24.6.2008 | 21:43
Ungverjaland þriði hluti, kvöldsigling á Dóná, og ferðalag til Szeget.
Áður en við leggjum að stað til Szeget ætlum við aðeins að skemmta okkur, í mat og drykk um borð í fljótabát á Dóná. Fara í kvöldsiglingu um Dóná og hlusta á sígauna spila og horfa á þjóðdansa.
Tilhlökkun, hér erum við á hótelinu að bíða eftir rútunum, sem aka okku um borð.
Jamm fólk er uppáklædd og tilbúið í skemmtunina.
Kórstjórinn elskulegi hún Beata Jó, með öðrum syni sínum.
Já hér erum við komin niður að Dóná. Ruslið sem sést hérna, flýtur niður með ánni, þar ægir saman allskonar drasli, flöskum og rusli, sem áin ber með sér og er bara heilmikið mál að hreinsa og þrífa.
Hér er báturinn sem við ætlum að sigla með um Dóná. Þó áin virðist kolmórauð, þá er allt í lagi að borða fiskinn sem veiddur er í henni. Þetta er mest leirburður sem litar hana. Hún hefur verið hreinsuð vel af mengun, svo það er allt í lagi að borða fiskinn.
Ef maður spáir í það, þá er engin tilviljun þessi hái veggur sem hlaðinn er upp, því flóð eru tíð, og þá hækkar vatnið ansi mikið. Þetta er því varnarveggur gegn flóðum.
Svona erum við bara, konurnar, yndislegar og kammó hver við aðra, þess vegna ganga ferðirnar alltaf svo vel, af því að stemningin er frábær, og aldrei ber neinn skugga þar á. Og svo eru karlarnir í forsvari, og þeir bera ábyrgðina, við bara höngum með og höfum það gott P.S: ég á þessi bros
Um borð var bæði heitt og kalt hlaðborð, og það svignuðu borðin undan veitingunum.
Svo voru náttúrulega ungverskir þjóðdansar í hávegum hafðir, undisspilarar voru sígaunarnir um borð.
Fallegir búningar, og örugglega allt handsaumað.
Eins og sá íslenski, nú er Matta Helga og Gréta búnar að smita mig svoleiðis að sennilega fer ég á næsta námskeið í þjóðbúningasaumi, gott ef ég læri ekki líka að gera allt skrautið, þá er bara að finna sér einhversstaðar tíma.... á einhver tímakvóta á lausu
Reffileg, hér dansar hún með flösku á hausnum.
ég hef svona rökstuddan grun um að þetta sé mamman og sonurinn. Að hún hafi kennt syninum að dansa, svona fjölskyldusammeneitthvað. En það er bara hið besta mál ekki satt?
Það var líka skipt um búningar og svoleiðis. en það var gaman að fylgjast með þessu, og þjóðdansar standa alltaf fyrir sínu, hvort sem þeir eru íslenskir eða útlenskir.
Dóná upplýst í rökkrinu.
Þetta er svona frábærasti og lífrænasti klósett odour sem ég hef kynnst. Allir sem hafa fengið liljur í blómkransa kannast við sterkan ilminn sem þær gefa frá sér. Tilvalið á klóið, og örugglega ódýrara en eitthvað tilbúið lyktareyðingarpjakk, sem er ekkert betri en ekta skítalykt, ef við værum ekki svona miklar pempíur.
Sérfræðingar að störfum. Mummi Þór vélarsérfræðingur og Jón Sigurpáls forstjóri fyrir sjóminjasafnið á Ísafirði, ég er viss um að þeir höfðu sterkan áhuga að fá þessa rússnesku vél heim og í safnið, og ég er líka viss um að Mummi hefði ekkert á móti því að fá aðeins að grufla í systeminu á henni Allavega leynir áhuginn sér ekki. vonandi verða þeir ekki teknir fyrir njósnir.
En eins og allir vita, þurfa karlmenn alltaf að fá verðlaun, þeir þurfa að vita að það sé metið það sem þeir eru að gera vel. Við konurnar skiljum það svo vel. Þó við þurfum ekkert svoleiðis. Enda er saga okkar ekki þykk í Íslandssögunni.
Þeir voru því kallaðir upp nokkrir til að fá viðurkenningu fyrir vel unninn störf, og voru örugglega allir vel að því komnir.
Hér fær Kristján tíundi kóngur sína viðurkenningu.
Jamm bara gott mál að fá viðurkenningu.
Hér eru svo raddstjórarnir eða hvað það nú kallast, hver með sína viðurkenningu, fyrsti tenór annar tenór, bassi og annar bassi. Takið eftir verðlaununum, svona pútur sem gogga i matinn sinn hehehehe
Aftur heim á hóteli. Ef þið haldið að þessi lengst til hægri frá mér séð sé mister Bean, þá er það misskilningur. Að vísu dálítið líkur honum, en þessi er frá Bolungarvík, og er ekki vitund líkur Bean í sér. Nema bara í útliti.
Ókey þá erum við lögð af stað til Szeget, nema að það kom fljótlega í ljós að rútan okkar, þær voru tvær, var eitthvað biluð. Hitaði sig og gekk ekki vel. Við fengum svona hægfara siteseeing tour
Og stoppuðum á flestum stoppistöðum á leiðinni.
Já já við stoppuðum og stoppuðum, ókum á 80 km á hraðbrautum Ungverjalands, og gátum virt fyrir okkur landslagið og dýrin og hvað eina sem á vegi okkar varð.
Svo kom að því að forvitnir íslendingar vildu kíkja oní vélina, því við erum jú klárust og best ekki satt. ?
Smá skýjamynd, himnagalleríið var opið hér eins og svo oft heima.
Já já það var stoppað, bíllinn og farþegar þurftu að kæla sig, því auðvitað var loftræstingin líka biluð, svo við sátum í heitri rútunni sveitt, en samt glöð og kát, og gerðum bara gott úr öllu saman.
Það var hér í miðju Ungverjalandi á sléttunum, sem fólk kom frá Mesópótamíu, og settist hér að, um það leyti sem Víkingarnir gerðu sig heimakomna á Íslandi, eða um 990 eitthvað. Þeir hröktu fólkið í burtu sem var þar fyrir, rétt eins og landsnámsmennirnir heima gerðu við Papana.
Einhver var að segja að íslenskar kýr hefðu sérstöðu vegna litarins, en mér sýnist nú að ungversku kýrnar séu bara allavega á litinn. En svo eru líka sérstakar kýr sem eru hér landsnámskýr, gráar með stór horn. Að mínu mati líkar kúnum sem ég sá í Guatemala og þar um kring.
Svona sveitabær sennilega týpiskur, en samt heilmikið kot.
Og enn var stoppað, en það gerði reyndar ekkert til, eftir að við fréttum að þeir í hinni rútunni væru komnir á áfanga stað, en yrðu að bíða eftir sínum herbergjum, þau myndu verða klár um það leyti sem við kæmum til Szeget. Verst með ands.... hitann í rútunni.
Loksins komin upp á herbergi, loftkælt og hreint. Notalegt, þó voru sumir ennþá að bíða eftir sínum herbergjum. En við komumst strax inn í okkar.
Útsýnið fallegt yfir Tisza fljótið.
Flottur bær, svona um það bil jafnstór að höfðatölu og Ísland
Hér er svo kóngurinn enn að bíða eftir sínu herbergi, hér er ekki farið eftir stöðu eða merkilegheitum hehehehehehe...
Og ef þið haldið að trabbi sé útdauður, þá verðið þið að fara til baka með það, hér lifir hann góðu lífi. En nú erum við komin til Szeget, merkileg borg, með mikla sögu. En meira um það síðar.
Knús á ykkur öll inn í nóttina. Ég er á kafi í mold og gróðursetningu sumarblóma, eiginlega á kafi. Í vatni, á einhver rigningu til að lána mér ?
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022165
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilegar myndir ég var brosandi og mér fannst gaman af þessu sem þú sagðir knús inn í nóttinna elsku Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.6.2008 kl. 22:00
Sæl Ásthildur mín.
Þetta hefur verið frábært ferðalag. Gaman að sjá myndirnar. Mikið var þjóðbúningurinn fallegur. Eitthvað fyrir okkur, svo blómlegur.
Guð veri með ykkur.
Kær kveðja/Rósa.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 22:57
Skemmtilegar myndir
Huld S. Ringsted, 24.6.2008 kl. 23:40
Takk Katla mín og knús á þig til baka
Já einmitt Rósa mín hann er svo blómlegur, eitthvað fyrir okkur klakana
Takk mín elskulega Jóna Ingibjörg, skrifaði Ingibjört, sem er alveg nafn við hæfi handa þér elskuleg
Takk Huld mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2008 kl. 23:52
Þú ættir að fá stærstu verðlaunin fyrir þessa skemmtilegu sögu og allar myndirnar. Hér er ekki dropa að finna svo ekki get ég sent þér rigningu
Knús í nóttina
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 25.6.2008 kl. 00:46
Verð að gefa mér tíma í að skoða í rólegheitum er í "fljótheitum" núna , vildi bara senda kvitt og knús**
G Antonia, 25.6.2008 kl. 02:53
Takk Sigrún mín. Já slæmt með riginguna, ég þarf á svoleiðis að halda, mjög mikið.
Knús á þig inn í daginn G.Antonía mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2008 kl. 07:27
Skemmtileg frásögn og myndir hjá þér eins og þín er von og vísa. Vel þess virði að prenta út og setja í möppu svo hópurinn geti skoðað á góðum stundum og endurlifað ferðina. Gaman að fá að fylgjast með ykkur.
Vona að fari að rigna hjá þér, það var allavega spáð rigningu fyrir morgundaginn í gærkvöldi. Því miður engin væta hér að senda þér, veitti nú ekki af rigningu svona eins og eina nótt.
Dísa (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 08:03
Ég sem hélt að að það væru konur að skipta um föt fyrir innan gluggan sem Mummi og Jón Sigurpáls kíktu inn um (áður en ég las myndatextann).
Liljan á salerninu er hrein snilld.
Laufey B Waage, 25.6.2008 kl. 09:45
Ég skal senda þér rigningu
Hrönn Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 10:18
Takk Hrönn mín
Hahaha Laufey, já áhuginn leynir sér ekki, það er alveg pottþétt
Það er alveg rétt hjá þér Dísa mín, ég held líka að það verði myndakvöld einhverntíman í haust, þegar fer að hægjst um. Hellidemba í heila nótt myndi gera alveg heilmikið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2008 kl. 12:08
Já Guðlaug mín þetta voru mjög flottir dansar, og músikinn flott, svona eins og sígaunar einir geta spilað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2008 kl. 12:25
Góða helgi
Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.7.2008 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.