta Jóhönnu. Já sagði ég, hún er niðri bókabúð sagði konan. Ég fór svo niður í "bókabúð" og þvílík dýrð sem þar er á ferðinni. Þetta er verslun í sinni gömlu mynd. var stofnuð 1914, og rekinn til 1999. Fyrst af bræðrum, en síðar tók einn þeirra við versluninni og rak hana til dauðadags, síðan tók kona hans við og var með verslunina til 1950, en þá tóku börnin við, þegar þau svo hættu, gáfu þau minningarsjóði Flateyrar allt saman, húsið verslunina og allt. Minningarsjóðurinn "vona að ég fari rétt með nafnið" tók við rekstrinum og frá árinu 2006 hefur bókabúðin verið opin almenningi, þar er fornbókasala og skiptimarkaður. Og heimilið er til sýnis.
Að vísu er þetta ekki rekstur sem borgar sig, og allt starf þarna er unnið í sjálfboðavinnu. En ég segi nú bara ef þið eigið leið til Flateyrar, látið þetta ekki fram hjá ykkur fara. Eg var gjörsamlega heilluð, og tók nokkrar myndir til að sýna ykkur. Þvílíkar perlur sem leynast víða, segi nú ekki margt.
Svo þið ratið nú inn, þetta hús lætur ekki mikið yfir sér.
en þarna eru innréttingar frá 1914 svei mér þá. Þetta er æði, hreint og beint eins og að stökkva inn í fortíðina í fullum herklæðum.
Hér kennir sko ýmissa grasa, og hér er allt til sölu. Þetta er ekki bara eitthvað dautt safn, heldur lifandi með sál.
Segi og skrifa.
Einhversstaðar las ég að bækurnar væru seldar eftir vikt, þarna er ein algjört listaverk.
Skrifstofan, og ritvélin samkvæmt nýjustu tísku ekki satt ?
Hreint út sagt frábært að upplifa.
eitt er búðin, annað er íbúðin, sem er öll eins og hún var, það er eins og að fara aftur inn í fortíðina, ég segi það satt, þið verðið að gera ykkur ferð þarna til að upplifa þessa dásamlegu stemningu.
Hvar annars staðar í veröldinni getur maður gengið beint í í svona upprunalegt heimili frá annari öld?
Það fylgdi bókstaflega allt með, hnífapörin diskarnir og allt heila klabbið.
Það var eins og fólki hefði labbað sig út í gær, eða jafnvel hefði bara skroppið í bæinn.
Alveg einstök upplifun.
Eldhúsið, alveg eins og það var.
Hér er ketilinn, brauðristin og hrærivélin.
Leirtauið ennþá á sínum upprunalega stað, eins og húsmóðirin hefði verið þarna í gær.
Hver man eftir svona rafmagnsinntaki ?
Ætli þetta sé ekki minnsta klósett í heimi ?
Innrammaður reikningur frá Guðmundi Mosdal, smíðakennaranum góða.
Hér hefur verið hlustað á veðrufregnir og leikið af plötum.
Auðvitað klukkan á sínum stað, og veggteppið, örugglega saumað út af húsmóðurinni.
Já þetta er sko eitthvað til að upplifa og skoða, ég segi nú ekki margt.
Meira að segja gítarinn á sínum stað.
Meiriháttar.
Mér skilst að reksturinn standi í járnum, hér er allt unnið í sjálfboðavinnu, við að halda búðinni og heimilinu opnu. Að vísu ætla kaupmannasamtök Íslands að styrkja þetta frábæra verkefni núna, en það þarf meira að koma til. Það þarf gesti sem hafa áhuga á að vippa sér inn í fortíðina og upplifa gömlu dagana frá A til Ö. ´Sjá hvernig fólk lifði og hrærðist, og hér er engu bætt við, eða tekið út, hér er bara allt eins og það var. Og hugsið ykkur framsýni Flateyringa að hafa svona minningarsjóð, sem hlúir að svona dásemd, þeir eiga líka fallegt dúkkusafn, sem ég á örugglega eftir að skoða og taka myndir af.
En ég bara er djúpt hrærð yfir að hafa fengið að sjá þetta og skoða. það er ólýsanleg upplifun. Og ef þið eigið leið hér um, ekki láta Flateyri og gömlu bókabúðina fram hjá ykkur fara. Takið með ykkur gömlu bækurnar sem þið eruð búin að lesa og skiptið þeim fyrir aðrar sem þið hafið ekki lesið, bregðið ykkur svo nokkra tugi ára aftur í tíman og fáið árin beint í æð. Þið munuð ekki verða fyrir vonbrigðum.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrikalega flott búð... Þangað fer ég þegar ég kem vestur, sem verður eftir 2. vikur. Já, ég get ekki frá ykkur verið þarna fyrir vestan. Hlýt að hafa verið vestfirðingur í fyrra lífi...
Aðalheiður Ámundadóttir, 26.6.2008 kl. 01:59
Þetta er bara kúl og ekkert annad..
Gulli litli, 26.6.2008 kl. 02:03
Þarna kem ég við og skoða um leið og ég kem til þín í kaffi. Annars eru svo margir ættingjar og vinir fyrir vestan sem ég "verð" að heimsækja, þegar ég kem vestur, að það gutlar örugglega í mér eftir allt kaffiþambið.
Jóhann Elíasson, 26.6.2008 kl. 05:44
Þetta er meiriháttar, eins og þú segir þetta er eitthvað sem maður verður að skoða. Ég ætla að reyna að gera eins og þú segir taka með mér bækur og skipta þegar ég kem eftir rúmar tvær vikur. Þetta gamla heimili er eins og maður man frá bernsku að koma í heimsókn hjá gömlu fólki, þar sem stofurnar voru bara spari, gestum boðið þar inn. Gott hjá þér að sýna okkur þetta, það þarf að benda á ýmislegt svona sem er alveg sérstakt.
Dísa (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 07:48
Takk einu sinni enn kæra Ásthildur, ef þú getur ekki komið manni til að grípa andann á lofti af hrifningu, þá getur engin það.
Að ég skuli afar oft hafa komið til Flateyrar og aldrei vitað af þessu, en næst er ég kem fer ég, engin spurning.
Ég elska svona krambúðir og gamaldags heimili, á sjálf svona gamlar mublur,
og ekki ískrar í þeim.
Úti í hinum stóra heimi eru til svona búðir sem fólk verslar mikið í því öllum finnst þetta vera málið, en ekki hjá okkur, nei það þarf að vera kringlan eða Smáratorg. þefar ég bjó á Ísafirði verslaði ég mjög mikið í Björnsbúð, það fór nú eins og það fór.
Knús kveðjur Vestur kæra vina
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 09:41
Já við Páll Önundarson fórum þarna um daginn og vorum að skoða þetta og ætlum að gera litla myndaseríu þarna bráðlega. Gaman að sjá þessar myndir Ásthildur :)
Gústi (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 11:47
Ég hef séð þetta hús þegar ég hef komið til Flateyrar en ekki dottið í hug að þar væri einhver starfsemi. Fyndið samt að ég á nákvæmlega eins hrærivél og er þarna á myndinni.
Helga Magnúsdóttir, 26.6.2008 kl. 12:18
Sæl og blessuð.
Frábært að sjá þessa flottu búð og yndislega heimili. Glæsilegt og takk fyrir að sýna okkur myndir frá Flateyri.
Guðs blessun til þín.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.6.2008 kl. 12:46
Takk fyrir, fer vestur við fyrsta tækifæri
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.6.2008 kl. 20:00
Sæl kæra bloggvinkona. Þá er ég komin á stjá á ný. Frábærar myndir hjá þér í dag. Ég þarf örugglega heila viku fyrir vestan til að skoða allt sem er í boði þegar ég kemst alla leið. Hafðu það sem allra best
Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 20:14
Verð að svara þér Ásdís mín þú þarft að minsta kosti hálfan mánuð í fullri vinnu
að skoða vestfirðina.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 20:20
Takk öll sömul. Já það er margt að skoða hér. Núna er tíminn þegar ferðamenn, bæði íslendinar og útlendingar koma hér við, spjalla fá að líta í garðskálann og garðinn. Í dag kom hollenskt par. Fólki finnst þetta flott og þau standa agndofa og virða allt fyrir sér. 'Eg hef gaman af þessu, þó stundum sé ég ekki alveg upplögð fyrir alla þessa athygli, en hún venst. En það er svo dómadags mikið að gera hjá mér núna, að ég hef bara engan tíma fyrir sjálfa mig, né ykkur mín kæru, þið eruð samt ótrúlega þolinmóð við mig. Knús á ykkur, love you love you love you.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2008 kl. 20:52
Vá, þessi búð/íbúð/safn er algjör fjársjóður! Þú kveikir svo í manni Ásthildur, það endar með því að maður fer í bíltúr til Vestfjarðalandsins.
Takk enn og aftur fyrir frábært blogg
Ragnhildur Jónsdóttir, 27.6.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.