22.6.2008 | 11:51
Vinnufélagaferð í Skálavíkina, grillveisla og góð skemmtun.
Við vinnufélagarnir í Áhaldahúsi bæjarins fórum í grillveisluferð í gær út í Skálavík. Það var virkilega góð og skemmtileg ferð, og ekki sakaði að veðrið er einstaklega fallegt.
En fyrst Þetta! eins og þeir segja spaugstofumenn.
Et og drekk og ver glöð
Hér er Hnífsdalurinn fyrir hnífsdælingana mína.
En við fórum með rútu um hálfsexleytið, og vorum komin um kl. 7 út í Skálavík.
Það var strax hafist handa við að koma mat og viðeigandi út úr rútunni, við höfðum fengið lánaðan sumarbústað til að athafna okkur í. þennan líka fína bústað.
Allt klárt undir grillveislu.
Frú Freyja hafði marinerað og kryddað lambakjötið af hinni mestu snilld. Og grillmeistari var Sveinn Sörensen.
Konurnar höfðu það notalegt og nutu þess að láta karlana stjana við sig. Þær voru jú gestirnir.
Ykkar skál stelpur.
Það var ágætis verönd á bústaðnum, en veðrið var svo gott að það var hægt að vera hvar sem var.
Hér er örugglega verið að ræða einhver tæknimál, þar sem þarna eru yfirmaður tæknideildar og múrarinn.
Það var sum sé hægt að sitja hvar sem var og borða, þessi eru auðvitað öll úti á túni.
Þú sleppur ekkert sagði Freyja svona komdu með myndavélina, ég ætla að smella einni af þér.
Þetta er nú svona felumynd, það voru smáský á himninum.
Ósköp notalegt ekki satt.
Hér pústar grillmeistarinn aðeins, enda búinn að grilla allt kjötið.
Eftir matinn fóru menn svo í göngutúr niður að sjó. Hér er gröfumaður í fararbroddi, bóndinn í Hrauni.
Mér finnst alltaf eins og ég sé komin norður á Hornstrandir, þegar ég kem í Skálavíkina, það er sama yfirbragðið og friðurinn og kyrrðin.
Þetta eru örugglega útilegumenn, eða huldufólk. Enda nálgast Jónsmessann óðum.
Kyrrð friður og kraftur á þessum stað. Rolluskjátan forvitinn um þessa hávaðasömu gesti, sem skyndilega birtust á þessum friðsæla stað.
Svo er spáð í myndavélina.
Komið til baka úr gönguferðinni.
Sumir fóru þó ekki í gönguferð, heldur héldu sig heimavið, og spjölluðu.
Það er farið að nálgast miðnættið og sólin enn að skína.
Þessi taska finnst mér alveg frábær. Mér finnst að Besta Kaffi á Íslandi eigi að verðlauna þessa ágætu konu sem saumaði töskuna úr kaffipökkum.
Mikil kjarnakona og laginn.
Það voru ekki til nægilega margir stólar, svo það var ýmislegt notað til að sitja á.
Hér sitja múrarinn og bakarinn á spjalli.
Áhaldavörðurinn, grillarinn og bílstjórinn slaka á í kvöldsólinni.
Ég veit að vinnufélagi minn fyrirgefur mér að birta þessa mynd, hehehehe... en það hvarflaði svona ýmislegt í gegnum hugann þegar ég sá hana hehehehe.... sérstaklega þar sem nokkrir tvíræðir brandarar höfðu fokið fyrr um kvöldið Eða dettur ykkur nokkuð í hug ?
Það er ennþá glampandi sól, þó sést að skuggana er tekið að lengja.
Hér er örugglega verið að syngja Kvöldið er fagurt, enda eru þetta kórfélagar ú rKarlakórnum Erni.
Kveð svo með þessum fallegu kvöldsólarmyndum, miðnætursólarmyndir eru þetta. Því við erum á heimleið eftir velheppnaða grillveislu út í náttúrunni.
Knús á ykkur inn í þennna fallega sunnudag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2022164
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já um að gera að vera glaður í góða veðrinu, gaman af myndunum. Knús á þig ljúfust.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.6.2008 kl. 11:55
Þvílík fegurð þarna, og birtan er ævintýraleg. Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.6.2008 kl. 12:00
Þið hafið átt yndislegt kvöld í Skálavíkinni. Ég kom til Skálavíkur fyrir 2 árum og var það mín fyrsta heimsókn. Ég heillaðist og féll gjörsamlega fyrir þessari fallegustu vík í heimi. Móðuramma mín ólst þar upp.
Góðan og blessaðan daginn Ásthildur mín
Sigrún Jónsdóttir, 22.6.2008 kl. 12:01
Sæl og blessuð kæra Ásthildur.
Mikið hefði ég viljað vera með þér þarna. Vinnufélaginn flottur og svo hélt ég á tímabili að þarna væri bjarndýr á ferð en þá var þetta bara rolingur þegar ég skoðaði myndina betur, ehehehe. Mikil vonbrigði að þarna væri ekki bjarndýr á ferð þá hefðuð þið komist í heimspressuna.
Guð gefi þér og þínum góðan dag.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.6.2008 kl. 12:15
Hvílík fegurð og miðnætursólskinið er náttúrulega einstakt!!
Flott "kaffitaskan"
Eigðu góðan dag
Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2008 kl. 12:47
Mér fannst þetta eittthvað öðruvísi kaffipakki
Solla Guðjóns, 22.6.2008 kl. 13:29
Solla aldrei að eyðileggja góða sögu
Sömuleiðis Hrönn mín. Ég les að það sé þrumuveður hjá ykkur fyrir sunnann Knús á þig. Ég væri alveg til í smáregn.
Hehehe Rósa mín, já einmitt. Veistu að ég er rosalega feginn að þetta er ekki Bjarndýr Heldur vil ég vera ófræg og lifandi en dauð og fræg.
Vá hvað móðuramma þín hefur átt gott að eiga heima á þessum fallega friðsæla stað Sigrún mín.
Knús á þig Jenný mín.
Knús til baka elsku Katla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2008 kl. 14:02
Þetta hefur aldeilis verið frábær ferð. Það væri gaman að koma í Skálavíkina aftur. Hún er örugglega ennþá yndislegri en þegar ég var 15 ára.
Laufey B Waage, 22.6.2008 kl. 15:41
Ásthildur mín takk fyrir góðar myndir og af fólki sem maður þekkir og ekki síður Skálavíkina, er ég bjó fyrir vestan þá fórum við Gísli alltaf með gesti í Skálavík og í Ósvörina, við vorum oft í Ósvörinni því stelpurnar hennar Dóru elskuðu að vera þarna.
Kveðjur vestur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.6.2008 kl. 16:14
Þetta hefur verið stórkostleg ferð, þarna þekkti ég þó þig og Ella, Freyju og Ara og Jónas, skólabróður minn. Var bílstjórinn Ástþór frá Múla? Hann hefur þá aðeins breytt um lit eins og fleiri. Þegar pabbi varð sextugur vildi hann ekki hafa veislu, svo við fórum með kaffi og kökur út í Skálavík og héldum veislu fyrir fjölskylduna þar. Við fengum svona gott veður og það var vaðið út í sjóinn sem var hlýr við ströndina og sandurinn svo heitur að maður tiplaði til að brenna sig ekki. Ég er sammála þér að kyrrðin og friðsældin jafnast helst á við Hornstrandirnar.
Dísa (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 17:16
Vá, þetta hefur verið æðisleg ferð og myndirnar alltaf jafnflottar hjá þér.
Helga Magnúsdóttir, 22.6.2008 kl. 18:15
Alltaf gaman að skoða myndirnar þínar og Skálavikin alltaf jafnfalleg.Dísu fannst Addó í Múla einkvað farin að grána .
Rannveig H, 22.6.2008 kl. 21:18
Jamm Rannveig mín, Dísa hefur ef til vill ekki séð Addó í Múla nýlega
Takk Jóna mín, ef þú kemur vestur, þá gæti alveg eins farið svo að við færum saman til Skálavíkur
Takk Helga mín
Dísa mín, jamm þetta er Ástþór í Múla, Já þetta er einhvernveginn sami strúktúr og Hornstrandir, þá má náttúrulega ekki segja það opinberlega, því þarna eiga Bolvíkingar Paradís sem engu er líkara en Hornstrandir
Milla mín, mín er ánægjan elskulegust. Það er gott að geta gefið fólki svona upplifun, eins og bara að sýna þeim myndir.
Laufey, hún ER alveg jafn yndisleg og þá
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.6.2008 kl. 22:15
Æðislegar myndir og það hefur auðvitað verið stuð á ykkur.
Takk fyrir mig.
Linda litla, 23.6.2008 kl. 01:50
Sæl Ásthildur mín.
Maður var svona hálfpartinn með.
Flottar myndir eins og alltaf.
Kær Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 01:54
Alveg geggjaðar myndir Ásthildur mín ljúfa. Þetta hefur örugglega verið æðislega gaman hjá ykkur, öfund hérna megin bara sko!
Það er svo dásamlegt að sjá fólk á labbinu bara eða eyða saman góðum stundum svona úti í náttúrunni eða uppí sveit, ekkert malbik og enginn hávaði eða ös og kös .. bara kyrrðin og fegurðin - eins og þú nærð henni svo vel á mynd! Geggjuð kaffitaskan þarna sko .. hahaha. Og skotturnar á efstu myndinni - algeerlega yndislegar...
Knús á þig elsku Ásthildur mín og eigðu nú ljúfa viku framundan!
Tiger, 23.6.2008 kl. 04:27
Það var ekkert smá gaman að skoða þessar myndir og lesa textann við þær!! Æðisleg ferð og umhverfið fagurt! Veistu, ég finn nánast ilminn af náttúrunni með því að skoða myndirnar þínar! "I LOVE IT" eins og einhver sagði hér um árið.
Takk fyrir þessar æðislegu myndir og knús og kossar til þín í staðinn.
Ester Júlía, 23.6.2008 kl. 08:25
Skálavík er mjög sérstakur staður í huga mínum, því miður hef ég ekki farið þangað í allt of mörg ár! Takk fyrir að leyfa okkur að "kíkja" þangað .
Flottur staður og mjög sérstök upplifun að koma þangað, það er eitthvað við hann...
Þarna var nú einu sinni haldin útihátið! Mjög gaman, langt síðan
Faktor, 23.6.2008 kl. 11:52
Eg fae nu bara heimthra til Islands thegar eg sa thessar natturumyndir hja ther.Alltaf eru litlurnar jafn fallegar
Ásta Björk Solis, 23.6.2008 kl. 18:05
Elsku Ásthildur mín frábærar myndir og útsýnið bara geggjaðknús á þig elsku ljúfa og takk takk fyrir mig
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.6.2008 kl. 20:41
Huld S. Ringsted, 23.6.2008 kl. 22:48
Alveg dásamlegar myndir
Hef nokkrum sinnum komið í Skálavík, tók rúntinn þangað af því að mér þótti svo fallegt þarna, friðsælt og ljúft. Fór þarna síðast í fyrra. Love it.
Var á ferðalagi fyrir vestan, fór í sund á Suðureyri og sá þar unga stúlku sem var á sundnámskeiði og ég þekkti hana frá myndunum frá þér, Hanna Sól. Átti yndislega daga út um allt þarna. Fór á Hrafnseyri á 17. júní í yndislegu veðri og margt um mannin þar.
Hafið það sem allra best í Kúlu.
Kveðja af Skaganum
Anna Bja (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 00:07
Takk fyrir þessa frábæru myndasýningu Þetta hefur verið stórkostleg ferð hjá ykkur. Ég hrífst mjög af kaffitöskunni hjá þessari flottu hugvitskonu!
Knús til þín
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 24.6.2008 kl. 00:15
Mér sýnist þær stuttu bara "vera í góðum málum" í sólskyninu og góða veðrinu. Góða nótt og gleðilega Jónsmessu.
Jóhann Elíasson, 24.6.2008 kl. 04:14
Þetta var falleg syrpa
Svala Erlendsdóttir, 24.6.2008 kl. 11:36
Hvar er Skálavíkin? Ef minnið mitt er ekki að svíkja mig þá held ég að ég hafi aldrei komið þangað á mínum ferðalögum um Vestfirði. Hélt ég hefði komið á alla staði þar sem væri bílfært nema reyndar Elísarveginn, sem ég þorði ekki að fara Svo að mér dettur helst í hug að Skálavíkin sé á þeirri leið.
Knús á þig mín kæra
Kidda (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 12:40
Takk öll. Skálavíkin Kidda mín er þegar þú ekur út til Bolungarvíkur, ferð í áttina að uppkeyrsku á Bolafjalli, en heldur áfram yfir heiðina, þá endarðu í Skálavík. Magnaður staður.
Takk Svala mín.
Aha Sigrún mín, þessi taska er algjört æði.
Hey Anna mín, þú hefðir bara átt að kíkja aðeins við í Kúlunni
Knúsí knús Helga mín.
Knús Huld mín.
Knús á þig líka Linda mín
Hehehe Ásta mín, knús á þig
Já Faktor, Skálavíkin er svo sannarlega skemmtilegur viðkomustaður.
Knús á þig til baka Ester mín.
Sömuleiðis minn elskulegti TíCí minn bestastur.
Kær kveðja til þín líka Þói minn.
Knús á þig Linda Litla
Taakk Guðlaug mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2008 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.