18.6.2008 | 12:55
Krúttblómin hennar ömmu, og ýmislegt annað.
Já þessi þjóðhátíðardagur liðinn, og venjulegur miðvikdagur tekinn við. Allt í vanafarinu, ég að vinna við að setja niður sumarblómin, þar sem túlípanarnir eru að syngja sitt síðasta, en búnir að gleðja ísfirðinga og aðra núna í einn og hálfan mánuð, og spara mér mikla vinnu.
en hér eru blómakrúttin mín.
Maður gæti haldið að þær væru að veiða fisk.
Svona með tillitil til staðsetningar....
en þær eru þá bara að sópa fyrir ömmu sína
Svo uppvartar Hanna Sól verkamennina með nammi.
Þessi svipur á Evítu Cesil er alveg óborganlegur.
Sumir vinna líka úti við blómin hennar ömmu.
Þá þurfa sumir að tala mikið í símann.
Eða bara vera í prinsessuleik.
Hér er píanótími hjá Jorgu og stelpunum.
Og maður getur sofið í allskonar stellingum ekki satt ?
Hér er Evíta að fara heim með pabba sínum.
Hanna Sól fór með afa og ömmu í bæinn, í tilefni 17. júní. Og við fengum okkur ís í Hamraborg, hvað annað ?
Þar stóð Úlfar og veifaði íslenska fánanum Þeir voru reyndar að festa þá upp í tilefni dagsins feðgarnir.
Já hestamenn voru mættir á svæðið, og teymdu undir börnunum. Þetta var aðalatriðið hjá þeim litlu.
Þau biðu í röð eftir að komast á bak.
Sjáðu myndavélina segir Nói, ömmu hennar langaði svo í mynd af litlu skottunni sinni, svo ég smellti af nokkrum fyrir hana.
Og Hanna Sól er vön á hestbaki, þar sem mamma hennar temur hesta, og hefur þjálfað þá litlu eins og hægt er.
Þetta er skemmtilegt.
Gaman gaman.
Krakkarnir í Taikvon do voru líka að skemmta og sýna sig.
Taka nokkra takta, ég missti af því að stubburinn minn og fleiri brutu spýtur.
Þeir leyfðu líka áhorfendum að prófa spörk.
Og margir vildu prófa bæði eldri og yngri.
Stubburinn minn var komin úr gallanum, hann var nefnilega að fara af stað í Ævintýralandið, sumarbúðir í vikudvöl. Hann er þar núna, og skemmtir sér vonandi vel.
Hér eru svo afi og Hanna Sól. En ég segi bara eigiði góðan dag mín kæru.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2022163
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar flottar myndir af barnabörnunum. kveðja Fríða Bára
Fríða Bára Magnúsdóttir, 18.6.2008 kl. 13:16
Þær eru duglegar í "tiltektinni" litlu dömurnar. Flottar yfirlitsmyndir frá hátíðahöldunum á Ísafirði, takk fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 13:50
Æðislegar myndir hjá þér. Ég er alveg grútspæld að komast ekki á Víking í sumar því ég fæ ekki sumarfrí fyrr en í ágúst. Mér finnst Ísafjörður æðislegur bær.
Helga Magnúsdóttir, 18.6.2008 kl. 13:51
Takk Fríða mín, og velkomin
Knús á þig Búkolla mín.
Hehehe Sigrún jamm þær eru sko duglegar þær stuttu.
Æ Helga mín, það er leiðinlegt að bíða svona. En ágúst er líka æðislegur mánuður, rómantískur þegar farið er að dimma, þá tekur maður kertin með í ferðalagið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2008 kl. 14:06
Vona að það séu ekki fallegu bleiku blómin á fyrstu myndunum sem þú ætlar að fara að setja niður.. þau tolla ekki mínútu, fyrir utan að vera miklu skemmtilegri á flögri eins og fuglarnir. Skemmtilegar og lifandi myndirnar þínar frá hátíðahöldunum, kemst næst að vera á staðnum..
Ég get bara reynt að ímynda mér hvernig minningar stelpurnar og reyndar öll barnabörnin eiga eftir að ylja sér við seinna eftir dvöl hjá ömmu í kúlu. Þó hversdagslegra væri eru mínar æskuminningar eintómt sólskin, rigndi bara þegar vantaði polla að sulla í og svo snjóaði almennilegra á veturna. Ég man að ég var einhvern tíma að segja pabba að alltaf hefði verið sól og gott veður þegar ég var lítil, en hann hafði aðrar minningar um sömu daga.
Dísa (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 15:22
Það er alltaf sama blíðan í myndarskapnum þínum, velkomin heim.
Steingrímur Helgason, 18.6.2008 kl. 16:27
Evíta og Ásthildur eru algjörar megadúllur. Svo miklir prakkarar.
Knús á þig og allt þetta fallega fólk sem tilheyrir þér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 16:29
Sæl kæra vinkona. Velkomin heim. Nú er ég erlendis og hef það gott. Alltaf gamana að sjá myndirnar ykkar. KNús til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 17:17
Það er nú aldeilis dugnaður hjá þér með myndavelina. Flottar myndir og gaman að fylgjast með hátíðarhöldunum og svo þessum duglegu börnum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.6.2008 kl. 18:48
Þessi sem sefur með fæturna uppi á handfanginu á kjerrunni er alveg óborganlega fyndin. Gaman að Taekwondo krökkunum. Stelpurnar mínar hafa báðar æft þá íþrótt og hún er góð bæði fyrir sál og líkama.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 19:20
MJÖG SKEMMTILEGA MYNDIR ÁSTHILDUR MÍN
Kristín Katla Árnadóttir, 18.6.2008 kl. 19:41
Krúttakveðja!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.6.2008 kl. 20:45
Huld S. Ringsted, 18.6.2008 kl. 23:20
Dísa mín þessar rósir fara ekki niður, þær fara upp, stækka og verða stærri og meiri en amma sín Takk elskan fyrir hlý orð.
Takk Steingrímur minn.
Takk Jenný mín.
Sá það á blogginu þínu Ásdís mín, hafðu það gott í útlandinu
Takk Ólöf mín.
Jamm Ásthildur Cesil er algjör megadúlla Anna mín, sammála þér um Taekwon do það styrkir bæði líkama og sál, og svo er það mórallinn, umburðarlyndið og hjálpsemin sem er þar í fyrirrúmi.
Takk Katla mín.
Krúttkveðja á þig lík Jóhanna mín.
Takk Guðlaug mín.
Knús Huld mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2008 kl. 23:33
Æðislegar myndir eins og alltaf, takk fyrir mig. Vona að ömmustrákurinn skemmti sér vel í ævintýralandi, sonur minn fer þangað 2 júlí.
hafðu það gott og bestu kveðjur til þín.
Linda litla, 18.6.2008 kl. 23:41
Takk Linda mín, já ég vona að hann skemmti sér vel. Flott að þinn skuli vera að fara líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.